Færslur: 2010 Október

31.10.2010 13:16

Á Tuðrunni milli skipa


                                   Bátsferð milli skipa © Mynd þorgeir Baldursson 2001
Þeir félagarnir Jón ólafur Ragnarsson og Gunnar Jakobsson skipverjar á Eldborgu HF 13 voru að fara á milli skipa á torginu þegar við vorum á grálúðuveiðum þar á fyrstu árum þessarar aldar

30.10.2010 13:17

Bræla við Langanes


                                    Langanes i morgun © Mynd Þorgeir Baldursson 2010

                      Árni Friðriksson RE 200 heldur sjó © mynd þorgeir Baldursson 2010

                              Birjað að Hvessa fyrir Austan © mynd Þorgeir Baldursson 2010
Nú er birjað að hvessa fyrir austan og eru fá skip á sjó enda spáin ekki geðsleg  hérna má sjá
Árna Friðriksson RE 200 þar sem að hann heldur sjó við Langanes i morgun og var þá farið að bæta allverulega i vind og kvikan að aukast

30.10.2010 00:25

Frá Þórshöfn á Langanesi


          Tvö nótaskip Isfélags Vestmannaeyja i höfn á Þórshöfn © Mynd Þorgeir Baldursson
Fyrir stuttu siðan átti siðuritari leið um þórshöfn á langanesi og þá voru við bryggju þrjú
skip Isfélags Vestmannaeyja Álsey ve Júpiter þh og Þorsteinn Þh svo var Guðmundur Ve að koma
til hafnar öll voru skipin með góðan afla að sögn Rafns Jónssonar Verksmiðjustjóra Isfélagsins
á staðnum einnig var linubáturinn Örvar SH að landa og hafa umsvifin við höfnina margfaldast eftir að
isfélagið kom að rekstrinum á Þórshöfn og mikið um landanir linubáta eftir að nýji vegurinn um Hófaskarð var opnaður sem að gerir það að verkum að aðeins er 140 km til Húsavikur og allt á bundnu slitlagi

26.10.2010 09:49

Nýr Bátur á Akranes


                      2795-Ingunn Sveinsdóttir AK 91 © Mynd Gestur Hansasson 2010

                            Ingunn Sveins AK 91 © Mynd Gestur Hansasson 2010
Bátasmiðjan Siglufjarðar Seigur afhenti á dögunum nýjan bát sem að fer á Akranes
www.sigloseigur.net
HELSTU MÁL OG BÚNAÐUR SEM AÐ ER UM BORÐ ERU EFTIRFARANDI

Lengd. 12.13m

Breidd 3.85m

Brt. 14.77

 

Vél: Cummins QSM11-610hp, Vélasalan ehf

 

Spil: Beitir BS-210,

Línurenna frá Beiti ehf

Millibólaspil: Sjóvélar ehf

 

Eigandi: Haraldur Böðvarsson & Co

Sveinn Sturlaugsson 

Kör: Promens, 12 kör í lest

 

Stálsmíði og glussalagnir frá JE-vélaverkstæði ehf

 Allt rafmagn frá Raffó ehf

Tækjapakki er frá www.altor.is
Furuno Navnet 2 radar  4 Kw

Furuno FCV 295 dýptarmælir 3 Kw, 28 og 200 Khz Furuno SC-50 GPS áttaviti Furuno FA-50 AIS Furuno GP-32 GPS MaxSea Time Zero  siglingatölva

4 x Dell tölvuskjáir

ComNav Commander sjálfstýring með bógskrúfustjórn

2 x RO-4700 talstöðvar með DSC

Vakt myndavélar í vélarrúmi og á dekki

Huawei 3g síma og Internetsamband

Doro 750X sími

Kenwood útvarp

Loftnet frá Comrod, og Celwave..

 

25.10.2010 22:37

2763-Steinunn HF 108


                                     2763-Steinunn HF 108 © Mynd þorgeir Baldursson 2010

                           Aflinn um 3 tonn mest Ýsa ©mynd þorgeir Baldursson 2010

             Ingimar Finnbjörsson skipst © mynd þorgeir Baldursson
Linubáturinn Steinunn Hf 108 sem að er Cleopata 38 var að koma inn til löndunnar i hafnarfirði
um Hádegisbilið siðastliðin sunnudag þegar siðuritari átti leið um bryggjuna aflinn i þessari veiðiferð var um 3 tonn mest ýsa báturinn hefur reynst vel að sögn skipverja

Upplýsingar um skip og áhöfn. Skipstjóri Ingimar Finnbjörnsson háseti Andri Rafn Kristjánsson. Báðir erum við að vestan nánar tiltekið úr Hnífsdal. 

Við erum að róa frá hafnafyrði og er róið að meðaltali með 32 bala en stundum minna þá 24. Fiskvinnslan Kambur gerir út bátinn og fer hluti af aflanum í vinnslu og annað á markað.

22.10.2010 17:27

Nanna Ósk 2 ÞH 133 Nýr bátur á Raufahröfn


                                      Nanna Ósk 2 ÞH 133 ©Mynd www.Trefjar.is

Ný 15tonna Cleopatra 38 afgreidd til Raufarhafnar

Útgerðarfélagið Stekkjavík á Raufarhöfn fékk nú á dögunum afhentann nýjan Cleopatra bát frá Bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði.

Að útgerðinni standa bræðurnir Ragnar og Hólmgrímur Jóhannssynir.

Nýji báturinn hefur hlotið nafnið Nanna Ósk II ÞH-133.  Báturinn er 15brúttótonn og er í aflamarkskerfinu.  Nanna Ósk II er af gerðinni Cleopatra 38.  Fyrir á útgerðin eldri Cleopatra 33 bát með sama nafni sem gerður verður út áfram.

