06.03.2024 21:50

Fyrstu grásleppunni landað á Dalvík

Guðmundur Arnar EA kemur inn til löndunar á sunnudag. FF MYNDIR/ÞORGEIR

Deila

Grásleppu var landað í fyrsta sinn á Dalvík á sunnudag en breytingarnar hafa verið gerðar á veiðitímabilinu sem nú mátti hefjast 1. mars. Arnþór Hermannsson, skipstjóri á Guðmundi Arnari EA, segir að veiðin fari fremur hægt af stað en þeir lönduðu alls 1,6 tonnum af grásleppu hjá Fiskmarkaði Norðurlands á sunnudag.

Samkvæmt Fiskistofu er fjöldi virkra réttinda til grásleppuveiða nú 303 talsins og fjöldi rétthafa er 268. Fæstir munu byrjaðir á grásleppu en einhverjir eru farnir af stað á Eyjafjarðarsvæðinu. Guðmundur Arnar EA er rúmlega 11 metra langur trefjaplastbátur sem var smíðaður 2002. Í áhöfn eru tveir til þrír menn, Arnþór og bróðir hans Heimir, og frændi þeirra, Hermann Guðmundsson, grípur í þetta af og til.

 

Arnþór Hermannsson, Heimir Hermannsson og Hermann Guðmundsson við löndun á Dalvík.

Arnþór Hermannsson, Heimir Hermannsson og Hermann Guðmundsson við löndun á Dalvík. mynd þorgeir Bald

 

Spurning um hrognafyllingu

„Það var nú ekki mikið að hafa og frekar rólegt yfir þessu. Það var fínasta veður til sjós en kalt að vísu. Við leggjum hérna úti af Gjögurtá og langleiðina austur undir Flatey. Við höfum aldrei byrjað svona snemma. Þetta hefur alltaf byrjað hjá okkur í kringum 20. mars. Núna lögðum við 70 net 1. mars og við þekkjum svo sem ekkert þennan tíma eða hvernig veiðin getur verið. Ég hélt jafnvel að afraksturinn yrði verri en þetta því við rennum alveg blint í sjóinn. Við höfum verið að draga þorskanet dálítið áður á svipuðum slóðum eða aðeins dýpra og aldrei orðið varir við grásleppu,“ segir Arnþór.

Aðrir sem hafa fengið grásleppu sem meðafla að undanförnu hafa talað um að hrognafyllingin sé ekki orðin mikil í grásleppunni á þessum árstíma. Arnþóri finnst þetta kannski í fyrsta lagi að hefja veiðarnar með tilliti til hrognafyllingar. Þegar dregið var á sunnudag voru nokkrar grásleppur í aflanum sem voru hrognalausar með öllu.

Farið að óskum LS

Landssamband smábátasjómanna óskaði eftir því við Matvælaráðuneytið 22. febrúar síðastliðinn að upphafsdagur grásleppuvertíðar 2024 yrði 1. mars.

„Meginástæða beiðninnar er að á undanförnum árum hefur markaður fyrir fersk grásleppuhrogn í Danmörku farið vaxandi. Samfara hefur útflutningur héðan aukist jafnt og þétt og skilað góðu verði til sjómanna og útflytjenda. Markaðurinn er þó enn takmarkaður við tímann frá áramótum fram að páskum. Þar sem páskar eru mjög snemma í ár, páskadagur 31. mars, er hætt við að íslenskir sjómenn geti ekki nýtt sér eða annað markað fyrir fersk grásleppuhrogn hefjist vertíðin 20. mars. Auk hrogna frá Íslandi selja danskir og sænskir sjómenn hrogn sín inn á þennan markað,“ segir í bréfinu til Matvælaráðuneytisins.

 

Grásleppu sturtað í kör á bryggjunni.

