Færslur: 2013 Mars

30.03.2013 11:52

1293 Birtingur Nk 124

                  Birtingur Nk 124 kemur til hafnar © mynd þorgeir Baldursson 2013

                      Með fullfermi af loðnu © mynd þorgeir Baldursson 2013

                   Á fullri ferð til löndunnar © mynd þorgeir Baldursson 2013

                           Lagst að bryggju © mynd þorgeir Baldursson 2013

           Birtingur og Börkur við Bryggju á Neskaupstað © mynd Þorgeir Baldursson 2013
Svipmyndir af Birting Nk 124 þega hann kom úr siðasta loðnutúrnum á vetrarvertiðinni 2013 
Hinn 10. febrúar s.l. voru liðin 40 ár frá því að "Stóri Börkur" kom fyrst til heimahafnar í Neskaupstað.  Skipið fékk reyndar nafnið Birtingur í fyrra þegar nýtt skip fékk nafnið Börkur.
 
Frá því var greint hér á heimasíðunni að skipið hefði veitt tæplega 1,5 milljón tonna (nákvæmlega 1.488.299 tonn) á þeim 40 árum sem það hafði verið í eigu Síldarvinnslunnar.  Birtingur hóf síðan loðnuveiðar í byrjun febrúar og hefur fiskað vel.  Hinn 9. mars landaði hann 850 tonnum af loðnu í Helguvík og hefur þá veitt 11.944 tonn á vertíðinni.  
Löndunin 9. mars markaði tímamót því með henni var 1,5 milljón tonna markinu náð.  Nú hefur skipið flutt að landi 1.500.293 tonn á þeim rúmu 40 árum sem það hefur verið gert út frá Neskaupstað og er ekki vitað til þess að annað íslenskt skip hafi borið jafn mikinn afla að landi.
 
Hér á eftir verður birt yfirlit um árlegan afla skipsins frá því að Síldarvinnslan eignaðist það og til dagsins í dag:
 
 ÁR  AFLI
1973 9.989
1974 14.324
1975 21.147
1976 17.358
1977 31.635
1978 41.750
1979 29.601
1980 21.428
1981 21.743
1982 1.370
1983 1.705
1984 14.565
1985 32.057
1986 21.557
1987 31.041
1988 27.185
1989 16.184
1990 22.319
1991 20.523
1992 41.066
1993 42.503
1994 32.794
1995 40.630
1996 46.216
1997 31.400
1998 36.400
1999 34.500
2000 72.729
2001 72.500
2002 82.317
2003 83.825
2004 71.121
2005 57.725
2006 41.955
2007 54.294
2008 63.213
2009 52.154
2010 54.969
2011 44.302
2012 34.205
2013 11.944 (til 9. mars)

Samtals 1.500.293
 

29.03.2013 18:23

Polar Amaroq kemur til Neskaupstaðar

                Eros OG Erika sigla i Norðfjörðinn © Mynd  Þórhildur Eir Sigurgeirsdóttir 2013

          Glæsilegt skip Eros ásamt Eriku © Mynd  Þórhildur Eir Sigurgeirsdóttir 2013
           Eros skömmu fyrir komuna til hafnar© Mynd  Þórhildur Eir Sigurgeirsdóttir 2013
                 Kominn að bryggju við bræðsluna © Mynd  Þórhildur Eir Sigurgeirsdóttir 2013
Þann 25 þessa mánaðar kom þetta skiptil hafnar á Neskaupstað
Í blíðviðrinu í gær, um kl. 16, sigldi hið nýja skip East Greenland Codfish AS inn Norðfjörð og lagðist síðan að bryggju.  Eins og fram hefur komið hefur skipið  fengið nafnið Polar Amaroq (Heimskauta-Úlfur).  Eldra skip hins grænlenska félags, Erika, hafði siglt til móts við nýja skipið og fylgdi því síðan inn Norðfjörðinn.

Geir Zoëga skipstjóri á Polar Amaroq segir að siglingin frá Noregi til Norðfjarðar hafi gengið vel og honum og áhöfninni lítist svo sannarlega vel á skipið.  "Við hlökkum til að takast á við krefjandi verkefni á þessu nýja og glæsilega skipi.  Um leið kveðjum við Eriku með hlýjum hug en hún mun nú halda á vit nýrra ævintýra við strendur Afríku".

Geir var fastráðinn skipstjóri á Eriku síðustu fjögur árin en hann segir að kaupin á nýja skipinu sé einhver besta afmælisgjöf sem hann hefur fengið um ævina, en Geir verður þrítugur á næstunni.

