26.05.2022 20:21

Metdagur á Strandveiðum

                  Hermann Daðasson Skipstjóri á Hafþór EA19 með vænan þorsk mynd þorgeir Baldursson 

Mest­ur afli í maí­mánuði frá upp­hafi strand­veiða barst á land á mánu­dag þegar 320 tonn­um var landað á höfn­um hring­inn í kring­um landið. Gott veður var til sjó­sókn­ar víðast hvar og marg­ir voru fljót­ir að ná dags­skammt­in­um, sem er 774 kíló af óslægðum þorski eða 650 þorskí­gildi.

Alls lönduðu 464 strand­veiðibát­ar afla í fyrra­dag og reru flest­ir þeirra, eða 276, á svæði A, sem nær frá Arn­arstapa að Súðavík, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Lands­sam­bandi smá­báta­eig­enda.

Á mánu­dag var meðal­verð á óslægðum, hand­færa­veidd­um þorski á fisk­mörkuðum 399 krón­ur fyr­ir kíló og ufs­inn seld­ist á 220 krón­ur. Miðað við að all­ur afli hafi verið seld­ur í gegn­um fisk­markaði læt­ur nærri að afla­verðmætið hafi verið um 125 millj­ón­ir króna.

Eldra met fyr­ir maí var sett á mánu­dag í síðustu viku en þá var dagsafl­inn 308 tonn. Met á ein­um degi allt strand­veiðitíma­bilið stend­ur þó enn óhaggað en 28. júní í fyrra nam afl­inn 367 tonn­um.

26.05.2022 18:33

Hannes og orginal handfærarúllur

         6645 Sveinn EA 204 og Hannes Kristjánsson skipstjóri með handsnúnar handfærarúllur mynd þorgeir 

                                                      Hannes við Rúllurnar mynd þorgeir Baldursson 2022

                                                       6645 Sveinn EA 204 mynd þorgeir Baldursson 2022 

 

26.05.2022 14:49

Fisher Bank á siglingu á Eyjafirði

                                 Fisher Bank BL 937880 á siglingu á Eyjafirði mynd þorgeir Baldursson 2022

26.05.2022 12:13

Ljósafell Su 70 á Eskifirði

                          1277 Ljósafell Su70 tekur Vira á Eskifirði mynd Eðvarð þór Grétarsson 2022

24.05.2022 08:10

BLÓÐÞORRI GREINIST Í FISKELDI VIÐ VATTARNES

Hið meinvirka afbrigði ISA-veirunnar, sem veldur blóðþorra, greindist í sýni sem tekið var í laxeldisstöð við Vattarnes í Reyðarfirði í síðustu viku. Aðgerðaráætlun hefur verið virkjuð og mun öllum laxi í stöðinni verða slátrað. Veiran er skaðlaus mönnum og sjúkdómurinn hefur hvergi í heiminum greinst í villtum laxi. Frá þessu er greint á heimasíðu Matvælastofnunar.

                          Sjókvi við Gripaldi við Vattarnes i Reyðarfirði SEPTEMBER 2021 Mynd Þorgeir Baldursson 

Allt frá því að ISA-veiran greindist fyrst í laxi í sjókví við Gripalda í Reyðarfirði í lok nóvember 2021, sjá frétt Matvælastofnunar frá 26. nóvember sl., hafa umfangsmiklar sýnatökur og ströng vöktun átt sér stað á öðrum eldissvæðum á Austfjörðum, með áherslu á Sigmundarhús og Vattarnes í Reyðarfirði. Eins og fram kom í frétt Matvælastofnunar 29. apríl sl., var greining á meinvirku afbrigði ISA-veirunnar staðfest á ný í einni kví við Sigmundarhús í apríl sl. Öllum laxi á þeim stað var umsvifalaust fargað. Undir lok síðustu viku voru svo tekin sýni úr grunsamlegum laxi við Vattarnes í Reyðarfirði, en það er jafnframt eina staðsetningin í firðinum sem Laxar fiskeldi ala lax í dag. Niðurstöður fengust í gær 22. maí, sem staðfesta að um hið meinvirka afbrigði veirunnar er að ræða. Við Vattarnes eru í eldi um 1.160.000 laxar í níu sjókvíum og er megnið af fiskinum á bilinu 2-3 kg.

Til að gæta fyllstu varúðar hafa Laxar fiskeldi, í samvinnu við Matvælastofnun, nú þegar virkjað aðgerðaráætlun með tilliti til slátrunar og tæmingu allra kvía. Þar með mun allur Reyðarfjörður tæmast af eldislaxi og fara í eldishvíld. Með þessari aðgerð skal gert hið ýtrasta til að uppræta og hreinsa fjörðinn af ofangreindu veirusmiti.

