14.11.2021 10:16

Sighvatur Bjarnasson ve 81

                                      2281 Sighvatur Bjarnasson VE81 mynd þorgeir Baldursson 

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum mun Sighvatur verða Þykktarmældur og ef að það verður i lagi mun hann verða

skveraður af  fyrir komandi loðnuvertið en skipið hefur legið við bryggju i vestmannaeyjum undanfarin ár 

    en vonandi verður hægt að laga það og skipið komist i drift áður en langt um liður 

14.11.2021 08:55

Skip sem hafa reynst afar vel

                 Kaldbakur EA1 Björgúlfur EA og Björg EA á Siglingu á Pollinum Mynd Skapti Hallgrimsson 
                                                               2894 Björg EA 7 Mynd þorgeir Baldursson 
 

                                                 

                                             2892 Björgúlfur EA312 mynd þorgeir Baldursson 

                                              2891 Kaldbakur EA1 mynd þorgeir Baldursson 

                             Kælisniglar settir um borð i Kaldbak EA 1 mynd þorgeir Baldursson 

                                                     2893 Drangey SK 2 mynd þorgeir Baldursson 

Fjögur ár eru síðan Björg EA kom til heimahafnar í fyrsta sinn. Þrjú systurskip fylgdu stuttu síðar og hafa öll reynst afar vel.

 

Fjögur ár eru síðan togari Samherja - Björg EA 7 - kom til Akureyrar í fyrsta sinn. Skipið var smíðað í Cemre-skipasmíðastöðinni í Tyrklandi og var síðasta skipið af fjórum systurskipum, Samherji lét smíða þrjú og FISK-Seafood á Sauðárkróki eitt.

Af þessu tilefni er fjallað um skipin á heimasíðu Samherja og fer sú frásögn hér á eftir.

Systurskip Bjargar eru Björgúlfur EA 312, Kaldbakur EA 1 og Drangey SK 2. Þessi skip vöktu strax athygli og umtal, ekki síst vegna þess að stefni þeirra þóttu framúrstefnuleg.

„Þessi skip okkar hafa reynst mjög vel, þau fara vel með áhöfn, eru vel búin og eru á margan hátt hagkvæmari í rekstri en önnur fiskiskip. Ástæðan er fyrst og fremst skrokklagið og stefni skipanna sem kljúfa öldurnar vel. Sem dæmi get ég nefnt að þurrkurnar á brúargluggunum eru sjaldnar í gangi en gengur og gerist, einfaldlega vegna þess að skipin kljúfa öldurnar vel og halda þess vegna betur ferð í brælum, sem þýðir meðal annars minni olíunotkun. Hönnunin á skrokknum þótti nýlunda og talsvert frábrugðin eldri skipum íslenska flotans,“ segir Kristján Vilhelmsson framkvæmdastóri útgerðarsviðs Samherja.

Fremur lítil vél, stór skrúfa

Slippurinn á Akureyri sá um að setja aðgerðar- og kælibúnað um borð í skipin, enda hefur Samherji í gegnum tíðina kappkostað að notast við íslenskar lausnir og framleiðslu.

Andveltitankur er í hverju skipi, slíkur tankur gerir það að verkum að verulega dregur úr veltingi, vinnuaðstæður eru betri og áhafnir hvílast betur á frívöktum. Aðalvélin þykir fremur lítil miðað við önnur íslensk fiskiskip en Kristján bendir á að skrúfan sé stór, afl vélarinnar nýtist því vel.

Algjör bylting

Guðmundur Freyr Guðmundsson hefur verið skipstjóri á Björgu frá upphafi. Þegar haft var samband við Guðmund var Björg að veiðum á Sléttugrunni.

„Já ég segi hiklaust að smíði þessara skipa hafi verið bylting, þökk sé góðri hönnun. Við finnum varla fyrir brælu, skipið er allt mýkra og þægilegra, munurinn er hreint út sagt ótrúlegur. Stöðugleiki hefur svo mikið að segja fyrir áhöfnina á allan hátt. Í upphafi var eitthvað verið að efast um að aðalvélin væri ekki nógu öflug en með stórri skrúfu og vel úthugsuðu skrokklagi er krafturinn nægur. Ég er toppánægður með þetta skip og þessi fjögur ár hafa verið fljót að líða,“ segir Guðmundur.

