Færslur: 2014 Desember29.12.2014 23:54Nuevo Barca EX VesturvonNuevo Barca Mynd Shippspotting.com Fyrrverandi færeyski Flakafrystitogarinn Vesturvón hefur nú fengið nafnið Nuevo Barca og heimahöfn í Vigo í Spáni.
Það var i vor félag i eigu Anfinn Olsen í Fuglafirði keypti Verksmiðjutogarann Odra frá Þýska félaginu DFFU og skrásetti skipið í færeyska flotanum fyrir Vesturvón. Skipið fekk nafnið Akraberg, Sem að er kennt við skipsnafn í Fuglafirði. Vesturvón fór seinnipart sumars niður til þýskalands þar skipið hefur legið þar til nú. Nuevo Barca er nú á leið til spánar og verður sennilega í Vigo sunnudaginn.Vesturvón var smiðuð 1987. Það var Ólavur Petersen og fleiri sem létu smiða skipið en fyrir nokkrum árum keypti Anfinnur Olsen skipið. Vesturvón var skrásett í Sørvági öll árin og var skipið með heimahöfn i Færeyjum alla tið Skrifað af Þorgeir 29.12.2014 23:21Fáir á sjó
Skrifað af Þorgeir 26.12.2014 14:14Bryggjurúntur JólaskipamyndirNokkrar jólaskipamyndir teknar i nótt
Skrifað af Þorgeir 14.12.2014 21:47Smábáta höfnin Bótin i Vetrarham i dagNokkar myndir úr Bótinni i dag það hefur snjóað helling siðustu daga eins og þessar myndir bera með sér
Skrifað af Þorgeir 07.12.2014 22:47Varðskipið Þór á góðri siglinguÞað er sannarlega gaman að sjá hið Glæsilega varðskip okkar á 15 milna ferð en flugdeild LHG tók þessar myndir á dögunum og fékk ég leyfi Hrafnhildar Stefánsdóttur til að birta þær hérna
Skrifað af Þorgeir 04.12.2014 20:28Kynslóðaskipti i Köfun á IsafirðiÞað þykir til tiðinda þegar ungir menn taka við feðrum sinum eins og er að gerast á isafirði þar sem að Hafsteinn Ingólfsson hefur stundað köfun um áraraðir og nú er Stefán sonur hans að taka við og hérna sjáum við þá feðga gera sig klára við togarann Ásbjörn RE sem að hafði fengið i skrúfuna og var dreginn inn til Isafjsarðar af Sturlaugi H Böðvarssyni Ak Myndirnar tók Halldór Sveinbjörnsson og kann ég honum bestu þakkir fyrir afnotin
Skrifað af Þorgeir 04.12.2014 17:39Nýr Bátur Til Dalvikur i dagTveir Athafnamenn frá Dalvik Þeir Björn og Baldur Snorrasynir hafa keypt 2209 Blika Su Frá Stöðvarfirði og kom hann til Dalvikur i dag og var sjósettur þar i dag báturinn mun fá nafnið Binni EA en fyrir áttu þeir bát með þessu nafni sem að var seldur nýverið ætlunin er að hann verði gerður út á strandveiðar og Grásleppu að minnsta kosti til að birja með
Skrifað af Þorgeir 04.12.2014 14:32Barði Nk Héldur til veiða i dag
Skrifað af Þorgeir 03.12.2014 20:01Þrjú skip með 4800 tonna kolmunna til Neskaupstaðar
Beitir NK, Börkur NK og Bjarni Ólafsson AK hafa að undanförnu verið að kolmunnaveiðum í færeysku lögsögunni. Beitir hélt fyrst til veiðanna og er nú á landleið með nánast fullfermi eða rúmlega 2000 tonn. Börkur er einnig á landleið með 1400 tonn og Bjarni Ólafsson með 1300 tonn. Tómas Kárason skipstjóri á Beiti sagði í samtali við heimasíðuna að það væri töluvert þolinmæðisverk að fá í skipið. „Við fengum þennan afla í átta holum en það er eitt hol á dag. Við drógum gjarnan í kringum 18 tíma. Aflinn var misjafn; besta holið gaf 450 tonn en það lakasta var undir 200 tonnum. Við vorum gjarnan að fá um 10 tonn á tímann en svo hittum við stundum á góða bletti sem gáfu meira. Við reiknum með að koma til Neskaupstaðar í fyrramálið. Það er leiðindabræla á leiðinni og við tökum góðan tíma í keyrsluna“.
Börkur og Bjarni Ólafsson hófu veiðar nokkru á eftir Beiti og hefur árangurinn hjá þeim verið svipaður. Nú spáir leiðindaveðri á veiðislóðinni. www.svn.is Myndir Þorgeir Baldursson 2014 Skrifað af Þorgeir 03.12.2014 09:33Brettingur búinn með Kvótan við GrænlandBrettingur RE 508 kom til hafnar i Reyjkavik fyrir tveimur dögum eftir að hafa verið við veiðar við Grænland Það var Dótturfyrirtæki Brims Arctic Prime Production Sem að hafði skipið á leigu og var aflanum landað i frystihús félagsins i Qaqortoq Alls var kvótinn um 3000 tonn sem að skiptist á tvo skip og sem fyrr segir kláraðist hann fyrir stuttu siðan og er ætlunin að halda aftur á miðin þann 3 janúar 2015 en þá hefst nýtt kvótatimabil á Grænlandi
Skrifað af Þorgeir 02.12.2014 21:56Flutningur Fiskistofu norður til Akureyrar
Skrifað af Þorgeir 02.12.2014 20:032732 Skinney SF 20 i slipp fyrir norðanSkinney SF 20 var að leið i slipp á Akureyri nú undir kvöld og siðan er gert ráð fyeir systurskipi þess fljótlega og virðast vera næg verkefni hjá slippnum að minnsta kosti allan þennan mánuð
Skrifað af Þorgeir 01.12.2014 15:26Landlega vegna brælu á IsafirðiStórvinur minn Halldór Sveinbjörnsson sendi mér þessar myndir sem að voru teknar i morgun af nokkrum togurum sem að komu til hafnar á Isafirði til að nýta sér bræluna sem að var á miðunum og notuðu sumir tækifærið og lönduðu afla og tóku vistir og kann ég Halldóri bestu þakkir fyrir Afnotin á myndunum
Skrifað af Þorgeir
|
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 1652 Gestir í dag: 34 Flettingar í gær: 3977 Gestir í gær: 101 Samtals flettingar: 904508 Samtals gestir: 45712 Tölur uppfærðar: 11.10.2024 06:43:16 |
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is