Færslur: 2013 Júní

30.06.2013 23:05

7775 -Amma Kibba

  7775  Amma Kibba Skömmu eftir Sjósetningu á Akureyri  © mynd Þorgeir Baldursson 

          Stjórntækin er af fullkomnustu gerð © mynd þorgeir 2013

        Aðalvélarnar eru 2 x400 Hp af volvo gerð © mynd þorgeir 2013

                 Tvær skrúfur Dual pro er á bátnum © mynd þorgeir 2013

      Kalli Geirs tekur oliu © mynd þorgeir 2013

                  Lagt i ferðina til Húsavikur © mynd þorgeir 2013

             Siglt út Eyjafjörð á 45,6 milum © mynd þorgeir 2013

      Stoppað i Hrisey © mynd þorgeir Baldlursson 2013

                   Komið að Flatey © mynd þorgeir Baldursson 2013

                          Bongó bliða á leiðinni © mynd þorgeir 2013

         Stoppað i Flatey i stutta stund © mynd þorgeir Baldursson 2013

    Siðan var haldið siðasta spottann til Húsavikur © mynd þorgeir 2013

 Amma Kibba á siglingu á Skjálfandaflóa © Mynd þorgeir Baldursson 2013

      Hraðskreiðasta Amma landsins © mynd þorgeir Baldursson 2013 

         7775- Amma Kibba I fyrstu ferðinni © mynd þorgeir Baldursson 2013

Það var mikil skemmtun nú fyrir stuttu þegar mér baust að vera farþegi i

i nýjum hvalaskoðunnarbát Ömmu Kibbu sem að átti að sigla frá Akureyri til 

Húsavikur um borð voru nokkrir vinir og velunnarar eigandans ásamt Móður

hans en hún er einmitt dóttir konunnar sem að báturinn er skirður eftir og er

skemmst frá þvi að segja að ferðin gekk eins og i sögu þvi að gott var i sjóinn

og þetta þvi hin besta skemmtun 

 

 

 

30.06.2013 14:10

Beitir NK 123

Beitir NK 123 á Eyjafirði um miðnætti i gærkveldi © mynd þorgeir Bald 2013

 

            Beitir Nk 123  á útleið © mynd þorgeir Baldursson 2013

Fallegt Sólarlag þegar Beitir NK 123 sigldi heimleiðis i gærkveldi © mynd þorgeir 

Það var fallegt Sólalagið i gærkveldi þegar Beitir Nk 123 hélt til heima hafnar eftir

viðhald hjá Slippnum á Akureyri 

 

 

30.06.2013 13:37

1512 -Jón kjartansson Su 111

         Sett á Fulla ferð fyrir Heimstim © mynd þorgeir Baldursson 2012

                Kominn á stefnuna © mynd þorgeir Baldursson 2013

         Stýrið Prufað tekin STB beyja © mynd þorgeir Baldursson 2013

            Og siðan i hart i bak © mynd Þorgeir Baldursson 2013

 Skipstjóra frúin Inga Rún Sigfúsdóttir myndaði á meðan © mynd Þorgeir 2013

Uppsjávarskip Eskju H/F Jón kjartansson Su 111 hélt til heimahafnar á Eskifirði i gærkveldi eftir viðgerð i Slippnum á Akureyri þar sem að meðal annas var lagfært stýri skipsins Gretar Röggvaldsson skipstjóri tók smá hring fyrir ljósmyndarann og kann ég honum bestu þakkir fyrir 

 

 

 

 

 

 

 

29.06.2013 17:20

Hvalaskoðun á Eyjafirði i morgun

 
 

Hvalur í hverri ferð.

Reglulegar hvalaskoðunarferðir hafa verið í boði frá Akureyri það sem af er sumri. Samkvæmt upplýsingum frá Ambassador sem gerir út samnefndan bát til ferðanna frá Torfunefsbryggjunni hefur sést hvalur í hverri einustu ferð bátsins og einungis í einni ferð sem ekki tókst að sýna hval með ásættanlegum hætti. Í morgun var þessi mynd tekin af Ambassador með Hnúfubak við bátinn en þeir hafa sést í öllum ferðum nema tveimur það sem af er sumri. Eyjafjörðurinn er kjörinn til hvalaskoðunar, alltaf sléttur sjór enda fjörðurinn vel varinn á alla kanta. Þeir hjá Ambassador segja það lýgilegt að enginn hafi enn orðið sjóveikur í ferð með þeim ennþá. Boðið uppá 3 ferðir á dag alla daga vikunnar.