Vandað til verka

„Jú, jú, það voru eðlilega miklar vangaveltur hjá okkur við hönnun skipanna og það þarf líka ákveðinn kjark til þess að brjótast úr viðjum vanans. Skipin voru hönnuð af verkfræðistofunni Skipatækni og Bárði Hafsteinssyni sem hefur langa og mikla reynslu í þessum efnum. Hérna innandyra hjá Samherja er líka mikil þekking, sem kom sér vel í öllum undirbúningi. Eftir prófanir í módeltanki í Gdansk í Póllandi var ákveðið að breyta stefninu örlítið og aðeins var tekið úr skrokknum. Við sem sagt reyndum eftir bestu getu að vanda vel til allra þátta og niðurstaðan eftir þessi fjögur ár er jákvæð í alla staði. Svo er skemmtilegt að skoða skip fyrri alda og sjá skrokklagið, til dæmis Gauksstaðaskipið, sem er stærsta víkingaskip sem varðveist hefur frá víkingatímanum. Talið er að það skip hafi verið smíðað um 850, þannig að það er í raun og veru fátt nýtt undir sólinni, ef út í það er farið,“ segir Kristján Vilhelmsson.“

 

 

14.11.2021 08:32

Hafnarey Su

                 Hafnarey Er einhver sem að veit meira um þetta skip  mynd af af Marine Traffic.com 

 

Ship Type

Fishing

Length × Breadth

28.91 X 6.8

Speed recorded (Max / Average)

8,00 / 6,60 knots

Flag

Russia (RU) 

Call Sign

UCFW

13.11.2021 21:45

Clipperton GG 229

                                 Clipperton GG 229 á Akureyri i dag mynd þorgeir Baldursson 2021

 

CLIPPERTON (IMO: 9816775) is a Fishing Vessel that was built in 2018 (3 years ago) and is sailing under the flag of Sweden.

It’s carrying capacity is 1750 t DWT and her current draught is reported to be 7.3 meters. Her length overall (LOA) is 63 meters and her width is 12.9 meters.

Vessel Information

General

IMO: 9816775

Name: CLIPPERTON

Vessel Type - Generic: Fishing

Vessel Type - Detailed: Fishing Vessel

Status: Active

MMSI: 266460000

Call Sign: SBCR

Flag: Sweden [SE]

Gross Tonnage: 1568

Summer DWT: 1750 t

Length Overall x Breadth Extreme: 63 x 12.9 m

Year Built: 2018

 

13.11.2021 21:37

Isafold HG 333 á Akureyri

                                      Isafold HG 333 við Bryggju á Akureyri i dag mynd þorgeir Baldursson 2021

                               Danska uppsjávarskipið  Isafold HG 333 Mynd þorgeir Baldursson 

                Danska Uppsjávarveiðiskipið Isafold HG 333 við Oddeyrarbryggju i dag mynd þorgeir Baldursson 

ISAFOLD (IMO: 9350616) is a Fishing Vessel that was built in 2006 (15 years ago) and is sailing under the flag of Denmark.

It’s carrying capacity is 3025 t DWT and her current draught is reported to be 8.5 meters. Her length overall (LOA) is 76.25 meters and her width is 14.5 meters.

Vessel Information

General

IMO: 9350616

Name: ISAFOLD

Vessel Type - Generic: Fishing

Vessel Type - Detailed: Fishing Vessel

Status: Active

MMSI: 220461000

Call Sign: OYEB

Flag: Denmark [DK]

Gross Tonnage: 2499

Summer DWT: 3025 t

Length Overall x Breadth Extreme: 76.25 x 14.5 m

Year Built: 2006

Home Port: HIRTSHALS

 

13.11.2021 12:36

Bæta við fjórða uppsjávarskipinu

Ísfélagið í Vestmannaeyjum undirbýr loðnuvertíð með kaupum á uppsjávarskipinu Ginneton. Skipið mun bera nafnið Suðurey VE 11.

 

    GINNETON GG 203 

Uppsjávarskipið Ginneton sem Ísfélag Vestmannaeyja hefur fest kaup á hlýtur nafnið Suðurey VE 11. Skipstjóri verður Bjarki Kristjánsson, núverandi stýrimaður á Sigurði VE, og áhöfnin kemur af Dala-Rafni og Ottó N. Þorlákssyni. Bolfiskveiðar verða aflagðar hjá Ísfélaginu meðan loðnuvertíð stendur sem hæst og líklega verður haldið í loðnuleit seinna í þessum mánuði.

