21.02.2007 22:36

fréttir af loðnuveiðum

Góður gangur í loðnunni:   fengið af www.eyjafrettir.is

30 þúsund tonn komin á land

Hrognataka að hefjast og búið að frysta 6000 tonn

Ísfélag og Vinnslustöð hafa tekið á móti 28.000 tonnum af loðnu í Vestmannaeyjum og þar af er búið að frysta 6.000 tonn. Hrognataka er hafin en bræla á miðunum hefur sett strik í reikninginn og á miðvikudag voru loðnuskipin við Reykjanes.

Sighvatur VE kom inn á þriðjudagskvöld með 600 tonn sem fengust á Selvogsbanka. Klárað var að landa 500 tonnum úr Kap VE aðfaranótt miðvikudags og þá hófst löndum úr Sighvati og aflinn úr báðum skipunum fór í frystingu.

Guðni Ingvar Guðnason, útgerðarstjóri

Vinnslustöðvarinnar sagði á miðvikudagsmorgun

að loðnan væri nú vestan við Eyjar en skipin hafa leitað vestur undir Reykjanes til að vera í skjóli enda bræla á miðum. Stefán Friðriksson, aðstoðarframkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, sagði að þar á bæ væri búið að taka á móti 13.000 tonnum af loðnu á vertíðinni og u.þ.b. 3000 tonn hefðu verið fryst á Japans- og Rússlandsmarkað. Áætlað var að hefja hrognafrystingu á fimmtudag.

Hrognataka var að hefjast hjá Ísfélagi á miðvikudag en þá var verið að landa 1200 tonnum úr Sigurði VE.

Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri, sagði að skip Ísfélagsins væru búin að veiða 30.000 þúsund tonn af loðnu og 15.000 tonn væru komin á land í Eyjum.

Ísfélagið er með sex skip við loðnuveiðarnar.

Björn Brimar, vinnslustjóri Ísfélagsins sagði að búið væri að vinna 3.000 tonn

hjá frystihúsinu. ?Þetta hefur verið mjög stíf

vika, en veðrið hefur sett strik í veiðarnar og áta í loðnunni.

Hins vegar hefur loðnan verið góð undanfarið og við erum að byrja að frysta hrogn núna, reynum að frysta loðnu með til að byrja með en svo verðum við að skipta alveg yfir í hrognin," sagði Björn Brimar.

 

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 683
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1119809
Samtals gestir: 52252
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 04:35:28
www.mbl.is