10.12.2022 15:50

Dalvikurhöfn

                                Dalvikurhöfn mynd þorgeir Baldursson 2020 mynd þorgeir Baldursson 

08.12.2022 04:34

Rafnarbátur til Fáskrúðsfjarðar

Einkaframtak björgunarsveitarinnar

                             7866 Hafdis á siglingu á Fáskrúðfirði i gær 7 desember 2022 mynd þorgeir Baldursson 

Björgunarsveitin Geisli á Fáskrúðsfirði hefur tekið í notkun nýja björgunarbátinn Hafdísi sem er hannaður af íslenska bátahönnunarfyrirtækinu Rafnar og smíðaður í Noregi.

 

 

                        Báturinn er með tveimur 300 hestafla utanborðsmótorum og ganghraðinn mestur 40 hnútar.

Báturinn er reyndar fyrir nokkru kominn til landsins en bið hefur orðið á því að þar til bær yfirvöld gæfu út haffærisskírteini. Nú er báturinn kominn með haffærisskírteini til bráðabirgða og ekkert til fyrirstöðu að taka hann í notkun.

Óskar Guðmundsson, formaður sjóbjörgunardeildar björgunarsveitarinnar Geisla, segir það tímamót að hafa nú yfir að ráða lokuðum bát sem getur tekið á móti áhöfnum flestra fiskiskipa.

 

Óskar Guðmundsson.

Óskar Guðmundsson.

Sem kunnugt er stendur nú yfir endurnýjun á björgunarskipaflota Landsbjargar. Þar er ætlunin að ný skip komi í stað þrettán björgunarskipa sem flest eru af Arun Class gerð og fengust á gjafarverði frá Konunglegu Bresku Sjóbjörgunarsamtökunum (RNLI). Skipin eru smíðuð á árunum 1978 til 1990. Björgunarbátur Geisla er utan þessa verkefnis Landsbjargar og er einkaframtak björgunarsveitarinnar sem hefur notið mikillar velvildar fyrirtækja í Fjarðabyggð og Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði.

Sá fyrsti til Gæslunnar

Þróun á smíði fyrsta Rafnarbátsins hófst í samstarfi við Landhelgisgæsluna árið 2011 og fékk stofnunin afhentan strandgæslubátinn Óðinn í júlí 2013. Í október 2015 fékk Hjálparsveit skáta Kópavogi afhentan 11 metra björgunarbát frá Rafnar og 2020 var komið að Björgunarsveitinni Ársæli. Bátarnir eru byggðir samkvæmt einkaleyfisvarðri hönnun Össurar Kristinssonar, stofnanda stoðtækjaframleiðandans Össurar, og voru í fyrstu smíðaðir hér á landi. Nú hefur smíðin flust til annarra landa.

 

Til reiðu búinn í Fáskrúðsfirði.

Til reiðu búinn í Fáskrúðsfirði.
© Óðinn Magnason (.)

 

Björgunarveitin Geisli keypti Rafnar björgunarbát árið 2016 en keypti hann aftur þegar smíði hófst á nýja bátnum. Liðsmenn sveitarinnar hafa því reynslu af þessum bátum og líkar vel. Sami skrokkur er á báðum bátunum en breytingar hafa verið gerðar á stýrishúsinu sem er nú breiðara og rúmbetra. Þá var byggt yfir framdekkið sem var opið á eldri bátnum. Þar eru nú eru vistarverur. Óskar segir þessar breytingar hafa í för með sér að nú sé hægt að taka á móti áhöfnum togara. Það fari vel um tíu manns í vistarverunni á framdekkinu og auðveldlega hægt að koma þar fyrir fleirum sé þéttar setið. Auk þess geta menn staðið í stýrishúsinu ef því er að skipta.

Með í ráðum við hönnunina

„Við getum því auðveldlega tekið á móti áhöfnum af flestum fiskiskipum án þess að illa fari um þá. Það gátum við ekki á eldri bátnum. Það hefur líka verið gaman að taka þátt í hönnunarferlinu því við vorum með í ráðum hvað varðar hönnunina frá fyrsta degi. Hugmyndir okkar um að hafa bátinn lokaðan voru svo unnar áfram með hönnuðum Rafnar og báturinn svo smíðaður,“ segir Óskar.

