13.07.2021 00:23Gamli Herjólfur til sölu á 660 milljónirHerjólfur 111 i höfn i Vestmannaeyjum mynd Óskar Pétur Friðriksson
Farþegaog bilaferjan Herjólfur III, sem er í eigu Vegagerðarinnar, hefur nú verið sett á sölu á norskri skipasölusíðu. Eyjafréttir greindu fyrst frá. Uppsett verð á skipinu er 4,5 milljónir evra eða um 660 milljónir íslenskra króna. Gamli Herjólfur var smíðaður í Noregi árið 1992 og hefur þjónað samgöngum milli lands og Vestmannaeyja síðan þá þar til nýr Herjólfur tók við árið 2019. Skipið mun þó sigla nokkrar ferðir um verslunarmannahelgina til þess að ferja gesti til og frá Þjóðhátíð. Skrifað af Þorgeir 07.07.2021 23:48Komið úr hvalaskoðun i dag
Skrifað af Þorgeir 07.07.2021 23:35Oddeyrin EA komin til Akureyrar, skipið getur geymt lifandi fisk í tönkum
Skipið hefur þegar vakið mikla athygli í alþjóðlegum sjávarútvegi
Tímamót urðu í sögu Samherja í dag og þar með íslenskum sjávarútvegi, er Oddeyrin EA kom til Akureyrar eftir gagngerar breytingar á skipinu í dönsku skipasmíðastöðinni Karstensens. Samherji keypti uppsjávarveiðiskip og lét breyta því fyrir bolfiskveiðar, jafnframt verður hægt að dæla fiski um borð og geyma lifandi í sér útbúnum tönkum. Sex tankar sem geta geymt lifandi fisk Segir á vef Samherja i dag
Hjörvar Kristjánsson skipaverkfræðingur og verkefnastjóri á útgerðarsviði Samherja segir skipið á margan hátt flókið. „Já, þetta er nokkuð flókið skip, hérna er hægt að gera ýmislegt sem ekki er hægt að gera á öðrum fiskveiðiskipum. Í fyrsta lagi getur það stundað hefðbundnar veiðar en stóra nýjungin er að um borð er búnaður til að dæla fiski um borð og geyma hann lifandi í alls sex tönkum skipsins. Í þessum tönkum er líka hægt að kæla fiskinn, ef hann er ekki fluttur lifandi til lands.“ Alþjóðlegur sjávarútvegur fylgist vel með Hjörvar segir að Oddeyrin hafi þegar vakið töluverða athygli í alþjóðlegum sjávarútvegi. „Já, klárlega. Karstensens skipasmíðastöðin stendur framarlega á sínu sviði og þar er daglega fólk sem fylgist vel með öllum tækninýjungum. Við urðum sannarlega vör við áhuga greinarinnar á þessu verkefni okkar og víst er að það verður vel fylgst með okkur þegar skipið kemst á veiðar. Þetta eru stór tímamót í íslenskum sjávarútvegi,“ segir Hjörvar. Hægt að jafna út skammtímasveifur og sækja inn á nýja markaði
Næsta skref er að Slippurinn tekur við skipinu og kemur fyrir ýmsum búnaði, aðallega á vinnsludekki. Heiðdís Smáradóttir verkefna- og gæðastjóri Samherja fiskeldis, segir að aldurinn á fiskinum til landvinnslunnar geti hæglega farið úr þremur til fimm dögum niður í nokkrar klukkustundir, með tilkomu Oddeyrarinnar. „Afhendingaröryggi landvinnslunnar eykst til mikilla muna. Með því að geyma fiskinn lifandi um borð eða í kvíum í landi er hægt að jafna út skammtímasveiflur, svo sem vegna hráefnisskorts. Einnig aukast möguleikar á því að sækja inn á nýja markaði með ferskan ófrosinn fisk vegna lengri líftíma vörunnar, svo dæmi séu nefnd. Stór hluti af þessu öllu saman er að geta alltaf átt hráefni klárt fyrir landvinnsluna og svo auðvitað að geta boðið upp á enn ferskara hréfni. Við erum ekki komin á þann stað að geyma fiskinn í kvíum á landi, en möguleikarnir eru fyrir hendi. Norðmenn hafa sett fisk í kvíar en með þessu skipi er stigið skrefinu lengra. Samherji leggur ríka áherslu á ferskleika og það erum við sannarlega að gera með þessu nýja skipi,“ segir Heiðdís. Búnaðurinn reyndist vel
