11.10.2021 23:37

Barði Nk 120 Ex Börkur Nk

 

2865 Barði Nk 120 Ex Börkur 11 Nk122  við bryggju í Neskaupstað mynd Guðlaugur B Birgisson 2021 og mun verða áfram í eigu Sildarvinnsunnar í Neskaupstað þar sem að aukinn loðnukvóti 

kallar á öll þau skip sem að brúkleg eru spurning hvort að Jón Kjartansson Su 111 og sighvatur Bjarnasson  ve verði klárir  í slaginn  

10.10.2021 18:45

Óveður á Hofsósi í birjun október

það var ekki gæfuleg aðkoman að höfninni á Hofsósi í birjun október 

þegar heimamenn litu yfir hafnarsvæðið allt á rúi og stúi 

oliutankur fyrir smábáta hafði lostnað viktarskurinn á leiðinni í höfnina 

og rusl uppí fjöru myndir  Þiðrik Unason 

                 oliutankur fyrir smábáta hafði lostnað mynd þiðrik unason 

                           viktarskurinn í frumeindum mynd þiðrik unason 

           viktarskurinn og olitankurinn mynd þiðrik unason 

          Grjót og netahringir á við og dreif um hafnarsvæðið  mynd þiðrik unason 

09.10.2021 21:54

Blængur Nk á Isafirði

                                    1345 Blængur Nk 125 mynd þorgeir Baldursson 2021

í morgun kom frystitogarinn Blængur Nk til hafnar á Ísafirði og var erindið að fá 

gert við bilun í aðalvél skipsins og á þessari stundu er ekki vitað hvað það tekur 

langan tíma fréttin verður uppfærð Blængur Nk hélt til veiða aftur í nótt eftir viðgerð á 

Aðlavélinni þar sem að þetta var auðveldara en að þetta leit út í birjun og nú er 

skipið komið á  veiðar útaf vestfjörðum 

08.10.2021 17:57

Bjarni Ólafsson Ak 70

 

 

         2909 Bjarni Ólafsson Ak 70 við bryggju á Neskaupstað  í vikunni mynd þorgeir Baldursson 

06.10.2021 00:19

Oddeyrin EA210 i fyrstu veiðiferð

I kvöld hélt Nýjasta skip samherja Odderin Ea 210 til veiða frá Akureyri og þá voru þessar myndir teknar 

                                          Trollið tekið um borð i dag mynd þorgeir Baldursson 5 okt 2021

                    Áhöfnin skömmu fyrir Brottför i kvöld Mynd þorgeir Baldursson 5 okt 2021

            Hjörvar Kristjánsson Verkefnastjóri kom sleppti og spýtti á endann mynd þorgeir Baldursson 

                    Hjörtur Valsson Skipst og Páll Steingrimsson  stýrimaður mynd þorgeir Baldursson 

                                                Haldið til veiða mynd þorgeir Baldursson 5 oktober 2021

                   2978 Oddeyrin EA210 heldur til veiða frá Akureyri mynd þorgeir Baldursson 5 október 2021

 

05.10.2021 12:28

Stærsta skipið selt til Rússlands

Navigator er engin smásmíði Hann er 121 m á lengd og hefur frá 2017 verið á veiðum úti fyrir ströndum Máritaníu.

                        Navigator er eng­in smá­smíði Hann er 121 m á lengd og hef­ur frá 2017 verið á veiðum úti fyr­ir strönd­um Má­rit­an­íu. — Ljós­mynd/?Al­bert Har­alds­son

Span Ice selur risatogarann Navigator til rússnesks útgerðarfélags • Stærsta fiskveiðiskip sem verið hefur í eigu Íslendings • Eigandinn keypti skipið af Rökke árið 2016 en bauð fyrst í það árið 2008

Stefán E. Stef­áns­son

ses@mbl.is

Fyr­ir­tækið Span Ice hef­ur selt rúss­neska út­gerðarfyr­ir­tæk­inu JSC Akros risa­tog­ar­ann Navigator. Har­ald­ur Reyn­ir Jóns­son er eig­andi Span Ice en syst­ur­fyr­ir­tæki þess, Úthafs­skip, hef­ur ann­ast út­gerð Navigator við strend­ur Má­rit­an­íu frá ár­inu 2017. Skipið keypti Span Ice árið 2016 og réðst í kjöl­farið í tals­verðar end­ur­bæt­ur á því.