24.03.2013 13:26

Nýtt Skip i stað Eriku

Nýtt skip í stað ErikuPrentaTölvupóstur
24. mars 2013
Polar Amaroq áður Eros.
Polar Amaroq áður Eros.
Grænlenska útgerðarfélagið East Greenland Codfish A/S hefur fest kaup á norska uppsjávarveiðiskipinu Eros og er því ætlað að leysa skip félagsins, Eriku af hólmi. 

Samstarf Síldarvinnslunnar og grænlenska félagsins hefur staðið í fjölda ára.  Síldarvinnslan á þriðjung í East Greenland Codfish A/S og segir Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri hennar eftirfarandi um kaupin:

"Þetta er ákveðin endurnýjun á flota félagsins um leið og félagið er að fá mun öflugra skip sem býður uppá aukin tækifæri.  Eigendur East Greenland sjá aukna möguleika í uppsjávarveiðum meðal annars við Grænland.  Nýja skipið er mjög vel tækjum búið og hefur meðal annars verið nýtt til hafrannsókna við Noreg.  Um borð í skipinu er til dæmis rannsóknastofa og þar er aðstaða til að vera með fellikjöl sambærilegan og rannsóknaskip eru með".


Eros var smíðað i Slipen Mek. Verksted í Noregi árið 1997.  Skipið er 75,9 m á lengd og 13 m á breidd.  Stærð skipsins (GT) er 2.148 tonn.  Í skipinu eru 9 RSW-tankar þannig að það hentar vel til að flytja afla til manneldisvinnslu að landi.  Burðargeta skipsins er 2.100 tonn.

Eros er búið tveimur MaK aðalvélum, samtals 6.520 hestöfl.  Þá eru einnig í skipinu tvær Caterpillar hjálparvélar.  Að öðru leyti er í skipinu fullkominn veiðibúnaður og tækjakostur eins og best verður á kosið.

Erika hefur þegar verið seld til Afríku.

Skipstjóri á hinu nýja skipi verður Geir Zoëga en hann hefur verið skipstjóri á Eriku síðast liðin ár.

Skipið mun fá nafnið Polar Amaroq og heimahöfn nýja skipsins verður Tasiilaq.
 

18.03.2013 15:27

Beitir NK 123 á landleið

          Beitir NK 123 á landleið við Papey i siðustu viku © mynd Þorgeir Baldursson 2013
Hálfdán Hálfdánarson skipstjóri á Beiti segir að torfurnar sem loðnuflotinn veiðir nú úr út af Breiðafirði séu "sterkustu torfur vertíðarinnar".  Fram til þessa hefur loðnan verið tiltölulega dreifð en þegar Beitir var á miðunum í fyrradag voru torfurnar úr vesturgöngunni bæði stórar og þéttar.

Þegar rætt var við Hálfdán var Beitir á siglingu til heimahafnar í Neskaupstað með fullfermi, 2.100 tonn.

Hálfdán segist reikna með að Beitir eigi einungis einn túr eftir að lokinni yfirstandandi veiðiferð og það sé sérkennilegt að ljúka vertíðinni í mokveiði en svona gerist gjarnan þegar vesturgöngurnar koma undir vertíðarlok.meira um þetta á www.svn.is

17.03.2013 20:24

Kolmunna veiðar Jón Kjartansson Su 111

                      1525-Jón Kjartansson SU 111 Mynd Hreggviður Sigþórsson 2013

          Aðalsteinn Jónsson og Jón Kjartansson við Bryggju á Eskifirði © Hreggviður 2013
Jón Kjartansson Su 111 kom til Eskifjarðar i dag með fyrsta kolmunna afla þessa árs 
Aflinn var fremur tregur alls um 850 tonn að sögn Gretars Röggvaldssonar skipstjóra skipið var að veiðum talsvert fyrir sunnan Irland og og voru um 600 milur til hafnar á Eskifirði af veiðisvæðinu þar var lofthitinn um 15 Gráður og sjávarhitinn um 12 Gráður á sömu slóðum var talsvert af rússneskum skipum á veiðum 

13.03.2013 16:23

Júpiter FD 42


            Júpiter FD 42 á siglingu við Papey i dag © mynd þorgeir Baldursson 2013
Júpiter FD 42 er á leið til Fáskrúðsfjarðar i sinum siðasta loðnutúr á þessari vertið og er aflinn rúm 2000 tonn að löndun lokinn mun skipið halda til heimahafnar i Færeyjum 

