06.11.2020 10:42

Veiðar og varðveisla á lifandi fiski

Veiðar og varðveisla á lifandi fiski

                                      Tölvumynd af skipinu eftir breytingar mynd af heimasiðu Samherja 

                                                         CHIEFTAIN 1 So- 537   I Skagen  mynd Samherji.is

Samherji hefur fest kaup á uppsjávarskipi og stendur til að breyta skipinu fyrir bolfiskveiðar þar sem sú nýjung bætist við að hægt verður að dæla fiski um borð og geyma lifandi í sér útbúnum tönkum.  Þetta fyrirkomulag býður upp á mun meiri sveigjanleika í meðferð aflans og betri stýringu vinnuálags um borð og í landi.  Um borð býður þessi aðferð upp á:

  • Fiskur fer í sér útbúna tanka þar sem honum er haldið lifandi. Þá er hægt að vinna hann síðar um borð eða koma með fiskinn lifandi að landi.
  • Fiskur er blóðgaður/slægður og settur í tanka með kældum sjó (RSW) til geymslu.
  • Fiskur er blóðgaður/slægður í hefðbundin kör sem geymd eru í kældri fiskilest.

Aðferðin felst í því að fiskur er veiddur í hefðbundna botnvörpu en í staðin fyrir að taka poka inn á dekk og sturta úr honum sem veldur miklu álagi á fiskinn, þá er pokinn tekinn á síðuna og aflanum dælt um borð með sogdælu kerfi (vacuum). Þetta fer mun betur með aflann og er þessi aðferð vel þekkt úr laxeldis iðnaðinum við tilfærslu á lifandi fiski.

Londun_a_lifandi_fiski

Norðmenn hafa stundað þessar veiðar í töluverðum mæli síðustu ár og byggt upp regluverk í kringum þær. Þar er miðað við að sé fiski haldið lifandi skemur en 12 vikur þurfi ekki að meðhöndla hann sem eldisfisk, því ekki sé um eiginlegt fiskeldi að ræða heldur eingöngu geymsluform. Reglurnar snúast bæði um dýravelferð, þ.e. að fiskurinn verði ekki fyrir óþarfa hnjaski og að aðstaða sé um borð til að flokka og vigta allan afla. Sækja þarf um úttekt af hálfu Mattilsynet (Norsku Matvælastofnunarinnar) til að fá leyfi til þess að veiða og varðveita lifandi fisk. Ekki eru gerðar kröfur um íþyngjandi umhverfismat og þar sem ekki er um að ræða aukningu á lífmassa er mjög lítil mengun sem hlýst af því að varðveita fiskinn á þennan hátt. Eftir 4 vikur í kvíum þarf að bjóða fiskinum fóður (heilan fisk t.d. loðnu). Ef vilji er fyrir því að halda fiskinum lengur en 12 vikur er jafnframt hægt að sækja um sérstakt leyfi til að fá að geyma fiskinn í allt að 20 vikur.  Eftir þann tíma gilda hins vegar sömu reglur og gilda um áframeldi á villtum fiski.

Londun_a_lifandi_fiski

Við hjá Samherja erum sannfærð um að mikil tækifæri til framfara felist í þessari aðferð.  Aldur á fiski þegar hann kemur til vinnslu í hefðbundnum landvinnsluhúsum gæti farið úr 3-5 dögum niður í 0-12 klst. Afhendingaröryggi til landvinnslunnar ykist einnig til muna, því með að geyma fiskinn í kvíum væri hægt að jafna út skammtíma sveiflur þegar hráefnisskortur getur orðið vegna veðurs á miðum eða sveiflum í veiðum. Einnig aukast möguleikar á því að sækja inn á nýja markaði með ferskan ófrosinn fisk vegna mun lengri líftíma vörunnar og stöðugra framboði. Við höfum kynnt okkur þessa aðferðafræði í Noregi og hefur starfsfólk Samherja lagt umtalsverða vinnu í að kynna sér ýmis rannsóknarverkefni þessu tengd sem gerð hafa verið þar. 

Londun_a_lifandi_fiski

Þetta fyrirkomulag á veiðum hefur ekki tíðkast hér á landi og regluverkið því ekki til staðar.  Slíkt regluverk snýr meðal annars að vigtun og geymslu lifandi afla.  Okkar sýn er er að í framtíðinni verði skip almennt útbúin þannig að þau geti komið með hluta aflans lifandi að landi. Til þess að sú þróun geti átt sér stað, er nauðsynlegt að reglugerðum verði breytt og þær aðlagaðar þannig að sjávarútveginum verði gert kleift að þróast í þessa átt. 

