Færslur: 2020 Apríl

30.04.2020 18:13

Á sjó

  

     1277 Ljósafell Su 70 á útleið mynd þorgeir Baldursson 

30.04.2020 15:30

Smáey Ve afhent þorbirni í Eyjum

       2744 Smáey Ve 444 mynd Óskar pétur Friðriksson 30 April 2020

Þar sem að hún verður almáluð í litum 

Þorbjarnarins og ýmsum öðrum slippverkum verður sinnt 

29.04.2020 23:34

Hjalteyri i Eyjafirði

                                                  Hjalteyri i Eyjafirði Mynd þorgeir Baldursson 26 april 2020

29.04.2020 20:40

Hákon EA kemur með 2000 tonn

I dag kom Uppsjávarveiðskipið Hákon EA148  til Neskaupstaðar eftir um viku túr á kolmunnaveiðum 

i Færeysku lögsögunni i lestunum voru um 300 tonn af frystum afurðum og tæplega 1700 tonn af 

Kolmunna  sem að fer til bræðslu en þokkaleg veiði hefur verið á miðunum og einmunna bliða 

skipin hafa verið að toga lengi allt uppi 20 tima og aflabrögðin frá 200 -500 tonn i holi

og er talsverður fjöldi erlendra skipa  á veiðslóðinni 

         2407 Hákon EA 148 á Norfjarðarflóa Mynd Guðlaugur Björn Birgisson 

        2407 Hákon EA148 mynd Guðlaugur Björn Birgisson 29 april 2020

                2407 Hákon EA148 með fullfermi mynd Guðlaugur B Birgisson 

29.04.2020 09:05

Einar i Nesi EA 49

Það var i nógu að snúast Hjá Tryggva Sveins i gær þegar verið var að hifa rannsóknarbátinn Einar i Nesi Ea 49

á land þar sem að skoðunnarmaður var á leiðinni til hanns og siðan átti að botnþvo bátinn 

mála og Sinka  og gera klárt fyrir sumarið 

       7145 Einar i Nesi EA 49 mynd þorgeir Baldursson 28 april 2020

28.04.2020 22:49

Hoffell með 10.000 tonn

Síðdegis í dag, þriðjudaginn 28.apríl, kom Hoffell að landi með tæplega 1700 tonn af kolmunna.

                 Hoffell SU 80 mynd Óðinn Magnasson  28 April 2020

Með þessum kolmunna afla er Hoffell komið í 10.000 tonn og er eins og sakir standa aflahæst uppsjávarveiðiskipa þrátt fyrir að vera burðarminna en flest hinna skipanna á miðunum. 

       Sigurður og Kjartan ásamt áhöfn  með tertuna mynd Friðrik Mar Guðmundsson 28 April

                    Tertan mynd Óðinn Magnasson 28 April 2020

 

Sigurður Bjarnason skipstjóri á Hoffelli sagði að aflinn hefði fengist suður af Færeyjum en þangað er um 30 klukkustunda sigling frá heimahöfn á Fáskrúðsfirði.

   Sigurður Bjarnasson skipst Mynd þorgeir 2020

“Við fengum þetta í fjórum hollum” sagði skipstjórinn og hafði orð á því að eftir erfiðan vetur, svona veðurfarslega séð, hefði verið mikil blíða á miðunum og töluverð veiði. 

Þá lá beinast við að inna Sigurð eftir því hvort að nóg væri af kolmunna? “Já, en það vantar aðeins neista” svaraði hann og bætti svo við “hann kemur bráðum”.

Og þar talar maðurinn með reynsluna.

Þegar skipstjórinn var svo spurður að því hver ástæðan væri fyrir þessari velgengi svaraði hann um hæl að því væri að þakka stífri sjósókn, góðri áhöfn og heppni.

Hoffell á eftir að veiða 8000 tonn af kolmunna og reiknar Sigurður með að það muni taka svona 5 túra ef allt gengur samkvæmt áætlun.

“ Ég er mjög bjartsýnn, við förum út strax að lokinni löndun.

                   Haldið  til veiða mynd þorgeir Baldursson 2020

Það þarf að taka á meðan er því fiskurinn bíður ekki” sagði Sigurður skipstjóri að lokum.

