23.07.2022 10:20

Góður túr hjá Baldvin Njáls

                                     Baldvin Njálsson GK 400. á Austfjarðamiðum mynd þorgeir Baldursson 2022

Af vef Aflafrétta 

Eftir smá byrjunarörðuleika með frystitogarann Baldvin Njálsson GK þá hefur þetta gengið betur og betur,

 

áhöfn togarans að læra betur á skipið og búnað þess.

 

Togarinn var að koma úr sínum allra stærsta túr núna um miðjan júlí,

 

Togarinn hafði verið á veiðum að mestu fyrir austan land og var Þorsteinn Eyjólfsson skipstjóri á skipinu í þessum túr,

 

togarinn kom í land með fullfermi og ansi vel það.

 

því landað var úr skipinu alls 1400 tonnum .

 

var þetta eftir um 30 daga á veiðum og gerir það um 47 tonn á dag sem er nú feikilega mikill afli á dag

 

af þessu var ufsi 549 tonn.

 

ýsa 584 tonn og þorskur 221 tonn,

 

Aflaverðmætið var líka ansi gott eða  um 630 milljónir króna,

 

það gerir um 450 krónur á kíló,

 

 Kvótinn

Kvótinn í þennan risatúr kom að mestu frá Sigurfara GK og smávegis frá Sigga Bjarna GK,

 

Reyndar er ekki mikill kvóti eftir hjá Nesfisksflotanum eftir þennan risatúr.  

 

Pálína Þórunn GK á 3,4 tonn eftir,  

Siggi Bjarna GK 16,1 tonn,

Benni Sæm GK 8,6 tonn

og Sigurfari GK 1281 tonn, enn mestur kvótinn hefur verið geymdur á Sigurfara GK ,.

 

Allir þessir bátar hafa verið í löngu sumarstoppi, enn allir stoppuðu snemma í júní og fóru allir í 8 vikna stopp,

 

22.07.2022 21:25

Málmey Sk 1

                                                      1833 Málmey Sk 1 mynd þorgeir Baldursson 

 

                                         1833 Málmey Sk 1 mynd þorgeir Baldursson 22 júli 2022 

       Málmey sk 1 á siglingu á Eyjafirði i dag eftir skveringu hjá slippnum á Akureyri 

 

22.07.2022 08:44

Siðasti dagur Strandveiða i gær

                                          1958 Fannar EA 29 mynd þorgeir Baldursson 2022

AF vef Fiskifretta 

Fiskistofa hefur gefið út að síðasti dagur strandveiða sé runninn upp, að óbreyttu. Aflaheimildir verði uppurnar áður en ágústmánuður hefst.

„Samkvæmt rauntíma upplýsingum Fiskistofu eru eftir rétt um 400t  af þorski í pottinum, og hafa þá ekki allar löndunartölur dagsins í dag verið teknar inn. Meðalafli á dag er um 350t og telur Fiskistofa meiri líkur en minni að potturinn klárist á morgun," segir í tilkynningu frá Fiskistofu í gær.

Á vef Landssambands smábátaeigenda sagði þó í gær að miðað við veiði undanfarna daga sé „líklegt að síðasti dagur strandveiða 2022 verði mánudagurinn 25. júlí.   Það fer þó eftir því hver aflinn verður í dag og á morgun og væntanleg veðurspá fyrir mánudaginn.“

„Það gæti alveg gerst að við fáum bara einn eða tvo daga í næstu viku,“ sagði Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, þegar Fiskifréttir ræddu við hann í vikunni. Ekki virðist sú spá ætla að rætast úr því sem komið er, en lengi hefur verið fyrirséð að lokað verði á strandveiðar áður en ágústmánuði lýkur, rétt eins og gerðist í fyrra og hittifyrra. Þorskaflinn er kominn yfir 10.000 tonn, sem þýðir að ekki eru nema um þúsund tonn eftir að heimildum sumarsins. Að meðaltali hefur þorskaflinn verið 232 tonn á dag hjá þeim 710 bátum sem landað hafa afla.

