Færslur: 2009 Desember

31.12.2009 22:28

Áramótakveðja


              Flugeldasýning Vina Akureyrar i kvöld © mynd þorgeir Baldursson

 Siðueigandi vill óska öllum þeim sem að hafa heimsótt siðuna og léð henni myndir eða annan
 fróðleik til birtingar bestu þakkir með ósk um Gleðilegt ár með þakklæti fyrir það sem nú er að liða 
                          Þorgeir Baldursson 31-12-2009

31.12.2009 17:10

Gamlársstemming á Akureyri


                           Bálköstur Akureyringa við Réttarhvamm i dag ©mynd þorgeir

                                       Haukur og Kristján Jóhannssynir ©mynd þorgeir

       Jón Birkir Jónsson mynd þorgeir Baldursson

30.12.2009 00:43

Landanir Samherjaskipa


                                   1937-Björgvin EA 311 ©Mynd þorgeir baldursson

                             Trollið tekið á Björgvin EA 311 ©Mynd Sigurður Daviðsson

     Leyst Frá pokanum  © Mynd Sigurður Daviðsson
 
Tveir togarar Samherja H/F verða i landi  á Dalvik i dag eftir stuttan túr  samtals með um 130-140 tonn uppistaðan þorskur ásamt svolitlu af ýsu af vestfjarðamiðum og að sögn skipverja er fiskurinn vænn og meðalþyngd góð 
 

29.12.2009 19:04

Aðalfundur Sjómannafélags Eyjafjarðar 2009


       Árni Guðmundsson Konráð Alfreðsson og Tryggvi Tryggvasson©Mynd þorgeir baldursson

                        Fundarmenn Aðalfundi S.E 2009 ©Mynd þorgeir Baldursson

Ályktun.

Félagsfundur Sjómannafélags Eyjafjarðar haldin 29. desember 2009, lýsir megnustu óánægju með þau vinnubrögð stjórnvalda að ráðast sérstaklega að kjörum sjómanna með því að afnema sjómannaafsláttinn eins og gert var með lögum nú rétt fyrir jólin. Sjómannaafslátturinn er hluti af kjörum sjómanna og hefur verið það í rúma hálfa öld. Ljóst er að með þessari lagasetningu þurfa sjómenn bæði að taka á sig skattahækkanir eins og aðrir launamenn og að sæta kjaraskerðingu vegna skerðingar og síðan afnáms sjómannaafsláttarins.

Sjómannafélag Eyjafjarðar fordæmir þessi vinnubrögð og mótmælir því alfarið að ráðist sé að sjómannaafslættinum með þessum hætti.

Greinargerð.

Afnám sjómannaafsláttarins er gerður í skjóli þess að hann valdi mismunun gagnvart öðrum stéttum. Ekki er hinsvegar hróflað við ríkistryggðum lífeyrissjóði opinberra starfsmanna né skattfrjálsum dagpeningum og ökutækjastyrkjum. Í athugasemdum sem fylgdu frumvarpinu er því m.a. haldið fram að útgerðin leggi sjómönnum til hlífðarfatnað, sem ekki hafi verið þegar sjómannaafslátturinn var tekinn upp. Þetta er rangt. Sjómenn þurfa sjálfir að kaupa sinn hlífðarfatnað. Á móti þeim kostnaði greiðir útgerðin hlífðarfatapeninga, en þær greiðslur eru í skattkerfinu meðhöndlaðar sem laun og skattlagðar sem slíkar. Sama á við um fæði sjómanna. Sjómenn greiða fæði sitt sjálfir. Fæðispeningar sem útgerðin greiðir sjómönnum flokkast sem laun og eru skattlagðir sem slíkir. Dagpeningar sem greiddir eru til annarra stétta vegna ferðalaga á vegum vinnuveitanda eru ekki skattlagðir. Ef gæta ætti jafnræðis ættu sjómenn að fá kr. 8.300 á dag frádregnar frá tekjum vegna fæðiskostnaðar áður en skattur er reiknaður. Jafnframt væri réttlátt að þeir fengju frádrátt frá tekjum vegna kostnaðar við hlífðarföt sem nauðsynleg eru vegna starfsins. Full rök eru því  fyrir sérstökum skattaafslætti sjómanna. Í athugasemdum með  frumvarpinu var einnig vitnað í tekjuþróun hjá sjómönnum í samanburði við tekjuþróun hjá öðrum launamönnum. Viðmiðið er árið 2006. Ekki er minnst á það einu orði að fyrir árið 2006 hækkuðu laun annarra launamanna meira en tekjur sjómanna m.a. vegna sterkrar krónu. Þannig er í athugasemdunum vísvitandi verið að villa um fyrir almenningi til að réttlæta að sérstaklega sé ráðist að kjörum sjómanna.

28.12.2009 23:23

JólaHúni


                             Húni II við bryggju i des 2009 ©mynd þorgeir baldursson

                                Húni II Bb siðan mynd þorgeir Baldursson 2009

Hann er glæsilegur Húni þegar búið er að setja upp jólaljós og fána ásamt þvi að hafa þennan fallega hvita snjótopp ofan á Bátnum

28.12.2009 16:02

Snjómokstur á Akureyri i dag


                            Snjómokstur á Akureyri nú siðdegis ©Mynd þorgeir baldursson

            starfsmenn Akureyrarbæjar við hreinsun strætóskýlis ©mynd þorgeir Baldursson

                     Snjósleðamenn kættust mjög ©mynd þorgeir Baldursson

                           Sprett úr Spori ©mynd þorgeir Baldursson

                         Sjóblástur ©mynd þorgeir Baldursson
Það er búið að vera nóg að gera hjá Bæjarstarfsmönnum Akureyrarbæjar i dag við snjómokstur
en alls voru um 32 tæki við hreinsun úti um alln bæ i dag