  Hoffell SU 80 heldur til veiða eftir löndun Mynd þorgeir Baldursson 2020

Heimasiða Loðnuvinnslunnar 

myndir 

óðinn Magnasson 

Friðrik Mar Guðmundsson 

þorgeir Baldursson 

28.04.2020 13:37

Frystihússamherja á Dalvik

 

         Frystihús Samherja á Dalvik 26 april 2020 mynd þorgeir Baldursson 

          Frystihús Samherja á Dalvik 26 april 2020 mynd þorgeir Baldursson 

              Frystihús Samherja 26 April 2020 mynd þorgeir Baldursson 

             Frystihús Samherja 26 april 2020 mynd þorgeir Baldursson 

28.04.2020 09:17

Skip i Grundarfirði

Lif og fjör i Grundarfjarðarhöfn i viikunni þegar Drangey SK 2 

var að landa þar Þiðrik Unason sendi siðunni nokkar myndir til birtingar 

    2744 Runólfur SH 135 kemur til hafnar mynd Þiðrik Unason 2020

                    2930 Iris farþega bátur mynd Þiðrik Unason 2020

                            2930 Iris Mynd þiðrik Unason 2020

          Iris Mynd þiðrik Uanson 2020

   Iris og Drangey mynd Þiðrik Unason 2020

27.04.2020 10:00

Dýpkun Dalvikurhafnar

Það var fallegt veður á Dalvik i gær þegar ég fór og myndaði dýpkunnarframkvæmdir i höfninni 

en það er Björgun H/F sem að sér um það verk og voru pétur mikli og Reynir að störfum þar 

reiknað er með að verkið taki  7-10 daga og það verður haldi til Akureyrar i áframhaldandi vinnu þar 

það var dráttarbáturinn Seifur sem að sá um að sækja reynir til Reykjavikur og draga hann norður 

  2955  Seifur  og Reynir leggja af stað frá Reykjavik  mynd Hilmar Snorrasson

           Dalvik i gær frystihús Samherja i Bakgrunni mynd þorgeir 26 april 

        Dýpkað við viðlegukant á Dalvik Mynd Þorgeir Baldursson 

     Pétur mikli og Reynir að störfum mynd þorgeir Baldursson 26 April 2020

                   Dýpkun á Dalvik Mynd þorgeir Baldursson 26 april 2020

                      Dýpkun mynd þorgeir Baldursson 26april 2020

          Pétur Mikli og Reynir i Dalvikur höfn mynd þorgeir Baldursson 26 April 

              Dalvikurhöfn i gær Mynd Þorgeir Baldursson 26 april 2020

Mik­il um­svif hafa verið á hafn­ar­svæðinu á Dal­vík á síðustu árum og var nýr hafn­argarður, Aust­urg­arður, form­lega vígður í nóv­em­ber, en hann er of­ar­lega hægra meg­in á mynd­inni. Efn­is­flutn­inga­skipið Pét­ur mikli og gröf­upamm­inn Reyn­ir frá Björg­un hf. hafa und­an­farið verið við dýpk­un við Aust­urg­arð og viðhalds­dýpk­un við Norðurg­arð. Reiknað er með að þeirri vinnu ljúki í dag.

Fram­kvæmd­ir við Aust­urg­arð hóf­ust 2017 og var fyrsta verk­efnið að breyta og færa grjót­g­arðinn, efst hægra meg­in á mynd­inni. Dýpka þurfti í höfn­inni og síðan var stálþil rekið niður og fyll­ing­in lát­in síga áður en þekj­an var steypt. Á hafn­ar­svæðinu hafa m.a. risið mast­urs­hús og spennistöð, sem var tengd við varðskipið Þór þegar raf­magns­laust varð í Dal­vík­ur­byggð í nokkra daga eft­ir mikið óveður 10. des­em­ber í fyrra.

Vinnu­búðir frá verk­taka­fyr­ir­tæk­inu Munck eru á Aust­urg­arði, en verða á næst­unni flutt­ar til Græn­lands.