ISA-veiran tilheyrir fjölskyldunni Orthomyxoviridae og býr yfir flestöllum eiginleikum inflúensaveira, sem við þekkjum hjá bæði fuglum og spendýrum. Þekkt eru tvö afbrigði ISA-veirunnar. Annað er góðkynja afbrigði sem aldrei veldur sjúkdómi eða tjóni (HPR0) og hitt er meinvirkt og veldur misalvarlegri sýkingu og afföllum (HPR-deleted).

Veiran er skaðlaus mönnum og berst ekki með fiskafurðum. Þess ber einnig að geta að klínískur sjúkdómur hefur hvergi á heimsvísu verið staðfestur í villtum laxi í sínu náttúrulega umhverfi, jafnvel þótt hin meinvirka gerð veirunnar hafi verið einangruð úr slíkum fiski.

Heimild audlindin .is

24.05.2022 01:13

Ronja Christopher Seiðaflutningaskip

RONJA CHRISTOPHER (IMO: 9878955) is a Fish Carrier that was built in 2020 (2 years ago) and is sailing under the flag of Norway.

It’s carrying capacity is 3200 t DWT and her current draught is reported to be 6 meters. Her length overall (LOA) is 70 meters and her width is 18 meters.

Vessel Information

General

IMO: 9878955

Name: RONJA CHRISTOPHER

Vessel Type - Generic: Cargo

Vessel Type - Detailed: Fish Carrier

Status: Active

MMSI: 257125430

Call Sign: LFVA

Flag: Norway [NO]

Gross Tonnage: 2512

Summer DWT: 3200 t

Length Overall x Breadth Extreme: 70 x 18 m

Year Built: 2020

                                         Ronja Christopher Seiðaflutningaskip á Akureyri 23 mai 2022

23.05.2022 22:07

Disa Dýpkar i sandgerðisbótinni

                            2815 Disa dýpkar innsiglinguna i sandgerðisbótinni i dag mynd þorgeir Baldursson 

                              2815 Disa Sanddæluskip Björgunnar að störfum i kvöld mynd þorgeir Baldursson 

                   2815 Disa sanddæluskip að störfum á Akureyri  i kvöld mynd þorgeir Baldursson 23 mai 2022

23.05.2022 20:10

Kristrún RE 477 seld til Færeyja

23.05.2022 - 08:21

Nýtt Sandshav komið í flotan

Frystilínuskipið er keypt úr Íslandi fyri 17 mió. kr.

Høgni Djurhuus

Kringvarp Føroya

Kristrún, sum fær navnið Sandshavið, kom á Havnina í gjárkvøldið.

 

Frystilínuskipið Kristrún, sum felagið, ið eigur Sandshavið, hevur keypt úr Íslandi, er komið til Føroya.

Skipið kom á Havnina í gjárkvøldið.

Og í dag kl.17.00 verður almenn móttøka á Sandi, tá Kristrún kemur hagar.

 

Kostar 17 mió. kr.

Skipið kostar 17 mió. kr.

Tað er bygt í 1988 eins og Sandshavið, men er nógv størri enn Sandshavið og hevur frystilast. Tað hevur Sandshavið ikki.

Nýggja skipið er 47,7 metrar langt og 9 metrar breitt, meðan Sandshavið er 34 metrar langt og 7,5 metrar breitt.

Áðrenn nýggja Sandshavið fer til fiskiskap, skulu nakrar dagføringar gerast. 

 

 

Sandshavið og Kristrún

Sandshavið og Kristrún við bryggju í Havn. Gamla Sandshavið er nú lagt. 

 

                    2774 Kristrún RE 477 á siglingu á Eyjafirði mynd þorgeir Baldursson 2022

 

 

23.05.2022 12:50

Landsvala gestur um borð i Ljósafell su 70

i siðustu viku þegar ljósfell Su var á veiðum i Berufjarðarál birtist hópur af Landsvölum sem að greinilega voru ornar þreyttar 

eftir langt flug og rigningu og stóð hópurinn umþað bil 10 fuglar að finna sér skjól tveir þeirra birtust skyndilega inni brú 

en gekk illa að rata aftur út en með hjálp Skipstjórans Guðjóns Antons blessaðist þetta allt saman 

læt fljóta með nokkrar myndir af atburðarrásinni 

              Skipstjórinn  Guðjón og Landsvalan  Mynd þorgeir Baldursson 

                                       Landsvala um borð i Ljósafelli Su 70 mynd þorgeir Baldursson mai 2022 

 