28.12.2009 13:35

Vilhelm i slipp

             Vilhelm þorsteinsson  EA 11 I Slipp á Akureyri mynd þorgeir Baldursson 

Uppsjávarveiðiskip Samherja Vilhelm Þorsteinsson er nú i slipp á Akureyri þar sem fer fram 
hefðbundið viðhald slipptöku ma Vélarupptekt og Máling skipið fiskaði fyri um 2.7 milljarða 
á árinu og er aflinn um 45000 tonn  

27.12.2009 22:18

Bátur sekkur i Njarðvikurhöfn

þAÐ óhapp varð i Njarðvikurhöfn um hádegisbilið i dag að eikarbáturinn Svanur KE 90 sökk við bryggju Makús K Valsson sendi mér eftirfarandi mynd til birtingar fleiri myndir má sjá
á heimasiðunni hans www.123.is/krusi
                                     929- Svanur KE 90 © Mynd Markús Karl Valsson 2009

27.12.2009 20:32

Þrjú Samherjaskip á sjó milli Hátiða


                                      1351-Snæfell EA 310 © Mynd Þorgeir Baldursson

                              1476-Björgúlfur EA 312 ©Mynd þorgeir Baldursson

                               1937-Björgvin EA 311©Mynd þorgeir Baldursson
Þrjú skip i eigu Útgerðarfélagsins Samherja H/F á Akureyri héldu til veiða i morgun og verða á veiðum til 30 Desember 2009

27.12.2009 19:01

Meira af snjó fyrir norðan

                    Snjóhengjur sem þessar geta sligað húsþök ©mynd þorgeir baldursson

                         Aðrir gripu til róttækari verkfæra ©mynd þorgeir Baldursson

            Þá kættust Jeppamenn Gunni i Dekkjahöllinn var einn þeirra ©mynd þorgeir Baldursson

27.12.2009 04:26

Batnandi veður á Akureyri

Ekki er annað hægt að segja að Akureyringar sem og flestir Norðlendingar hafi fengið góðan skammt frá máttarvöldunum af  snjó og er talað um allt að 80 cm jafnfallinn snjór sé þar sem mest er veðrið virðist nú að mestu gengið niður að minnsta kosti i bili skrapp stutta ferð i bæinn og tók nokkrar vetrarmyndir  

                   Akureyrarkirkja ©mynd þorgeir Baldursson

                        Bautinn skartaði fallegum snjótoppi © mynd þorgeir Baldursson


           jólatré i Þingvallastræti ©mynd þorgeir Baldursson

                    þungfært i þórunnarstrætinu ©mynd þorgeir Baldursson

        jólatré i þórunnarstrætinu ©mynd þorgeir baldursson 09

                      og endað á Vélsmiðjunni ©mynd þorgeir Baldursson

26.12.2009 17:10

Fannfergi i Glerárhverfi á Akureyri


                              Mikil ofankoma á Akureyri ©mynd þorgeir Baldursson

                                  Snjórinn að sliga húsþökin ©mynd þorgeir Baldursson

      Fannfergi um Jólin ©mynd þorgeir Baldursson

svona var útlitið i Glerárhverfi um miðjan dag þegar ég fór i smá vettvangskönnun
það hefur snjóað allveg óhemju mikið hérna um jólin og virðist litið lát á að minnsta kosti ekki i bili

26.12.2009 01:48

Bruni i Valbirni is 307


                                 Valbjörn IS 307 (ex Gunnbjörn) ©Mynd þorgeir Baldursson 2007

Eldur kom upp í Valbirni  is 307 þar sem skipið lá við bryggju i  Ísafjarðarhöfn í Gærmorgun. Tekist hefur að ráða niðurlögum eldsins. Engin slys urðu á fólki, en talsvert tjón varð á brúarhúsi bátsins.
og er talið að kviknað hafi i út frá hitablásara sem að var staðsettur i brú skipsins

Tilkynnt var um eldinn fyrir hádegi og slökkvilið var kallað út. Hafnarstarfsmanni og lögreglunni á Ísafirði tókst þó að ráða niðurlögum eldsins, að sögn lögreglunnar á Ísafirði.

25.12.2009 02:10

Gleðileg jól 2009


                                   1395 Sólbakur EA1 ©mynd þorgeir Baldursson 2009

                                       Isafjarðarhöfn ©Mynd Halldór Sveinbjörnsson BB.is 2009

                                 Reykjavikurhöfn  © Mynd Jón Páll Ásgeirsson 2009

                                   Hornafjarðarhöfn ©Mynd Andri Snær þorsteinsson 2009

                                 Hornafjarðarhöfn ©Mynd Andri Snær Þorsteinsson 2009

                                       Oddeyrin EA 210 ©Mynd þorgeir Baldursson 2009
Siðueigandi vill óska öllum siðulesendum Gleðilegra jólahátiðar árs og friðar með þakklæti fyrir
samstarfið á árinu sem að er senn á enda

23.12.2009 09:48

Sjósetning 1556


                    1556 mynd Grimur Björnsson

                                             1556 ©mynd Grimur Björnsson
 Nú er spurt hvar er skipið smiðað hvenar var hann sjósettur hvað heitir dráttarbáturinn og að lokum
hvað verð um þetta skip

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 151
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 1144
Gestir í gær: 218
Samtals flettingar: 648917
Samtals gestir: 30611
Tölur uppfærðar: 23.5.2024 02:23:10
www.mbl.is