19.08.2024 06:31

Hvalaskoðun i vikunni

                                 7821 Hvalaskoðunnarbáturinn Diplomat mynd þorgeir Baldursson 

                                                     Hnúfubakur á stökkva mynd þorgeir Baldursson 

                       Það er stundum pus i Hvalaskoðun um borð i Ribbátum mynd þorgeir Baldursson 

                                                    Hvalaskoðun mynd þorgeir Baldursson 

                 Vignir Sigursveinsson i Góðum gir um borð i Sólfari mynd þorgeir Baldursson 
 
 

15.08.2024 23:39

Myndaveisla i Eyjafirði i dag

                              Hnúfubakur sýnir sporðin á Eyjafirði i morgun mynd þorgeir Baldursson 

                            ferðafólkið var afar hugfangið að sjá Hnúfubak i návigi mynd þorgeir Baldursson 

                                        okkar maður klár að mynda mynd þorgeir Baldursson

                        Allar hendur uppi með sima og myndavéla að fanga aungablikið mynd þorgeir Baldursson 

                                  Ferðafólk i hvalaskoðun um borð i Hólmasól á Eyjafirði mynd þorgeir Baldursson 

              Hvalaskoðunnar bátar Eldingar Konsúll og Diplómat 2 með ferðfólk mynd þorgeir Baldursson 

 
                                         

15.08.2024 08:14

Hvalaskoðun i firðinum fagra

Það er búið að vera mikið lif og fjör i hvalaskoðun hjá hvalaskoðunnarfyrirtækjum i Eyjafirði og haf séðst hvalir i 99.5% ferða 

sem að er með þvi besta á heimsvisu i siðustu viku sáust meðal annas Steypireyður en oftast er verið að sýna 

Hnúfubak ,hrefnu og Höfrunga .og hafa farþegar verið himinlifandi með ferðinar og mikil aðsókn hjá flestum fyrirtækjunum 

hérna koma nokkar myndir frá Gærdeginum 

                        Skipverjar á Ambassador svipast um eftir Hval mynd þorgeir Baldursson 

                                    Hnúfubakurinn Pikkaló á leið i Djúpköfun mynd þorgeir Baldursson 

                    Skipstjórinn Bjarni Bjarnasson á Ambassador mynd þorgeir Baldursson 

                                   2848 Ambassador á siglingu á Eyjafirði i gær mynd þorgeir Baldursson 

                                        Alltaf gaman i hvalaskoðun mynd þorgeir Baldursson 

                                            7573 Sólfar 1 á siglingu á Eyjafirði i gær mynd þorgeir Baldursson 

                      Glæsilegur sporður á Hnúfubak sem að er á leið i Djúpköfun mynd þorgeir Baldursson 

 

13.08.2024 21:21

Lif og fjör i Eyjafirði alla daga

                                                 Hvalaskoðun  á Eyjafirði i vikunni mynd þorgeir Baldursson 

                     Hvalaskoðunnarbátarnir Dögun og Rökkur á útleið frá Dalvik mynd þorgeir Baldursson 

                                                    Rökkur og Dögun mynd þorgeir Baldursson 

                                                             1547 Draumur EA mynd þorgeir Baldursson 

Stærð 24,30 brl.  smíðaár 1979. Eik og fura. Stokkbyrðingur.
Þilfarsbátur. Vél 265 ha. Cummins.
Báturinn var smíðaður fyrir Daníel B. Pétursson. Ársæl Daníelsson, Pétur Daníelsson og Eðvald Daníelsson á Hvammstanga.
Frá árinu 1990 hét báturinn Þorsteinn SH-145, Hellisandi.
Frá árinu 1991 hét hann Stapavík AK-132, Akranesi.
Frá árinu 1998 hét hann Sveinn Sveinsson BA-325, Patreksfirði.
Frá árinu 2003 hét hann Hinni ÞH-70, Húsavík.
Frá árinu 2007 hét hann Draumur EA., Akureyri.
Frá árinu 2007 heitir hann Draumur EA., Dalvík og heitir svo enn árið 2023.

