Flokkur: Björgvinsbeltið 2012

05.06.2012 16:52

Björgvinsbeltið 2012

          Björgvin Sigurjónsson við afhendingu Beltisins i Eyjum © mynd Óskar P Friðriksson 

                    Björgvin og Bjarni Sighvatsson © mynd Óskar P Friðriksson 2012

   Sigurjón á Þórunni Sveins ásamt fulltrúum lögreglu og Hjálparsveita © mynd Óskar P Friðriksson

       Stoltur en hógvær Kúti hlustar á þakkarræðu © Mynd Óskar P Friðriksson 2012

                 Léttleikinn sveif yfir mannskapnum © mynd Óskar P Friðriksson 2012

Hinn margreyndi björgunarbúnaður, Björgvinsbeltið svokallaða, sem upprunalega var hannað fyrir rúmum tveimur áratugum af Björgvini Sigurjónssyni, Kúta, sjómanni í Vestmannaeyjum, hefur verið endurhannað með tilliti til nútímakrafna í björgunarmálum og hefur Slysavarnafélagið Landsbjörg (SL) fengið einkaleyfi á sölu þess á öllum Norðurlöndunum og Bretlandseyjum. Fyrsta nýja Björgvinsbelið var í gær afhent Bjarna Sighvatssyni, útgerðarmanni í Vestmannaeyjum, við hátíðlega athöfn í Eyjum í tilefni sjómannadagsins.

Björgvin Sigurjónsson, stýrimaður og skipstjóri í Vestmannaeyjum, bjó til fyrsta beltið fyrir rúmum 20 árum og hefur beltið margsannað gildi sitt við björgun mannslífa. Það þykir einstaklega traust og einfalt í notkun, sem er afar mikilvægur kostur við björgun, og hlaut beltið á sínum afar góðar viðtökur hjá útgerðarfélögum landsins. Nýja Björgvinsbeltið er framleitt úr enn sterkara og veðurþolnara efni en fyrirrennari þess auk þess sem á beltið hefur verið bætt endurskinsmerkjum, ljósi og flautu, m.a. í þeim tilgangi að auðvelda leit og björgun í myrkri.
 
Sjóvá fjármagnaði endurhönnun beltisins f.h. Slysavarnafélagsins Landsbjargar, sem hefur sett sér það markmið að dreifa sem flestum nýjum Björgvinsbeltum um borð í skip og báta auk fleiri staða, svo sem við brýr og aðra staði, þar sem nauðsyn er að hafa björgunarbúnað við hendina. Sjóvá, aðalstyrktaraðili SL, hyggst gefa Björgvinsbelti í allar lögreglubifreiðar á landinu.
 
Öllum ágóða af sölu nýja Björgvinsbeltisins verður varið til rekstrar björgunarskipa SL en þau eru fjórtán talsins. Skipin eru staðsett þar sem slysahætta er talin mest vegna sjósóknar og á hverju ári aðstoða þau hátt í hundrað skip og báta við Íslandsstrendur.
 
Björgvinsbelti er ekki ósvipað því sem notað er við hífingar með þyrlum. Því fylgja kastlínur, það flýtur og hægt er að bjarga tveimur mönnum með því í einu beri svo undir. Þá er hægt að kasta Björgvinsbeltinu lengra og af meiri nákvæmni en bjarghring. Ekki er þó ætlast til að Björgvinsbeltið komi í staðinn fyrir annan björgunarbúnað, heldur sem viðbótarbúnaður um borð í skipum, við hafnir og á fleiri stöðum.
Heimild Eyjafréttir       Allar myndir Óskar Pétur  Friðriksson 
  • 1

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1652
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 3977
Gestir í gær: 101
Samtals flettingar: 904508
Samtals gestir: 45712
Tölur uppfærðar: 11.10.2024 06:43:16
www.mbl.is