Nauðsynlegt er að sjávarútvegurinn og stjórnvöld fari í samstarf við að byggja upp regluverk til að halda utan um slíkar veiðar og stuðla þannig að bættri dýravelferð og verðmætaaukningu í bolfiskvinnslu. Samherji mun nýta nýja skipið sem prófstein á þessar veiðar í þeirri trú að hægt verði að eiga gott samtal við stjórnvöld.

Heimasiða Samherja www.samherji.is

 

05.11.2020 23:43

245 ára hákarl án merkja um öldrun

                   Grænlandshákarl um borð i Bretting RE 508 mynd þorgeir Baldursson 

Vísindagrein á áhrifum öldrunar á heila um 245 ára gamals hákarls sýnir stórmerkilegar niðurstöður.

Rannsókn á 245 ára gömlum hákarli leiddi í ljós að heili dýrsins sýndi engin þekkt merki öldrunar. Þetta er talið benda til þess að heili hryggdýra geti haldist lítið eða óbreyttur í mjög langan tíma líkt og sýnt hefur verið fram á í háöldruðum einstaklingum (100 ára eða eldri).

Vísindagrein sem þetta sýnir birtist nýlega en þar var gerð rannsókn á áhrifum öldrunar á heila u.þ.b. 245 ára gamals hákarls í samanburði við sama ferli í heila manna. Hákarl þessi veiddist í haustralli Hafrannsóknastofnunar 2017 djúpt vestur af landinu.

Í frétt Hafrannsóknastofnunar um rannsóknina segir að öldrun hefur ýmis áhrif á frumur í heila manna sem eru vel þekktar. Rannsóknir hafa hinsvegar bent til að hákarl (Somniosus microcephalus ) geti náð óvenjulega háum aldri eða hæstum aldri allra hryggdýra jafnvel allt að 4-500 árum. Því var markmið rannsóknarinnar að athuga hvort að greina mætti svipuð áhrif öldrunar í heila hákarla eins og þekkt eru í heilum manna og rotta.

Niðurstaða rannsóknarinnar var að nánast engin þekkt merki öldrunar eins og hún lýsir sér í heila manna með próteinútfellingum og æðakölkun finndust í heila hákarlsins. Jafnframt sáust engin merki um taugahrörnun. Þetta bendir til að heili hryggdýra geti haldist lítið eða óbreyttur í mjög langan tíma líkt og sýnt hefur verið fram á í háöldruðum einstaklingum (100 ára eða eldri).

Höfundar greinarinnar leiða líkum að því að umhverfi og atferli séu ástæður þess hversu lengi hákarl lifir án sýnilegra áhrifa öldrunar á heila. Hákarl er talinn hægsyndur og heldur að mestu til í stöðugu en köldu umhverfi á tiltölulega miklu dýpi í sjó sem er um 4°C heitur. Þetta veldur því að líklega eru efnaskipti hæg og vísbendingar eru um að blóðþrýstingur hákarls sé mun lægri en hjá öðrum hákarlategundum. Lykillinn að háum aldri virðist því vera að hreyfa sig lítið og halda sig í kulda og myrkri a.m.k. fyrir hákarl.

Klara Jakobsdóttir, sérfræðingur á botnsjávarsviði, er einn af höfundum greinarinnar, sem má nálgast hér.

af vef Fiskifretta 

mynd þorgeir Baldursson 

05.11.2020 21:28

Seldur eftir nær 50 ára þjónustu

                                          Varðskipið Ægir  29 mars 2009 mynd þorgeir Baldursson 

 

„Það er auðvitað eft­ir­sjá að Ægi. Þetta er stór­merki­legt skip og eitt það besta sem ég hef verið á,“ seg­ir Hall­dór B. Nell­ett, skip­herra Land­helg­is­gæsl­unn­ar.

Aug­lýst var um helg­ina að til stæði að selja varðskipið Ægi. Skipið hef­ur ekki verið í notk­un hjá Land­helg­is­gæsl­unni síðustu ár og ligg­ur nú við Skarfa­bakka. Varðskipið Ægir hef­ur þjónað Land­helg­is­gæsl­unni lengi en það var smíðað í Dan­mörku árið 1968. Ægir átti stór­an þátt í 50 og 200 mílna þorska­stríðunum og var meðal ann­ars fyrst ís­lenskra varðskipa til að beita tog­vír­aklipp­um á land­helg­is­brjót.