 

24.06.2013 22:18

Kvöldsólastemming i Eyjafirði

                 Kvöldstemming við Höfnina © mynd þorgeir Baldursson 2013

                 Horft á sólarlagið með brosi á vör © mynd þorgeir Baldursson 2013
Það er oft fallegt sólalagið við Eyjafjörð eins og þessar myndir bera með sér

23.06.2013 10:27

Óli Gisla Hu212 græjaður á Makrilveiðar hjá Dng á Akureyri

                Óli Gisla Hu 212 i slippnum © mynd þorgeir Baldursson 2013

             Talsverður búnaður fylgir makrilveiðum © mynd þorgeir Baldursson 2013

                Dráttarbúnaðurinn eru öflugarvindur © mynd þorgeir Baldursson 2013

                   Haldið heimleiðis i gærkveldi © mynd Þorgeir Baldursson 2013

                           Tekin smá hringur © mynd þorgeir Baldursson 2013

                               klár i heimstim © mynd þorgeir Baldursson 2013

                Sett á fulla ferð heimleiðis © mynd þorgeir Baldursson 2013

                    Siglt út Eyjafjörð i bliðu veðri © mynd þorgeir Baldursson 2013
Plastbáturinn Óli Gisla HU 212 hefur verið i Breytingum hjá DNG á Akureyri i bátinn var  settur Makrilbúnaður sem samanstendur af  8 tækjum með um 40 krókum hvert smiðuð voru álkör i lestina og Sjópústi breytt i þurrpúst ásamt öðru smálegu sem að tengist slipptöku   það kláraðist um helgina og hélt báturinn til heimahafnar eftir prófanir stafsmanna DNG i gærkveldi 
                    

23.06.2013 00:44

Jósup VA 450 ný ferja til Færeyja

Farþegaskip til Færeyja

Seigla hefur nú nýlokið smíði ferju fyrir Færeyinga. Ferjan er hin glæsilegasta í alla staði og haft var í fyrirrúmi að þægindi fyrir farþega yrði með sem besta móti. Ferjan rúmar yfir 70 farþega í sæti innandyra ásamt bekkjum með sætum á efra dekki fyrir a.m.k. 20 farþega. Ganghraði ferjunnar er um 22 sjómílur á klukkustund. Í reynslusiglingu var ganghraði skipsins um 32 mílur, en vegna takmarkana á hraða farþegaflutningaskipa í Færeyjum hefur nú ganghraði ferjunnar verið takmarkaður við 22 sjómílur. Stærð ferjunnar er 15 metrar að lengd og 5,20 metrar að breidd.

Eigandi Seiglu, Sverrir Bergsson, ásamt kaupendum þess og völdum gestum, sigldu skipinu út til Færeyja og reyndist skipið afar vel. Strekkingsvindur eða frá 10-15 metrum voru á leiðinni,  þrátt fyrir það reyndist unnt að sigla skipinu alla leið á um 20 mílna hraða. Töluvert hvítnaði á báru í byrjun ferðalags og var skipinu siglt móti báru fyrstu klukkustundirnar með töluverðri ágjöf. Þrátt fyrir töluverða ágjöf hélst efra dekk skipsins tiltölulega þurrt og var nánast hægt að ganga um efra þilfar þess á sokkaleistunum án þess að vökna í fæturnar. Áhöfn skipsins var ánægð með skipið og eftir því sem leið á ferðalagið var báran meira á hlið og síðustu mílurnar voru hinar þægilegustu. 

Afar strangar kröfur til brunamála, hljóðeinangrunar og stöðugleika eru gerðar til farþegaskipa sem stunda flutninga á fólki í Færeyjum og Danmörku af Dönsku siglingastofnunni. Stofnunin setur kröfur langt umfram það sem tíðkast hér á landi og flestum öðrum löndum hvað varðar þessa þætti. Öll skip Seiglu eru einangruð með kjarna og því reyndist verkið léttara að uppfylla kröfur varðandi hljóðeinangrun. Innandyra sem utan voru valin efni notuð á veggi, gólf, loft og hurðir til að uppfylla ströngustu skilyrði brunamála. Varðandi lekastöðugleika voru settir um 30 sjótankar sem samtals taka um 26,5 m3 eða um 26,5 tonn af sjó til þess uppfylla stöðugleikakröfur. Gaman er að geta þess að skipið með 70 farþega um borð og hálffulla tanka hélt eftir sem áður 22 mílna hraða á klukkustund í fyrstu farþegaferð sinni.