Morg­un­blaðið náði tali af Har­aldi í gær, skömmu eft­ir að af­hend­ing skips­ins fór fram á Las Palmas á Kana­ríeyj­um, þaðan sem skipið hef­ur verið gert út.

„Þetta eru mik­il tíðindi fyr­ir okk­ur en með þessu fer síðasti tog­ar­inn úr eigu okk­ar. Í fyrra seld­um við skip­in Vikt­oríu og Gl­oríu til Óman,“ seg­ir Har­ald­ur. Hann seg­ir að tals­verður aðdrag­andi hafi verið að söl­unni. Þannig hafi kaup­end­urn­ir nálg­ast hann á síðasta ári og fyr­ir um mánuði hafi kaup­samn­ing­ur verið und­ir­ritaður.

Það er þó ekki lang­ur tími, sam­an­borið við það hversu lang­ur tími leið frá því að Har­ald­ur fékk þá hug­dettu að kaupa Navigator og þar til skipið komst í hans eigu.

„Ég bauð í skipið fyrst árið 2008 en það var ekki fyrr en átta árum síðar sem við Røkke náðum sam­an og hann seldi.“

Verk­efna­laust frá 2007

Vís­ar Har­ald­ur þar til norska út­gerðarkóngs­ins Kj­ell Inge Rökke sem lét smíða skipið árið 1996. Hafði skipið legið bundið við bryggju í skipa­smíðastöð í Króa­tíu og verk­efna­laust, allt frá ár­inu 2007.

Hann seg­ir að JSC Akros sé fyr­ir­tæki sem staðsett sé á Kams­j­at­ka-skaga í aust­ur­hluta Rúss­lands og að senni­lega fari skipið til veiða á Kyrra­hafi í kjöl­far breyt­inga.

Stórt á alla mæli­kv­arða

„Við gerðum tals­verðar breyt­ing­ar á skip­inu á sín­um tíma. Bjugg­um það til upp­sjáv­ar­veiða, sett­um upp vinnslu­lín­ur og frysti­búnað fyr­ir upp­sjáv­ar­skip og end­ur­nýjuðum raf­einda­búnað í brúnni. Mér skilst á kaup­end­un­um að þeir muni auka við vinnslu­getu skips­ins enn frek­ar og bæta fiski­mjöls­verk­smiðju við skipið.“

Það er eng­in smá­smíði. Stærsta fiski­skip sem nokkru sinni hef­ur verið í eigu ís­lensks aðila. Vinnslu­geta þess er 220 tonn af fryst­um afurðum á sól­ar­hring. Lengd þess er 121 metri en til sam­an­b­urðar er lengsta skip Brims, Vík­ing­ur AK 100, 81 metri á lengd. Þá er Beit­ir NK 122, sem er í eigu Síld­ar­vinnsl­unn­ar, 89 m á lengd. Navigator er 18,5 metr­ar á breidd og 8.913 brúttó­rúm­lest­ir.

70-80 í áhöfn á hverj­um tíma

„Í áhöfn hafa verið á bil­inu 70-80 manns á hverj­um tíma og við höf­um gert það út með tveim­ur áhöfn­um,“ seg­ir Har­ald­ur. Skip­stjór­ar á skip­inu hafa verið þeir Páll Kristjáns­son og Al­bert Har­alds­son en sá síðar­nefndi hélt í gær upp á af­mæli sitt, sama dag og skipið færðist í eigu JSC Akros.