Útgefinn loðnukvóti fyrir komandi loðnuvertíð er 904.200 tonn og hefur 626.975 tonnum verið úthlutað til íslenskra skipa. Ísfélag Vestmannaeyja er með stærsta kvótann, 19,99%, sem er millimetra frá 20% hámarkinu. Ísfélaginu er því heimilt að veiða 125.313 tonn.

Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri Ísfélagsins, segir að í kjölfar þess að veiðiheimildirnar voru kynntar hafi Ísfélagið leitað fyrir sér að nýju uppsjávarskipi til að bæta við þau þrjú sem þegar eru í rekstri, þ.e. Sigurð VE, Álsey VE og Heimaey VE.

„Menn áttu svo sem von á því að gefinn yrði út stór kvóti en þetta var meira en við reiknuðum með. Það voru ekki mörg skip í boði sem voru á lausu fyrir áramót. Sumir voru tilbúnir að selja en þá með afhendingu hugsanlega um mitt næsta ár sem hentaði okkur auðvitað ekki. Það var því ekki úr mörgum skipum að velja þegar á reyndi en við teljum okkur hafa verið heppna með þetta skip,” segir Eyþór.

  • Ginneton hefur verið vel við haldið og er í fínasta lagi. Aðsend mynd

Ginneton var í eigu sænsku útgerðarinnar Gifico sem hefur undirritað samning Karstensens skipasmíðastöðina í Danmörku um smíði nýs uppsjávarskips sem verður afhent 2023. Skipið var smíðað 2006 og er 62 metra langt og 13 metra breitt og í því er 1.348 rúmmetra rými fyrir afla.

„Skipið er á veiðum núna úr uppsjávarkvótum í Norðursjó og Eystrasaltinu. Því hefur verið vel við haldið og er í fínasta lagi. Þeir klára bara sitt prógram á næstu dögum og þá fer skipið í vélarskveringu og undirbúning fyrir afhendingu.”

Loðnuleit í lok mánaðar

Eyþór segir það ekkert nýtt hjá Ísfélaginu að draga úr bolfiskveiðum meðan á loðnuvertíð stendur. Vinnslan verði undirlögð fyrir uppsjávarvinnslu og lítið unnið með bolfisk á meðan svo er. Keyrt  verði harðar á bolfiskveiðum þegar loðnuvertíðinni lýkur. Hjá Ísfélaginu eru vanir sjómenn sem eru fljótir að aðlagast nýju skipi og nýjum aðstæðum. Þó segi það sig sjálft að þegar farið er út úr loðnuleysisárum yfir í vertíð eins og framundan er, að alltaf megi búast við því að skóla þurfi einhverja til.

Eyþór segir margt velta á því hvernig viðri til veiðanna í vetur. Ísfélagið ætlar að hefja loðnuleit seinni hluta þessa mánaðar að afloknum síldveiðum. Líklega hefjist leitin út af Vestfjörðum en vonandi verði loðna farin að ganga austur eftir einhvern tíma í desember.

„Núna er þetta það mikið magn að við þurfum ekki nema brot af okkar kvóta fyrir hrognatökuna. Tíminn fyrir hrognatöku er ekki nema tvær til þrjár vikur. Vinnslan hefur líka takmarkaða afkastagetu en bræðslan bræðir sín þúsund tonn tæp á sólarhring. En það spilar saman núna stór loðnuvertíð og sögulega hátt verð á fiskmjöli. Það er ekkert sem bendir til þess að mjölverð hrynji þótt stefni í góða vertíð hjá okkur. Ísland er ekki það stórt á heimsmarkaðnum að þessi vertíð okkar breyti mjölverði.”

Fiskifrettir .is

11.11.2021 23:04

AFLAGJÖLD ARCTIC FISH HÆKKA ÖRT

                                           Hafnarnes við Bryggju á Þingeyri  mynd þorgeir Baldursson 2021

Hafnargjöld sem Arctic Fish greiðir af eldisfiski stefna í að verða 59% hærri í ár en þau voru í fyrra. Árið 2020 voru hafnargjöldin greidd til þriggja sveitarfélaga, Vesturbyggðar, Tálknafjarðar og Ísafjarðarbæjar samtals 42,5 m.kr. Á þessu ári stefnir í að þau verði 67,7 mkr.

Þetta kemur fram í svörum Arctic Fish við fyrirspurnum Bæjarins besta.

