Færslur: 2009 Október

30.10.2009 22:04

Jökull H/F kaupir Aron ÞH 105


                                           Kaup Jökuls H/F Aron ÞH 105
                                      586-Aron ÞH 105 © Myndir Þorgeir Baldursson
Hérna má sjá þá Harald Jónsson útgerðarstjóra Jökuls ásamt Jóhanni Ólafssyni framkvæmdastjóra
og þeir feðgar Guðmundur A Hólmgeirsson og Stefán Guðmundsson eigendur Arons ÞH
við sölu bátsins til Raufahafnar þar fékk hann nafnið Reistarnúpur

29.10.2009 00:36

Kompásstilling


                                         Gunni og Kompásinn i Gærkveldi

                                      Kompásstilling i Kvöldbliðunni

                                           Gunni Ábúðafullur á svip við kompásinn
Það var nóg að gera hjá Gunnari H Gunnarssyni við brottför Sólbaks EA 1 i gærkveldi við kompásstillingu og eins og myndirnar bera með sér

28.10.2009 10:25

Hvalamerkingar á Eyjafirði


                                                   Einar i Nesi EA 49

                                           Hnúfubakur merktur ©Mynd Tryggvi Sveinsson

Einar I NESI Bátur Hafró var I dag á Eyjafirði við hrefnumerkingar að sögn Tryggva Sveinssonar skipstjóra voru 4 hrefnur við hjalteyri og fleiri Sáust við norðurenda Hriseyjar. Einungis tókst að merkja eina hrefnuna I dag en þann 21 þessa mánaðar var merktur Hnúfubakur með gerfitunglasendi Samskonar og hrefnan var merkt með I dag og er hægt að fylgjast með honum á vef www.hafro.is merktir hvalir


27.10.2009 21:44

Ljósafell SU 70 á Heimleið


                                                     1277-Ljósafell SU 70 

                                Kjartan Reynisson útgerðarstjóri og Ljósafell SU 70

                                            Sprignum Sleppt

                                               Brottför Akureyri

                                         Á Heimleið til Heimahafnar
Ljósafell SU 70 togari Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði hélt frá Akureyri sinnipartinni dag
eftir um tveggja vikna slipp þar sem að skipið var málað hágt og lágt ásamt öðrum tilfallandi verkum
sem tilheyra slipptökum enda er skipið hið glæsilegasta og ber aldurinn vel

27.10.2009 18:20

1395 Sólbakur EA 1


                           1395- Sólbakur EA 1 © Mynd þorgeir Baldursson okt  2009
Sólbakur EA 1 kom til Akureyrar um miðjan dag með rúm 100 tonn af blönduðum afla uppistaðan þorskur hérna má sjá skipið á siglingu við Hjalteyri i bliðunni i dag

26.10.2009 19:14

Súlan EA i sildarleit


                                          1060 Súlan EA 300

                    Bjarni Bjarnasson skipstjóri og Jón Zopaniasson matsveinn

                                                 simrad es 60 fiskiskipamælir
Uppsjávarveiðiskipi Súlan lét úr höfn á Akureyri seinnipartinn i gær undir stjórn Bjarna Bjarnassonar skipstjóra til sildarleitar og var stefnan tekin á vestfjarðamið og mun skipið vera nálægt halanum þegar þetta er ritað um borð er meðal annas þessi mælir sem mun vera tengdur við skrifstofur Hafró i Reykjavik nánar á vef www.hafro.is

26.10.2009 00:23

2790-Einar Hálfdáns IS11


                          Einar Hálfdáns IS 11 © mynd Gretar Þór 2009
 Bátasmiðjan Trefjar afhenti þessa Cleópötru 38 i siðustu viku  og hérna má sjá hana i prufusiglingu i vikunni sem leið

25.10.2009 23:41

Nýr Bátur frá Seiglu


                               HEIDI N-2-BR ©Mynd Þorgeir Baldursson 2009
I dag afhenti Bátasmiðjan  Seigla á Akureyri nýjan bát sem að lagði af stað til nýrrar heimahafnar
 i Noregi um kl 19 i kvöld kaupandi er Ditlefsen Fiskeriselskap A/S i Trondheim skipstjóri og eigandi er John E Ditlefsen og aðstoðar maður hanns i ferðinni til Noregs heitir Harald Ránes
Undir  flokknum Myndbönd má sjá bátinn á siglingu