Kaup­verðið er trúnaðar­mál að sögn Har­ald­ar en hann viður­kenn­ir þó að hann sé mjög sátt­ur við viðskipt­in. Ekki hafi í raun staðið til að selja skipið held­ur hafi ætl­un­in verið að gera það áfram út. Hann seg­ir óljóst hvað taki við. Spurður út í hvort langri út­gerðar­sögu sé nú lokið, vill Har­ald­ur ekki kveða upp úr um það.

„Það eru mörg tæki­færi og ýms­ir mögu­leik­ar sem vert er að skoða en það er ekk­ert ákveðið enn þá,“ seg­ir hann.

Navigator

» Skipið var smíðað fyr­ir Kj­ell Inge Rökke árið 1996.
» Komst í eigu Span Ice árið 2016 og ráðist var í mikl­ar end­ur­bæt­ur á því.
» Skipið er 121 metri á lengd,
breidd þess er 18,6 metr­ar.
» Það er 8.913 brúttó­rúm­lest­ir á stærð.
» Vinnslu­get­an er 220 tonn af fryst­um afurðum.
Í áhöfn eru 70-80 manns á hverj­um tíma.
» Skip­stjór­ar hafa verið Íslend­ing­arn­ir Páll Kristjáns­son og Al­bert Har­alds­son.

Haraldur Reynir Jónsson

Har­ald­ur Reyn­ir Jóns­son

02.10.2021 22:03

Særif SH 25

           2822 Særif SH 25 mynd þorgeir Baldursson 2 október 2021

01.10.2021 19:26

Rekstur Samherja gekk vel þrátt fyrir heimsfaraldur

            Frystihús samherja á Dalvik og Björgúlfur og Björg EA við bryggju mynd þorgeir Baldursson 

 

Samherji hagnaðist um 7,8 milljarða króna á síðasta ári. Heimsfaraldurinn hafði víðtæk áhrif á reksturinn. Forstjóri félagsins segir að reynt hafi verulega á samstöðu allra og útsjónarsemi, tekist hafi að halda úti skipaflotanum, vinnslum og annarri starfsemi þannig að reksturinn hafi haldist svo að segja óbreyttur. Aðalfundur Samherja var haldinn í gær, ákveðið var að greiða ekki út arð vegna síðasta árs. 

Rekstrartekjur samstæðunnar námu 46,5 milljörðum króna á árinu 2020 samkvæmt rekstrarreikningi. Hagnaður af rekstri samstæðunnar nam tæplega 8 milljörðum króna.
Ársreikningur Samherja er í evrum en framangreindar upphæðir eru umreiknaðar í íslenskar krónur á meðalgengi ársins 2020. Samherji er áfram í hópi stærstu skattgreiðenda landsins og greiddu Samherji og starfsmenn 5 milljarða króna til hins opinbera á Íslandi á árinu 2021.

 

Miklar fjárfestingar

Sem fyrr var verulegum fjárhæðum varið til fjárfestinga. Þær veigamestu á árinu voru vegna nýs Vilhelms Þorsteinssonar EA 11 og nýrrar fiskvinnslu á Dalvík. Þessar fjárfestingar endurspegla vilja og metnað félagsins til uppbyggingar, þannig að starfsfólk vinni við bestu aðstæður og framleiði hágæða vörur fyrir kröfuharða markaði.

Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja:

 

Þegar litið er til síðasta árs, má segja að reksturinn hafi verið hálfgerð rússibanareið vegna áhrifa heimsfaraldursins. Vegna þessa reyndi verulega á samstöðu allra og útsjónarsemi. Okkur tókst að halda úti skipaflotanum, vinnslunum og annarri starfsemi, þannig að reksturinn hélst svo að segja óbreyttur. Þetta er afrek samstillts starfsfólks, leyfi ég mér að fyllyrða.

Ágætt dæmi um þær áskoranir sem við tókumst á við er vinnsluhúsið á Dalvík, sem var tekið í notkun fyrir rúmu ári síðan. Með nýjum búnaði og gerbreyttri tækni komu engir utanaðkomandi sérfræðingar í húsið mánuðum saman, áskoranir starfsfólksins voru því margar en samt sem áður var slegið framleiðslumet á síðasta fiskveiðiári. Íslenskt hugvit er áberandi í húsinu, svo og framleiðsla flókins búnaðar. Fiskvinnslurnar okkar vinna að stórum hluta gæða afurðir sem fara beint á borð neytenda veiðs vegar um heiminn.

