22.12.2021 14:42

Lerkur og Rókur FD við bryggju á Akureyri

                           Lerkur FD1206 og Rókur FD 1205 mynd þorgeir Baldurssonn 21 des 2021

21.12.2021 20:39

Sólberg ÓF 1 á leið i jólafri

I morgun kom Frystitogarinn Sólberg ÓF1 i eigu Ramma Á siglufirði  i oliutöku i krossanes við Akureyri og var afli 

Togarans um 30000 kassar ásamt 60 tonnum af mjöli og 35 tonn af lýsi Áhöfn Trausta Kristinssonar fer nú i jólafrii

og næst tekur Sigþór Kjartansson og hans gengi við keflinu þann 2 janúar 2022 

                               2917 Sólberg ÓF 1 Mynd Þorgeir Baldursson 21 des 2021 

         Viðir már Hermannson hafnarvörður tekur á móti Springnum mynd þorgeir Baldursson 21 des 2021

          Viðir Benidiktsson  Hafnarvörður biður komu Sólbergs ÓF1 mynd þorgeir Baldursson 21 des 2021

20.12.2021 23:03

Bótin i kvöld jólastemming

                                                            6761 Sunna mynd þorgeir Baldursson 

                                                    7209 Jólaskip mynd þorgeir Baldursson 20 des 2021

                                 Verbúð og Sunna mynd þorgeir Baldursson 20 des -2021

20.12.2021 22:48

Cuxhaven Nc 100 af Grænlandsmiðum

                                                  Cuxhaven NC 100 Mynd þorgeir Baldursson 

 

20.12.2021 11:27

Vilhelm Þorsteinsson EA11 i jólabúning

I morgun kom til Akureyrar uppsjávarveiðiskipið Vilhelm Þorsteinsson EA 11 i eigu Samherja og þá voru þessar myndir teknar 

skipverjar eru nú komnir i jólafri og verður ekki farið aftur á sjó fyrr en eftir Áramót 

 

                  2982 Vilhelm Þorsteinsson EA11 mynd þorgeir Baldursson 20 des 2021 

                              2982 Vilhelm Þorsteinsson EA11 mynd þorgeir Baldursson 20 des 2021

               Viðir Már Hermannson hafnarvörður  tekur á móti endanum mynd þorgeir Baldursson 20des 2021

20.12.2021 00:50

Bjarni ólafsson Ak 70

                                      2909 Bjarni Ólafsson AK 70 Mynd þorgeir Baldursson 2021 

                             Landað Úr Bjarna Ólafssyni AK 70 mynd þorgeir Baldursson 2021

                                         Loðnu landað úr Bjarna Ólafssyni Ak 70 mynd þorgeir Baldursson 2021
 

19.12.2021 08:39

Lausir endar hnýttir i Krossanesi

Það er alltaf næg verkefni hjá Hafnarstarfsmönnum Hafnarsamlags Norðurlands þegar kemur að taka á móti skipum og bátum 

i siðustu viku var verið að draga Janus ex Börkur NK til hafnarfjarðar og þá þurftu starfsmenn hafnarinnar og hnýta lausa enda 

um borð i Eyborgu EA 59 sem að hefur þvælst á milli bryggjukanta á Akureyri undanfarin misseri

en að sögn Birgis Sigurjónssonar útgerðarmans eru engin verkefni i sjónmáli fyrir skipið sem að hefur verið á söluskrá nokkuð lengi 

                       Viðir Benidiktsson  og Jóhannes Antonsson mynd þorgeir Baldursson 2021

                         Steinn Karlsson og Guðmundur Guðmundsson mynd þorgeir Baldursson 2021

                    Viðir Jói og Steinn Græja enda fyrir Eyborgu EA mynd þorgeir Baldursson. 2021

                                        Landganginum komið fyrir mynd þorgeir Baldursson 2021

19.12.2021 08:23

Remoy M-99-HQ á veiðum i Barentshafi

                             Remoy M-99-HQ á veiðum i Barentshafi 15 mars 2018 mynd þorgeir Baldursson 

 

IMO: 9660451

Name: REMOY

Vessel Type - Generic: Fishing

Vessel Type - Detailed: Trawler

Status: Active

MMSI: 258984000

Call Sign: LDSF

Flag: Norway [NO]

Gross Tonnage: 3909

Summer DWT: 1500 t

Length Overall x Breadth Extreme: 74 x 16 m

Year Built: 2013

Home Port: FOSNAVAAG

 

19.12.2021 02:30

Skipin hans Magga

Hann Maggi á Isleifi Ve 63 er magnaður skipstjóri enda ættaður frá Þórhöfn á Langanesi hérna koma tvö af þeim skipum 

sem að hann hefur verið skipstjóri á Sighvatur Bjarnasson Ve 81 og Isleifur ve 63 sem að er að koma til eyja i jólafri