Fyrirtækið Rafnar er á Íslandi en það smíðar ekki lengur báta hérlendis en þjónustar engu að síður bátana hér. Hafdís var smíðuð í Noregi og Óskar segir að það hafi reyndar verið Íslendingar búsettir í Noregi sem unnu við smíðina.

Bátur af þessu tagi kostar ekki undir 100 milljónum króna en björgunarsveitin greiddi þó ekki þá upphæð fyrir hann þar sem gamli báturinn var tekinn upp í. Báturinn er með tveimur 300 hestafla utanborðsmótorum. Ganghraðinn getur náð rúmlega 40 hnútum sem samvarar 74 km hraða á landi sem eldri báturinn státaði einnig af. Reynslan af honum var enda sú að björgunarsveitin var jafnan talsvert á undan næsta viðbragði. Óskar segir að þetta skipti sköpum því það segi sjálft að það liggur alltaf mikið á þegar vandamál verða til sjós.

2 í smíðum fyrir björgunarsveitir á Íslandi

„Skrokklagið er mjög sérstakt og báturinn er mýkri í sjó en aðrir bátar af þessari stærð. Við höfum siglt á svona skrokk í að verða sjö ár og höfum því góða reynslu af honum í alls konar veðri. Það var aldrei neinn vafi í okkar huga að við myndum stefna að því að kaupa annan Rafnarbát.“

Rafnar hefur selt mikið af sams konar bátum erlendis og nú er verið að smíða tvo í Tyrklandi fyrir íslenskar björgunarsveitir, þ.e. björgunarsveitirnar á Flateyri og Húsavík. Þeir eru væntanlegir til landsins um áramótin.

Í björgunarsveitinni eru um 20 manns og Óskar segir litla nýliðun dálítið farið að há starfseminni. Sífellt þyngra reynist að fá yngra fólk til þess að taka að sér sjálfboðaliðastörf af þessu tagi og það eigi jafnt við um björgunarsveitir, íþróttafélög og annað. Hann vonast til þess að þessi þróunin snúist við sem fyrst.

„Þetta er fjárfesting sem björgunarsveitin hefði aldrei getað farið út í nema með því að eiga góða að. Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði er langstærsti styrktaraðili okkar en fleiri komu líka myndarlega að málum eins og Fjarðabyggðarhafnir, Laxeldi Austfjarða og fleiri."

08.12.2022 00:14

Mokveiði hjá linubátum Loðnuvinnslunnar

Sandfell og Hafrafell mokfiska

Sandfell SU fiskaði 315 tonn í 22 róðrum.Ljósmynd: Þorgeir Baldursson

Þeir hafa verið að gera það gott línubátarnir hjá Loðnuvinnslunni á Fáskrúðsfirði. Nóvembermánuður var þeim mjög gjöfull. Þannig fór afli Sandfells í 315 tonn í 22 róðrum sem gerir rúmlega 14 tonna meðalafla í róðri. Mesti afli í einum róðri var 25,1 tonn. Á heimasíðu Loðnuvinnslunnar segir að mjög sjaldgæft sé að bátar í þessum flokki nái yfir 300 tonna afla á einum mánuði.

 

Hafrafell SU var smíðaður á Akureyri 2016 og hét áður Hulda GK.

Hafrafell SU var smíðaður á Akureyri 2016 og hét áður Hulda GK.
© Þorgeir Baldursson (.)

Gangurinn var ekki síður góður hjá Hafrafelli sem skilaði á land 287 tonnum úr 23 róðrum. Mesti afli Hafrafells í einum róðri var 24,6 tonn. Bátarnir eru gerðir út af Hjálmum ehf. og Háuöxl ehf., dótturfélögum Loðnuvinnslunnar.