Í fyrra fóru 93% af hafnargjöldunum til Vesturbyggðar, 5% til Ísafjarðarbæjar og 1% til Tálknafjarðar. Á þessu ári er hlutur Vesturbyggðar nærri 96%.

Langstærstur hluti hafnargjaldanna er aflagjald. Í fyrra var það 38,8 m.kr. af 42,5 m.kr. Hafnargjöld voru 3,6 m.kr. og 0,1 m.kr. voru vörugjöld. Allt aflagjaldið rann til Vesturbyggðar þar sem það greiðist til löndunarhafnarinnar. Eldisfiski úr kvíum á Vestfjörðum var landað til slátrunar á Bíldudal.

Í fyrra kom stærstur hluti eldisfisks Arctic Fish úr kvíum við Eyrarhlíð í Dýrafirði. Aflagjald af þeim fiski nam 31,1 m.kr. Af eldisfiski frá Kvígindisdal í Patreksfirði var greitt 7,7 m.kr. í aflagjald.

Aflagjöldin orðin 54 m.kr.

Fyrstu 10 mánuði ársins 2021 eru aflagjöldin orðin 54 m.kr. Nú er fiskurinn að mestu úr kvíum í Tálknafirði og Patreksfirði. Gert er ráð fyrir að aflagjöldin verði 63 mkr. á árinu og hækki um 62% milli ára.

BB.IS 

11.11.2021 22:59

Blængur næst í Barenshafið

                            1345 Blængur NK 125  á toginu. Mynd/Þorgeir Baldursson
 
 

Aflinn 860 tonn í síðasta túr að verðmæti 310 milljónir.

 

Frystitogarinn Blængur NK landaði í Neskaupstað í fyrradag að lokinni 39 daga veiðiferð. Veiðiferðin var tvískipt en skipið millilandaði 20. október sl. Aflinn var 860 tonn og verðmæti hans 310 milljónir króna, að því er segir á heimasíðu Síldarvinnslunnar.

Bjarni Ólafur Hjálmarsson var skipstjóri í veiðiferðinni og segir hann í viðtali í frétt Síldarvinnslunnar að veðrið hafi reynst þeim Blængsmönnum erfitt:

„Það var mikið af brælum í þessum túr. Það má segja að túrinn hafi einkennst af flótta undan veðri. Þegar hægt var að veiða gekk það hins vegar bara vel. Við vorum mest á Vestfjarðamiðum en síðan veiddum við gulllax fyrir sunnan land. Aflinn var býsna blandaður; mest ufsi, grálúða og þorskur. Næst á dagskránni hjá Blængi er túr í Barentshafið en ég mun sleppa við hann. Nýr skipstjóri, Sigurður Hörður Kristjánsson, mun fara með skipið þangað og hann þekkir Barentshafið vel, allavega Noregsmegin,“ segir Bjarni Ólafur

 

10.11.2021 22:24

Vilhelm Þorsteinsson Ea11 og Börkur Nk 122 á Neskaupstað

   Systurskipin Vilhelm Þorsteinsson EA11 og Börkur Nk 122 við bryggju á Neskaupstað mynd þorgeir Baldursson 

10.11.2021 15:00

Ekki sérstök síldveiði fyrir vestan eins og er

                                     Börkur Nk 122 og Beitir Nk 123 á Neskaupstað mynd þorgeir Baldursson 2021

Síldarvinnsluskipin Börkur NK, Beitir NK og Barði NK eru öll að síldveiðum vestur af landinu um þessar mundir. Börkur kom til Neskaupstaðar með 1.340 tonn sl. mánudag en þar var um að ræða hans eigin afla og einnig afla Beitis. Beitir NK er á austurleið með tæp 700 tonn þegar þetta er skrifað og segir Sturla Þórðarson skipstjóri að bræla hafi verið á miðunum og veiðin hafi ekki verið sérstök. Barði lá í Reykjavíkurhöfn á meðan brælan gekk yfir en hélt til veiða í gær. Rætt var við Atla Rúnar Eysteinsson skipstjóra í morgun og sagði hann að þeir væru á fyrsta holi. „Skipin hérna hjá okkur hafa verið að hífa og það er ekki mikill afli akkúrat núna, en það getur breyst skjótt,“ sagði Atli Rúnar.