Í vor var gefin út reglugerð sem heimilar bátunum að landa 10.000 tonnum af þorski, auk 1.000 tonna af ufsa og 100 tonna af gullkarfa. Í byrjun júlí bætti Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra 1.074 tonnum af þorski í þennan pott, en ljóst er að það dugar ekki til að veiðar haldi áfram út ágústmánuð. Enn bendir fátt til þess að meira eigi eftir að bætast við.

Yfir 700 bátar

Yfir 700 bátar hafa verið að veiðum og hafa þeir ekki verið fleiri síðan 2012. Örn segir ósköp eðlilegt að fleiri leiti í strandveiðarnar.  Verð í hæstu hæðum og aflaheimildir kvótabáta verið skertar.

„Það er bara sjálfsagður hlutur og leiðir til þess að meiri afla þarf í kerfið.  Þegar um handfæraveiðar á aldrei að hika við það að hugsa til þess að það verði nóg í 48 daga kerfinu. Þetta er eins og með línuívilnun og annað slíkt. Það er öllum opið, en ákveðnar reglur sem þarf að fara eftir.“

Spurður út í hagkvæmni strandveiðanna samanborið við aðrar veiðar stendur ekki á svari:

„Meðalverð er yfir 400 krónur fyrir kílóið, og það er 28-30% hærra en verðlagsstofuverðið. Þetta þýðir náttúrlega meiri tekjur fyrir hafnir og aðra þjónustuliði sem taka mið af aflaverðmæti.  Skilar sér í hærri tekjum fyrir byggðirnar. Eins fyrir þessar litlu vinnslur, að halda þeim gangandi og mörkuðum erlendis yfir sumarið. Þetta er algerlega klárt mál og það á ekkert að hika við að tryggja 48 daga til strandveiða.“

Fjórir milljarðar

Landssamband smábátaeigenda tekur reglulega saman tölur um strandveiðar, unnar upp úr tölum frá Fiskistofu, og birtir á vef sínum.

Þar kemur fram að aflaverðmætið það sem af er vertíðinni er áætlað ríflega 4,3 milljarðar og er það 74% meira en á sama tímabili sumarið 2021 þegar verðmætið var komið í 2,5 milljónir.

Kílóverðið fyrir óslægðan þorsk á fiskmörkuðum hefur verið að meðaltali 407 krónur frá 2. maí, þegar veiðarnar hófust, og það er 26% hækkun milli ára. Fyrir ufsann hafa fengist 189 krónur fyrir kílóið og er það hækkun upp á 92%.

Eins og áður hefur aflinn verið langmestur á A-svæðinu, sem nær yfir norðvestanvert landið. Þar hafði nærri 6.400 tonnum verið landað, en það er meira en helmingur alls afla sumarsins.

21.07.2022 20:46

Þórunn Sveinsdóttir Ve 401 i brælu

                          2401 Þórunn Sveinsdóttir Ve 401 mynd þorgeir Baldursson 2022

20.07.2022 17:32

Kristrún RE 177 i Reykjavik

                          3017 Kristrún RE177 I Reykjavikurhöfn mynd þorgeir Baldursson 2022

                                                       3017  Kristrún Re 177 mynd þorgeir Baldursson 

18.07.2022 02:29

Allri áhöfn Sólborgar sagt upp

 

                                 3013 Sólborg RE 27 á toginu á Papagrunni i kvöld mynd þorgeir Baldursson 
                                    3013 Sólborg RE27 á veiðum mynd þorgeir Baldursson 2022