Annað gott dæmi er koma nýs uppsjávarskips Samherja, Vilhelms Þorsteinssonar EA fyrr á þessu ári, allar aðstæður við smíði skipsins voru krefjandi vegna heimsfaraldursins. Vilhelm er án efa eitt glæsilegasta skip íslenska flotans og íslensk hátækni er áberandi um borð, auk þess að allur aðbúnaður er góður. Með tilkomu þessa skips dregur verulega úr olíunotkun þar sem öll hönnun og búnaður miðast við að minnka kolefnissporið.“

 

Ársuppgjörið kynnt á aðalfundi - stjórnin endurkjörin - ekki greiddur út arður -

Eigið fé samstæðunnar í árslok 2020 var samtals 78,8 milljarðar króna og eiginfjárhlutfallið 72% , sem undirstrikar að félagið stendur fjárhagslega vel að vígi.

Ársuppgjörið var kynnt á aðalfundi Samherja sem fram fór í gær 30. september. Ársreikningunum hefur verið skilað til ársreikningarskrár. Á aðalfundinum var ákveðið að greiða ekki út arð til hluthafa vegna síðasta árs.

Stjórn félagsins var endurkjörin. Formaður stjórnar er Eiríkur S. Jóhannsson. Auk hans eru í stjórn Dagný Linda Kristjánsdóttir, Helga Steinunn Guðmundsdóttir, Kristján Vilhelmsson og Óskar Magnússon.

Hér fyrir neðan eru lykiltölur úr rekstri Samherja fyrir árið 2020.

01.10.2021 16:19

Rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson er að hefja 13 daga leiðangur í Arnarfjörð og Ísafjarðardjúp

                       1131 Bjarni Sæmundsson RE 30 Mynd þorgeir Baldursson 

Rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson er að hefja 13 daga leiðangur í Arnarfjörð og Ísafjarðardjúp. Um borð er unnið að fjölbreyttum verkefnum og stöðvar teknar með rækjuvörpu, sjótaka, botngreip eða botnkjarnataka.
Eftirfarandi verkefni eru í gangi:

Stofnmæling rækju
Frá árinu 1988 hefur verið farið árlega í leiðangra til að meta stofnstærð rækju. Niðurstöður úr mælingunum eru notaðar til að veita stjórnvöldum ráðgjöf um veiðar á innfjarðarækju. Ýmsum öðrum upplýsingum er safnað, meðal annars um útbreiðslu, magn og lengd allra fisktegunda í báðum fjörðunum og einnig er afrán þorsks, ýsu og lýsu kannað.

Umhverfisáhrif sjókvíaeldis
Til að meta áhrif fiskeldis á lífríki botnsins er upplýsingum safnað í botngreipar en mælingar munu nú eingöngu fara fram í Arnarfirði. Með slíkri árlegri vöktun fást upplýsingar um þéttleika og samsetningu botndýra á fjarsvæðum eldissvæða og breytingar sem þar gætu orðð. Að auki eru botnkjarnar teknir og súrefni, brennisteinsmagn og sýrustig mælt úr setinu til að meta ástand þess.

Umhverfisrannsóknir
Árið 2001 hófst ítarleg kortlagning hitafars og seltu í þessum tveim fjörðum. Þá voru settar út sérstakar stöðvar þar sem árlega hefur verið safnað upplýsingum um hitastig og seltu sjávar. Á undanförnum árum hafa einnig verið gerðar mælingar á styrk súrefnis og næringarefna.

Rannsóknir á ungþorski
Haldið verður áfram með merkingar á þorski en átak hófst í þorskmerkingum árið 2019. Inn á fjörðum er einblínt á merkingar á ungþorski til að meta hvert og hvenær hann fer til hrygningar.