Grásleppu sturtað í kör á bryggjunni.       Mynd þorgeir Baldursson 

 

„Það er mál manna að markaðurinn kalli á hrognin núna en samt hefur verðið farið lækkandi á mörkuðum. Það var ekkert spes á sunnudaginn miðað við hvað það hafði verið, eða yfir 1.000 kr. kílóið. Þetta fór alveg upp í 1.500 kr. í fyrra. Vertíðinni er flýtt núna út af eftirspurn eftir hrognum í Danmörku en á móti eru þeir sem byrja strax að fórna veiðidögum því hver löndunardagur telst til veiðidags. Hérna í Eyjafirði eru í mesta lagi þrír byrjaðir á grásleppu og einhverjir á Ólafsfirði. Til nýta dagana sem best ætlum við að láta netin liggja í tvær nætur eins og má núna,“ sagði Arnþór þegar rætt var við hann í byrjun vikunnar.

 

Andstæð sjónarmið gagnvart kvótasetningu

Arnþóri líst ágætlega á áform um kvótasetningu á grásleppu. Með því geti menn stýrt veiðunum mikið betur og hagað þeim eftir aðstæðum hverju sinni. Þá gætu menn til dæmis tekið upp grásleppunetin ef lítið er af grásleppu og farið í þorsk í staðinn ef hann er að gefa sig. Svo virðist þó sem menn skiptist í tvær fylkingar hvað þetta varðar og hefur Landssamband smábátaeigenda meðal annars ályktað um málið og sagt að það muni leiða til samþjöppunar heimilda og ekki hafi verið kannað til hlítar hvaða áhrif það geti haft á byggðarlögin að útgerð hefðbundinna grásleppubáta myndi fjara út á næstu árum.

„Ég held að það vilji flestir kvótasetja grásleppuna hér á þessu svæði, mér heyrist það,“ segir Arnþór.

06.03.2024 21:37

Arnar fyrstur með afla úr Barentshafi

                                                         2265 Arnar HU 1 mynd þorgeir Baldursson 2024

Arn­ar HU-1 lagði við bryggju á Sauðár­króki rúm­lega sex í gær­kvöldi eft­ir um mánuð á veiðum í Bar­ents­hafi. Afl­inn var um ell­efu þúsund kass­ar eða um 400 tonn upp úr sjó, sem er í sam­ræmi við heim­ild­ir ís­lenskra skipa í norskri lög­sögu.

Með lönd­un­inni í gær er Arn­ar fyrsta skipið sem land­ar afla úr Bar­ents­hafi á þess­ari vertíð sam­kvæmt skrán­ingu Fiski­stofu.

Arnar HU heldur í mánaðar túr

Frétt af mbl.is

Arn­ar HU held­ur í mánaðar túr

Íslensku tog­ar­arn­ir Sól­berg ÓF-1, Sól­borg RE-27 og Blæng­ur NK-125 eru nú stadd­ir á imðunum í Bar­ents­hafi þar sem er um fjög­urra stiga hiti, norðvest­læg átt og lít­il öldu­hæð.

Enn á eft­ir að landa rúm­lega þrjú þúsund tonn­um af þorski úr Bar­ents­hafi sem heim­ild­ir eru fyr­ir. Er nú um 1.287 tonna kvóti skráður á Sól­bergið, 829 tonn á Blæng, 854 tonn á Sól­borg­ina og 90 tonna þorskkvóti í norskri lög­sögu skráður á Örfirs­ey RE-4.

Íslensk­ar út­gerðir hafa hjálp­ast að við að veiða í Bar­ents­hafi þar sem þorskkvót­inn hef­ur verið skert­ur mjög mikið und­an­far­in ár og næst betri nýt­ing með því að veiða með færri skip­um. Hafa til að mynda skip Þor­bjarn­ar, Hrafn Svein­bjarn­ar­son GK-255, Sturla GK-12 og Tóm­as Þor­valds­son GK-10, ekki veitt í Bar­ents­hafi und­an­farið þrátt fyr­ir að fyr­ir­tækið á heim­ild­ir fyr­ir 197 tonn­um af þorski.