Hall­dór byrjaði á Ægi 16 ára gam­all árið 1972. Hann seg­ir synd og skömm að Ægir hafi ekki verið gerður meira út og leng­ur. Skipið hafi nýst vel í þorska­stríðunum og bjargað óhemju mörg­um skip­um eft­ir það, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

„Það er sorg­legt að sjá hvernig var búið að fara fyr­ir þessu góða skipi. Und­an­far­in ár hef­ur mikið verið skorið niður og það er skelfi­legt hvað er lítið út­hald á varðskip­un­um. Þrátt fyr­ir góðæri hafa stjórn­völd ekki viljað spýta í og ég er veru­lega svekkt­ur yfir því. Núna erum við með eitt varðskip á sjó, Þór eða Tý. Það er af­leitt fyr­ir þjóð sem á allt sitt und­ir fisk­veiðum að vera ekki með meiri björg­un­ar­getu en það. Lág­markið er að vera með tvö skip á sjó, við erum með tvö góð skip en þetta snýst um áhafn­ir,“ seg­ir Hall­dór sem tel­ur löngu tíma­bært að huga að nýju varðskipi

Heimild Morgunblaðið 

mynd þorgeir Baldursson 

05.11.2020 14:42

Á flótta undan veðri

 

                          Birgir Þór Sverrissson  skipst á Vestmannaey Ve 54 mynd þorgeir Baldursson

Ísfisktogararnir Gullver NS, Bergey VE og Vestmannaey VE eru allir í höfn í dag, en veðrið hefur verið slæmt að undanförnu. Gullver kom til Seyðisfjarðar í morgun með um 45 tonn og Vestmannaey kom til Neskaupstaðar með um 20 tonn. Heimasíðan heyrði hljóðið í Birgi Þór Sverrissyni skipstjóra á Vestmannaey. „Við vorum úti í rúma tvo sólarhringa og það var sannkallað drulluveður. Vegna veðursins gekk heldur treglega að veiða en við tókum þó ein sex hol. Við byrjuðum úti í Hvalbakshalli en hröktumst síðan norður eftir undan veðrinu. Við færðum okkur líka í gær af kantinum og upp á grunnslóðina en þar var veðrið heldur skárra. Það spáir vitlausu veðri aftur í dag og á morgun þannig að það er líklega best að hafa hægt um sig. Síðan held ég að eigi að koma einhver pása. Það má alltaf eiga von á svona veðurfari á þessum árstíma og menn verða bara að sætta sig við það en við vitum að það þarf að hafa næði til að finna fiskinn,“ segir Birgir Þór.

                                                   2954 Vestmannaey Ve 54 mynd þorgeir Baldursson 

 

05.11.2020 10:20

Byltingarkennt linuskip til veiða á Tannfiski

                                                        Linuskipið Ocean Azul mynd aðsend 

Línuskipið Ocean Azul hlaðið af nýjungum. Það er í eigu fyrirtækisins Pesquera Azul, sem er í eigu Norðmanna og er gert út á tannfisk frá Montevideo í Úrúgvæ. Það er með sérstakan búnað til að draga úr afráni hvala af línunni og til að koma í veg fyrir sjófugladráp við línudráttinn. Jafnframt eykur búnaður afla og bætir meðferð hans.

Afrán hvala mikið

Tæknin byggist á uppfinningu sem gengur undir nafninu Sago Extreme. Afrán hvala af línunni þegar hún er dreginn er verulegt valdamál, sérstaklega háhyrninga. Rannsóknir sýna að allt upp að 70% þess fisks, sem bítur á krókana er étinn af hvölunum. Át hvalanna dregur úr aflanum og hamlar vexti stofnsins. Með því að stöðva afránið skilar allur veiddur fiskur sér upp í veiðiskipið. Þannig nýtist hver veiddur fiski í stað þess að hvalurinn hámi meira en helminginn í sig. Að auki nýtist kvótinn betur, því færri fiska þarf  að drepa til að fylla upp í hann.

Minna veiðarfæra- og fiskitap

Búnaðurinn byggist á stóru hylki sem umlykur línuna neðarlega í sjónum, á meira dýpi en hvalirnir komast. Þegar línan er dregin í gegnum hylkið slítur það fiskinn af krókunum og heldur honum í sér. Línan og hylkið er síðan dregið upp í brunn aftarlega í skipinu og hylkið tæmt í móttökuna. Með þessu verður meðferð fisksins betri, ekki þarf að gogga neinn fisk eins og þegar línan er dregin í gegn lúgu á stjórnborðssíðunni. Þá kemur línan ekki upp í sjávarborðið við skipssíðuna þar hætt er við því að sjófuglar festist á krókana og drepist.

Mikið veiðarfæratap hefur fylgt veiðunum á tannfiskinum og skipin hafa þurft að forðast góð veiðisvæði vegna fjölda „draugalína“ sem liggja á botninum. Ocean Azul verður með „hreinsiútbúnað“ til að hreinsa upp þessi veiðarfæri og koma með þau í land. Þá verður línan í skipinu sterkari en almennt er og þannig dregið úr veiðarfæratapi og töpuðum fiski. Ætlunin er að skipið skili fleiri veiðarfærum í land en það tapar.