Leiðangursstjóri er Ingibjörg G. Jónsdóttir. Hægt er að fylgjast með ferð skipsins á vef Hafrannsóknastofnunar.

01.10.2021 00:19

SLIPPURINN AKUREYRI ENDURNÝJAR VINNSLUBÚNAÐ Í FROSTA

                                                        2433 Frosti ÞH 229 mynd þorgeir Baldursson 

Slippurinn Akureyri ehf og Frosti ehf hafa gert með sér samkomulag þar sem Slippurinn mun bera ábyrgð á hönnun, smíði og uppsetningu á nýjum vinnslubúnaði í ísfisktogarann Frosta ÞH 229. Áætlað er að uppsetning á búnaðinum muni hefjast í október.

„Nýi búnaðurinn mun tryggja góð og jöfn gæði þar sem áhersla er lögð á góða blæðingu og þvott á fiski ásamt háu rekstraröryggi. Við notum besta búnað sem völ er á“ segir Páll Kristjánsson sviðsstjóri framleiðslusviðs hjá Slippnum.

Samhliða breytingum á vinnsludekkinu verður þilfarið vatnsblásið, einangrun endurnýjuð og gólf klædd slitsterku efni. Skipið verður jafnframt málað ásamt því sem öðru hefðbundnu viðhaldi verður sinnt.

„Þetta verkefni er gott dæmi um styrkleika Slippsins Akureyri þar sem við önnumst breytingar á vinnsludekki ásamt öðrum þjónustuverkum samtímis “ segir Páll.

Sigurgeir Harðarson vélstjóri og einn eiganda Frosta ehf segist spenntur fyrir komandi breytingum.

„Hönnunarferlið fyrir vinnsludekkið hefur gengið vel og erum við mjög ánægðir með útkomuna. Við höfum alltaf lagt áherslu á að stunda ábyrgar veiðar og hámarka verðmæti aflans og á því verður engin breyting“ segir Sigurgeir í spjalli við heimasíðu

01.10.2021 00:09

KG fiskverkun kaupir Valafell

Fyrirætlanir nýrra eigenda er að efla enn frekar starfsemi sína í Snæfellsbæ.

                                            1304 ólafur Bjarnasson SH 137 mynd þorgeir Baldursson 

Eigendur Valafells ehf. hafa komist að samkomulagi við KG Fiskverkun ehf. um kaup þess síðarnefnda á öllu hlutafé í Valafelli ehf. Samningar aðila eru gerðir með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Frá kaupunum er sagt í tilkynningu.

KG Fiskverkun gerir út skipið Tjald SH 270 með heimahöfn í Snæfellsbæ. Þá rekur félagið einnig fiskvinnslu í Snæfellsbæ.

Valafell ehf. er rótgróið útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki í Snæfellsbæ sem rekur sögu sína allt til ársins 1961. Fyrirtækið gerir út Ólaf Bjarnason SH 137, sem er 112 lesta bátur, smíðaður á Akranesi árið 1973 og er gerður út á dragnót og net. Árið 1990 tók fyrirtækið í notkun nýtt fiskvinnsluhús og rak þar saltvinnslu til ársins 2011 en þá var saltfiskvinnslan flutt í stærra húsnæði eftir miklar endurbætur og ný tæki keypt til fiskvinnslu.

Fyrirætlanir nýrra eigenda er að efla enn frekar starfsemi sína í Snæfellsbæ.

Í tilkynningunni segja þau Björn Erlingur og Kristín:

„Við erum mjög ánægð með að samningar hafi tekist við KG Fiskverkun og þannig tryggt að starfsemin verði áfram í heimabyggð og bindum miklar vonir við að hún verði efld enn frekar.“

„Við erum mjög þakklát fyrir það traust sem þau Kristín og Björn Erlingur hafa sýnt okkur og hlökkum til að takast á við nýjar áskoranir,“ segir Daði Hjálmarsson, framkvæmdastjóri KG Fiskverkunar.