Heimild aba.is

                                                             1487 Máni EA mynd þorgeir Baldursson 

Stærð 50,29 brl. Smíðaár 1977. Eik og fura. Afturbyggður þilfarsbátur með hvalbak.
Stokkbyrðingur. Vél 365 ha. Caterpillar.
Báturinn var smíðaður fyrir Benedikt S. Pétursson, Daða Guðjónsson og Guðlaug Traustason á Hólmavík og áttu þeir bátinn í sautján ár en aðrir aðilar á Hólmavík í fjögur ár.
Frá árinu 1998 hét báturinn Ásbjörg RE-79, Reykjavík.
Frá árinu 1999 hét hann Alli Júl ÞH-5, Húsavík.
Frá árinu 2001 hét hann Valdimar SH-106, Grundarfirði.
Frá árinu 2004 hét hann Númi KÓ-24, Kópavogi.
Frá árinu 2009 hét hann Númi HF-62, Hafnarfirði.
Frá árinu 2011 hét hann Númi RE-44, Reykjavík.
Frá árinu 2013 hét hann Máni EA. Dalvík.
Frá árinu 2017 hét hann Máni EA-307, Dalvík.
Frá árinu 2021 hefur báturinn heitið Máni EA. Dalvík og heitir svo enn árið 2023.
Skráður eigandi frá 2021 er Arctic Sea Tours ehf.

Heimild www.aba.is

 

12.08.2024 22:49

Tvær Steypireyðar á Eyjafirði

  

                 Steypireyður lifti sporðinum fyrir Djúpköfun seinniparinn i gær mynd © þorgeir Baldursson 

Tvær steypireyðar sáust í hvalaskoðunarferðum við Hauganes og Hrísey í gær og náðust af þeim myndir. Sæborg, bátur Norðursiglingar á Húsavík, var þarna á svæðinu. Mjög sjaldgæft mun ver að sjá þennan stóra hval yfta sporði eins og hann gerði og sést á aðalmyndinni með þessari frétt. 

Á hvalavef Náttúrufræðistofnunar Íslands má finna fróðleik um þessa stærstu dýradegund jarðarinnar. Steypireyður getur orðið allt að 30 metra löng og vegið 190 tonn. „Hún er fremur grannvaxin og straumlínulaga, með hlutfallslega smá bægsli en höfuðstór. Ofan á höfðinu er upphækkun um blástursholur, trjónan er ávöl og hlutfallslega breiðari en á öðrum skíðishvölum. Liturinn er flikróttur, að grunni til blágrár nema neðanverð bægslin, þau eru hvít. Einstaklingar eru misdökkir og má greina þá í sundur á litamynstri,“ segir þar meðal annars um Steypireyðina.

Steypireyður er farhvalur og heldur sig nálægt ísröndinni á sumrin, bæði á norður- og suðurhveli jarðar, en færir sig í hlýrri sjó á veturna. Þessi hvalategund sést við Íslandsstrendur að sumarlagi, yfirleitt á tímabilinu frá maí til október og þá oftast vestur af landinu, en einnig út af Suðvestur- og Norðausturlandi. 

Heimild Akureyri.net 

myndir Þorgeir Baldursson ©

          Tveir steypireyðir koma upp og blása rétt við Hauganes i gærmorgun mynd © þorgeir Baldursson 

                    Steypireyðurinn blæs og 1475 Sæborg ÞH siglir að honum mynd þorgeir Baldursson 

        Farþegar á Hólmasól Skipi Eldingar voru agndofa þegar þeir sáu steypireyðinn mynd ©  þorgeir Baldursson 

              Steypireyðarnir á leið út Eyjafjörð og blésu i kveðjuskyni mynd  © þorgeir Baldursson 
 

 

 

 

07.08.2024 22:44

Eikarbátar i Hvalaskoðun i Eyjafirði

                             Hnúfubakur á leið i djúpköfun i morgun  mynd þorgeir Baldursson 

                         Sporður á Hnúfubak sem að er á leið i djúpköfun mynd þorgeir Baldursson 

 

 

                                1487 Máni EA i hvalaskoðun i morgun mynd þorgeir Baldursson 

Ásbjörg ST-9.         1487.       Smíðanúmer 15.
 