Farþegaskipið hefur fengið nafnið Brynhildur og er eigandi skipsins Sp/f Mykines. Mykines er í eigu Tomasar Henriksson framkvæmdastjóra og fjölskyldu hans. Mun ferjan verða notuð fyrir farþega- og birgðaflutninga frá Sørvágur til Mykines allan ársins hring. Farþegaskipið er nú þegar byrjað að sinna farþegaflutningum og hefur eigandi Seiglu, Sverrir Bergsson verið með eigendum skipsins í fyrstu ferðunum og hefur verið almenn ánægja farþega, eiganda og áhafnar með nýja skipið.

Tæknilýsing:

·      Lengd: 15 metrar.

·      Breidd: 5,2 metrar.

·      Djúprista: 1 meter.

·      Aðalvél: Tvær 700 hestafla 13L Volvo Penta vélar.

·      Siglingatæki: Öll siglingatæki eru af Simrad gerð.

·      Brúttótonn:

·      Gírkassi: ZF 325 IV

·      Ganghraði: 32 mílur

.    Vinnuhraði 22 milur 


                    Skömmu fyrir Sjósetningu © Mynd þorgeir Baldursson 2013

                    Á fullri ferð á Eyjafirði © mynd þorgeir Baldursson 2013


               Glæsileg hönnun á þessari ferju © mynd þorgeir Baldursson 2013

                        Eldhús krókurinn © mynd þorgeir Baldursson 2013


          Pláss er fyrir um 70 farþega um borð i bátnum © mynd þorgeir Baldursson 2013


  Tvö salerni eru um borð © mynd Þorgeir Baldursson 2013


          Dekkplássið fyrir framan  brú er talsvert © mynd þorgeir Baldursson 2013


                          Horft aftur eftir Bátnum © mynd Þorgeir Baldursson 2013


    Siglingatækin eru af fullkomnustu gerð frá Simrad © mynd þorgeir Baldursson 2013


          Vélarrúmið tvær 700 hp 13L Volvo penta ©mynd þorgeir Baldursson 2013


Sverrir Bergsson ásamt kaupendum ferjunnar © mynd þorgeir Baldursson 2013


            Kaupin Handsöluð að islenskum sið © mynd þorgeir Baldursson 2013


Skipstjórinn i Brúnni © mynd Þorgeir Baldursson  2013


Haldið út Eyjafjörð i bliðskaprveðri áleiðis til Færeyja © mynd þorgeir Baldursson 2013


07.06.2013 23:34

Fraktskip og skemmtiferðarskip á Eyjafirði i kvöld

  Skemmtiferðaskipið Artania við Bryggju á Akureyri i kvöld © Mynd þorgeir Baldursson 2013

          Artania og Horst B mætast á Eyjafirði i kvöld © mynd þorgeir Baldursson 2013

                     Skipin Mætast við Svalbarðseyri © mynd þorgeir Baldursson 2013

                                   Mæting á Eyjafirði © mynd þorgeir 2013

                           Horst B á pollinum á Akureyri mynd þorgeir 2013
Skemmtiferðaskipið Artania lét úr höfn á Akureyri i kvöld Skipið er smiðað 1984 
og er 230 metra langt 0g 32 m á breidd ganghraði er 19.9 milur max en normal 16.5
skipið er 44588 tonn og það er skráð i Bermuda 
Flutningaskipið 
Horst  B er Smiðað 1994 Lengd þess er 122 m og breiddin er 21 m 
Ganghraði er 14.7 skipið er 6297 tonn 
og það er skráð i Liberiu
en mun vera leiguskip hjá Eimskip

