Færslur: 2008 Júlí

31.07.2008 10:00

Bátslikan úr Eyjum

                                                  © mynd Tryggvi Sigurðsson
Tryggvi Sigurðsson hinn kunni hagleiksmaður og vélstjóri á Frá VE sendi mér nokkar myndir  nú nýverið og þar með þessa af bátslikani  sem að hann hefur smiðað en hann hefur verið afkasta mikill á þeim sviðum og ber handverk hans þess glögt merki nú er spurt hvað heitir báturinn sem að hér sést

31.07.2008 00:01

Myndakorn úr Grindavík

                       Myndasyrpu sú sem birtist hér var tekin í sumar á sjómannadaginn í Grindavíkurhöfn og er kallað hér MYNDAKORN. Ljósmyndari var Emil Páll. Ekki þarf texta undir hverja mynd fyrir sig, því það sjá flestir örugglega hvað þær segja hver fyrir sig.
                                  Frá Grindavík  © myndir Emil Páll 2008

30.07.2008 15:18

veðurbliða á Húsavik


                    veðurbliða © myndir þorgeir Baldursson 2008
þegar siðuritarari var á húsavik i morgun var um 23 stiga hiti og var mikið lif og fjör við höfnina hjá hvalaskoðunnarfyrirtækjumum við að koma sinum farkostum á sjó og hérna fyrir ofan má sjá þá Ivar , Halldór , Helga ,og Nonnabegg  fylgjast með þegar fleyturnar lögðu i hann ein af annari

30.07.2008 08:57

Siggi Þorsteins og Haukur á leið í pottinn


 Siggi Þorsteins og Haukur EA við bryggju í Njarðvíkurhöfn í morgun © mynd Emil Páll 2008
Siggi Þorsteins ÍS 123 er nú við bryggju í Njarðvíkurhöfn, en þangað kom hann í gær á leið sinni til Danmerkur þar sem hann fer í pottinn fræga, þ.e. niðurrif. Til stóð báturinn yrði seldur til Afríku, en ekkert varð úr þeirri sölu og því fer hann sömu leið og allt of margir hafa farið að undanförnu þ.e. í brotajárn. Ekki fer Siggi Þorsteinn þó einn yfir hafið því hann dregur með sér Hauk EA 76, en vélin hrundi í þeim báti á síðasta ári. Vonast menn til að geta lagt í hann síðar í dag eða í kvöld.
 
     11. Siggi Þorsteins ÍS 123 kemur til Njarðvíkur i gær © mynd Hilmar Bragi vf.is

  Unnið við að gera 236. Hauk EA 76 klárann fyrir ferðina yfir hafið © mynd Emil Páll 2008.

29.07.2008 23:59

Þakka fyrir áskoranirnar, lofið og stuðninginn


                            2428. Margrét HF 148 © mynd Emil Páll 2008.
Þó ég komi hér með eina færslu, segir það ekkert til um framhaldið, heldur að ég vil þakka fyrir stuðninginn, áskoranirnar og allt lofið sem ég hef fengið bæði hér á síðunni og eins með öðrum hætti. En þegar mál eru komin í þennan farveg, getur oft verið erfitt að draga sig til baka. Því hef ég tekið mér frest fram yfir helgi til að ákveða með framhaldið. En fyrst ég er á annað borð farinn að skrifa færslu set ég inn tvær myndir sem ég tók nýlega, aðra tók ég í Reykjavík en hina í Hafnarfirði.
                                                                                                Mbk. Emil Páll

                                   1056. Arnar ÁR 55 © mynd Emil Páll 2008

28.07.2008 23:49

Bloggathugasemdir

Að gefnu tilefni vill siðueigandi biðja  þá sem að blogga  athugasemdir hérna inná siðunni að vanda mállfar  sitt og vera ekki með  tilsvör á þeim nótum að sært geti þá sem að koma og lesa athugasemdinar.  Gerum góða siðu betri.

