Flokkur: Trefjar

29.06.2012 15:06

Ný 15tonna Cleopatra 40B afgreidd á Bolungarvík

                      2822-Hrólfur Einarsson Is 255 © mynd Högni Bergþórssson 2012

Útgerðarfélagið Völusteinn ehf á Bolungarvík fékk nú á dögunum afhentann nýjan Cleopatra bát frá Bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði.

Að útgerðinni standa Gunnar Torfason og Ólafur Jens Daðason.  Ólafur Jens Daðason verður skipstjóri á bátnum.

 

Nýji báturinn hefur hlotið nafnið Hrólfur Einarsson ÍS 255.  Báturinn mun leysa af hólmi eldri Cleopatra 38 bát með sama nafni.  Báturinn mælist 15brúttótonn og er í krókaaflamarkskerfinu.  Hrólfur Einarsson er af nýrri gerð Cleopatra 40B sem er nokkru breiðari bátur enn eldri bátar útgerðarinnar.

 

Aðalvél bátsins er af gerðinni Isuzu 6WG1TCX 720hö (15.7L) tengd tveggja hraða gír ZF 550ATS gír.  Nýjung í þessum bát er að gírinn hefur innbyggð tvö gírhlutföll.  Efra hlutfallið er notað með léttann bát út á miðinn og neðra hlutfallið með hlaðinn bát til hafnar.

Báturinn er útbúinn siglingatækjum af gerðinni JRC frá Sónar ehf.

Báturinn er einnig útbúin með vökvadrifnum Wesmar hliðarskrúfum að framan og aftan sem tengdar eru sjálfstýringu bátsins.  Báturinn er útbúinn til línuveiða.  Línuspil er frá Beiti ehf og annar búnaður til línuveiða frá Stálorku ehf.

Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking.

 

Rými er fyrir 16stk 660lítra kör í lest.  Í bátnum er innangeng upphituð stakkageymsla.  Borðsalur er í brúnni auk stóla fyrir skipstjóra og háseta.  Svefnpláss er fyrir fjóra í lúkar auk eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofn og ísskáp. Heimild Trefjar .is

  • 1

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 850
Gestir í dag: 201
Flettingar í gær: 1485
Gestir í gær: 154
Samtals flettingar: 644482
Samtals gestir: 30265
Tölur uppfærðar: 20.5.2024 14:17:42
www.mbl.is