07.06.2013 09:13

Ambassador Nýr hvalaskoðunnarbátur á Akureyri

               Ambassador á Eyjafirði i gærdag © mynd þorgeir Baldursson 2013

                         Ambassador á fullri ferð © mynd Þorgeir Baldursson 2013

                    Með Akureyri i bakgrunni © mynd þorgeir Baldursson 2013

          Vignir Sigursveinsson og Magnús Guðjónsson © mynd Þorgeir Baldursson 2013

 Vignir Sigursveinsson Skipstjóri Ambassador © mynd þorgeir 2013

Nýtt hvalaskoðunnar fyrirtæki Ambassador ehf hefur verið stofnað á Akureyri og kom skipið til heimahafnar i gær frá Njarðvik þar sem að það hefur verið i endurbótum fyrir þá starfsemi sem að þvi er ætlað

Að fyrirtækinu standa nokkrir aðilar sem hafa áralanga reynslu af útgerð og rekstri hvalaskoðunarfyrirtækja.  Sl. Haust keypti fyrirtækið bátinn Ambassador í Svíþjóð en þar hafði hann verið um nokkurra ára skeið sem skemmtisnekkja í einkaeign.   Báturinn var upphaflega byggður sem lögreglubátur og var hann þá gerður út frá Hamborg í Þýskalandi, þar sem hann var byggður árið 1971.  Á árunum 1995 - 1998 var bátnum breytt mikið og allir innviðir hans endurnýjaðir, auk þess sem vél og tæknibúnaður var tekinn upp og endurnýjaður að verulegum hluta.  

Við ætlum okkur að gera bátinn út frá Torfunesbryggjunni til hvalaskoðunarferða og sérferða ýmisskonar.   Ætlunin er að gera bátinn út árið um kring, en mestur krafturinn verður yfir sumarið þegar mestur fjöldi ferðamanna er á svæðinu. 

Við gerum ráð fyrir því að strax í byrjun skapist hér allt að 10 ársverkum og ef væntingar okkar ganga eftir gætu störfin orðið enn fleiri. 











05.06.2013 13:17

Tvö risaskip á Akureyri i morgun

               MSC Magnifica og Adventure of the Seas mynd Þorgeir Baldursson 2013


          Tvö stæðstu skipin sem að heimsækja Akureyri i sumar © mynd þorgeir 2013

               Þjóðdansahópur Dansaði fyrir skipsgesti © mynd þorgeir 2013

                  Mikil traffik i Göngugötunni © mynd þorgeir Baldursson 2013

Tvö skemmtiferðaskip komu til Akureyrar í morgun, MSC Magnifica og Adventure of the Seas. Með skipunum eru um 5000 farþegar, þannig að nóg er að gera hjá fyrirtækjum sem þjónusta ferðamenn. MSC Magnifica er 92.409 brúttólestir og farþegarnir eru um 2.500.  Adventure of the Seas er hins vegar stærsta skemmtiferðaskip sem lagst hefur að bryggju á Akureyri, 137 þúsund brúttótonn. Farþegarnir eru um 3.000 og um 1.000 manns í áhöfn. Heimild Vikudagur.is



04.06.2013 16:20

fyrsta Skemmtiferðaskip Sumarsins Astor

                Skemmtiferðarskipið Astor © Mynd Þorgeir Baldursson 2013

                 Farþegarnir Streyma i land © mynd þorgeir Baldursson 2013

 Uppistaðan Eldriborgarar © mynd þorgeir 2013
Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins 2013 heitir Astor
Skemmtiferðaskipið  Astor  er 20.606 brúttótonn. Farþegar eru 590.
brottför skipsins mun verða um kl 19 i kvöld 
Hér að neðan eru helstu upplýsinar um skipið

Vessel's Details

Ship Type: Passengers ship
Year Built: 1987
Length x Breadth: 176 m X 22 m
Gross Tonnage: 20704, DeadWeight: 3498 t
Speed recorded (Max / Average): 17.9 / 15.5 knots
Flag: Bahamas [BS] 
Call Sign: C6JR3
IMO: 8506373, MMSI: 308214000



 

03.06.2013 21:23

2408-Geir ÞH 150 Heldur til Rækjuveiða útifyrir norðurlandi

                Gert Klárt fyrir rækjuveiðar © Mynd Þorgeir Baldursson 2013

                            Leysin tekin klár © mynd þorgeir Baldursson 2013

                              Sterturinn gerður Klár © mynd þorgeir 2013

                                Belgurinn gerður klár © mynd Þorgeir 2013

         Rækjuskiljan © mynd Þorgeir 2013

   Kári Páll Jónasson Netagerðarmeistari © mynd Þorgeir 2013

           Tybon Hlerar © mynd þorgeir 2013 

                     Belgnum spólað uppá trommuna  © mynd Þorgeir 2013

                         Geir ÞH 150 leggur úr höfn © mynd Þorgeir 2013

                    Tekin Hringur fyrir Ljósmyndarann © mynd Þorgeir 2013

                     Haldið til veiða um kl 19 i kvöld © mynd þorgeir Baldursson 
Nýjasti Báturinn á úthafsveiðum á rækju er 2408 Geir ÞH 150 frá þórshöfn en hann hélt til veiða úti fyrir norðulandi nú skömmu fyrir kl 19 i kvöld