03.12.2022 21:48

Gullver Ns 12 á Lögginni i álnum

                    1661 Gullver Ns 12 á Lögginni i Berufjarðarál i vikunni mynd þorgeir Baldursson des 2022

                                               1661. Gullver Ns 12 mynd þorgeir Baldursson des 2022 

 

09.11.2022 17:22

VEGAGERÐIN ÓSKAR TILBOÐA Í REKSTUR HRÍSEYJARFERJUNNAR SÆVARS

                                        2378 Hriseyjarferjan Sævar mynd þorgeir Baldursson 2021

Af vef vikudags 

„Almenn sátt ríkir um núverandi áætlun og getur breyting á áætlun eða fækkun ferða haft veruleg áhrif á skilyrði til búsetu í Hrísey og á öryggi íbúanna,“ segir í bókun bæjarráðs Akureyrar. Þar er bæjarráð að taka undir með hverfisráði Hríseyjar varðandi nýtt útboð á rekstri Hríseyjarferjunnar Sævars en í því áskilur Vegagerðin sér rétt til að fjölga/fækka ferðum um plús mínus 20%  á samningstímanum sem er til ársins 2025.

Vegagerðin hefur óskað eftir tilboðum í rekstur Hríseyjarferju fyrir árin 2023 til 2025, sérleyfi fyrir Vegagerðina á ferjuleiðinni Hrísey – Árskógsandur – Hrísey. Innifalið í því er að annast fólks- og vöruflutninga til og frá Hrísey. Ferjan Sævar sem er í eigu Vegagerðarinnar verður notuð í verkefnið. Samningstími er þrjú ár með möguleika á framlengingu allt að 2 sinnum, 1 ár í senn. Skila á inn tilboðum fyrir kl. 14 þriðjudaginn 29. nóvember 2022.

Bæjarráð segir Hríseyjarferjuna þjóðveg eyjarskeggja og alla þeirra sem eyjuna heimsækja. Fer ráðið fram á að ferjuáætlun standi óbreytt og með möguleika á upphringiferðum líkt og verið hefur, „og að réttur Vegagerðarinnar til að fækka ferðum um allt að 20% á samningstíma verði tekinn úr útboðinu.“

Á fundi hverfisnefndar Hríseyjar var fjallað um þann rétt sem Vegagerðin áskildi sér í útboðinu um að fjölga/fækka ferðum um plús mínus 20% á samningstímanum. Einnig að stjórnvöldum væri heimilt að fækka eða fjölga ferðum eða segja upp einstaka leið með 6 mánaða fyrirvara. Í núverandi vetraráætlun er gert ráð fyrir 6 til 8 ferðum daglega en 8 til 10 ferðum yfir sumarið, samtal 2.840 ferðir.

Almenn sátt um núverandi áætlun

Segir hverfisráðið almenna sátt ríkja um núverandi áætlun ferjunnar og breyting á áætlun eða fækkun ferða geti haft verulega áhrif á skilyrði til búsetu í Hrísey. „Niðurfelling á ákveðnum ferðum getur haft þau áhrif að ómögulegt yrði fyrir íbúa að sækja atvinnu í landi ásamt takmörkun á möguleikum íbúa að stunda félagsstarf, íþróttastarf, sækja menningarviðburði,“ segir í bókun hverfisnefndar. „Ferjan er okkar þjóðvegur sem þarf að vera opinn með tíðum og öruggum ferjusiglingum. Við samþykkjum því ekki að í kjölfar þeirrar uppbyggingar sem átt hefur sér stað í Hrísey undanfarin ár verði ferðum ferjunnar fækkað.“

09.11.2022 07:19

Skúli St 75

                              2754 Skúli St 75 á makrilveiðum i Steingrimsfirði mynd þorgeir Baldursson 2016

08.11.2022 23:19

Kristján Þórarinsson Fagstjóri fiskimála hjá Brim.HF

Gengið hefur verið frá ráðningu Kristjáns Þórarinssonar í starf fagstjóra fiskimála hjá Brimi hf.

Kristján er stofnvistfræðingur og hefur áratugareynslu á sviði sjávarútvegs og á alþjóðavettvangi fiskimála. Með ráðningu Kristjáns er verið að styrkja þekkingu Brims á þessu sviði. Kristján mun koma að margþættum verkefnum sem félagið vinnur að á hverjum tíma, þar á meðal að meta stöðu hafrannsókna einstakra fiskistofna.