Heimild www.aba.is

Stærð 50,29 brl. Smíðaár 1977. Eik og fura. Afturbyggður þilfarsbátur með hvalbak.
Stokkbyrðingur. Vél 365 ha. Caterpillar.
Báturinn var smíðaður fyrir Benedikt S. Pétursson, Daða Guðjónsson og Guðlaug Traustason á Hólmavík og áttu þeir bátinn í sautján ár en aðrir aðilar á Hólmavík í fjögur ár.
Frá árinu 1998 hét báturinn Ásbjörg RE-79, Reykjavík.
Frá árinu 1999 hét hann Alli Júl ÞH-5, Húsavík.
Frá árinu 2001 hét hann Valdimar SH-106, Grundarfirði.
Frá árinu 2004 hét hann Númi KÓ-24, Kópavogi.
Frá árinu 2009 hét hann Númi HF-62, Hafnarfirði.
Frá árinu 2011 hét hann Númi RE-44, Reykjavík.
Frá árinu 2013 hét hann Máni EA. Dalvík.
Frá árinu 2017 hét hann Máni EA-307, Dalvík.
Frá árinu 2021 hefur báturinn heitið Máni EA. Dalvík og heitir svo enn árið 2023.
Skráður eigandi frá 2021 er Arctic Sea Tours ehf.

