29.03.2023 22:55

Breki Ve 61

                       2161 Breki Ve 61 mynd þorgeir Baldursson 

16.02.2023 22:50

Kvannoy N- 400- B landar loðnu

                                         Kvannoy N-400 -B við bryggju á Fáskrúðsfirði mynd þorgeir Baldursson 

16.02.2023 08:08

Langar og leiðinlegar brælur

                               1661 Gullver Ns 12 i Brælu á Austfjarðamiðum mynd þorgeir Baldursson 

Ísfisktogarinn Gullver NS landaði 106 tonnum á Seyðisfirði í gærmorgun. Uppistaða aflans var þorskur og ýsa.

Þórhallur Jónsson skipstjóri segir að drullubræla hafi verið alla veiðiferðina. „Við vorum að veiðum við Herðablaðið eða ofan við Reyðarfjarðardýpið.

Það aflaðist ágætlega en veiðiferðin tók eina þrjá sólarhringa. Eftir hádegi á sunnudag var orðið vitlaust veður og þá var farið í land.

Það er búin að vera mikil brælutíð í janúar og það sem af er febrúar. Þetta eru langar og leiðinlegar brælur og þreytandi tíðarfar,“ segir Þórhallur.

Gullver heldur á ný til veiða í kvöld.

06.02.2023 23:05

Július Geirmundsson is 270.

                                         1977 Július Geirmundsson IS 270 mynd þorgeir Baldursson 2022

06.02.2023 07:50

Norsk Loðnuskip á Fáskrúðsfirði

                   Fjöldi Noskra loðnuskipa i höfn á Fáskrúðsfirði 4 feb 2023 mynd þorgeir Baldursson 

                                       Loðnulöndun á Fáskrúðfirði 4 feb 2023 mynd þorgeir Baldursson 

Unnið dag og nótt á Fáskrúðsfirði Fjöldi norskra skipa hefur landað yfir 1.800 tonnum af loðnu á Fáskrúðsfirði síðustu daga.

Nú er unnið nótt og dag í Loðnuvinnslunni við að frysta loðnuna.

Það sem flokkast undan fer í bræðslu. Friðrik Mar Guðmundsson framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar segir farmana ekki mjög stóra, 250 til 300 tonn,

en safnist þegar saman kemur. Sex skip lönduðu fyrir helgi og þar á undan lönduðu tvö skip.

„Nú er komin bræla og verður væntanlega fram á miðvikudag,“ segir Friðrik og bætir við að skipin bíði veðrið af sér áður en haldið sé aftur út á miðin.

„Það er bara fjögurra til fimm tíma sigling út á miðin frá okkur.“

Hann segir þó ekkert verða stopp í vinnslunni; þegar loðnan er komin í frysti fer mannskapurinn yfir í vinnslu á bolfiski.

Friðrik gerir ráð fyrir að taka bolfisk með í dag og fara svo alveg yfir í hann á morgun.

„Já, það er nóg að gera, alltaf nóg að gera. Við erum kannski öðruvísi en önnur uppsjávarfyrirtæki því við rekum bolfiskvinnsluhús líka,

þá fellur aldrei dagur úr vinnu hjá okkur,“ segir Friðrik.

nánar um þetta i morgunblaðinu i dag 

17.01.2023 07:44

Gamla Hoffell að koma til Fáskrúðfjarðar

                         2885 Hoffell su 80 (Gamla heitir Ango ) undir Færeyskuflaggi mynd þorgeir Baldursson 2022

16.01.2023 08:11

Helga Maria Re 1

                                         1868 Helga Maria Re 1 mynd Þorgeir Baldursson 2022

16.01.2023 00:52

Gamli Höfðinginn á loðnumiðunum

                               183.   Sigurður Ve 15 á loðnumiðunum 8 mars 2012 mynd þorgeir Baldursson 

                                       183 Sigurður Ve 15 mynd þorgeir Baldursson 8 mars 2012

                                                183 Sigurður Ve 15 mynd þorgeir Baldursson 8 mars 2012

14.01.2023 00:41

Bjartur Nk 121 brælutúr

 Skrapp i veiðferð með Steinþóri Hálfdánarssyni og hans mönnum á Bjarti Nk 121 þann 8 mars 2014 