Þá mun Björg EA-7, sem Sam­herji ger­ir út, ekki veiða sinn 285 tonna kvóta og verða afla­heim­ild­irn­ar verið nýtt­ar af örðum skip­um.

heimild mbl.is 

myndir þorgeir Baldursson 

05.03.2024 22:21

Emerude i Barentshafi

                                      Emerude á veiðum i Barentshafi mynd þorgeir Baldursson 2019

05.03.2024 20:45

Kristrún Re 177

                                                      3017 Kristrún RE177 við bryggju á Akureyri 5 mars 2024

05.03.2024 18:41

Hvalaskoðun á Eyjafirði

                                  Hvalaskoðunnarbátanir á Eyjafirði i dag mynd þorgeir Baldursson 

05.03.2024 18:37

Toghlerar fá styrkingu

                                                   3035 Hoffell su 80 mynd þorgeir Baldurssson 18-12 2023

Toghlerar fá styrkingu

04.03.2024

“Stál og suða er merkið mitt“ gætu strákarnir á vélaverkstæði Loðnuvinnslunnar hafa sungið á hlaupársdag þegar þeir fengu inn á gólf til sín ærið verkefni. Verkefnið fólst í því að styrkja toghlerana af Hoffelli Su 80. Toghlerarnir er tveir og hvor um sig vegur fjögur tonn og eru þeir líka býsna stórir um sig.

Ingimar Óskarsson er verkstjóri á vélaverkstæðinu og sagði hann að verkefnið hefði ekki alveg verið hefðbundið í þeim skilningi að þeir væru ekki að styrkja átta tonna toghlera á hverjum degi. En á vélaverkstæðinu er valin maður í hverju rúmi líkt og annars staðar hjá Loðnuvinnslunni og því voru þeir Arnar Ingi Ármannsson, Lúðvík Héðinn  Gunnarsson og Krizysztof Kaluziak fengir til verksins því þeir eru afar fimir með suðutækin. „Ég setti mjög öfluga suðumenn í verkið og þeir voru aðeins rúmlega einn vinnudag að föndra þetta“ sagði Ingimar og var að vonum stoltur af sínum mönnum.

Það er dýrmætt fyrir Loðnuvinnslunna að innan fyrirtækisins sé sá mannauður sem raunin er og hægt sé að leysa flest verk hér heima hvort heldur það snýr að vélum eða tækjum eða meðhöndlun á afla.

BÓA

05.03.2024 00:19

Snorrasynir með fyrstu Grásleppuna á vertiðinni

Bræður með fyrstu grásleppuna í Eyjafirði

Björn, Snorri og Baldur Snorrasynir með fyrsta grásleppuaflann á vertíðinni

Björn, Snorri og Baldur Snorrasynir með fyrsta grásleppuaflann á vertíðinni mbl.is/Þorgeir

Bókamerki óvirk fyrir óinnskráða Setja bókamerki

Tengdar fréttir

Grásleppuveiðar

Marineruð og kaldreykt grásleppa með sojasósu í dós er meðal þeirra vara sem þróaðar hafa .

Slær reykt grásleppa í sojasósu í gegn?

» Fleiri tengdar fréttir

Það voru þeir Björn, Snorri og Bald­ur Snorra­syn­ir sem lönduðu fyrstu grá­slepp­unni í Eyjaf­irði þessa vertíð. Komu þeir til hafn­ar í gær á Dal­borg­inni EA-317 með 740 kíló af grálseppu.

Auk grá­slepu fékkst í grá­sleppu­netið 131 kíló af þorski, 13 kíló af rauðmaga, 7 kíló af skar­kola og 2 kíló af stein­bít, sam­kvæmt skrán­ingu Fiski­stofu. Að lok­inni lönd­un var afl­inn seld­ur á Fisk­markaði Norður­lands.

Vertíðin hófst föstu­dag­inn 1. mars en það er óvenju snemma. Viku fyr­ir start var til­kynnt að upp­hfas­degi veiða yrði flýtt um tæp­lega þrjár vik­ur.