03.06.2013 17:30

Svipmyndir frá Sjómanndeginum 2013 á Akureyri

           Húni 11 EA 740 á leið inná pollinn © mynd þorgeir Baldursson 2013

                     Smábátar sigla inná pollinn © mynd þorgeir 2013

                    Skipstjóri Húna Viðir Benidiktsson i Brúnni © mynd þorgeir 2013

         Arngrimur Jóhannson lenti Sjóflugvél sinni á Pollinum © mynd þorgeir 2013

     Arngrimur tekur á loft milli Bátanna    Friður EA 54 © mynd þorgeir 2013

                                  6874-Friður EA 54 © mynd Þorgeir 2013

                          Gideon © mynd þorgeir Baldursson 2013

                                 Hraðbátur Hafsteins © mynd þorgeir 2013

                Arngrimur lentur milli bátanna Oddeyrin i baksýn © mynd þorgeir 2013

                                   6720-Jói Sig © mynd þorgeir 2013

                               5423- Nói EA 611 © mynd þorgeir 2013

            Bræðurnir um borð i Húna Ingi og Þorsteinn Péturssynir © mynd þorgeir 2013

           Þórhallur Mattiasson ©mynd Þorgeir 2013

                  Hluti áhafnar Húna i Hofi á sjómannadaginn © mynd þorgeir 2013

                          Árni Þórðar og Kristinn  © mynd þorgeir 2013

                        Grimur Karlsson Likanasmiður © mynd þorgeir 2013

                     Bátalikönin skoðuð i Hofi © mynd þorgeir Baldursson 2013

03.06.2013 14:54

Útgerð Linubáta frá Neskaupstað

                   Linubátar við bryggju i Neskaupstað ©mynd þorgeir Baldursson 2012

                          Löndun úr Óla á Stað © mynd þorgeir Baldursson 2012

Sumarið 2011 komu tveir yfirbyggðir línubátar til Neskaupstaðar og hófu að gera út þaðan. Þessir aðkomubátar öfluðu vel og aflinn var stór og góður þorskur og meðafli lítill. Árangur þessara báta spurðist út og í fyrrasumar komu einir 15 bátar af þessari gerð til Neskaupstaðar og reru þaðan, þar af 8-10 sem gerðu þaðan út  um lengri tíma. Þessir bátar komu frá Sandgerði, Garði, Siglufirði, Grindavík, Eskifirði og Húsavík. Mikil ánægja ríkti með aflabrögðin enn á ný en bátarnir fiskuðu mest í svonefndri Gullkistu sem er í norðanverðu Seyðisfjarðardýpi og fóru þeir gjarnan út á 30-40 mílur.

Í fyrra fiskaði Vonin frá Sandgerði mest þessara báta en hún hóf veiðar í maí-júní og reri í Kistuna alveg fram í desember. Afli Vonarinnar á þessum tíma var 494 tonn. Næstaflahæsti báturinn var síðan Hafdís frá Eskifirði með 440 tonn. Í heildina lönduðu yfirbyggðu línubátarnir 2400 tonnum af góðum þorski í Neskaupstað á síðasta ári. 

Núna í maímánuði byrjuðu línubátarnir að tínast austur.  Alls eru komnir 6 bátar og koma þeir frá Sandgerði, Garði, Siglufirði og Eskifirði. Hafa bátarnir verið að afla vel og sem dæmi lönduðu þeir samtals 50 tonnum sl. miðvikudag. 
 Heimild www.svn.is


03.06.2013 09:26

Þorsteinn Pétursson Heiðraður á sjómannadaginn 2013

                      Konráð Þorsteinn og Snjólaug © mynd Þorgeir Baldursson 2013

Þorsteinn Pétursson.