29.09.2021 21:41

Oddeyrin EA 210

Oddeyrin EA komin til Akureyrar, skipið getur geymt lifandi fisk í tönkum

                        2978 Oddeyrin EA 210 á Siglingu á Eyjafirði i dag 29 sept mynd þorgeir Baldursson 

                                  2978 0ddeyrin EA 210 mynd þorgeir Baldursson 29 sept 2021
 

Á vef samherja Hf  þann 7 júli 2021 er fjallað um heimkomu skipsins 

  • Skipið hefur þegar vakið mikla athygli í alþjóðlegum sjávarútvegi

Tímamót urðu í sögu Samherja í dag og þar með íslenskum sjávarútvegi, er Oddeyrin EA kom til Akureyrar eftir gagngerar breytingar á skipinu í dönsku skipasmíðastöðinni Karstensens.

Samherji keypti uppsjávarveiðiskip og lét breyta því fyrir bolfiskveiðar, jafnframt verður hægt að dæla fiski um borð og geyma lifandi í sér útbúnum tönkum.

Sex tankar sem geta geymt lifandi fisk

 

Hjörvar Kristjánsson skipaverkfræðingur og verkefnastjóri á útgerðarsviði Samherja segir skipið á margan hátt flókið.

 

Hjörvar Kristjánsson skipaverkfræðingur og verkefnastjóri á útgerðarsviði Samherja segir skipið á margan hátt flókið.

„Já, þetta er nokkuð flókið skip, hérna er hægt að gera ýmislegt sem ekki er hægt að gera á öðrum fiskveiðiskipum.

Í fyrsta lagi getur það stundað hefðbundnar veiðar en stóra nýjungin er að um borð er búnaður til að dæla fiski um borð og geyma hann lifandi í alls sex tönkum skipsins.

Í þessum tönkum er líka hægt að kæla fiskinn, ef hann er ekki fluttur lifandi til lands.“

Alþjóðlegur sjávarútvegur fylgist vel með

Hjörvar segir að Oddeyrin hafi þegar vakið töluverða athygli í alþjóðlegum sjávarútvegi.

„Já, klárlega. Karstensens skipasmíðastöðin stendur framarlega á sínu sviði og þar er daglega fólk sem fylgist vel með öllum tækninýjungum.

Við urðum sannarlega vör við áhuga greinarinnar á þessu verkefni okkar og víst er að það verður vel fylgst með okkur þegar skipið kemst á veiðar.

Þetta eru stór tímamót í íslenskum sjávarútvegi,“ segir Hjörvar.

Hægt að jafna út skammtímasveifur og sækja inn á nýja markaði

 

„Stór hluti af þessu öllu saman er að geta alltaf átt hráefni klárt fyrir landvinnsuna og svo auðvitað að geta boðið upp á enn ferskara hréfni,“ segir Heiðdís Smáradóttir verkefna- og gæðas tjóri Samherja fiskeldis

 

Næsta skref er að Slippurinn tekur við skipinu og kemur fyrir ýmsum búnaði, aðallega á vinnsludekki.

Heiðdís Smáradóttir verkefna- og gæðastjóri Samherja fiskeldis, segir að aldurinn á fiskinum til landvinnslunnar geti hæglega farið úr þremur til fimm dögum niður í nokkrar klukkustundir, með tilkomu Oddeyrarinnar.

„Afhendingaröryggi landvinnslunnar eykst til mikilla muna. Með því að geyma fiskinn lifandi um borð eða í kvíum í landi er hægt að jafna út skammtímasveiflur, svo sem vegna hráefnisskorts.

Einnig aukast möguleikar á því að sækja inn á nýja markaði með ferskan ófrosinn fisk vegna lengri líftíma vörunnar, svo dæmi séu nefnd.

Stór hluti af þessu öllu saman er að geta alltaf átt hráefni klárt fyrir landvinnsluna og svo auðvitað að geta boðið upp á enn ferskara hréfni.

Við erum ekki komin á þann stað að geyma fiskinn í kvíum á landi, en möguleikarnir eru fyrir hendi.