28.07.2008 20:39

Vélarvana bátur dregin i land


                      © Ósk KE 5 mynd  VF.IS/Hilmar Bragi Bárðarsson
                              © Ósk KE 5 Mynd VF.IS/ Hilmar Bragi Bárðarsson 
Netabáturinn Ósk KE 5 var dregin vélarvana til Keflavíkur í dag. Óskað 
var eftir aðstoð frá björgunarskipinu Hannesi Þ. Hafstein um 
hádegisbil en þá hafði gír bilað í Ósk KE þar sem hún var að veiðum 
norðarlega í Faxaflóa. Björgunarskipið var þegar mannað. Dráttartaug 
var komið um borð í Ósk KE og stefnan tekin á Keflavík. Þar var afla 
úr veiðiferðinni landað og síðan munu verkstæðismenn laga bilunina í 
skipinu.
Björgunarskipið Hannes Þ. Hafstein er gert út frá Sandgerði er rekið 
af björgunarsveitunum Sigurvon í Sandgerði og Björgunarsveitinni 
Suðurnes í Reykjanesbæ. Björgunarskipið hét áður Oddur V. Gíslason og 
var gert út frá Grindavík.
Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar björgunarskipið kom með Ósk KE 
til hafnar í Keflavík nú síðdegis en hafnsögubáturinn Auðunn frá 
Keflavík aðstoðaði við að koma Ósk KE að bryggju. Gott var í sjóinn í 
dag og sóttist ferðin vel hjá björgunarskipinu.
Ljósmyndir: Víkurfréttir / Hilmar Bragi Bárðarson


28.07.2008 11:41

Mettúr hjá Margreti EA 710


                            Margret EA 710  Mynd Þorgeir Baldursson 2007

Margrét EA fékk síðastliðinn föstudag stærsta hal í flotvörpu sem vitað er um hérlendis. Hífði Margrétin upp eftir tíu tíma þrettán hundruð tonn af fiski og var 90% fisksins makríll en afgangurinn síld. Skipið var við veiðar út af Austfjörðum.  Þar sem svo stór hluti aflans er makríll þykir ljóst að verðmæti aflans er mikið.

Ekki er vitað um að skip hafi áður fengið svo mikið í einu hali í flotvörpu en vitað er um eitt skip, Voyager, sem fékk árið 2006 1150 tonn. Ekki er vitað hvað skip hafa mest fengið erlendis en sumir telja að afli Margrétar eigi erindi á heimsmetalistann.

"Þau gerast ekki stærri en þetta"

Kristinn Snæbjörnsson sem var skipstjóri Margrétar í túrnum sagði að höl gerðust ekki stærri en þetta. "Þetta kom okkur mjög á óvart og það var heppilegt að það vorum við sem fengum þetta því Margrét er eina skipið sem er nægilega vel útbúið til að geta tekið svo stórt hal."

Veiðin á svæðinu var hin fínasta eftir þetta, líka hjá öðrum skipum. Nú er verið að veiða makríl sem er utan kvóta og síld kemur með. Er oft verið að fá svona 600 tonn í einu svo að munurinn á því og hali Margrétar er mikill.

Margrétin var pöruð með öðru skipi eins og venjan hefur verið í sumar og hefur það gefist vel. Þriðja skipið kemur svo reglulega og ferjar afla í land.

Margrétin hélt í land með fullfermi eftir að hafa verið fjóra daga í túrnum. Samtals veiddu skipin tvö 3900 tonn á þessum fjórum dögum. Heimild mbl.is

27.07.2008 12:52

Nýr Portland VE til Eyja


                                Arney HU 36    © Mynd Þorgeir Baldursson 2007

 Arney HU hét upphaflega  Viðir II og var hvað þekktastur sem mikið aflaskip undir stjórn hins fræga aflaskipstjóra Eggerts Gislasonar sem að rótfiskaði á þennan bát  

 

Útgerðin Kæja stækkar við sig

Nýr 100 tonna bátur sem fær nafnið Portland eins og forveri sinn síðar í vetur

Útgerðin Kæja stækkar við sig  

Nýr bátur kom til heimahafnar í síðustu viku en það er útgerðin Kæja hf. sem kaupir tæplega 200 tonna stálbát, Arney HF-361 en síðar mun báturinn bera nafnið Portland eins og forveri sinn. Það eru feðgarnir Benóný Benónýsson og synir hans Benóný og Jóhann sem gera út skipið sem er um 135 brúttó­rúmlestir og gert út á dragnót eða snurvoð. Báturinn kemur frá Grindavík en var smíðað í Noregi árið 1960. Bátnum var breytt talsvert 1984 og lagfærður að nýju fyrir nokkrum árum eftir bruna. Þá var skipt um allar raflagnir, sett ný ljósavél og skipt um alla innanstokksmuni svo dæmi séu tekin.