Dalborg EA 317

Dal­borg EA 317 mbl.is/Þ?or­geir

Baldur og Snorri hífa fyrsta karið í Dalvíkurhöfn.

Bald­ur og Snorri hífa fyrsta karið í Dal­vík­ur­höfn. mbl.is/Þ?or­geir

04.03.2024 22:56

Villi Páls Björgunnarskip Húsvikinga

                                   7865 Villi Páls ÞH á siglingu á Eyjafirði mynd þorgeir Baldursson 2024

04.03.2024 22:53

Bessi is 410

                 2013 Bessi IS 410 mynd þorgeir Baldursson 

04.03.2024 00:16

Grásleppulöndun á Dalvik

Það birjar þokkalega Grásleppuvertiðin að minnst kosti hjá þeim tveimur sem að lönduðu á dalvik i gær 

Frá 700-1500 kg en litið af öðrum fiski Grásleppunni er allri landað heilli á fiskmarkaðinn á Dalvik 

það voru þeir bræður Snorri Baldur og Björn Snorrasynir sem að lönduðu fyrstu sleppunni á þessari vertið 

aflinn um 700 kg i 50 net myndir þorgeir Baldursson 

                                    2387. Dalborg EA317 kemur til hafnar á Dalvik 3 mars 2024 mynd þorgeir Baldursson

 

01.03.2024 21:20

Mikil umsvif i Slippnum á Akureyri

                             1453 Moby Dick hvalaskoðunnarbátur Arnars Sigurðssonar  mynd þorgeir Baldursson 

                                      Skip og bátar við slippkantinn i vikunni mynd þorgeir Baldursson 2024

01.03.2024 21:01

Hafborg EA152 á Siglingu á Eyjafirði

                                                       2940 Hafborg EA152 mynd þorgeir Baldursson 2023

 

01.03.2024 19:11

Nýr karl í brúnni hjá Loðnuvinnslunni

                                             1277 Ljósafell Su 70 mynd þorgeir Baldursson 2023 

Það er kominn nýr karl í brúnna! Þessi fleyga setning, sem er svo samgróin  íslenskunni þar sem tilvísanir til sjómennsku eru ríkar, á að þessu sinni við því að það er kominn nýr aðili sem hefur tekið að sér starf framkvæmdastjóra Loðnuvinnslunnar og þar með Kaupfélagsstjóri  Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga.

Maðurinn sem um ræðir heitir Garðar Svavarsson og er fæddur á því herrans ári 1983 og fyllir því fjóra áratugi. Hann er spengilegur maður, hefur fallegt bros og er afskaplega viðræðugóður.

Þegar Garðar var inntur eftir því hvaðan hann væri svaraði hann: „Ég er úr Kópavogi, en á móðurætt að rekja á Eskifjörð“. Garðar ólst upp í Kópavogi, gekk í Snælandsskóla og æfði sund og handbolta hjá Breiðablik. Hann átti góða æsku við leik og störf í Kópavoginum en þegar grunnskóla lauk valdi hann að fara í Menntaskólann við Sund þaðan sem hann útskrifaðist sem stúdent.

Garðar var aðeins sextán ára gamall þegar hann byrjaði að vinna hjá Granda.  Þar var faðir hans framleiðslustjóri og því lá beinast við að hefja starfsferil þar. „Í fyrstu vann ég að mestu við snyrtingu og pökkun, en eftir því sem aldurinn leyfði bættust við önnur  störf innan frystihússins eins og hausari, flökunarvél og annað“ sagði Garðar  og bætti því við að hann hefði líka prófað að stunda sjómennsku  eitt sumar bæði á ísfisktogara og frystitogara og þegar hann var inntur eftir því hvort honum hefði fallið betur var hann snöggur til svars: „Frystitogaranum, þar voru störfin kunnugleg úr frystihúsinu og svo var afbragðsgóður matur, jú og svo voru góð laun“.  Á meðan Garðar var í skóla, bæði mennta – og háskóla, vann hann í fiski öll sumur.  Sem ungur stúdent skráði hann sig í efnaverkfræði í Háskóla en á fyrstu önn fann hann að það var ekki það sem hann langaði að leggja lagi sitt við til framtíðar svo hann kvað sínu kvæði í kross og fór að vinna í leikskóla og sagði að sig hefði alltaf langað til að prófa slíkt starf því hann hefði alltaf haft gaman af börnum.   