Þorsteinn Pétursson fyrrverandi lögreglumaður og forvarnarfulltrúi er fæddur hér á Akureyri 27. maí 1945. Foreldrar Þorsteins voru  hjónin  Pétur Jónsson skósmíðameistari og Sigurbjörg  Pétursdóttir húsmóðir.

Þorsteinn var ekki gamall þegar hann tók þá ákvörðun að gerast sjómaður. Aðeins 13 ára gamall fór hann í sína fyrstu veiðiferð á togara og eins og hann nefndi við mig var þetta sumarvinnan hans þetta sumarið. Togarinn var Sléttbakur EA - 4 og var Áki Stefánsson skipstjóri á skipinu.

En það fer ekki allt í lífinu eins og maður ætlar sér, kannski sérstaklega þegar menn eru ekki eldri en 13 ár þegar ákvörðun er tekin.

1962 útskrifaðist Þorsteinn sem gagnfræðingur frá Gagnfræðaskóla Akureyrar og  strax þá um vorið, nánar tiltekið 1. júní réði hann sig til skipasmíðastöðvar KEA og fór að læra skipasmíði. Hann útskrifaðist sem skipasmiður í maí 1966. Um það leyti sem hann hóf störf í skipasmíðastöðinni var verið að byrja smíði á Húna II HU - 2 en sem nú ber einkennisstafina Húni II EA - 740 en það eru einkennisstafir Snæfells sem Kaupfélag Eyfirðinga átti á sínum tíma og gerði út. Þorsteinn vann allan tímann að smíði Húna II. en hann var afhentur eigendum sínum í ágúst 1963 og skal því kannski engan undra að hann beri sterkar taugar til skipsins.

Eiginkona Þorsteins er Snjólaug Aðalsteinsdóttir frá Dalvík. Þau giftust 1966 og fluttu til Dalvíkur ári seinna og þar starfaði hann sem lögreglumaður til ársins 1970 er þau fluttust aftur til Akureyrar. Þau eiga þrjá syni og níu barnabörn. Þegar hingað var komið hóf hann störf sem lögreglumaður og starfaði sem slíkur allt fram til ársins 1986 en þá gerist hann tollfulltrúi hjá sýslumannsembættinu hér á Akureyri og starfaði hann við það í nokkur ár en þá sneri hann aftur til starfa í lögreglunni og varð forvarnarfulltrúi við það embætti jafnframt því sem hann sinnti starfi sem lögreglumaður allt til starfsloka 2010.

Eins og fram kemur í skjalinu sem fylgir þessari heiðrun Sjómannafélags Eyjafjarðar er félagið að heiðra Þorstein fyrir óeigingjarnt starf sitt vegna hans vinnu við varðveislu og uppbyggingu gamalla báta hér á Akureyri. Þar er verkefnið Húni II lang stærst og viðamesta verkið.

1994 var örlaga ár í sögu Húna II. Þá átti að fara að farga skipinu en sem betur fer voru ekki allir á því að þannig ætti saga þess að enda. Hjónin Þorvaldur Skaftason og Erna Sigurbjörnsdóttir keyptu skipið og gerðu það haffært á ný og gerðu það út til hvalaskoðunar frá Hafnarfirði um árabil.  2003 komu þau á skipinu til Akureyrar og reifuðu þá hugmynd hvort ekki væri áhugi hér á svæðinu um að kaupa skipið hingað norður. Þorsteinn Pétursson fór af stað í verkið og ári síðar, rétt fyrir sjómannadag 2004 kom skipið hingað norður. Í kjölfar þess voru stofnuð Hollvinasamtök Húna II og eru ófá handtökin sem unnin hafa verið um borð í skipinu undir handleiðslu skipasmiðsins Þorsteins Péturssonar og ber honum og öllum þeim sjálfboðaliðum í Hollvinasamtökunum gott vitni.

Steini, ég ber þér kveðjur frá sjómönnum í Sjómannafélagi Eyjafjarðar og hafðu kærar þakkir fyrir þetta starf þitt þannig að saga þessa arms sjómennskunnar falli ekki í gleymskunnar dá.

Samantekt Konráð  Alfreðsson Formaður  SE

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1859
Gestir í dag: 44
Flettingar í gær: 3977
Gestir í gær: 101
Samtals flettingar: 904715
Samtals gestir: 45722
Tölur uppfærðar: 11.10.2024 07:25:18
www.mbl.is