„Mér líst mjög vel á skipið. Við fórum í tvo stutta prufutúra við Danmörku, aðallega til að tékka af búnaðinn og allt virkaði fínt. Það ríkir auðvitað alltaf ákveðin spenna þegar eitthvað nýtt kemur fram á sjónarsviðið og ég hef heyrt ýmsar pælingar, sem segir sitt um áhugann á þessari nýjung. Ég er alveg sannfærður um að þetta gangi allt saman upp og það hefur verið frábært að vinna að þessu verkefni með framsæknu og lausnarmiðuðu starfsfólki Samherja,“ segir Hjörtur Valsson skipstjóri. Frábært að sigla inn Eyjafjörðinn í fallegu veðri „Við lögðumst að bryggju á Akureyri snemma í morgun og það var alveg frábært að sigla inn Eyjafjörðinn í fallegu veðri. Ísland tók vel á móti okkur, það er ekki hægt að segja annað,“ segir Hjörtur. Skrifað af Þorgeir 05.07.2021 21:12Helga Maria RE 1aflahæðst i júni
Af vef Aflafretta Ansi góður mánuður þar sem að 4 togarar náðu yfir 800 tonnin
og Helga maría RE var með 188 tonn í 1 og endaði langhæstur og fór yfir 1100 tonna afla í júni´
Páll pálsson ÍS 261 tonn í 2 og endaði í tæp 900 tonnum sem er feikilega gott
Breki VE 164 tonn í 1
Viðey RE 206 tonní 1
Steinunn SF 167 tonn í 2 og var hæstur af 29 metra bátaunum
Gullver NS 148 tonn í 1
Vestmannaey VE 171 tonn í 2
Skrifað af Þorgeir 04.07.2021 19:29Viking Sky og Guðmundur Kristjánsson Hafnarstjori
Skrifað af Þorgeir 03.07.2021 11:44Á útleið
Skrifað af Þorgeir 02.07.2021 07:10Bjarni Ólafsson i Nýjum lit orðinn BlárÞað urðu veruleg timamót i útgerðarsögu Bjarna Ólafssonar AK 70 þar sem að öll skip Útgerðainnar hafa verið i gulum lit en nú hefur Sildarvinnslan i Neskaupstað yfirtekið reksturinn og þess vegna var skipið málað blátt i einkennislitum félagsins og er skipið hið glæsilegasta og ber litinn vel þessar myndir voru teknar i Gærkveldi þegar skipið fór niður úr Flotkvinni á Akureyri
Skrifað af Þorgeir 01.07.2021 23:12Tvær Hafborgir á Akureyri
Skrifað af Þorgeir 30.06.2021 00:35Sturla Halldórsson IS
Skrifað af Þorgeir 27.06.2021 23:07Djúpavik á Ströndum
Skrifað af Þorgeir 25.06.2021 07:41Skipin skima eftir makríl
Miklu kaldari sjór er innan íslensku lögsögunnar en var á sama tíma í fyrra, sem er talin ástæða þess að makríllinn hefur ekki fundist enn.Beitir NK, Börkur NK og Vilhelm Þorsteinsson EA héldu síðastliðna nótt til makrílleitar. Heimasíða Síldarvinnslunnar greinir frá og sló á þráðinn til Tómasar Kárasonar, skipstjóra á Beiti, í morgun og spurði tíðinda. „Það er heldur lítið að frétta ennþá. Við byrjuðum að fara út fyrir kantinn við Litladýpi og erum nú að fylgja hitaskilum suður eftir. Hér er dálítið síldarlíf en annars ósköp lítið að sjá. Börkur byrjaði leit út við Berufjarðarálshorn og Vilhelm á