                         1357 Niels Jónsson EA i hvalaskoðun i morgun mynd þorgeir Baldursson 

                                             500 whales Ea. mynd Þorgeir  Baldursson 

                       1414 Áskell Egilsson og 1475 Sæborg ÞH mynd þorgeir Baldursson 

Vöttur SU-3.   ( 1414 )   Smíðanúmer 5.
Heimild www.aba.is

Stærð: 17,47 m. 29 brl. Smíðaár. 1975. Eik. Stokkbyrðingur.  
Aðalvél. 240 ha. Volvo Penta TAMD 122A.
Smíðatími var 13.227 klst. en þar af fóru 4.854 klst. í járnsmíði, frágangs vélbúnaðar og siglingatækja eða 37% heildartímans.
Báturinn var smíðaður fyrir Fiskiðjuna Bjarg hf. Bakkafirði en því fyrirtæki stýrði Hilmar Einarsson. Báturinn var öðrum þræði keyptur í þeim tilgangi að þrýsta á stjórnvöld um varanlega hafnargerð á Bakkafirði.
Heimildarmaður að forsögu þessara kaupa er sonur kaupandans, Steinar Hilmarsson.
Þessi áform gengu þó ekki eftir og því seldi Fiskiðjan Bjarg hf. hluta í bátnum til Útgerðarfélagsins Þórs sf. Eskifirði. Þeir aðilar sem stóðu að Þór sf. höfðu árum saman verið í viðskiptum við Fiskiðjuna Bjarg hf. og lagt þar upp afla af 10 tonna báti sem þeir gerðu út.
Vöttur var því skráður á Eskifirði lengst af og að mestum hluta gerður þaðan út þau ár sem hann var í eigu þessara aðila.
Árið 1978 fór báturinn til Dalvíkur og hét þar Vinur EA-80, því næst til Reykjavíkur árið 1983 þar sem hann hét Aðalbjörg ll RE-236 og þá til Þorlákshafnar 1987 þar sem hann fékk nafnið Gulltoppur ÁR-321.
Báturinn var keyptur til Húsavíkur af Ólafi Ármanni Sigurðssyni árið 1997 og fékk þar nafnið Haförn ÞH-26, Húsavík.
Frá árinu 2002 hefur báturinn verið skráður á Ugga fiskverkun ehf., Húsavík en að félaginu standa Ólafur Ármann Sigurðsson og fjölskylda.
Í október 2010 fékk báturinn nafnið Ási ÞH-3 og er á miðju ári 2015 enn í eigu Ugga fiskverkun ehf., Húsavík.
Eftir að bátnum var hleypt af stokkunum hjá Bátasmiðjunni Vör hf. er búið að byggja á hann hvalbaka og leit hann, á miðju ári 2011, út sem nýlegur væri.
Árið 2015 hét báturinn enn Ási ÞH-3 og það nafn bar hann þegar hann var felldur af skipaskrá 12. júní 2015 með eftirfarandi athugasemdum Siglingarstofnunar. "Tekinn úr rekstri."
Á haustdögum 2015 var bátinn að finna í Húsavíkurhöfn en 17. október 2015 var hann dreginn til Akureyrar til nýrra eigenda.
Frá þessum tíma eru eigendur hans Egill Áskelsson, Halldór Áskelsson og Sævar Áskelsson allir frá Akureyri
Segja má að eplið falli sjaldan langt frá eikinni því að þeir Áskelssynir eru synir Áskels Egilssonar eins af eigendum Bátasmiðjunnar Varar hf. sem bátinn smíðaði.
Hugmynd eigenda er að koma bátnum í upprunalegt horf og nota hann til eigin þarfa.
Fyrsta verk nýrra eiganda var að fjarlægja hvalbakinn af bátnum.
Stýrishúsið, sem er úr stáli, var ryðbarið, sandblásið og málað.
Allt var það síðan einangrað að innan og klætt með  Fibo-Trespo og það innréttað á svipaðan hátt og áður var.
Aftan á stýrishúsið var smíðaður ryðfrír stigi og ofan á þak þess rekkverk úr ryðfríum rörum og frá því gengið.
Afgasrör vélar var endurnýjað og til verksins notað ryðfrítt rör.
Lunningsplanki úr eik var endurnýjaður frá stefni að skut eða með öðrum orðum allan hringinn.
Tveggja pila rekkverk úr ryðfríum stálrörum var smíðað og frá því gengið ofan á lunningu.
Rafbúnaður bátsins var að miklum hluta endurnýjaður. Meðal annars voru rafmagnstöflur endurnýjaðar svo og siglingaljós. Annað í rafbúnaði bátsins sem betur mátti fara var lagfært.
Allur var báturinn málaður frá kili að masturstoppum og honum gefið nafnið "Áskell Egilsson" til minningar um föður þeirra sem að verkinu stóðu.
Meiri hluti þessarar vinnu var framkvæmdur á hliðargörðum slippsins á Akureyri og var hann sjósettur 9. ágúst 2016.
Endanlegum verklokum var náð í júní 2017.
Um miðjan þann mánuð fór báturinn í sína fyrstu hvalaskoðunarferð en hugmynd eiganda er að nota hann til þeirra hluta.
Þessi hugmynd eiganda hefur gengið eftir og er báturinn enn notaður til hvalaskoðunar árið 2023. 
Skráður eignaraðili bátsins frá árinu 2017 er Halldór Áskelssoon ehf. Akureyri.
Samantekt á heiti bátsins í áranna rás.
Frá árinu 1975 hét báturinn Vöttur SU-3, Eskifirði.
Frá árinu 1978 hét hann Vinur EA-80, Dalvík.
Frá árinu 1983 hét hann Aðalbörg ll RE-236, Reykjavík.
Frá árinu 1987 hét hann Gulltoppur ÁR-321, Þorlákshöfn.
Frá árinu 1997 hét hann Haförn ÞH-26, Húsavík.
Frá árinu 2010 hét hann Ási ÞH-3, Húsavík.
Frá árinu 2016 hefur báturinn heitið Áskell Egilsson, Akureyri og heitir svo enn árið 2021.
Athugasemd:
Þegar báturinn fór til Dalvíkur árið 1978 fékk hann nafnið Vinur eins og fram hefur komið hér að ofan.
Einkennisstafir bátsins eru tölvuskráðir EA-30 hjá Siglingastofnun en EA-80 í ritinu "Íslensk skip."
Mynd af bátnum, þegar hann hét Vinur, sýnir greinilega að einkennisstafir hans eru málaðir skírum stöfum á bóg bátsins EA-80 og telst það því rétt vera.