Jón Gunnar Sigurjónsson, yfirverkstjóri í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar, segir að vinnslan á íslensku sumargotssíldinni gangi vel þó ekki sé jafn gott að vinna hana og norsk-íslensku síldina. „Norsk-íslenska síldin er stærri og heldur betra hráefni,“ segir Jón Gunnar.

www.svn.is 

10.11.2021 07:45

Vestmannaey frá veiðum fram í febrúar

                                      2954 Vestmannaey Ve 54 mynd þorgeir Baldursson 2020
 

Eins og lesendum heimasíðunnar er kunnugt um kom upp eldur í ísfisktogaranum Vestmannaey VE 27. október sl. þegar skipið var á leið til löndunar í Neskaupstað.

Sem betur fer tókst fljótt að ráða niðurlögum eldsins en systurskipið Bergey VE tók Vestmannaey í tog ásamt því sem hafnsögubáturinn Vöttur kom á vettvang með slökkviliðsmenn úr slökkviliði Fjarðabyggðar. Komu skipin til Neskaupstaðar þar sem skemmdir voru kannaðar og reyndust þær töluverðar. Stimpilstöng hafði brotnað og gengið út úr blokk annarrar aðalvélar skipsins og eldurinn fylgt í kjölfarið.

Þegar allar aðstæður um borð höfðu verið kannaðar frekar sigldi skipið frá Neskaupstað til Vestmannaeyja á þeirri aðalvél sem heil var. Sl. miðvikudag hélt Vestmannaey síðan til Reykjavíkur þar sem viðgerð mun fara fram.

Guðmundur Alfreðsson, útgerðarstjóri Bergs-Hugins, segir að gera megi ráð fyrir að viðgerð á skipinu verði ekki lokið fyrr en í febrúar á næsta ári. Lokið er við að finna nauðsynlega varahluti sem koma frá Japan og síðustu daga hefur vélarúmið verið hreinsað og farið nákvæmlega yfir allar skemmdir. Það eru fyrirtækin Raftíðni og Framtak-stálsmiðja sem munu annast viðgerð á vélinni og vélarúminu.

10.11.2021 07:38

Jón Kjartansson su 111

                            2949 Jón Kjartansson su 111 á siglingu á Eyjafirði mynd þorgeir Baldursson 

09.11.2021 23:31

Minerva EA100

                            6033 Minerva EA100 á Hjalteyri mynd þorgeir Baldursson 2021
 

09.11.2021 22:02

Berglin GK 300

                           1905 Berglin GK 300 siglir i til Neskaupstaðar til Löndunnar mynd þorgeir Baldursson 

                                     1905 Berglin GK 300 mynd þorgeir Baldursson 2021

                         Landað úr 1905 Berglin Gk 300 á Neskaupstað Mynd Þorgeir Baldursson 2021

09.11.2021 15:58

Fyrrum Oddeyrin EA kominn yfir 10.000 tonn

 

Núna er nýjasti listinn yfir afla togaranna í Noregi kominn hérna á aflafrettir

 

og nokkuð gott ár hjá þeim í Noregi, alls hafa 13 togarar veitt yfir 9 þúsund tonninj og það gæti farið svo að allir þessir myndir 

 

fara yfir 10 þúsund tonnin þegar árið er liðið,

6 togarar hafa veitt yfir 10 þúsund tonnin 

 

og stór hluti af þessum skipum er að heilfrysta fiskinn, 

 

einn af þeim sem er kominn yfir 10 þúsund tonnin er togari sem átti sér sögu hérna á Íslandi,

 

Oddeyrin EA 210 kom til landsins árið 2007 og var við veiðar hér við land í 10 ár, enn var seldur til Noregs

                                               2750 Oddeyrin EA 210 mynd þorgeir Baldursson 

 

og heitir þar Kagtind II,  

 

núna hefur þessi togari náð að veiða yfir 10 þúsund tonnin og er þegar þessi orð eru skrifuð í sæti númer 6,

 

alls er aflinn hjá skipinu 10432 tonn í 17 löndunum eða 614 tonn í löndun,  stærsta löndunin var 1055 tonn,.

 

mest af þessum afla eða 3062 tonn er karfi

 

3020 tonn af þorski

 

1882 tonn af ýsu

 

og 1694 tonn af ufsa

 

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 606
Gestir í dag: 32
Flettingar í gær: 782
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 327852
Samtals gestir: 6583
Tölur uppfærðar: 30.9.2022 08:38:57
www.mbl.is