14.11.2020 23:35Meira frá Dalvik
Skrifað af Þorgeir 13.11.2020 12:26Fallegt haustveður á Dalvik i dag
Skrifað af Þorgeir 13.11.2020 08:51Pálina Þórunn Gk landar á Siglufirði
Skrifað af Þorgeir 12.11.2020 21:37Ljósafell su 70
Skrifað af Þorgeir 11.11.2020 20:32Fin Veiði á Halanum
Málmey SK1 kom til hafnar á Sauðárkróki. Heildarmagn afla um borð var um 160 tonn og uppistaða aflans var þorskur. Heimasíðan hafði samband við Hermann Einarsson skipstjóra og spurði út í túrinn. „Við vorum fjóra sólarhringa á veiðum, fyrst í kantinum vestan við Halann, svo í Þverál og enduðum á Halanum. Það var léleg veiði fyrsta einn og hálfan sólarhringinn en fín veiði eftir það. Það var bræla fyrsta daginn en síðan ágætis veður,“ sagði Hermann. Skrifað af Þorgeir 11.11.2020 10:57Sandfell komið i 500 milljónir
Það er dýrmætt þegar lífið getur gengið sinn vanagang. Ef síðustu misseri hafa kennt okkur eitthvað þá er það einmitt það. Á Sandfellinu sækja menn sjóinn rétt eins og þeir hafa gert til margra ára og það hefur gengið vel. 2000 tonn af afla kominn á land að verðmæti 500 milljóna króna! Hefð hefur skapast hjá Loðnuvinnslunni að færa áhöfnum, og öðrum starfsmönnum, köku til að fagna áföngum sem þessum. Áhöfnin á Sandfelli fékk sína köku. Rafn Arnarson skipstjóri á Sandfelli var að vonum sáttur og glaður með viðurkenninguna og kökuna. “Ég var bara einn um borð þegar kakan kom, strákarnir voru að sinna verkefnum annars staðar og ég þurfti að taka mig á að geyma kökuna þangað til þeir komu til baka” sagði þessi glaðlegi skipstjóri og bætti því við að kakan hefði verið afar góð. En hverju skal þakka gæfuna og gengið? “Það eru margir samhangandi þættir” svaraði Rafn, “margir túrar, frábær beita, góðar áhafnir, svo eitthvað sé nefnt” bætti hann við. Á Sandfelli eru tvær fjögurra manna áhafnir sem vinna tvær vikur í senn. Þegar greinarhöfundur spjallaði við Rafn var Sandfell í landi á Neskaupsstað til að sinna viðhaldi á ískrapavél, stefnt á að fara til veiða þegar því yrði lokið. Rafn gerði ráð fyrir því að þeir myndu leggja utan við Norðfjörð en sagði að væntanlega styttist í að þeir flyttu sig svolítið suður á bóginn. Fiskurinn stjórnar för. Skrifað af Þorgeir 10.11.2020 21:02Drangur Ár 307 orsökin að hann SökkSæmkvæmd áræðanlegum heimildum siðunnar var orsökin þess að báturninn að gleymst hafi að skrúfa fyrir Botnloka og þegar fór að leka inn lagðist hann á Stjónborðsiðuna þar sem að Slóglúga var opinn sem að siðan var þess valdandi að togarinn sökk á skömmum tima um nótttina
Skrifað af Þorgeir 10.11.2020 13:15Hvalaskoðunnarbátar á Akureyri
Skrifað af Þorgeir 09.11.2020 23:17Anna OG Margret i fiskihöfninni
Skrifað af Þorgeir 08.11.2020 11:37Áskell EA 48 landar á AkureyriI nótt kom Áskell EA 48 til hafnar á Akureyri til löndunnar og er það i fyrsta skipti sem að hann landar hér aflinn var um 80 tonn eða i kerjunum eins og Reynir Gestsson skipstjóri tjáði mér i morgun aflinn fer að hluta til i frystihús Gjögurs á Grenivik og restin á Markað skipið mun stoppa i 2 daga sem að er góð hvild fyrir áhöfnina þar sem að tiðarfarið hefur verið erfitt veðurfarslega séð siðustu vikur
Skrifað af Þorgeir 07.11.2020 23:48Baldvin Þorsteinsson EA 10
Skrifað af Þorgeir 07.11.2020 10:04Akureyrin EA 110
Skrifað af Þorgeir 07.11.2020 01:34Eyrún ÞH 2 á strandveiðum á skjálfanda
Skrifað af Þorgeir 07.11.2020 01:29Breki Ve 61
Skrifað af Þorgeir 06.11.2020 21:45Samningur við Færeyjar um fiskveiðimál
Endurnýjaður samningur þýðir t.d. gagnkvæman aðgang til veiða á kolmunna og norsk-íslenskri síld með sama hætti og verið hefur undanfarin 2 ár.Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra og Jacob Vestergaard sjávarútvegsráðherra Færeyja, náðu fyrr í vikunni samkomulagi um fiskveiðiheimildir Færeyinga innan íslenskrar lögsögu fyrir næsta ár og um gagnkvæman aðgang að veiðum í lögsögu landanna fyrir norsk-íslenska síld og kolmunna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu þar sem ennfremur segir: Heimildir Færeyinga til veiða á botnfiski verða þær sömu og í ár eða 5,600 tonn og hámark þess sem veiða má af þorski verður óbreytt eða 2,400 tonn. Vegna bágs ástands keilustofnsins voru ráðherrarnir sammála um að keiluafli Færeyinga yrði minni en verið hefur. Heimildir þeirra til veiða á keilu lækka því úr 650 tonnum í 400 tonn. Samið var um að Færeyingar geti veitt loðnu við Ísland sem nemur 5% af ákvörðuðum heildarafla á vertíðinni 2020/21 en þó að hámarki 30,000 tonn. Áfram gilda sömu takmarkanir og verið hafa á heimildum þeirra til að verka loðnu um borð eða landa í Færeyjum til manneldis. Samkomulagið felur í sér gagnkvæman aðgang til veiða á kolmunna og norsk-íslenskri síld með sama hætti og verið hefur undanfarin 2 ár. Þannig geta allt að 15 íslensk skip stundað síld- og kolmunnaveiðar í lögsögu Færeyja samtímis. Þá er íslenskum skipum heimilt að veiða allt að 1,300 tonn af makríl af aflaheimildum Færeyja sem meðafla við veiðarnar. Samningurinn er mikilvægur fyrir báðar þjóðirnar. Aðgengi að lögsögu Færeyja til kolmunnaveiða er mikilvægt fyrir íslensk skip þar sem lítið hefur verið af kolmunna í lögsögu Íslands á undanförnum árum. Fyrir Færeyjar er samningurinn einnig mjög mikilvægur, bæði vegna þeirra veiðiheimilda sem þeir fá í bolfiski og loðnu við Ísland en einnig vegna aukinna veiða þeirra á norsk-íslensku síldinni í íslenskri lögsögu á undanförnum árum. Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 785 Gestir í dag: 79 Flettingar í gær: 1465 Gestir í gær: 61 Samtals flettingar: 888037 Samtals gestir: 45172 Tölur uppfærðar: 4.10.2024 11:24:44 |
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is