                                   500  Whales   og 1357 Niels Jónsson EA mynd þorgeir Baldursson 

Arnarnes ÍS-133.   ( 1357 )   Smíðanúmer 3.
Heimild www.aba.is

 
Stærð: 17,47 m. 29,00 brl. Smíðaár. 1974. Eik. Stokkbyrðingur. Aðalvél 375 ha. Volvo Penta. Smíðatími var 12.669 klst. en þar af fóru 4.261 klst. í járnsmíði, frágangs vélbúnaðar og siglingatækja eða 33% heildartímans.  
Báturinn var smíðaður fyrir Arnarnes hf. Ísafirði en seldur smíðaárið feðgunum Gunnari Níelssyni og sonum hans Níelsi og Halldóri, Hauganesi Árskógsströnd. Þrátt fyrir unga aldur bátsins þegar hann kom til þeirra feðga þá var hann orðinn ótrúlega illa sjúskaður.
Þar sem ofannefndir menn voru þekkir að snyrtimennsku þá fór mikill tími í að pússa bátinn allan upp frá kili að masturstoppum.
Báturinn fékk nafnið Níels Jónsson EA-106 strax og þeir feðgar eignuðust hann og er báturinn enn í eigu afkomenda Gunnars Níelssonar árið 2021.
Báturinn hefur þá sérstöðu að 80% af notkun hans hefur hin seinni ár verið bundin fiskveiðum en 20% ferðaþjónustu.
Að geta notað fiskibát til hvalaskoðunar og skemmtisiglinga með ferðafólk er mjög sérstakt og örugglega ekki á færi annarra en sérstakra snyrtimanna.
Mjög vel hefur verið hugsað um bátinn alla tíð frá því að hann kom á Hauganes og er lítinn mun á honum að sjá í dag og þann dag er hann hljóp af stokkunum fyrir rúmum 42 árum síðan.
Frá árinu 2013 hét báturinn Níels Jónsson EA-106, Dalvík.
Frá árinu 2014 hét hann Níels Jónsson EA-106, Hauganesi.
Frá árinu 2015 hét hann Níels Jónsson EA-106, Ólafsfirði.
Frá árinu 2017 hefur báturinn heitið Níels Jónsson EA-106, Hauganesi og heitir svo enn samkvæmt skráningu opinberra gagna árið 2023.
Skráður eigandi frá árinu 2017 er Whales Hauganes ehf. en að því félagi standa afkomendur þeirra sem upphafleg keyptu bátinn til staðarins.
Skipasmiðir
 

a. Bátasmiðjan Vör hf., Akureyri.

a. Bátasmiðjan Vör hf., Akureyri. 

Bátasmiðjan Vör hf. Akureyri.

1971 til 1995.

   Bátasmiðjan Vör hf. Akureyri var stofnuð 20. júní 1971. Stofnfundurinn var haldinn við eldhúsborðið hjá Skapta Áskelssyni, framkvæmdastjóra og bar upp á afmælisdag hans. Skapti var einn af stofnendum Slippstöðvarinnar hf. árið 1952 og framkvæmdastj