Allri áhöfn frystitogarans Sólborgar RE-27 hefur verið sagt upp. Runólfur Viðar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Reykjavíkur og eigandi frystitogarans, staðfestir þetta og segir að ástæða uppsagnanna sé sú að félagið íhugi að kaupa nýjan togara. Ráðningarsamband í lausu lofti Runólfur segir það eiga eftir að koma í ljós hvort áhöfnin verði ráðin áfram og bætir við að menn séu ekki ráðnir hjá útgerðinni heldur á einstök skip. „Þannig að þegar þú skiptir um skip þá þarftu að segja fólki upp og skrifa undir nýjan ráðningarsamning hjá hverjum og einum,“ segir hann. Spurður hvort starfsfólkið sé þá í lausu lofti um áframhaldandi ráðningu, svarar Runólfur því játandi. Ekki liggja þó fyrir frekari upplýsingar um nýtt skip. Skipið smíðað árið 1988 Sólborg RE-27 kom inn á íslenska skipaskrá í júlí 2019 og var áður í eigu Arctic Prime Fisheries á Grænlandi. Hún er 75,9 metrar að lengd og um 2.550 brúttótonn. Skipið var smíðað í Noregi árið 1987 fyrir Grænlandsmarkað

16.07.2022 22:57

Þinganes SF 25

                              2970 Þinganes SF 25  veltitankurinn tæmdur mynd þorgeir Baldursson 2022

14.07.2022 22:09

Sólborgar RE 27

                             3013 Sólborg RE 27 mynd þorgeir Baldursson 2022

  

14.07.2022 02:29

Fáskrúðsfjörður

            Á útleið frá Fáskrúðsfirði i gær Hoffell su 80 i löndun mynd þorgeir Baldursson 13 júli 2022

 

06.07.2022 21:55

Otter Bank á Eyjafirði

  

                                          Otter Bank BL 937879 Mynd þorgeir Baldursson 6 júli 2022 

                                           Otter Bank BL 937879 Mynd þorgeir Baldursson 6 júli 2022 

 

 

02.07.2022 10:51

Þorskafli smábáta 37% meiri en í fyrra

                                        Strandveiðilöndun á Dalvik mynd þorgeir Baldursson 2022

Strand­veiðarn­ar hafa gengið svo vel í sum­ar að nú er út­lit fyr­ir að heild­arkvót­inn í þorski klárist eft­ir um það bil þrjár vik­ur, þegar mánuður og ein vika eru eft­ir af veiðitíma­bil­inu. For­ystu­menn smá­báta­sjó­manna von­ast til að mat­vælaráðherra bæti við þannig að all­ir fái sína 48 daga til að veiða.

„Veiðin und­an­farna daga hef­ur verið með ólík­ind­um. Í þess­ari viku hef­ur afl­inn verið 269 tonn af þorski á dag, að meðaltali,“ seg­ir Örn Páls­son, fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda. Kvót­inn er 10 þúsund tonn. Þorskafli strand­veiðibát­anna í maí og júní var 7.424 tonn, 37% meiri en á sama tíma í fyrra. Þá eru aðins liðlega 2.500 tonn eft­ir, sem gætu auðveld­lega náðst fyr­ir 25. júlí. 

200 milur mbl.is

02.07.2022 00:11

B og B Mætast á miðunum

                         Breki Ve og Björgúlfur Ea mætast á miðunum mynd þorgeir Baldursson 2022

01.07.2022 23:49

Djúpavogshöfn i júni 2022

                                          Djúpavogshöfn i júni 2022 mynd þorgeir Baldursson 

01.07.2022 09:07

KAPP blæs til sóknar erlendis

   
                             Básinn hjá Kapp á sjávarútvegssýningunni i Smáranum mynd þorgeir Baldursson 
 
 

Högg fyrir tæknifyrirtæki er Rússland lokaðist.

Frá undirritun samningsins á sjávarútvegssýningunni í Færeyjum í maí. Freyr Friðriksson, eigandi KAPP, og Kent Damgaard, framkvæmdastjóri Karstensen Skibsvært. Mynd/aðsend.Ljósmynd: Aðsend mynd

Deila 

Verkefnastaða KAPP, sem framleiðir kælibúnað fyrir skip og landvinnslur, er með besta móti með tilliti til þess að Rússlandsmarkaður, sem var fyrirtækinu mikilvægur, hefur lokast. Nýlega gerði KAPP samning við Karstensens skipasmíðastöðina um smíði á kælibúnaði í þrjú skip sem eru í smíðum.