Nýtt og full­komið fiskiðju­ver Sam­herja hef­ur á síðustu mánuðum risið við Aust­urg­arð, þar sem tveir tog­ar­ar eiga að geta at­hafnað sig sam­tím­is. Eldra frysti­hús Sam­herja er fyr­ir ofan ver­búðir, sem standa á fjöru­kamb­in­um vinstra meg­in ofan við miðja mynd

Næst á mynd­inni til hægri er Suðurg­arður og til vinstri eru smá­báta­bryggj­ur. 

aij@mbl.is

 

26.04.2020 11:08

Skoðunnarferð með Ribbbátum i Eyjum

                       7692 Jötunn mynd Óskar Pétur Friðriksson  

               7692    Jötunn  i Kafhelli Mynd óskar Pétur Friðriksson 

Þessar tvær eru af Jötni sem Ribb safari gerðu út.

Önnur myndin er inni í Kafhelli, en hann er í einni af Smáeyjum, nánar til tekið Hænu.

Á hinni myndinni er siglt neðan við Blátind út frá Kaplagjótu í átt að fílnum fræga.

                                  Mynd Óskar Pétur Friðriksson 

Eins og sést erum við á siglingu norðan við Heimaey.

Næst okkur eru Eiðisdrangar (svartir), Eiðið sjálft er innan við þá og síðan kemur Klifið og innan við það er Háin.

Norðan við Klifið er Stóri  Örn og fjær má sjá í Dalfjallið og þar utan við sést í nystu eyjuna í Smáeyjum eða Hrauney.

 

25.04.2020 17:05

Ölduljón Ve 78 i flugtaki

Það er alltaf gaman þegar flottar myndir skila sér i hús ein og þessi sem að frettaritari siðunnar 

Óskar Pétur Friðriksson tók og sýnir Ribbbátinn Ölduljón ve 78 i loftköstum 

en það er Ribbsafari ehf i Vestmannaeyjum sem að gerir hann út ásamt Stóra Erni 

       7793 Ölduljón  Ve 78 Mynd Óskar Pétur Friðriksson  

24.04.2020 23:18

Sigurður og Heimey með fullfermi af kolmunna

seinnipartinn i dag  kom Sigurður VE 15 með fullfermi af kolmunna alls um 2500 tonn 

og i gær landaði Heimaey VE 1 svipuðu magni um 2500 tonnum og er von á Isleifi Ve 63

til löndunnar einhvern næstu daga 

Megnið af kolmunnanum fer til bræðslu og skipta þessar veiðar útgerðir uppsjávarskipa miklu máli.

Þannig má nefna að árið 2018 veiddust 293.000 tonn af kolmunna

og var útflutningsverðmætið 11,6 milljarðar króna, eða 4,8% af heildar útflutningsverðmætum sjávarafurða.

Jóhann Pétur Andersen, framkvæmdastjóri Félags íslenskra fiskmjölsframleiðenda,

segir að á síðasta ári hafi borist um 410.000 tonn af hráefni til mjöl- og lýsisvinnslu í landinu.

Það var mikil minnkun frá árinu 2018 þegar 635.000 tonn af hráefni bárust en það skýrist af loðnubrestinum í fyrra.

Jóhann segir Íslendinga ekki mikla áhrifavalda á mjölmörkuðum í heiminum.

Þar ráðist verðmyndun af því hvernig veiðar á ansjósu í Suður-Ameríku ganga.

„Ég tel ekki að það dragi enn frekar úr hráefnisöflun fyrir fiskmjölsverksmiðjurnar á þessu ári.

Kvótar í makríl, norsk-íslensku síldinni og kolmunna eru ekki minni en á árinu 2019.

Og þetta eru hvort tveggja loðnuleysisár. Ég tel að hráefnið inn í verksmiðjurnar verði svipað á þessu ári og á því síðasta,“ segir Jóhann Pétur.

         2883 Sigurður ve 15 mynd óskar Pétur Friðriksson 24 april 2020

          Sigurður VE 15 mynd Óskar Pétur Friðriksson 24 april 2020

     2883 Sigurður ve 15 að koma að bryggju mynd Óskar Pétur Friðriksson

                             2812  Mynd Óskar Pétur Friðriksson  2020

24.04.2020 23:03

Blængur með fullfermi

      1345 Blængur NK 125 mynd Guðlaugur Björn  Birgisson 24 april 2020

 

Í dag er verið að landa fulfermi úr frystitogaranum Blængi NK í Neskaupstað.