05.08.2024 02:09

Sæborg ÞH Hvalaskoðunnarbátur

                             1475   Sæborg ÞH hvalaskoðunnarbátur norðursiglingar mynd þorgeir Baldursson 

Stærð: 40,00 brl. Smíðaár 1977. Eik.
Stokkbyrðingur. Þilfarsbátur.
Vél 365 ha. Caterpillar.
Ný 405 ha.  Caterpillar aðalvél sett í bátinn 1988.
Báturinn var smíðaður fyrir Karl Aðalsteinsson og Óskar og Aðalstein Karlssyni, Húsavík, sem áttu hann til ársins 1991 en þá var hann seldur til Keflavíkur.
Frá árinu 1991 hét báturinn Eyvindur KE-37, Keflavík.
Frá árinu 2000 hét báturinn Eyvindur KE-99, Keflavík.
Frá árinu 2002 hét hann Sæborg ÞH-55, Húsavík.
Frá árinu 2009 hét hann Gunnar Halldórs ÍS-45, Bolungarvík.
Árið 2012 hét hann enn Gunnar Halldórs ÍS-45 en nú skráður á Flateyri.
Árið 2014 fékk báturinn nafnið Áróra RE-880, Reykjavík en seinna á því herrans ári breyttust einkennisstafirnir í RE-82. Frá seinni hluta árs 2014 heitir báturinn því Áróra RE-82, Reykjavík.
Þrátt fyrir þessi nafnaskipti og flandur á milli heimahafna þá eru áreiðanlegar heimildir fyrir því að í Ísafjarðarhöfn hefur báturinn legið undanfarin fjögur ár og þar var hann að finna á miðju ári 2014. Á haustmánuðum árið 2014 keyptu Brynjar Eyland Sæmundsson og Ari Magnússon bátinn þar sem hann lá í höfninni á Ísafirði og sigldu honum til Reykjavíkur.Eigendur vinna nú hörðum höndum að því að koma bátnum í upprunalegt horf.
Með fyrstu verkum var að fjarlægja af honum hvalbak sem á hann hafði verið settur eftir að hann yfirgaf skipasmíðastöðina. Einnig var balageymsla, sem að vísu var á honum frá upphafi, fjarlægð.
Báturinn var notaður til að sigla með farþega um sundin blá úti fyrir höfuðborginni. 
Árið 2016 keypti Norðursigling bátinn og sigldi hann inn á Húsavíkurhöfn 10. maí 2016 og var hann þar með kominn heim til sinnar fyrstu heimahafnar.  

Báturinn er nú, árið 2023, notaður til skoðunarferða með fólk út á Skjálvandaflóann.

Heimild aba.is

02.08.2024 01:31

1315 Sæljós GK 2 i fjörunni við Rif

                                   1315 Sæljós GK 2 ex Eyrún EA mynd þorgeir Baldursson 

                                  1315 Sæljós GK 2 EX. Eyrún EA mynd þorgeir Baldursson 

Báturinn hefur verið i fjörunni við Rif i nokkur ár eftir að hann sökk i höfninni þar 

Heimild www.aba.is

 

Ey­rún EA-157.    ( 1315 )    Smíiðanúmer B-44.
 
Stærð: 23,90 brl. 15,80 m. Smíðaár 1973. Eik og fura.Stokkbyrtur þilfarsbátur. Vél 287 ha. Skania.
Smíðaður fyrir Árna Kristinsson, Mikael Sigurðsson og Tryggva Ingimarsson, Hrísey. 
Báturinn var fimm ár í eigu þeissara aðila og var sem nýr þegar hann fór frá þeim. 
Rétt er að fram komi, svo að ekki valdi óþarfa heilabrotum lesanda, að einkennisstafir bátsins eru þeir sömu og voru á Auðunn EA-157
en þar sem sá bátur var seldur út héraði 1972 voru einkennisstafirnir á lausu fyrir Eyrúnu þá hún var smíðuð. 
Eyrún hefur tekið breytingum í áranna rás og meðal annars smíðaður á hana hvalbakur sem ekki var til staðar þegar hún yfirgaf skipasmíðastöðina.
Einnig hefur framhluti stýrishúss verið endurnýjaður og hann færður fram um góðan hálfan meter.
Sem sjá má af mynd hér á síðunnu þá hafa þessar breytingar verið framkvæmdar eftir árið 1985.