og hérna koma nokkrar myndir úr veiðiferðinni 

                                                   Hrollaugseyjar 8 mars 2014 Mynd þorgeir Baldursson

                                    Vitinn i Hrollaugseyjum er um 30 metrar á hæð mynd þorgeir Baldursson 

                                   Það var talsverð bræla um borð i Bjarti Nk 121 mynd þorgeir Baldursson 

                                    Verið að hifa pusar á dekkið á Bjarti Nk 121 Mynd Þorgeir Baldursson 

                                         Stroffan sett á belginn 8 mars 2014 mynd þorgeir Baldursson 

                                                  Pokinn að koma upp rennuna mynd þorgeir Baldursson 2014

                           þetta er afraksturinn ca 6 tonn af Djúpkarfa mynd þorgeir Baldursson 8 mars 2014

17.12.2022 23:04

Hoffell Su 80 á Eyjafirði i dag

Hið nýja skip Loðnuvinnslunnar Hoffell Su 80 kom til Akureyrar i dag og i vikunni verður skipið tekið upp i Flotkvinna

hjá slippnum á Akureyri þar sem að sett verður nýtt botnstykki fyrir hlerapar og kanski eitthvað fleira 

 

                         3035 Hoffell Su 80 á Eyjafirði við Hjalteyri i dag Mynd þorgeir Baldursson 17  des 2022

                             3035 Hoffell Su 80 á Eyjafirði i dag mynd þorgeir Baldursson 17 des 2022

                                           3035 Hoffell Su 80 mynd þorgeir Baldursson 17 des 2022

 
 
 

16.12.2022 21:41

Skötuveisla Húnafólks i Brekkuskóla

Það var góð stemming i sal  Brekkuskóla i kvöld þegar skipverjar á Húna 11 EA 740 héldu sina árlegu skötuveislu

alls voru um 80 manns og að sögn matargesta var þetta magnað  og voru  gestirnir  hæðst ánægðir með þessa stórveislu

boðið var uppá skötu, saltfisk, tindabyggju, kartöflur, rófur, og hamsafitu og i eftirrétt kaffi og piparkökur

hérna koma nokkar myndir frá kvöldinu 

         Kokkarnir Gunnar Gislasson og Július Jónsson með skötubakkan mynd þorgeir Baldursson 2022

                                 Borðið svignaði undan kræsingunum mynd þorgeir Baldursson 2022

          Gunnar Gislasson Formaður Hollvina Húna bauð gesti velkomna mynd þorgeir Baldursson 2022

                         Gestirnir voru fljótir að snúa sér að matnum mynd þorgeir Baldursson 2022

               Mikið er þetta nú góður matur heyrðust  gestirnir segja mynd þorgeir Baldurssson 2022

  Bjarni Bjarnasson Arngrimur Brynjólfssson Freysteynn Bjarnasson Oliver Karlsson mynd þorgeir Baldursson 2022

                              Konurnar voru engir eftirbátar kallanna mynd þorgeir Baldursson 2022

      Þorsteinn Pétursson fær sér á diskinn mynd þorgeir Baldursson 2022

          Kristján Þór Júliusson með skötu mynd þorgeir Baldursson 2022

        Ingimar Tryggvasson Vélstjóri Húna mynd þorgeir Baldursson 2022

 

                                         Skatan er mjög góð að hætti Húnafólks mynd þorgeir Baldursson 2022

                              Kristján .Olli. Arngrimur .Bjarni .Freysteinn. og Birgir mynd þorgeir Baldursson 2022

                                                     Alsælir matargestir mynd þorgeir Baldursson 2022

                                        Skötuveisla og allir Glaðir mynd þorgeir Baldursson 2022

                        Davið Hauksson og Anna Gunnlaugsdóttir mynd þorgeir Baldursson 2022

                     Skötuveisla Húna i fullum gangi Siggi Grimseyingur fyrir miðju mynd Þorgeir Baldursson 2022

                                 Allir saddir og glaðir eftir góða skötuveislu mynd þorgeir Baldursson 2022

                 Siðan var skrifað i Gestabókina með þakkarkveðju fyrir matinn mynd þorgeir Baldursson 2022

 

 

15.12.2022 23:15

Mesta aflaverðmæti íslensks togara frá upphafi

Sólberg ÓF-1.                                                                                            Sólberg ÓF-1.á veiður i Barentshafi 2017 mbl.is/Þorgeir Baldursson 

Frysti­tog­ar­inn Sól­berg ÓF-1 kom til hafn­ar í Sigluf­irði í morg­un með um 600 tonn af þorski, 130 tonn af ufsa og 100 tonn af ýsu. Eft­ir því sem Morg­un­blaðið kemst næst hef­ur skipið nú náð mesta afla­verðmæti á einu ári meðal ís­lenskra tog­ara frá upp­hafi. Alls hef­ur yfir 12 þúsund tonn­um verið landað úr skip­inu á ár­inu og er afla­verðmætið rúm­ir sjö millj­arðar króna.