Byggt fyrir erfiðar aðstæður

Veiðar á tannfiski eru að langmestu leyti stundaðar við Suðurskautslandið  og er Ocean Azul sérstaklega styrkt til veiða í hafís og þola erfið veður. Þá er í skipinu varavél sem dugir til að koma skipinu í land, bili aðalvélin. Mikið er lagt upp úr öryggismálum og aðbúnaði fyrir áhöfnina. Einn þáttur þess er brunnurinn, sem línan er dregin upp í gegnum, en fyrir vikið er áhöfnin í minni hættu en þegar línan er dregin í gegnum lúgu á skipshlið.  Sjá myndband: https://www.youtube.com/watch?v=W4ch4RA3KB4

https://audlindin.is/byltingakennt-linuskip-til-veida-tannfiski/

 

04.11.2020 22:58

Alpha HF 32 á loðnusnapi

                                  1031 Alpha HF 32 EX Bergur Ve 44 mynd þorgeir Baldursson 2012
 

04.11.2020 22:58

Gjögurskip mætast á Austfjarðamiðum

     2962 Vörður ÞH 44 og 2958 Áskell  ÞH 48 mynd þorgeir Baldursson 2 nóvember mynd þorgeir Baldursson 

04.11.2020 22:51

NÚPUR BA: ALLIR SKIPVERJAR COVID NEIKVÆÐIR

                  1591 Núpur Ba 69 við bryggju á Akureyri i dag 4 nóvember mynd þorgeir Baldursson 

 

Niðurstaða er komin úr sýnatöku á áhöfninni á línskipuni Núpi BA frá Patreksfirði. enginn reyndist smitaður þar sem öll sýnir voru neikvæð.

Þetta staðfestir Skjöldur Pálmason, framkvæmdastjóri Odda hf á Patreksfirði. Búast má því að skipið haldi til veiða sem fyrst og ljúki veiðiferðinni.

Linubáturinn Núpur BA hélt til veiða frá Akureyri skömmu fyrir kl 19 i kvöld og var stefnan tekin á Austfjarðamið 

04.11.2020 17:34

Tveir stubbar mætast

                                     Harðbakur EA 3 og Vörður ÞH 44 mætast á Miðunum mynd þorgeir Baldursson 

04.11.2020 13:04

Bergey Ve 144

                               2964 Bergey Ve 144 á veiðum á austfjarðamiðum mynd þorgeir Baldursson 

 

Ísfisktogarinn Bergey VE kom til Neskaupstaðar til löndunar á mánudag. Afli skipsins var um 63 tonn og var hann blandaður; þorskur, ýsa, ufsi og karfi.

Heimasíða Síldarvinnslunnar ræddi við Jón Valgeirsson skipstjóra og spurði fyrst út í tíðarfarið.

„Það er hægt að segja að tíðarfarið hafi verið rysjótt í veiðiferðinni og stundum reyndar skítabræla. Við létum þó veðrið aldrei stoppa okkur og það var veitt allan tímann. Við lönduðum á Djúpavogi 28. október og fórum þaðan suður í Skeiðarárdýpi þar sem við tókum ufsa og karfa. Síðan var haldið austur á Skrúðsgrunn þar sem fékkst ýsa og loks í Litladýpi þar sem veiddist þorskur. Þrátt fyrir veðrið má segja að veiðiferðin hafi gengið þokkalega. Við reiknum ekki með að halda til veiða á ný fyrr en á fimmtudag eða föstudag,“ segir Jón

 

03.11.2020 14:58

Harðbakur EA 3

                          2963 Harðbakur EA 3 á austfjarðamiðum i gær 2 nóvember

01.11.2020 18:43

Þinganes SF 25 á toginu á Austfjarðamiðum i dag

           2970 Þinganes SF 25 á togi á austfjarðamiðum i dag  1 nóvember mynd þorgeir Baldursson 

31.10.2020 21:28

Jóhanna EA 31

    1831 Jóhanna EA 31 kemur til löndunnar á Akureyri mynd Þorgeir 

31.10.2020 03:49

Baldvin Njálsson Gk 400

      2182 Baldvin Njálsson Gk 400 togar í kaldaskit á Austfjarðamiðum mynd þorgeir Baldursson

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 717
Gestir í dag: 69
Flettingar í gær: 1465
Gestir í gær: 61
Samtals flettingar: 887969
Samtals gestir: 45162
Tölur uppfærðar: 4.10.2024 09:51:41
www.mbl.is