Báturinn bar nafnið Eyrún allt fram til ársins 2001 þó að einkennisstafir væru ekki þeir sömu.
Frá árinu 1977 hét báturinn Eyrún SH-57 í Ólafsvík.
Frá árinu 1982 hét hann Eyrún GK-157, Sandgerði.
Frá árinu 1983 hét hann Eyrún ÁR-66, Þorlákshöfn.
Frá árinu 2000 hét hann Eyrún ÁR-26, Þorlákshöfn.
Frá árinu 2001 hét hann Eydís ÁR-26, Þorlákshöfn.
Frá árinu 2008 hét hann Maggi Ölvers GK-33, Garði.
Frá árinu 2010 hefur báturinn heitið Sæljós GK-2, Sandgerði og heitir svo enn árið 2021.
Neðanmáls:


Þegar báturinn var á landleið úr netaróðri 16. mars 2017 kom mikill leki að honum.
Hann var þá staddur á Breiðafirði tvær sjómílur norðvestur af Rifi.
Skipstjórinn óskaði eftir aðstoð og fór björgunarskipið Björg frá Rifi til aðstoðar.

Björg tók bátinn í slef og kom dælum um borð sem héldu því á floti þar til komið var til hafnar á Rifi þar sem lokið var að dæla úr því.

Þar sem enginn ábirgur aðili treysti sér til að halda bátnum á floti við bryggju

þá var hann dreginn langt upp á land á Rifi og munu áhöld um hvort hann á afturkvæmt á sjóinn aftur.

Sem sjá má af myndunum hér til hliðar hefur báturinn mátt sæta skelfilegri meðferð seinustu árin.
Engin orð ná yfir slíkt hirðuleysi sem blasir við á myndunum.    
 
 

01.08.2024 23:51

Sjómannadagurinn á Akureyri 2013

                                               Sjómannadagurinn á Akureyri 2013 mynd þorgeir Baldursson 

01.08.2024 22:19

Viðar ÞH 17

                                                   1354 Viðar ÞH 17 mynd þorgeir Baldursson 

 
 
Báturinn, sem er 36,00 brl. stór, var byggður á Akureyri árið 1974 af Bátaverkstæði Gunnlaugs og Trausta sf., Akureyri.
Um lífssiglingu hans má lesa i kaflanum
"a. Bátaverkstæði Gunnlaugs og Trausta sf., Akureyri".
Norðursigling ehf. keypti bátinn 2009 og fyrir honum lágu umfangsmiklar breytingar.
Endurgerð bátsins hófst með slipptöku á Húsavík þar sem hvalbakur, sem á hann var kominn, var fjarlægður og báturinn búinn undir 10 daga siglingu til Danmerkur.
Siglt var til skipasmíðastöðvarinnar Christian Jonsson í Engernsund þar sem bátnum var breytt í tveggja mastra skonnortu með bugspjóti. Flatarmál segla er 250 fermetrar.
Að lýsa þessari endurgerð er nánast ógjörningur en nærtækast er að segja að allt ofan og neðan þilfars hafi verið smíðað nýtt en aðeins skrokkur og þilfar hafi verið látið óhreift að mestum hluta.

Til gamans má þó geta þess að allt kalfatt í bátsskrokknum var endurnýjað og tók sú vinna sjö karla tvær til þrjár vikur. Höfðu þessir menn orð á hversu vel báturinn væri smíðaður, sterkbyggður og tæki vel við höggum.
Góður vitnisburður um Íslenska skipasmíði þar sem þessir menn þekktu vel til sterkbyggðra Norðursjávarbáta.
Til landsins kom Hildur aftur 16. júlí 2010 og sigldi þöndum seglum inn Skjálfandaflóann í fylgd annarra báta fyrirtækisins.