En eins og áður sagði voru sumrin tileinkuð Granda, hann starfaði þar t.a.m sem verkstjóri á næturvöktum en þá var unnið allan sólarhringinn í frystihúsi Granda. „Það var svo mikill fiskur, karfi og ufsi svo að frystihúsið var látið ganga allan sólarhringinn á vöktum“ sagði Garðar og rifjaði það upp að á þessum næturvöktum þurfti hann að vera sjálfstæður og úrræðagóður því að ekki var stoðþjónustan í gangi að næturlagi svo að sú ábyrgð að halda vélum og tækjum gangandi féll innan hans verksviðs á nóttunni. „ Þá var gott að geta bjargað sér með teip og spotta“ sagði hann og brosti að þessum góðu endurminningum.  

Svo að eftir alla þessu reynslu taldi okkar maður sig vera búinn að finna sinn farveg í lífinu og ákvað að fara í sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri og útskrifaðist hann þaðan sem sjávarútvegsfræðingur.  „Ég vissi að ég vildi starfa við sjávarútveg því mér hefur alltaf liðið vel í störfum tengdum fiski og útgerð“ sagði Garðar sem veit hvað hann syngur í þeim efnum hafandi unnið öll möguleg störf innan fagsins.

Og Garðar fetaði í rólegheitum stigann upp á skrifstofu. Með háskólanáminu vann hann á markaðsdeild HB Granda og leysti meðal annars sölustjórana af og tók síðan við starfi sem sölustjóri á mjöli og lýsi.  Auk þess vann hann með öðrum að sölu á uppsjávarafurðum.  „Svo vann ég náið með Vilhjálmi Vilhjálmssyni þáverandi framkvæmdastjóri uppsjávarsviðs við allskonar skipulag og framleiðslu, en tók svo við því framkvæmdastjórastarfi árið 2013 og var í því þangað til ég kom til Loðnuvinnslunnar á haustmánuðum 2023.  Garðar Svavarsson hóf störf hjá Granda þann 1.júní 1999 og lét af störfum þar haustið 2023 svo að tuttugu og fjögur ár á sama vinnustað, við hin ýmsu störf , er vel gert.

Garðar er kvæntur Aldísi Önnu Sigurjónsdóttur og eiga þau fjögur börn. 18 ára, 11 ára, 8 ára og 5 ára. Svo fjölskyldan er stór og ekki sjálfgefið að allar þessar manneskjur, ungar sem aldnar, séu reiðubúnar til þess að rífa sig upp með rótum og flytja búferlum yfir landið. En þegar Garðar var spurður um það sagði hann að það hefði jafnvel komið honum lítilega á óvart hvað konan hans og börnin tóku vel í hugmyndina þegar hún kom upp fyrst.  „Við Aldís sáum  þetta fyrir okkur sem tækifæri til þess að öðlast nýja reynslu  og öðlast nýjan lærdóm því að lífið er góður skóli“.  Og hingað eru þau komin, í Búðaþorp við Fáskrúðsfjörð þar sem þau hafa komið sér fyrir í fallegu húsi sem kallast Tröð og er í eigu Kaupfélagsins. Húsið hafa þau aðlagað að sinni fjölskyldu eins og vera ber.  Garðar talaði um hversu dýrmætt þeim hjónum þætti hvað allir hafa tekið vel á móti fjölskyldunni og svo þekkja allir foreldrar þá tilfinningu sem færir yl í brjóstið þegar börnunum líður vel og þrífast vel félagslega  og það segir Garðar að börnin hans  geri.