Aðalvél bátsins er af gerðinni Yanmar 700hp tengd ZF gír.

Báturinn er útbúinn siglingatækjum af gerðinni JRC frá Sónar ehf.

Báturinn er einnig útbúin með vökvadrifinni hliðarskrúfu sem tengd er sjálfstýringu bátsins.  Báturinn er útbúinn til netaveiða og línuveiða með beitningatrekt.  Allur veiðibúnaður er frá Beiti.

Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking.

Rými er fyrir 12stk 660lítra kör í lest.  Í bátnum er innangeng upphituð stakkageymsla.  Borðsalur er í brúnni auk stóla fyrir skipstjóra og háseta.  Svefnpláss er fyrir fjóra í lúkar auk eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofn og ísskáp.

22.10.2010 12:13

Lómur 2 i brotaján til Danmerkur


                                Westsund i Kópavogshöfn © mynd Magnús Jónsson 2010

                                     Gert klárt fyrir brottför mynd © Magnús jónsson 2010

                               Westsund og Lómur 2 mynd © Magnús Jónsson 2010

Um kl 17 i gær hélt dráttarbáturinn Westsund með Lóm 2 i togi áleiðis til Danmerkur en skipið
hefur verið selt þangað til niðurrifs það var landsbankinn sem að var siðasti eigandi skipsins
það hefur meðalannars borið nöfnin Ottó Wathne Ns Hjalteyrin Ea og Lómur Hf

22.10.2010 09:26

Vikingur AK 100 Fimmtugur


                                 Vikingur AK 100 © Mynd þorgeir Baldursson 2010

I gær voru 50 ár frá því tog- og nótaskipið Víkingur AK kom í fyrsta sinn til heimahafnar á Akranesi.

Í tilefni tímamótanna var öllum fyrrverandi skipverjum og öðrum velunnurum skipsins boðið í kaffisamsæti í matsal HB Granda á Akranesi og hófst hátíðin með því að starfsmenn Landhelgisgæslunnar settu púðurhleðslu í gamla fallbyssu og skutu síðan fagnaðarskotum.

Síldar- og fiskimjölsverksmiðja Akraness lét smíða Víking hjá AG Weber Werk í Bremerhaven í Þýskalandi. Skipið var 950 brúttólestir með 2.400 hestafla vél og ganghraðinn var 16-17 sjómílur á klukkustund, að því er fram kemur í umfjöllun um þessi tímamót í Morgunblaðinu í dag.

Frá byrjun hefur Víkingur verið aflahæsta skipið í sínum flokki eða í hópi þeirra aflahæstu. Heildaraflinn er um 932.000 tonn og þar af tæplega 46.000 tonn af bolfiski. Undanfarin ár hefur skipið lengst af legið í höfn á Akranesi en verið notað til loðnuveiða frá 2005 og landaði síðast loðnu á Akranesi 28. febrúar fyrr á þessu ári.Skipstjóri á Viking er Magnús Þorvaldsson

18.10.2010 20:59

Björgvin EA 311 á útleið frá Eskifirði

                               1937-Björgvin EA 311  ©mynd þorgeir Baldursson 

13.10.2010 17:50

Neptune EA 41 Kominn heim


                     2266-Neptune EA 41 á siglingu á Eyjafirði i dag © mynd þorgeir Baldursson 2010
Ransóknarskipið Neptune ea 41 er i þessum skrifuðu orðum að leggjast að bryggju á Akureyri en skipið hefur verið Eystrasalti við mælingar skipið mun nú stoppa þangað til að búið er að koma fyrir meiri búnaði og eru skip félagsins með þeim fullkomnstu i þessum geira varðandi útbúnað

13.10.2010 17:30

Húni 2 á eyjafirði i dag


                 Húni 2 á siglingu á Eyjafirði siðdegis i dag © mynd þorgeir Baldursson 2010
Húna menn hafa verið að sigla með atvinnulaust fólk að undanförnu og hér er báturin að koma úr einni slikri för vonandi kemur einhver hérna inn og segir meira frá þessu verkefni sem að mér finnst vera mikill sómi að og þeir húna menn duglegir að sinna þeim sem minna mega sin og óbilandi elja og dugnaður samhents hóps sem ekki kallar allt ömmu sina

08.10.2010 16:41

Laverne Ex Kolbeinsey sökk i Cape Town


                             Laverne Ex Kolbeinsey ÞH 10 mynd Shipspotting.com 2009

                                  Laverne i Cape Town árið 2009 mynd Shipspotting .com 2009

                                        Sokkin við bryggju i Cape Town i Suður Afriku 2010

               Höfnin i Cape Town þar sem að skipð sökk mynd shipspotting.com 2010

                    Hvild á meðan beðið er aðgerða mynd Shipspotting .com 2010
Fyrir um tveimur dögum sökk i höfninni i Cape Town i Suður Afriku gamalt Húsviskt fiskiskip
þetta var Laverne CTA -793 -D sem að hét upphaflega Kolbeinsey ÞH 10 og var smiðuð fyrir
Útgeðarfélagið Höfða H/F skipið var gert út frá Húsavik i mörg ár það var siðan selt vestur á firði
og gekk þar undir nokkrum nöfnum ma Hrafnseyri is siðan lá leiðin á flæmska hattinn og þá
fékk skipið nafnið Heltermaa og skráningu i Eistlandi þá var eigandi Guðfinnur Pálsson á Patreksfirði
og mun hann hafa verið siðasti útgerðarmaður skipsins Hérlendis svo vitað sé
  • 1

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 81
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 1144
Gestir í gær: 218
Samtals flettingar: 648847
Samtals gestir: 30608
Tölur uppfærðar: 23.5.2024 01:40:22
www.mbl.is