Eins og fleiri íslensk tæknifyrirtæki varð KAPP fyrir talsverðu höggi í kjölfar refsiaðgerða vestrænna ríkja gagnvart Rússlandi vegna innrásarinnar í Úkraínu. Fyrirtækið var með samninga um afhendingu á kælibúnaði fyrir þrjú skip í Rússlandi og hafði framleitt allan búnaðinn þegar Rússland lokaðist. Freyr Friðriksson, eigandi KAPP, segir að þarna hafi stór markaður gufað upp í einu vetfangi.

„Við vorum með samning um búnað í þrjú skip og vorum langt komnir í framleiðslu á þeim búnaði. Búnaðurinn var ekki kominn út til Rússlands og á endanum tókst okkur að koma honum til annarra kaupenda,“ segir Freyr.

Aukning hafði verið ár frá ári á framleiðslu KAPP inn á Rússlandsmarkað alveg frá árinu 2014. Á þessum tíma hafi mikið magn búnaðar verið seldur til rússneskra fyrirtækja og Freyr segir ljóst að sá tími er að renna upp að það þurfi að fara þjónusta þennan búnað. KAPP er ekki frekar en öðrum fyrirtækjum fært að sinna þeirri þjónustu. Þetta er því snúin staða og ekkert útlit fyrir að lausn sé í sjónmáli. Þetta sé ekki óskastaða. KAPP hafi unnið með mörgum rússneskum sjávarútvegsfyrirtækjum og góð tengsl hafi myndast.

Fyrirtækið hefur náð að snúa vörn í sókn og tilkynnti á sjávarútvegssýningunni í Færeyjum í maí samning um framleiðslu og uppsetningu á kælibúnaði fyrir þrjú uppsjávarskip sem danska skipasmíðastöðin Karstensens Skibsværft er að smíða. Hluti af þeim búnaði sem hafði verið framleiddur fyrir rússnesku kaupendurna fór til Karstensens skipasmíðastöðvarinnar. Stærsta skipið af þeim þremur sem um ræðir er Havsrup, 77 metra langt og 14 metrar á breidd. Hin tvö eru 70 og 69 metra löng og er verið að smíða þau fyrir útgerðir í Noregi, Svíþjóð og Skotlandi.

Kælikerfi til Máritaníu

„Við náðum góðum samningi við Karstensens og okkar staða er því bara björt. Það skemmtilega við þetta eru líka þessi sterku tengsl Karstensens við íslensk sjávarútvegsfyrirtæki. Það er talað um að Karstensens sé ein fremsta skipasmíðastöð í heiminum.“

Nýlega flutti KAPP í nýjar höfuðstöðvar í Kópavogi og rekur auk þess þjónustustöðvar í Þorlákshöfn og Vestmannaeyjum. Freyr segir ýmiss önnur verkefni framundan. KAPP seldi fyrir skemmstu kælikerfi alla leið til Máritaníu og var það í fyrsta sinn sem fyrirtækið á viðskipti þar um slóðir. Sá samningur var undirritaður á sjávarútvegssýningunni í Barcelona fyrr á árinu. Búnaðurinn fer í togara sem er á bolfiskveiðum í mjög hlýjum sjó út af vesturströnd Afríku. Freyr segir mikil tækifæri í þessum heimshluta fyrir vörur fyrirtækisins.

01.07.2022 08:01

Froystrand. á Djúpavogi 

                                                            Froystrand. á Djúpavogi  mynd þorgeir Baldursson 

                                                       Froystrand. á Djúpavogi  mynd þorgeir Baldursson 

                                                    Froystrand. á Djúpavogi  mynd þorgeir Baldursson 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 546
Gestir í dag: 129
Flettingar í gær: 1180
Gestir í gær: 62
Samtals flettingar: 742350
Samtals gestir: 37427
Tölur uppfærðar: 27.7.2024 11:11:36
www.mbl.is