              Magnús Jónasson Skipstjóri Mynd þorgeir Baldursson 2021

                                  2388 Isleifur Ve 63 ex Ingunn Ak Mynd þorgeir Baldursson 2020

                                             2281 Sighvatur Bjarnasson Ve 81 mynd þorgeir Baldursson 

 

19.12.2021 00:15

Haffærisskírteini var útrunnið

                                   1686 Drangur ÁR 307  sokkinn við bryggju á Stöðvarfirði mynd þorgeir Baldursson 

                      1686 Drangur Ár 307 verið að hifa bátinn upp mynd þorgeir Baldursson 

                                1686 Drangur ÁR 307 á Stöðvarfirði mynd þorgeir Baldursson 2020

Ýmsu virðist hafa verið ábóta­vant um borð í Drangi ÁR sem sökk við bryggju á Stöðvarf­irði í fyrra­haust. Í niður­stöðum Rann­sókn­ar­nefnd­ar sam­göngu­slysa, sigl­inga­sviði, kem­ur fram að nefnd­in tel­ur að sjór hafi kom­ist inn á milliþilfar með spúlslöngu og/?eða slóglúg­unni og kom­ist þaðan niður í lest og vél­ar­rúm. Í sér­stakri ábend­ingu bend­ir nefnd­in á mik­il­vægi þess að ganga tryggi­lega frá skipi þegar það er yf­ir­gefið í höfn og sjá til þess að það sé vaktað.

Drang­ur ÁR hafði verið á sæ­bjúgna­veiðum og komið til Stöðvar­fjarðar til lönd­un­ar 12. októ­ber. Skip­verj­ar voru í viðhalds­vinnu og lag­fær­ing­um á búnaði á vinnsluþilfari fram til 20. októ­ber en fóru þá í frí. Að morgni 25. októ­ber var kom­inn það mik­ill sjór inn í skipið að það lagðist á stjórn­borðshliðina og sökk við bryggju.

Við rann­sókn kom meðal ann­ars fram að haf­færis­skír­teini var út­runnið, en það gilti til 15. októ­ber 2020. Eft­ir að skip­inu var lyft upp og það látið fljóta kom ekki í ljós neinn leki að því. Skipið var við bryggju á Stöðvarf­irði fram í ág­úst 2021 en þá var það dregið til út­landa í niðurrif.

 

18.12.2021 11:32

Jón Kjartansson Su 111

                                 2949 Jón Kjartansson su 111 á Miðunum mynd þorgeir Baldursson  

18.12.2021 01:12

Skipalikön til sýnis á Glerártorgi Akureyri

                   Elvar Þór Antonsson á Sýningunni i dag 18 des 2021 mynd þorgeir Baldursson 

                       1369 Akureyrin EA10 á Glerártorgi i dag mynd þorgeir Baldursson 18 des 2021

Þessa dagana stendur yfir á Glerártorgi á Akureyri einkasýning Elvars Þ Antonssonar áskipalikönum sem að hann hefur smiðað

undan farinn ár og hafa fjölmargir komið og skoðað og jafnframt Hrósað Elvari i hástert fyrir hvað þau eru vel smiðuð  og vel 

gerð og hlutföllin rétt sýningin er i þeim hluta sem að rúmfatalagerinn var áður til húsa og mun standa eitthvað fram i janúar 

og hvet ég alla sem að vilja sjá falleg og vel gerð likön að kikja við hjá honum og skoða þessi Glæsilegu likön 

ELVAR Þór Antonsson er ungur hagleiksmaður sem býr á Dalvík. Áhugamál hans og tómstundagaman hefur verið að smíða líkön af skipum.

Elvar þykir sérlega vandvirkur og nákvæmur og líkönin hans hin mesta listamíð.

                              1369 Akureyrin EA 10 ex Guðsteinn myn dþorgeir Baldursson 18 des 2021

Nýlega lauk hann við að smíða líkan af einu þekktasta skipi flotans,

Akureyrinni EA 10, fyrsta skipi Samherja hf. Um nákvæma eftirlíkingu er að ræða í hlutföllunum 1 á móti 50. Að sögn Elvar fóru um 350 vinnustundir í að smíða líkanið.

                                                  2433 Frosti Þh 229 mynd þorgeir Baldursson 18 des 2021

                                                          1530 Sigurbjörg ÓF 1 Mynd þorgeir Baldursson 18des 2021

17.12.2021 11:17

SKINNEY-ÞINGANES SEMUR UM SMÍÐI Á NÝJU SKIPI

 

Skinney-Þinganes hefur samið um smíði á nýju uppsjávarskipi við skipasmíðafyrirtækið Karstensens Skibsværft A/S í Skagen, Danmörku.