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims hf.:

"Það er ánægjulegt að fá Kristján í góðan hóp starfsmanna og ég býð hann velkominn til starfa. Kristján hefur starfað í sjávarútvegi síðastliðin þrjátíu ár og hefur mikla reynslu og þekkingu af samstarfi milli ólíkra aðila sem koma að umræðu bæði innanlands og erlendis um sjávarútvegsmál."

08.11.2022 20:09

Páll Pálsson is 102

                           2904 Páll Pálsson Is 102 mynd þorgeir Baldursson 2022

08.11.2022 07:55

Þórunn Sveinsdóttir Ve 401

                 2401 Þórunn Sveinsdóttir Ve 401 á toginu i Berufjarðarál i fyrradag Mynd þorgeir Baldursson 2022

30.10.2022 21:45

Sigldu jafn langt og til Tenerife og til baka

                                             2861 Breki ve 61 mynd þorgeir Baldursson 2021

Breki VE hélt til Vest­manna­eyja í síðustu viku að lok­inni þátt­töku í haustr­alli Haf­rann­sókna­stofn­un­ar. Breki VE hafði þá lagt að baki 528 klukku­stunda sigl­ingu og 3.300 sjó­míl­ur, en haustr­allið hófst 30. sept­em­ber.

Haf­rann­sókna­stofn­un tók skipið á leigu annað árið í röð vegna haustr­alls­ins, að því er fram kem­ur í færslu á vef Vinnslu­stöðvar­inn­ar sem ger­ir skipið út. Þar seg­ir jafn­framt að veiðarfær­um og áhöfn hafi verið skilað í land í Hafnar­f­irði, en fjór­ir urðu eft­ir um borð til að sigla skip­inu til heima­hafn­ar.

Þvers og kruss

„Við sigld­um þvers og kruss, fram og til baka, út og suður, í fisk­veiðilög­sög­unni hring­inn í kring­um landið. Þess­ar 3.300 sjó­míl­ur svara til sigl­ing­ar frá Vest­manna­eyj­um til Miami á Flórída eða frá Eyj­um til Teneri­fe og aft­ur til baka! Við hefðum svo sem þegið ögn af sól og blíðu sem gjarn­an rík­ir á Teneri­fe og í Flórída en vor­um ekki sól­ar­meg­in í líf­inu í þetta sinn held­ur í leiðinda­veðri stór­an hluta tím­ans,“ seg­ir Magnús Rík­arðsson, skip­stjóri á Breka, í færsl­unni.

„Við toguðum á 155 fyr­ir­fram ákveðnum stöðvum á djúp­slóð í lög­sög­unni. Stund­um á hátt í þúsund metra dýpi sem svar­ar til meira en þre­faldr­ar hæðar Heimakletts okk­ar Eyja­manna. Afl­inn var sam­tals um 50 tonn sem landað var á Eskif­irði, Dal­vík og í Hafnar­f­irði,“ seg­ir hann.

Leið Breka umhverfis Ísland á haustralli 2022.

Leið Breka um­hverf­is Ísland á haustr­alli 2022. Mynd/?VSV

„Magnús skip­stjóri er hundrað pró­senta maður“

„Breki er frá­bært skip og áhöfn­in sömu­leiðis. Magnús skip­stjóri er hundrað pró­senta maður, vand­virk­ur, ná­kvæm­ur og legg­ur sig fram um að skila verk­efn­inu eins vel og fram­ast er unnt. Fyr­ir okk­ur starfs­menn Hafró er gulls í gildi að vinna með fólki sem er um­hugað um að skila góðu verki,“ er haft eft­ir Klöru Björgu Jak­obs­dótt­ur, líf­fræðingi, í færsl­unni.

Klara Björg var verk­efn­is­stjóri haustr­alls­ins að þessu sinni og leiðang­urs­stjóri um borð í Breka í fyrri hluta ralls­ins, en líf­fræðing­ur­inn Hlyn­ur Pét­urs­son var leiðang­urs­stjóri í síðari hlut­an­um.

„Við fór­um eins að nú og í fyrra, sleppt­um stöðvum þar sem dýpi er yfir þúsund metr­um og tök­um þær með rann­sókn­ar­skip­inu Árna Friðriks­syni. Árni er eina skipið í ís­lenska flot­an­um sem ræður til dæm­is við að toga á allt að 1.300 metra dýpi vest­ur af land­inu til að afla upp­lýs­inga um djúp­sjáv­ar­teg­und­ir, einkum grá­lúðu og karfa. Breki ræður við að toga á upp und­ir þúsund metra dýpi og með því að nota Árna Friðriks­son á dýpri stöðvum bless­ast rallið í heild­ina tekið,“ seg­ir Klara.