Þau hjónin eiga góða vini á Vopnafirði frá þeim tíma sem Garðar sinnti störfum á vegum HB Granda þar. Og vegalengdin á milli Vopnafjarðar og Fáskrúðsfjarðar er töluvert styttri en til Reykjavíkur svo að þau sjá fyrir sér að  njóta þess að geta fengið vini í heimsókn auk þess sem fjölskyldan er dugleg að koma. Foreldrar Garðars  eru einstaklingar á eftirlaunaaldri og hafa gjarnan tækifæri til þess að koma og dvelja í nokkra daga í senn og þegar mannfólk deilir svefnstað og skjóli verða tengslin sterkari. Og það þykir fjölskyldumanninum Garðari mikilvægt.

Aldís Anna stefnir á að nýta menntun sína sem náms-og starfsráðgjafi til góðra verka innan sveitafélagsins. Hún er ásamt Sigrúnu Evu Grétarsdóttur náms-og starfsráðgjafa,  að stofan fyrirtæki með það í huga að bjóða upp á þjónustu sem hingað til hefur oft þurft að sækja út fyrir sveitafélagið.

Að búa og starfa í litlu samfélagi er nýlunda fyrir Garðar og ekki þarf að undrast þó að það beri á svolitlum kvíða þegar kemur að því að flytja búferlum og hefja störf á nýjum stað þar sem allir og allt er ókunnugt. „Það var mikill léttir þegar ég var búinn að vera hér í nokkurn tíma og mér hafði ekki mætt neitt nema alúð og fagmennska“ sagði Garðar og lesa mátti í svip hans að hann meinti hvert orð.  Fjölskyldan er að búa sér heimili í samfélagi sem þau sjá fyrir sér til langframa, „við erum ekki komin til að tjalda til einnar nætur“ sagði Garðar í því samhengi.   Og bætti svo við „ við höfðum gert okkur í hugarlund að við þyrftum að skreppa nokkuð reglulega til borgarinnar til þess að verða okkur úti um eitt og annað en sú hefur aldeilis ekki orðið raunin, hér höfum við allt sem við þurfum og þjónusta og afþreying er miklu ríkari í nærsamfélaginu en við höfðum gert okkur grein fyrir“.

Og nú þegar börnin eru farin að taka þátt í tómstundum og eru að aðlagast nokkuð vel þá er skapast einhver tími fyrir Garðar  til þess að sinna eigin áhugamálum.  Og þegar hann er inntur eftir því hvar hans áhugi liggur svaraði hann því til að hann hefði gaman af veiðum. „Ég er mikill áhugamaður um skot- og stangveið og hef gaman af golfi líka“. Þá minntist hann á að hann hefði hug á því að ganga eitthvað til fjalla þegar sumarið hefði breytt út faðm sinn og fært allt í grænan búning. „Og Aldís konan mín er mjög spennt fyrir því að fara í berjamó, og ég skal með ánægju borða berin“ bætti hann við kíminn. Og þar verða þau ekki svikin því mikið er af góðu berjalandi í Fáskrúðsfirði.

Garðar, Aldís og börnin eru boðin hjartanlega velkomin til Fáskrúðsfjarðar og Loðnuvinnslunnar. Þessum óskum fylgir líka einlæg von um að þeim muni farnast vel í leik og starfi og að lífið og lánið muni leika við þau.  

 

26.02.2024 08:10

VILJA HEFJA GRÁSLEPPUVEIÐAR 1. MARS

                  Grásleppunetin klár mynd þorgeir Baldursson 

LS hefur sent Matvælaráðuneytinu erindi þar sem óskað er eftir að upphafsdagur grásleppuvertíðar 2024 verði 1. mars. Þetta kemur fram á vef LS. Þar er birtur kafli úr bréfinu til ráðuneytisins og bent á að markaður fyrir fersk grásleppuhrogn í Danmörku hafi farið vaxandi. Hann sé þó takmarkaður frá áramótum og fram að páskum.