13.03.2013 15:58

Beitir NK 123 á landleið með fullfermi


         2730- Beitir Nk 123  á Landleið i Lónsbugt i dag © Mynd þorgeir Baldursson
Mokveiði á loðnumiðunum i gær og dag Öll skip Sildarvinnslunnar i Neskaupstað fylltu sig i gær
og voru þau fyrstu i löndun i gærkveldi þau komu siðan hvert af öðru og héldu strax til veiða að löndunn lokinni hérna má sjá Beitir Nk i Lónsbugtinni i dag á leið til Neskaupstaðar með um 2000 tonn
12.03.2013 11:58

Stillum veiðunum í hóf til að hafa ferskt hráefni

                            Skipverji á Kleifarbergi RE 7  © Mynd úr safni Ottó Harðarssonar 

                                  Kleifarberg RE 7 © Mynd þorgeir Baldursson 

                Hluti áhafnar Kleifarbergs RE 7 © mynd úr safni Ottó Harðarssonar

"Það er einfalt, hér er miklu meira en nóg," segir Víðir Jónsson, skipstjóri á frystitogaranum Kleifabergi RE-7, sem er að veiðum í Barentshafi. "Það er mikið af fiski og mjög góður fiskur. Hann er fullur af hrognum."

Kleifabergið er sunnarlega í Barentshafi, á svonefndum Lófótenmiðum. Í Morgunblaðinu í dag segir Víðir að fá skip séu þar að veiðum en nú sé komið annað íslenskt skip. Hinir íslensku togararnir eru norðar í Barentshafi. "Við reynum að stilla veiðunum í hóf til að hafa hráefnið alltaf ferskt."

Lækkandi verð á afurðum kemur illa við skipverja og útgerð Kleifabergsins, eins og aðra. Víðir ber saman tvo túra með árs millibili. "Í byrjun árs í fyrra fór Kleifabergið á þetta svæði og fiskaði fullfermi sem lagði sig á 298 milljónir. Nákvæmlega tólf mánuðum síðar fórum við á sama svæði og sigldum heim með fullfermi en sá túr lagði sig á 216 milljónir."

Teksti mbl.is myndir Ottó Harðarsson og Þorgeir Baldursson 

10.03.2013 21:57

Loðnuveiðar 2013

            1903- Þorsteinn ÞH 360 Kastar Nótinni © mynd þorgeir Baldursson 

                       1610-Isleifur VE 63 dregur nótina © mynd Þorgeir Baldursson 

          2618- Jóna Eðvalds SF 200 með nótina á siðunni © mynd Þorgeir Baldursson 
Nokkrar svipmyndir Af loðnuveiðum að sögn sjómanna er litið að sjá og fremur liklegt að þetta séu endalokin á þessari vertið að minnsta kost ef að ekki finnst önnur ganga fljótlega 

07.03.2013 12:36

Reval Viking EK 1202

                    Reval Viking Ek 1202 © Mynd Þorgeir Baldursson 2012

                     Reval Viking á siglingu © mynd þorgeir Baldursson 2013

               Svo var snúið og haldið til Hafnarfjarðar © mynd Þorgeir Baldursson 

       Reval Viking EK 1202 kemur til Hafnarfjarðar © mynd þorgeir Baldursson 2013

                 Komið að bryggju i Hafnarfirði © mynd þorgeir Baldursson 2013

                Hluti áhafnarinnar ásamt Skipstjóranum © mynd Þorgeir Baldursson 2013

                 Skipstjórinn Eirikur Sigurðsson © mynd þorgeir Baldursson 2013

 Einar Már Gunnarsson netamaður ® mynd þorgeir Bald 2013

Reval Viking landar 250 tonnum af rækju í Hafnarfirði

Nýr rækjutogari sem

Íslendingar tengjast

 

Útgerðarfélag í Eistlandi, sem íslenskir aðilar tengjast, hefur keypt norska rækjutogarann Remöy Viking, að því er Hjálmar Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Reyktal þjónustu ehf. umboðsaðila skipsins, sagði í samtali við Fiskifréttir. Skipið kom til Hafnarfjarðar í vikunni úr sinni fyrstu veiðiferð í eigu nýrra aðila og landaði um 250 tonnum af rækju.

Gert út frá Eistlandi

Nýja skipið, sem fengið hefur nafnið Reval Viking, var smíðað árið 2000 og er 2.350 brúttótonn að stærð, með 7.500 hestafla vél. Það er 61 metri að lengd. Kaupandi þess er eistneska félagið Reval Seafood og er skipið skráð í Eistlandi. Reval Seafood er í 50% eigu danska félagsins Ocean Prawns og 50% í eigu eistneska fyrirtækisins Reyktal AS, en Íslendingar tengjast því félagi.

Reyktal AS gerir út rækjutogarana Eldborg, Taurus og Ontika. Ocean Prawns í Danmörk gerir út Ocean Tiger og tvö skip í Kanada í samvinnu við kandadíska aðila: Ocean Prawns og Atlantic Enterprise.