Afli skipsins er 730 tonn upp úr sjó og verðmæti hans 225 milljónir króna.

Ef ekki væri vegna neikvæðra covidáhrifa væri verðmæti aflans enn meira.

 

„Við byrjuðum fyrir austan land og leituðum þar að ufsa og karfa en þar var mjög rólegt. Heimasíðan ræddi við Theodór Haraldsson skipstjóra og spurði hvar aflinn hefði fengist.

Þá var farið suður á Selvogsbanka og veitt þar í eina fimm daga. Þar fékkst þorskur, ýsa og ufsi.

Fyrstu tvær vikurnar í túrnum var hreint út sagt brjálað veður eins og hefur verið alltof oft á nýliðnum vetri,

en þegar tók að lægja  fórum við út í Skerjadýpi og þar aflaðist afar vel af djúpkarfa, gullkarfa og gulllaxi.

Þarna var sannkölluð kraftaveiði og þarna vorum við í tíu daga.

Að loknum veiðunum í Skerjadýpinu var haldið vestur á Hampiðjutorg í grálúðu en þar reyndist vera rólegt.

Þá var farið norður fyrir á Tunguna og þar var hörkuufsaveiði í sólarhring og þar fylltum við skipið.

Í restina á túrnum fengum við æðislegt veður. Alls tók þessi veiðiferð 26 daga en aflinn fékkst að mestu á 20 dögum.

Það er ekki ástæða til að kvarta yfir neinu að afloknum svona túr,“ segir Theodór.

Gert er ráð fyrir að Blængur haldi á ný til veiða á þriðjudagskvöld.

Til stóð að skipið færi í Barentshafið en því hefur verið frestað. 

24.04.2020 22:38

Beitir með 3.000 tonn af kolmunna

          Beitir Nk 123  mynd  Guðlaugur Björn Birgisson 24april 2020

   Beitir NK  kemur til hafnar i morgun Mynd Guðlaugur Björn Birgisson 2020

                    Beitir NK 123 mynd Guðlaugur Björn Birgisson  24 april 2020

 

Snemma í morgun kom Beitir NK með um 3.000 tonn af kolmunna til Neskaupstaðar.

Aflinn fékkst suður af Færeyjum í sjö holum. Í stærsta holinu fengust 550 tonn.

Það er semsagt um verulega traffík að ræða.Menn hafa verið á sama blettinum frá því að veiðarnar hófust og þarna hafa verið um 50 skip af ýmsu þjóðern

.„Þarna er töluvert af fiski að sjá. Hann virðist koma í gusum. Stundum dettur þetta niður en gýs svo upp á ný í miklu magni.

Tómas Kárason skipstjóri segir að veiðiútlit þarna sé nokkuð gott.

Norðmenn eru enn að veiða fyrir sunnan línuna í skosku lögsögunni þannig að það  virðist töluvert af fiski eiga eftir að ganga þarna norðureftir.

Það eru góðar líkur á áframhaldandi veiði og menn eru bara bjartsýnir.

Við munum halda til veiða í kvöld strax að löndun lokinni.

Það er farið mjög varlega á meðan staldrað er við í landi vegna kórónuveirunnar.

Umferð um skipið er í algeru lágmarki og áhöfnin þarf að fara varlega og virða allar ströngustu reglur í samskiptum við fólk,“ segir Tómas.

23.04.2020 22:56

að kveldi sumardagsins fyrsta

Það var ekki amalegt að horfa út Eyjafjörðinn i kvöld sendi drónann á loft 

og lyfti honum i i um 500 metra hæð þetta er afraksturinn 

          Eyjafjörðurinn i kvöld Drónamynd þorgeir Baldursson 23 april 2020

                       Akureyri i kvöld Drónamynd þorgeir Baldursson 

              Akureyri i kvöld Drónamynd þorgeir Baldursson 23 April 20020

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 2156
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 3977
Gestir í gær: 101
Samtals flettingar: 905012
Samtals gestir: 45730
Tölur uppfærðar: 11.10.2024 08:29:25
www.mbl.is