30.10.2022 10:20

Fínasti túr hjá Blængi

 

                                                   1345 Blængur Nk 125 mynd þorgeir Baldurssson

Af heimasiðu svn 

Frystitogarinn Blængur NK er að landa í Neskaupstað í dag. Aflinn er rúmlega 570 tonn upp úr sjó að verðmæti 274 milljónir króna. Veiðiferðin hófst í lok septembermánaðar þannig að hún stóð í tæpan mánuð. Skipstjóri framan af var Sigurður Hörður Kristjánsson en síðan settist Lúðvík Emil Arnarson Kjerúlf í skipstjórastólinn og er þetta í fyrsta sinn sem hann gegnir skipstjórastarfinu um borð. Heimasíðan ræddi við Lúðvík og spurði fyrst hvort það væru ekki tímamót fyrir hann að sinna skipstjórastarfinu. „Jú, auðvitað eru það tímamót en ég hef verið stýrimaður á Blængi frá því að Síldarvinnslan eignaðist skipið árið 2015. Sigurður Hörður var skipstjóri framan af túrnum og þá var reynt við grálúðu og karfa í Skerjadýpinu, á Hampiðjutorginu og í Kartöflugarðinum í endalausum brælum. Fyrri hluti túrsins var semsagt erfiður veðurfarslega. Skipið þurfti síðan að fara inn á Ísafjörð vegna smávægilegrar bilunar og þá tók ég við af Sigurði. Við fórum út frá Ísafirði 23. september og þá var haldið á Halamið. Aflinn var blandaður en það fiskaðist ágætlega. Við fengum þarna ágætt af ufsa en síðan var veitt í Drangál, á Straumnesbanka og Hornbanka, komið við á Skagagrunni, teknir tveir góðir sólarhringar á Sléttugrunni og síðan fengum við fína rest á Rifsbanka. Aflinn í túrnum er 190 tonn af ufsa, 110 tonn af þorski, 80 tonn af ýsu og síðan nokkuð af grálúðu, gullkarfa og djúpkarfa. Þá er allt í lagi að nefna að það fékkst óvenju mikið af löngu í túrnum. Við hættum veiðum að kvöldi 24. október og þá var skipið þrifið hátt og lágt. Það þurfti að þrífa vel því nú verður haldið til Póllands þar sem menn ætla að skemmta sér ærlega á árshátíð,“ segir Lúðvík.

30.10.2022 07:02

Björg EA 7 i brælu

                    2894 Björg EA 7 togar i Brælu á Eldeyjarbanka vorið 2022 mynd þorgeir Baldursson 

22.10.2022 22:23

Húna kaffi alla laugardaga i vetur

                              108 Húni EA  i fiskihöfninni mynd þorgeir Baldursson 

 

   Gylfi Guðmars ,Skapti Hallgrims Þorsteinn Pétursson og Sigfús Helgasson mynd þorgeir 

 

22.10.2022 00:10

Smábátahöfnin i Sandgerðisbót

               smábátahöfnin i sandgerðisbót og skipasmiðastövar Varar og Gunnlaugs og Trausta mynd þorgeir

               1475 Sæborg Hvalaskoðunnarbátur i eigu Norðursiglingar i vetrargeymslu mynd þorgeir Baldursson 

                                              1650 Sólfaxi Sk 80 ex Þingey ÞH mynd þorgeir Baldursson 21 október 2021

21.10.2022 21:31

Slippurinn Akureyri

                                         Slippurinn Akureyri 21 október 2022 mynd þorgeir Baldursson 

                                      Vikingur AK 100 i flotkvinni i dag 21 október  mynd þorgeir Baldursson 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 701
Gestir í dag: 53
Flettingar í gær: 1587
Gestir í gær: 63
Samtals flettingar: 915126
Samtals gestir: 46151
Tölur uppfærðar: 16.10.2024 09:05:18
www.mbl.is