Færslur: 2008 Apríl28.04.2008 22:05Niðurrif.Hér má sjá endalok báts sem var smíðaður fyrir íslendinga 1967 og hét upphaflega 1038 Gideon VE 7. Skrifað af Þorgeir 27.04.2008 21:49Hvaða skip eru þetta ?Hér má sjá sjö skip úr flota okkar íslendinga,en aðeins eitt þessara skipa er enn í flotanum.En hvaða skip eru þetta ? Skrifað af Þorgeir 25.04.2008 19:43Eldri Sóley SigurjónsEftir um viku er sá togari sem taka mun við hlutverki þessa og hét áður Sólbakur, vera væntanlegur úr miklum breytingum í Póllandi. Þar sem ekki hefur tekist að selja eldri Sóleyju Sigurjóns sem hér sést, hefur hún fengið skráninguna GK 208, en heldur nafninu. Skrifað af Þorgeir 24.04.2008 21:29Þekkið þið þennan?Þessi var smíðaður fyrir íslendinga 1965 og gerður síðan út hérlendis undir ýmsum nöfnum í rúm 30 ár að hann var seldur erlendis og er í eigu spánverja en með heimahöfn í Skotlandi. Þekkið þið hvaða bátur þetta er? Skrifað af Þorgeir 24.04.2008 18:10Nýtt skip
Skrifað af Þorgeir 24.04.2008 07:01Gleðilegt sumarSendum lesendum síðunnar bestu óskir um gleðilegt sumar. Vegna vandræðagangs okkar hjálparmanna Þorgeirs við að koma inn myndum og eins vegna bilunar hjá 123.is er þetta myndarlaust. Flytjum þó tvær fréttir úr heimi bátanna. 2325. Heitir nú Arnþór GK 20, en Nesfiskur ehf. í Garði keypti bátinn fyrir ári síðan, en þá hét hann Geir KE 6 og þar áður hét hann Reykjaborg KE og Reykjaborg RE. Báturinn var smíðaður á Ísafirði 1998. 1146. Siglunes SH 22 sem selt var á dögunum virðist annað hvort hafa verið skilað eða eitthvað, því samkvæmt vef Fiskistofu er það nú aftur skráð í eigu Brims ehf. Báturinn var smíðaður á Akranesi 1971. Skrifað af Þorgeir 22.04.2008 22:48HjálparmennSíðuritstjóri hefur fengið tvo hjálparmenn, tvo bátagrúskara og munu þeir fylla í skarðið meðan síðuritstjóri er á sjó. Skrifað af Þorgeir 22.04.2008 21:49Þekkið þið þennan
Skrifað af Þorgeir 22.04.2008 21:04Húni á leið i slipp©mynd þorgeir baldursson 2008 Eikarbáturinn Húni 2 hefur verið tekinn i slipp og hefur verið unnið að talverðum endurbótum á meðal annas var dekkið tekið , kalfattað ,pússað og lakkað ásamt ýmssum öðrum smáverkum siðan munu slipparar mála bátinn að utan , lakka bolinn ,og sinka ,svo að hann verði klár fyrir sumartraffikina og er von siðuritara að menn verði duglegir að fara i ferðir með honum i sumar Skrifað af Þorgeir 21.04.2008 15:43Fagervoll EX Háberg GK
Skrifað af Þorgeir 21.04.2008 00:01Siðuritari að störfum©Myndir Þorgeir Baldursson 2007-2008 Hérna fyrir ofan má sjá Sigurð Daviðsson setja inn færslu en hann er einmitt siðuhöfundur ásamt Brynjari Arnarssyni en þeir halda úti heimasiðu um skipið og frækna sigra sem að Björgvins menn þreyja við Ægir og hafa fram að þessu unnið allar viðureignirnar annas er slóðin www.123.is/bjorgvinea Skrifað af Þorgeir 20.04.2008 21:32KROSSANES RIFIЩMYNDIR Þorgeir Baldursson Það er fátt sem að minnir á gömlu Krossanes verksmiðjuna en nánast er búið að rifa hana og ekki batnar ástandið þvi að járnhaugurinn stækkar dag frá degi svo er ennþá verið að rifa skip þarna og satt að segja finnst mönnum sem að siðuritari hefur talað við þetta vera með ólikindum hversu seint gengur að gera svæðið klárt fyrir þessa Álþynnu verksmiðju setti hérna inn nokkrar myndir til að sýna ykkur hvernig þetta var i denn Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 1652 Gestir í dag: 34 Flettingar í gær: 3977 Gestir í gær: 101 Samtals flettingar: 904508 Samtals gestir: 45712 Tölur uppfærðar: 11.10.2024 06:43:16 |
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is