„MEGIN ÁSTÆÐA BEIÐNINNAR ER AÐ Á UNDANFÖRNUM ÁRUM HEFUR MARKAÐUR FYRIR FERSK GRÁSLEPPUHROGN Í DANMÖRKU FARIÐ VAXANDI.  SAMFARA HEFUR ÚTFLUTNINGUR HÉÐAN AUKIST JAFNT OG ÞÉTT OG SKILAÐ GÓÐU VERÐI TIL SJÓMANNA OG ÚTFLYTJENDA.  MARKAÐURINN ER ÞÓ ENN TAKMARKAÐUR VIÐ TÍMANN FRÁ ÁRAMÓTUM OG FRAM AÐ PÁSKUM.  ÞAR SEM PÁSKAR ERU MJÖG SNEMMA Í ÁR, PÁSKADAGUR 31. MARS,  ER HÆTT VIÐ AÐ ÍSLENSKIR SJÓMENN GETI EKKI NÝTT SÉR EÐA ANNAÐ MARKAÐ FYRIR FERSK GRÁSLEPPUHROGN HEFJIST VERTÍÐIN 20. MARS.  AUK HROGNA FRÁ ÍSLANDI SELJA DANSKIR OG SÆNSKIR SJÓMENN HROGN SÍN INN Á ÞENNAN MARKAÐ.“

25.02.2024 17:47

Baldvin Njálsson "Besti stóri togarinn 2022"

 

Baird Maritime, eitt af leiðandi tímaritum um skipasmíðar í heiminum, valdi Baldvin Njálsson GK „Besta stóra togarann árið 2022“ og segir hann „hreinræktað fiskveiðitæki“. Spennandi sé að sjá slík skip smíðuð eftir langa eyðimerkurgöngu í þeim efnum.

Í umfjölluninni segir að skipið sé hannað af hinu þekkta íslenska skipahönnunartæki Skipasýn fyrir Nesfisk í Garði. Hönnun og smíði skipsins taki mið af öruggri og skilvirkri notkun þess í ólgusjó Norður-Atlantshafsins. Þetta sé verksmiðjutogari með öllum þeim búnaði sem til þurfi.

Í umfjölluninni er rætt við Sævar Birgisson, framkvæmdastjóra Skipasýnar, sem segir skipið eitt hið eyðslugrennsta miðað við stærð, sem þakka megi skrokklaginu og skrúfu sem er fimm metrar í ummál. Skipið var smíðað hjá Armon-skipasmíðastöðinni í Vigo á Spáni. Þar stendur nú yfir smíði á tveimur öðrum skipum sem Skipasýn hefur hannað; annars vegar á 58 metra löngum togara Þorbjarnar í Grindavík, Huldu Björnsdóttur GK, og hins vegar hafrannsóknaskipinu Þórunni Þórðardóttur HF, sem áætlað er að verði afhent seinna á þessu ári.

Í umfjölluninni er vikið að því að með samrunaferli hafi íslensk sjávarútvegsfyrirtæki stækkað. „Við sjáum að floti fiskiskipa af millistærð hefur dregist saman á sama tíma og endurnýjunin er hraðari í stórum fiskiskipum og smábátaflotanum,“ segir Sævar.

„Með framförum í afkastagetu, veiðarfæra- og tæknibúnaði er ekki þörf fyrir jafnmörg skip og þessi þróun gæti orðið til þess að fiskiskipaflotinn verði ekki nema þriðjungur af því sem hann er nú,“ segir Sævar. Sjá má nánar umfjöllun Baird Maritime á www.bairdmaritime.com

 

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 81
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 1144
Gestir í gær: 218
Samtals flettingar: 648847
Samtals gestir: 30608
Tölur uppfærðar: 23.5.2024 01:40:22
www.mbl.is