Papagrunni en er nú að leita í Rósagarðinum. Hoffell er síðan að leita dálítið norðar. Ísleifur mun hafa kastað suður af landinu í gær með litlum árangri og Grandaskipin, Venus og Víkingur, eru að koma að vestan. Fleiri eiga síðan eftir að bætast í hópinn. Mér finnst líkur benda til að það verði að fara töluvert sunnar til að finna eitthvað því það vorar seint í hafinu og sjórinn er mun kaldari við landið en til dæmis í fyrra. Í fyrra byrjuðum við að veiða á eftir sumum öðrum skipum vegna þess að við vorum í slipp. Þá köstuðum við fyrst 9. júlí á Þórsbankanum og þá var þar töluvert að sjá, bæði síld og makríll. Það hefur sem sagt enginn rekist á neitt sem orð er á gerandi hingað til en færeysku makrílskipin virðast vera að veiðum norður af Færeyjum. Ég hef trú á því að hitastigið í sjónum geri það að verkum að makríllinn komi hingað tiltölulega seint en ég held að hann skili sér,“ segir Tómas. Jón Gunnar Sigurjónsson, yfirverkstjóri í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, segir að þar sé allt tilbúið til að taka á móti makríl. Skrifað af Þorgeir 24.06.2021 22:37Árni Friðriksson kortleggur 17 þúsund ferkílómetra
Árni Friðriksson, rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar, hélt af stað í kortlagningu hafsbotnsins í gær og mun leiðangurinn standa til 1. júlí. Fram kemur í tilkynningu á vef stofnunarinnar að ætlunin er í þessum leiðangri að kortleggja 17 þúsund ferkílómetra svæði út við mörk efnahagslögsögu Íslands. „Svæðið afmarkast af mælingum frá árinu 2018 í austur og Reykjaneshrygg í vestur. Hafsbotninn er á um 1.300 – 2.200 metra dýpi. Í einfaldasta máli ræðst lögun hans að miklu leyti af nálægð við rekbeltið þar sem ný skorpa myndast á hryggnum, kólnar og sekkur eftir því sem Evrasíuflekinn rekur í austur,“ segir í tilkynningunni. Þessi hluti af Reykjaneshrygg (merkt með gráu á kortinu) var síðast mældur árið 1994 í Charles Darwin leiðangrinum. Þá var beitt fjölgeislamæli af tegundinni EM12. Yfirlit fjölgeislamælinga Hafrannsóknastofnunar árin 2000 til 2020 Kort/?Hafrannsóknastofnun Skrifað af Þorgeir 24.06.2021 22:29Grimsi Nýr fiskeldisbátur á Bildudal
Skrifað af Þorgeir 22.06.2021 05:48Dalarafn Ve 508
Skrifað af Þorgeir 22.06.2021 05:39Farsæll, Sigurborg og Drangey komin í sumarfrí
Þrjú skip Fisk Seafood komu til hafnar í síðasta sinn fyrir sumarstopp í dag, að því er fram kemur á vef fyrirtækisins. Farsæll SH-30 og Sigurborg SH-12 komu til löndunar á Grundarfirði. Nam heildarafli Farsæls 66 tonnum, þar af 37 tonn af ýsu. Þá nam heildarafli Sigurborgar 60 tonnum sem skiptist í ýsu, þorsk, karfa og ufsa. Drangey SK-2 kom til hafnar á Sauðárkróki og var landað rúmum 200 tonnum úr skipinu. Þar af voru 80 tonn af ýsu og 65 tonn af þorski. Aflinn fékkst á Deildagrunni og Halanum.
Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 785 Gestir í dag: 79 Flettingar í gær: 1465 Gestir í gær: 61 Samtals flettingar: 888037 Samtals gestir: 45172 Tölur uppfærðar: 4.10.2024 11:24:44 |
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is