24.10.2009 21:00

Jónas Sigmarsson 40 ára


           Jónas  Sigmarsson skipst mynd þorgeir Baldursson
Minn góði vinur og félagi Jónas Sigmarsson fyrrverandi skipstjóri á Hafnarröstinn Ár 250 og
linubátnum Grundfirðing SH er fertugur i dag  hann er nú búsettur i Færeyjum
og rekur þar ráðninga fyrirtæki www.crew.fo og vil ég með þessum orðum óska honum
innilega til hamingju með daginn og árna heilla i framtíðinni

24.10.2009 13:12

Sigurður Pálsson ÓF 66


                        Sigurður Pálsson ÓF 66 ásamt eigendum Myndir Þorgeir Baldursson okt 09

Feðgarnir Gunnlaugur Þ Traustason skipasmiður og sonur hans Lúðvík Gunnlaugsson vélfræðingur
keyptu  hann.Báturinn er smíðaður á Akureyri hjá skipasmíðastöð KEA árið 1954 og hét þá Eyrún EA 58 og er 8.00 brl súðbyrtur dekkbátur.Verður Báturinn nú tekinn allur í gegn og í framtíðinni notaður til skemtisiglinga. teksti sigurður Daviðsson

24.10.2009 00:43

Gamlir trébátar i Noregi                              Moen i Noregi mynd úr safni Þorsteins Pétursson

Stjórnarmenn í Húna 2 fóru í stutta ferð til Noregs fyrir skömmu og skoðuðu meðal annars skipasmíðastöðina í Moen þar sem þessir fallegu bátar voru. Á morgun verða sýndar myndir frá ferðinni um borð í Húna kl. 10 en laugardagskaffið verður á þeim tíma og er þegar byrjað. Við vonumst til að sjá sem flesta stjórn Hollvina Húna góð mæting var i kaffið i morgun og verða settar
inn myndir frá ferðinn nú næstu daga ásamt ferðasögu

23.10.2009 20:55

Samherjaskip á isfisk


                             1351- Snæfell EA 310 Mynd þorgeir Baldursson 2009                               


                                1937- Björgvin EA 311 Mynd þorgeir baldursson 2009
Tveir frystitogarar Samherja h/f  þeir Björgvin EA og Snæfell EA hafa verið sendir til isfiskveiða
og munu þeir landa afla sýnum i frystihús félagsins á Dalvik Björgvin mun vera væntanlegur i birjun næstu viku en Snæfellið fór út um kl 19 i kvöld frá Akureyri

23.10.2009 12:50

Aðgerðarvélar um borð


                                Róbert Sverrisson ©mynd þorgeir Baldursson 2009
Hérna má sjá Róbert Sverrisson skipverja á Sólbak EA 1 raða ýsu i aðgerðarvél  en tvær slikar eru um borð og má með sanni segja að ef þeirra nyti ekki við yrði aðgerðin margfalt seinni með tilheyrandi töfum á veiðunum

23.10.2009 02:22

Trollið tekið i Brælu


                                   TROLLIÐ TEKIÐ I BRÆLU ©Mynd Þorgeir Baldursson
Það getur stundum verið ansi blautt að taka trollið sérstaklega ef að skipin er þung á bárunni
eins og þessi mynd ber með sér hérn standa þeir fv Óskar Valgarðsson og Stefán Geir Jónsson
en myndin er tekin um borð i Rauðanúp ÞH 160 seint á siðustu öld

22.10.2009 17:51

Orion Endurbyggður


                                                           Orion
                                                        Lúgarskappi
                         Orion og Þráinn © myndir Magnús Jónsson 2009
Þráinn Artúrsson hefur nú lokið við að gera upp trébátinn Orion sem að er 4,5 tonn smiðaður i
Bátasmiðastöð Breiðfirðinga árið 1955 en stöðin var svo flurtt til hafnarfjarðar og fékk nafnið Bátalón
fyrsta vél i þessum bát var af gerðinni Pólýter og var aðeins 10 hp árið 1975 var sett i bátinn
Volvó Penta og enn var skipt um vél 1980 og þá sett Sabb 30 hp sem að er i bánum i dag

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 905
Gestir í dag: 202
Flettingar í gær: 1485
Gestir í gær: 154
Samtals flettingar: 644537
Samtals gestir: 30266
Tölur uppfærðar: 20.5.2024 15:22:44
www.mbl.is