Lengd skipsins verður 75,40 metrar, breiddin 16,50 metrar. Skipið er hannað til að djúpristan sé sem minnst eða um 6,50 metrar.

Lestarrými skipsins verður um 2400 rúmetrar.

Áætluð afhending skipsins er í apríl 2024. 

segir á heimasiðu fyrirtækisins 

17.12.2021 01:44

Það mjakast á loðnunni

                            2909 Bjarni Ólafsson AK 70 mynd þorgeir Baldursson 2021

Undanfarna dag hefur loðnuveiðin gengið misjafnlega en hún mjakast eins og oft er sagt. Enn er einungis um dagveiði að ræða og eru öll skipin yfirleitt að toga á litlum bletti þannig að það er þröng á þingi. Í gær vor þau skip sem fengu mest með rúmlega 500 tonn en aflinn var allt niður í um 200 tonn. Það virðist vera misjafnt hvernig skipin hitta á torfurnar og eins hefur gerð veiðarfæranna án efa einhver áhrif á árangurinn.

    Þorkell Pétursson skipst á Bjarna Ólafssyni AK Mynd þorgeir Baldursson

 

Heimasíðan heyrði í Þorkeli Péturssyni skipstjóra á Bjarna Ólafssyni og bað hann um að lýsa aðstæðunum á miðunum. „Allur flotinn er hérna 50-60 mílur norðaustur af Langanesi. Við höfum ekki fundið mjög sterk lóð. Þetta eru svona grisjur sem menn eru að kasta í. Það er þó dálítið misjafnt hve lóðið er sterkt og gærdagurinn var þokkalegur að því leyti enda fengu bæði Börkur og Beitir yfir 500 tonn í gær en aðrir minna. Mest hafa skip verið að fá upp í 600 tonn yfir daginn. Menn hafa bara sex tíma til að draga með einhverjum árangri á hverjum degi. Þetta fer að skila einhverju um klukkan hálftíu til tíu á morgnana en svo er það búið um hálffjögur eða fjögur á daginn. Eftir það fæst varla nokkuð. Loðnan er býsna brellin og getur verið erfitt við hana að eiga. Menn verða að finna lóð og vera tilbúnir að kasta á morgnana. Það er þröngt um skipin á blettinum sem veitt er á og skipin reyna að stilla sér upp í röð en það vill verða svo að menn þvælast hver fyrir öðrum. Það leggja sig allir fram við þessar aðstæður en þetta er svolítið snúið og það mætti vera meira veiðifjör. Það er alveg ljóst að megingöngurnar eiga eftir að koma og þá mun fjörið færast í leikinn. Annars ætla ég ekki að kvarta. Það skemmtilegasta sem ég geri er að veiða loðnu og menn eiga að vera glaðir að fá tækifæri til þess,“ segir Þorkell.

16.12.2021 21:16

Sighvatur Bjarnasson Ve 81heim til Eyja

Skömmu eftir Hádegi i dag lagði Sighvatur Bjarnasson Ve 81 áleiðis heim til eyja en skipið hefur verið i klössun 

hjá slippnum Akureyri um nokkurra vikna skeið  Sindri Viðarsson hjá Vinnslustöðinni sagði í samtali við Eyjafréttir

að kominn væri tími á klassaskoðunum til að báturinn geti verið með gilt haffæri.

Verið væri að skoða botn, loka og fleira. Sigvatur var síðast í notkun í fyrra, þá var báturinn notaður í tengslum við verkefni í laxeldi fyrir vestan að sögn Sindra.

Magnús Jónasson annar tveggja skipstjóra Isleifs Ve 63 sigldi Sighvati Bjarnassyni Ve frá Akureyri i dag og tók hann léttan myndahring fyrir mig 

                   Magnús Jónasson Skipst mynd þorgeir Baldursson 16 des 2021

                                        2281 Sighvatur Bjarnasson Ve 81 mynd þorgeir Baldursson 16 des 2021

                          2281 Sighvatur Bjarnasson Ve 81 mynd þorgeir Baldursson 16 des 2021

                                  2281 Sighvatur Bjarnasson Ve 81 mynd þorgeir Baldursson 16 des 2021

                         Sighvatur heldur  heimleiðis i dag  mynd þorgeir Baldursson 16 des 2021 
 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 987
Gestir í dag: 57
Flettingar í gær: 1051
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 617393
Samtals gestir: 26245
Tölur uppfærðar: 2.5.2024 23:56:05
www.mbl.is