Norðmenn hafa sett fisk í kvíar en með þessu skipi er stigið skrefinu lengra. Samherji leggur ríka áherslu á ferskleika og það erum við sannarlega að gera með þessu nýja skipi,“ segir Heiðdís.

Búnaðurinn reyndist vel

 

„Ég er alveg sannfærður um að þetta gangi allt saman upp og það hefur verið frábært að vinna að þessu verkefni með framsæknu og lausnarmiðuðu starfsfólki Samherja,“ segir Hjörtur Valsson skipstjóri.

 

„Mér líst mjög vel á skipið. Við fórum í tvo stutta prufutúra við Danmörku, aðallega til að tékka af búnaðinn og allt virkaði fínt.

Það ríkir auðvitað alltaf ákveðin spenna þegar eitthvað nýtt kemur fram á sjónarsviðið og ég hef heyrt ýmsar pælingar, sem segir sitt um áhugann á þessari nýjung.

Ég er alveg sannfærður um að þetta gangi allt saman upp og það hefur verið frábært að vinna að þessu verkefni með framsæknu og lausnarmiðuðu starfsfólki Samherja,“ segir Hjörtur Valsson skipstjóri.

Frábært að sigla inn Eyjafjörðinn í fallegu veðri

„Við lögðumst að bryggju á Akureyri snemma í morgun og það var alveg frábært að sigla inn Eyjafjörðinn í fallegu veðri. Ísland tók vel á móti okkur, það er ekki hægt að segja annað,“ segir Hjörtur.

 

 

28.09.2021 07:11

Ágætis afli en kolvitlaust veður

Helga María komin á veiðar eftir klössun í Reykjavík.

                                                   1868 Helga maria RE1 mynd þorgeir Baldursson 2021

„Þetta slapp til þótt veðrið væri kolvitlaust. Við vorum með 65 tonn eftir stuttan tíma á miðunum.

Því miður urðum við að fara fyrr til hafnar en ráð var fyrir gert, vegna smá bilunar,” segir Friðleifur Einarsson, skipstjóri á ísfisktogaranum Helgu Maríu AK, í frétt á heimasíðu Brims.

Helga María er nýkomin aftur á flot eftir stóra klössun sem gerð var í Reykjavík, en m.a. var skipt um stál í skipinu á kafla, aðalvélin tekin upp að hluta auk þess sem skipið var málað að nýju.

Alls tók klössunin um mánuð.

Togarinn er nú að veiðum á Fjöllunum SV af Reykjanesi og segir Friðleifur að aflinn sé svipaður og í fyrri veiðiferðinni, enda er veiðisvæðið það sama.

„Það er gott veður núna og þægilegt að stunda veiðarnar.

Uppistaða aflans er gullkarfi og svo er það alltaf spurning hvort maður hitti á ufsann.

Hann hefur verið aukaafli með karfanum fram að þessu en það getur breyst fyrirvaralaust, eins hendi sé veifað,” segir Friðleifur.

 

 

23.09.2021 18:47

Löndun á Fáskrúðsfirði í morgun

 

           það var falleg sólarupprás í morgun þegar birjað var að landa úr Ljósafelli  mynd þorgeir 

21.09.2021 21:56

Haustbræla á Austfjarðamiðum í dag

það blés hraustlega á okkur Ljósafells menn í dag

og fór vindmælirinn í um 40 hnúta í hviðum 

talsverður sjór og spáir brælu á morgun en vonandi 

lagast þetta fljótlega þreytandi þegar þetta 

lægðar fargan birjar og endalausar brælur 

                    Kári Blés hraustlega á Ljósafell Su 70 í dag mynd þorgeir Baldursson 21sept 

 
 
               Ljósafell Su 70 lónar uppi í dag mynd Þorgeir Baldursson 21sept 2021

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 693
Gestir í dag: 64
Flettingar í gær: 1465
Gestir í gær: 61
Samtals flettingar: 887945
Samtals gestir: 45157
Tölur uppfærðar: 4.10.2024 09:28:55
www.mbl.is