Báturinn gerði ekki langan stans á Húsavík því að honum var siglt í skoðunarferð til Grænlands þá þegar um sumarið. Myndband af ferðinni er á heimasíðu Norðursiglingar ehf. 
Síðan þessi skoðunarferð var farin hafa Grænlandsiglingar verið stundaðar ár hvert og þar hefur skonnortan dvalið þar sumarlangt sumar eftir sumar og hlotið einróma lof þeirra sem um borð hafa dvalið.
Vegna glæsileika hefur skonnortan Hildur ekki sloppið undan vökulum augum myndavélanna.
Óhætt er að fullyrða að fjöldi mynda af skipinu spanni þúsundir ef ekki tugþúsundir.
Engin leið er fær til að birta allan þennan myndaskara en eins mörgum er þrykkt hér inn svo sem pláss leyfir.
Myndir sem merktar eru "Skonnortan Hildur Ex Múli ÓF-5" eru teknar á siglingu skonnortunnar frá Íslandi til Tromsö í Noregi um 700 sjómílur ANA af Íslandi.
Í Noregi er fyrirhugað strandhögg til notkunar á skonnortunni yfir vetrarmánuðina þá ís hylur sjávarflötin við Grænland.
Á ekkert fley er hallað þó að fullyrt sé að skonnortan Hildur sé glæsilegasti farkostur Íslendinga í dag  
Upplýsingar um heiti báts frá upphafi:    (1354)
Frá árinu 1974 hét báturinn Múli ÓF-5, Ólafsfirði.
Frá árinu 1979 hét hann Fiskanes NS-37, Vopnafirði.
Frá árinu 1981 hét hann Faxavík GK-727, Grindavík. 
Frá árinu 1987 hét hann Faxavík GK-737, Grindavík.
Frá árinu 1988 hét hann Harpa II GK-101, Grindavík.
Frá árinu 1989 hét hann Skálavík SH-208, Ólafsvík.
Frá árinu 1999 hét hann Guðbjörg Ósk VE-151, Vestmannaeyjum.
Frá árinu 2001 hét hann Guðbjörg Ósk SH-251, Ólafsvík.
Frá árinu 2001 hét hann Viðar ÞH-17, Raufarhöfn.
Frá árinu 2002 hét hann Viðar ÞH-17, Kópaskeri.
Frá árinu 2006 hét hann Héðinn Magnússon ÞH-17, Kópaskeri. 
Frá árinu 2007 hét hann Héðinn Magnússon HF-28, Hafnarfirði.
Frá árinu 2007 hét hann Héðinn HF-28 Hafnarfirði.
Frá árinu 2009 hefur báturinn heitið Hildur ÞH. Húsavík.       

heimild aba.is

01.08.2024 18:13

Hnúfubakur að leika sér i Eyjafirði

                           Hnúfubakur lemur sporðinum i hafflötinn mynd þorgeir Baldursson 

                                    Hnúfubakur i Eyjafirði mynd þorgeir Baldursson 

                                                Bækslunum lamið i hafflötinn mynd þorgeir Baldursson 

30.07.2024 23:16

Vilhelm Þorsteinsson Ea11

                                  2410 Vilhelm Þorsteinsson EA11 mynd þorgeir Baldursson 15-11  2018

                                  2410 Vilhelm Þorsteinsson Ea 11 mynd þorgeir Baldurrsson 15 -11 2018

30.07.2024 11:16

Háhyrningar i fæðuleit

                                 Það er alltaf gaman að sjá Háhyrninga i leik mynd þorgeir Baldursson 

                                        Háhyrningur kemur upp til að blása mynd þorgeir Baldursson 

                      Þetta er mikið sjónarspil þegar þeir sýna sig mynd þorgeir Baldursson 

28.07.2024 21:11

Sigurður Ve 15 á Eyjafirði i kvöld

                     2883   Sigurður Ve 15 á siglingu á Eyjafirði i kvöld 28 júli 2024 mynd þorgeir Baldursson 
 

28.07.2024 19:34

Hvalaskoðun i dag

                   1475 Sæborg ÞH i Hvalaskoðun á Eyjafirði i dag mynd þorgeir Baldursson 28 júli 24

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 2156
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 3977
Gestir í gær: 101
Samtals flettingar: 905012
Samtals gestir: 45730
Tölur uppfærðar: 11.10.2024 08:29:25
www.mbl.is