Landsvala

(Hirundo rustica)
Lengd : 17-19 cm
Þyngd : 20g
Vænghaf : 32-35 cm
Flækingur 

                               Landsvala i brúnni á Ljósafelli su 70 myndir þorgeir Baldursson mai 2022

23.05.2022 12:12

Barði Nk 120 nýskveraður á Akureyri

                                      Barði Nk 120  Við bryggju á Akureyri i morgun mynd þorgeir  Baldursson

20.05.2022 06:17

Þórunn Sveinsdóttir ve 401

             2401 Þórunn Sveinsdóttir ve 401 á toginu á Eldeyjarbanka mynd þorgeir Baldursson 

18.05.2022 23:11

FDA FINN fiskeldisbátur

                       FDA Finn fiskeldisbátur á Fáskruðsfirði  16 mai 2022 mynd þorgeir Baldursson 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

17.05.2022 10:59

Stebbi Gunnars á Fáskrúðsfirði

                      3003 Stebbi Gunnars mynd þorgeir Baldursson 

15.05.2022 18:31

Frosti þH 230

                                   1373 Frosti ÞH 230 Likan mynd þorgeir Baldursson 15 mai 2022

                                          1373 Frosti ÞH 230 mynd þorgeir Baldursson 15 mai 2022

                                               1373 Frosti Þh 230 mynd þorgeir Baldursson 2022

                                                1373 Frosti ÞH 230 mynd þorgeir Baldursson 2022

                           Elvar Antonsson Likanasmiður við likanið af Frosta ÞH 230 mynd þorgeir Baldursson 2022

15.05.2022 17:24

Gletta EA á Hauganesi

 

                                         Gletta EA á Hauganesi i dag 15 mai 2022 mynd þorgeir Baldursson 

                                         Gletta EA Mynd Þorgeir Baldursson 15 mai 2022

                                                     Gletta EA mynd þorgeir Baldurssson 2022

                                                  Gletta EA mynd þorgeir Baldursson 2022

Gletta EA.
Stærð um 2,00 brl. Smíðaár óþekkt. Krossviður. Opinn súðbyrðingur. Vél 10 ha. SABB.

Bátur þessi stendur nú fyrir framan veitingastaðinn Bakkalá á Hauganesi.

Það litla sem um bátinn er vitað er að frá Húsavík kom hann hér í Eyjafjörðinn.

Á Húsavík var báturinn í eigu Helga Jónssonar sem seldi hann Þórólfi Þorsteinssyni á Svalbarðseyri.

Árni Ólason á Hauganesi keypti bátinn af Þórólfi og lét smíða á hann stýrishús sem staðsett var aftan miðju bátsins.

Frá Árna fór báturinn til Halldórs Gunnarssonar, Hauganesi og frá Halldóri til Júlíusar Steingrímssonar, mjólkurbílstjóra.

Á Dalvíkurárunum var báturinn kallaður "Ostur." eða "Osturinn."

Júlíus smíðað nýtt stýrishús á bátinn úr trefjaplasti og valdi því stað framan miðju.

Örn Viðar Einarsson, Hauganesi keypti bátinn frá Dalvík en næsti eigandi hans var Örn Traustason, Hauganesi.

Flest öll bönd bátsins voru endurnýjuð er báturinn var í eigu Arnar Traustasonar.

Núverandi eigandi bátsins er Elvar Reykjalín, Hauganesi og er hann nú að finna, árið 2022, framan við veitingastaðinn Bakkalá á staðnum.

Þrátt fyrir mikla leit að þeim sem smíðaði bátinn þá hefur ekki tekist að finna hann.

Sagnir herma þó að smiður þessi hafi smíðað annan bát nákvæmlega eins og úr sama efni.

Hafa skal á bak við eyrað að þó að báturinn sé hér flokkaður með bátum smíðuðum á Eyjafjarðarsvæðinu þá kemur einnig til greina að svo hafi ekki verið en ætla má þó að norðanlands sé hann smíðaður.

Viti einhver eitthvað meira um bát þennan þá eru upplýsingar vel þegnar.

Heimildir. Fyrri eigendur.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 749
Gestir í dag: 73
Flettingar í gær: 1465
Gestir í gær: 61
Samtals flettingar: 888001
Samtals gestir: 45166
Tölur uppfærðar: 4.10.2024 10:36:05
www.mbl.is