Treg veiði

Reval Viking hóf veiðar 10. janúar við Austur-Grænland. Hjálmar sagði að mun minni veiði væri þar á veiðidag en undanfarin ár og því hefði fyrstu túrinn dregist á langinn. Um er að ræða stór og fallega rækju, hefðbundna Dohrnbankarækju, sem er unnin og soðin um borð. Skipstjóri á Reval Viking er Eiríkur Sigurðsson.

nánar i nýjustu Fiskifréttum 

 

 


06.03.2013 17:59

Skipamyndir frá Reykjavik

           Varðskipið þór á útleið frá Reykjavik i gær © Mynd Þorgeir Baldursson 2013

                           Jötunn á leið i skip © mynd þorgeir Baldursson 2013

                                          Ágjöf © mynd Þorgeir Baldursson 2013

                          Svona var veðrið i gær © mynd þorgeir Baldursson 2013

04.03.2013 20:11

Arfavitlaust veður á Sigurbjörgu ÓF 1

                              1530-Sigurbjörg Óf 1 mynd þorgeir Baldursson 
Foráttu veður er nú útifyrir norðurlandi og heldur Sigurbjörg ÓF sjó útaf Melrakkssléttu 
Heimsiglingu frestað vegna veðurs. Höldum sjó NA af Sléttu 23-33 m.á sek, kemur fram 
á Fb siðu eins skipverjans 

04.03.2013 00:29

1327-Gunnbjörn is 302

                        1327- Gunnbjörn is 302 © mynd þorgeir Baldursson 2013
Gunnbjörn is á leið til löndunnar á Isafirði á fimmtudaginn i siðustu viku  og fór svo út um kl 20 i kvöld en skipið hefur verið á rækjuveiðum og landar  hjá Kampa i Bonungarvik 

03.03.2013 21:50

Húsvikingar i Afriku

                                     ADRAR © Mynd Baldur Sigurgeirsson 2013
Erum á ankeri utan við Dakhla. Ég og Einar stýrimaður fórum 2 ferðir á MOB bátnum í land. Fyrst til að ná í vistir og seinni ferðin til að skila af okkur laumufarþega sem hér fannst í morgun. Það var nokkur vindur,ansi hlýr, og báturinn lét illa, samt reyndi ég að taka mynd af dallinum. Var reyndar bara með símann á mér. Þetta var útkoman. Annars liggur vel á öllum í sólinni hér í W.Sahara.Húsvikingarnir Baldur Sigurgeirsson og Svafar Gestsson eru vélstjórar á þessu skipi


03.03.2013 14:56

Skipamyndir 2013

Nokkrir Bátar sem að lágu fyrir linsunni þegar komið var til hafnar á Patreksfirði fyrir nokkrum dögum þar sem að tekið var stutt stopp 


                        2093-Jón Páll Ba 133 © Mynd þorgeir Baldursson 2013 

                         2811- Fönix Ba 123 © mynd þorgeir Baldursson 2013

                               1252- Tákni BA 64 © mynd þorgeir Baldursson 2013

                       2389- Gisli Ba 245 © mynd þorgeir Baldursson 2013

                               6857-Andri Ba 110 © mynd þorgeir Baldursson 2013

                         7369-Mávur Ba 311© mynd þorgeir Baldursson 2013

                       1591-Núpur Ba 69 © Mynd þorgeir Baldursson 2013

                           7437- Svanur Ba 54 © mynd þorgeir Baldursson 2013

                             7433- Sindri Ba 24 © mynd þorgeir Baldursson 2013

                          6990-Mjölnir Ba 111 © mynd þorgeir Baldursson 2013

                           6021-Bjarni Ba 83 © mynd þorgeir Baldursson 2013

                        6376- Stapi Ba 79 mynd þorgeir Baldursson 2013

                                  2681-Vörður 2 © Mynd þorgeir Baldursson 2013

                    182-Vestri Ba 63 © mynd þorgeir Baldursson 2013

                         1074- Arnarfell Hf 90 © Mynd þorgeir Baldursson

                      1527-Brimnes Ba 800 © mynd þorgeir Baldursson 2013

                        2335-Petra Ve 35 © mynd þorgeir Baldursson 2013

                     259-Jökull ÞH 259 © mynd þorgeir Baldursson 2013

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 736
Gestir í dag: 63
Flettingar í gær: 15631
Gestir í gær: 284
Samtals flettingar: 672007
Samtals gestir: 32053
Tölur uppfærðar: 30.5.2024 15:21:14
www.mbl.is