                                                  Sigþór Kjartansson Skipstjóri á Sólbergi ÓF 1 Mynd þorgeir Baldursson 

Sigþór Kjart­ans­son skip­stjóri seg­ir ár­ang­ur­inn fyrst og fremst áhöfn­inni að þakka. „Það þarf að vinna þetta og það eru ófá hand­tök­in,“

en all­ur fisk­ur er full­unn­inn um borð og það sem ekki fer í fryst­ingu fer í lýsi og mjöl. Um borð í skip­inu, sem smíðað var fyr­ir Ramma hf. árið 2017,

er alla jafna 34 manna áhöfn sem nú fer í verðskuldað jóla­frí. 

 

15.12.2022 22:11

Vilja samstarf um karfaleit

Karfastofninn hefur árum saman verið á niðurleið og áhugi er á samstarfi um karfarannsóknir á hrygningartíma, bæði innan greinarinnar og meðal vísindafólks.

Trollið tekið á karfaveiðum á Ljósafellinu í sumar. FF MYND/Þorgeir Baldursson

Karfastofninn er kominn að svokölluðum aðgerðarmörkum sem þýðir að verði ekkert að gert geti karfabrestur verið yfirvofandi. Kristján Kristinsson, fiskifræðingur á botnsjávarsviði Hafrannsóknastofnunar, segir stofninn hafa verið á niðurleið undanfarin ár.

„Við höfum í áratug verið að sjá lélega nýliðinun. Það þýðir bara að fiskurinn stækkar og honum fækkar. Þess vegna þurfum við að fara varlega í nýtingu á honum. Horfurnar næstu árin eru ekkert mjög jákvæðar.“

Ráðgjöfin helmingi lægri

Árið 2017 gaf Hafrannsóknastofnun út ráðgjöf um karfaveiðar upp á 50.800 tonn, en síðasta sumar hljóðaði ráðgjöfin upp á 25.545 tonn fyrir fiskveiðiárið 2022-23. Hún hefur því dregist saman um helming á aðeins fimm árum.

Karfinn er langlífur fiskur og stofninn þarf þess vegna lengri tíma til þess að ná sér aftur á strik. Eða eins og það er orðað í ráðgjöf stofnunarinnar: „Fyrir langlífa tegund eins og gullkarfa er samleitni í stofnmati aftur í tímann hægari samanborið við skammlífari tegundir.“

Óvissa í stofnmatinu

Tekið er fram að töluverð óvissa sé í stofnmatinu en gullkarfi sé „torfufiskur og því fæst stærsti hluti hans í fáum, stórum togum sem leiðir til tilviljanakenndra sveiflna í vísitölum milli ára. Aldursgreindur afli sýnir mjög litla nýliðun, sem er í samræmi við upplýsingar úr stofnmælingum.“

Kristján segir að brátt verði hugað að því að endurskoða líkanið sem notast er við. Á næsta ári verði farið í rýnifund um karfann hjá Alþjóðahafrannsóknaráðinu (ICES) þar sem reynt verði að fara yfir öll gögn.

Áhuginn liggur í ungviðinu

Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir, sviðstjóri botnsjávarsviðs, staðfestir að mikill áhugi sé bæði meðal greinarinnar og innan Hafrannsóknastofnunar á samstarfi um karfarannsóknir.

„Áhuginn liggur náttúrlega í ungviðinu, að reyna að finna það,“ segir hún. „Ef okkur dettur í hug góð leið til að gera það þá er aldrei að vita nema það verði eitthvað úr þessu.“

Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, sagði frá því á Sjávarútvegsráðstefnunni í Hörpu nýverið að brátt fari af stað samstarf um karfarannsóknir, og Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunar, sagði sömuleiðis á ráðstefnunni að rætt hafi verið um karfarannsóknir á hrygningartíma.

12.12.2022 13:03

Björgvin EA 311

                                          1937 Björgvin EA311 mynd þorgeir Baldursson 28-2-2017

10.12.2022 15:50

Dalvikurhöfn

                                Dalvikurhöfn mynd þorgeir Baldursson 2020 mynd þorgeir Baldursson 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 784
Gestir í dag: 67
Flettingar í gær: 15631
Gestir í gær: 284
Samtals flettingar: 672055
Samtals gestir: 32057
Tölur uppfærðar: 30.5.2024 16:03:37
www.mbl.is