Gengið vel í byrjun
Benóný yngri varð fyrir svörum þegar Vaktin forvitnaðist um kaupin á bátnum. "Þetta hefur gengið ágætlega hjá okkur. Við erum búnir að fara í tvo túra, erum í dagróðri, förum snemma út og komum inn um kvöldið. Við höfum verið að veiða flatfiska, sólkola og rauðsprettu og verðum líklega í því fram að Þjóðhátíð. En þetta eru talsverð viðbrigði fyrir okkur enda mun stærri bátur en gamla Portlandið. Gamli báturinn var tæp tíu tonn, sem var reyndar búið að teygja og toga til en þessi er mun stærri og öflugri. Þetta er líka algjör­lega breytt útgerðar­mynstur hjá okkur. Til þessa höfum við bara verið á netum en færum okkur yfir á snurvoð. Báturinn er líka útbúinn fyrir troll en ég á ekki von á því að við förum á troll. Við ætlum svo að skipta um nafn seinna á árinu, þegar öll pappírsvinnan er að baki."

Hagkvæmt að vera á snurvoð
Benóný segir veiðar á snurvoð hagkvæmar, reyndar svo hag­kvæmar að hægt sé að gera út á leigukvóta. "Það eru nokkrir bátar á snurvoð sem gera ein­göngu út á leigukvóta og gengur vel. Olíukostnaðurinn er lítill á þessum veiðum og hagkvæmt að gera út á snurvoð hér í Eyjum. Það er þess vegna dálítið sérstakt að við séum eini báturinn sem gerum út á snurvoð í Eyjum. Við erum ekki nema hálftíma til klukkutíma á góð mið og svo í haust opnast góð svæði hér upp í fjöru við Suðurströndina. Drag­nóta­bátarnir af Suður­nes­junum komu mikið við hér í Eyjum síðasta haust þar sem þeir sóttu í þessi svæði hérna í kring. En svo er aldrei að vita, hugsanlega fara fleiri að skoða snurvoðina. Maður heyrir það að vegna olíukostnaðar séu menn alvar­lega að skoða snurvoðina."
Fimm til sex verða í áhöfn bátsins en Benóný telur að þeir verði áfram á snurvoð og á sömu slóðum og þeir hafa verið á. "Við höfum svo alltaf möguleikann á að vera lengur úti en einn dag, getum svolítið hagað segli eftir vindum í þessu," sagði Benóný að lokum.

Heimild Vaktin .is

26.07.2008 10:26

Mærudagar Húsavik 2008


                                            © Mynd þorgeir Baldursson 2008
Það var mikil og góð stemming á Mærudögum á Húsavik i gærkveldi og eins og sjá má, var veðrið allveg eins og best var á kosið fleiri myndir eftir helgi i myndaalbúmi

26.07.2008 10:05

Smáey VE 144


                                           © Mynd Tryggvi Sigurðsson 
Tryggvi Sig sendi mér þessa mynd af  Smáey VE 144 og kann ég honum bestu þakkir fyrir afnotin
Togbáturinn Smáey VE frá Vestmannaeyjum skilaði mestu aflaverðmæti í bátaflotanum á árinu 2007 eða 477 milljónum króna. Smáey var einnig efst í þessum flokki árið áður en þá með 451 milljón króna. Afli bátsins á árinu 2007 nam 3.076 tonnum samanborið við 3.060 tonnum árið áður. Meðalverð miðað við afla upp úr sjó var 155 krónur kílóið samanborið við 147 kr/kg árið á undan. Heimild fiskifréttir

25.07.2008 01:25

Júlli Dan ÞH 364


                                         © mynd Þorgeir Baldursson 1997
233- Júlli Dan ÞH 364 á loðnuveiðum árið 1997 hver er saga hans

24.07.2008 00:17

Veiðar án kvóta innan landhelgi


                                           © myndir Þorgeir Baldursson 1997 og 2008
Það er talsverður stærðarmunur á þessum tveimur skipum myndin af Þórshamri er tekin i innsiglingunni til Djúpavogs en Júlíana Guðrúnu i Sangerðishöfn og nú væri gott að heyra álit ykkar um þennan gjörning Ásmundar

24.07.2008 00:04

Monica GK 136


                           2110. Monica  GK 136 © mynd Emil Páll 2008.

24.07.2008 00:00

Björgunarskipið Sigurvin


                                        2293. Sigurvin © mynd Emil Páll 2008.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 15
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 1144
Gestir í gær: 218
Samtals flettingar: 648781
Samtals gestir: 30605
Tölur uppfærðar: 23.5.2024 00:33:31
www.mbl.is