Færslur: 2007 Júlí31.07.2007 16:26Dragnóta veiðar i ÖnundarfirðiStjórn Útvegsmannafélags Vestfjarða mótmælir harðlega hugmyndum um lokun á snurvoðaveiðum í Önundarfirði. Stjórn Íbúasamtaka Önundarfjarðar hefur farið þess á leit við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að könnuð verði staða snurvoðaveiða í Önundarfirði. Ástæðan er sú að á Flateyri og Suðureyri er hafinn atvinnurekstur sem byggist á að nýta firðina til veiða með sjóstöng. Greint er frá þessu á bb.is.
Útvegsmannafélaginu var sent erindið til umsagnar. Í umsögninni segir að snurvoðaveiðar hafi verið stundaðar um árabil Önundarfirði og eru fiskimiðin þar mikilvæg þeim bátum sem þær stunda. Félagið mælist ekki til að sjóstangaveiði verði bönnuð þrátt fyrir að fjörðurinn sé hefðbundin veiðislóð snurvoðabáta og segir að sjóstangamenn eigi sinn rétt eins og aðrir. Enn fremur segir: ?Afar óeðlilegt hlýtur að teljast að stofnendur nýs atvinnurekstrar, eins og hér á við um þá sem hyggjast selja aðgang að veiðum með sjóstöng, skuli gera kröfu til þess að hefðbundin atvinnustarfsemi á sama svæði víki burt. Þar að auki skal bent á að ekki hefur komið til árekstra milli veiðimanna á þessu svæði og engin ástæða er til að hafa áhyggjur vegna snurvoðaveiða á svæðinu, enda snurvoðin afar vistvænt veiðarfæri.? Í umsögn félagsins er bent á að rekstur hagkvæms sjávarútvegs á Íslandsmiðum byggist á því að unnt sé að nýta mismunandi tegundir og veiðislóðir á mismunandi árstímum. Ef aðliggjandi veiðisvæði yrðu aðeins nýtt af heimamönnum myndi grafa undan rekstrargrundvelli um allt land. Bendir félagið þar á að fiskiskip frá Vestfjörðum nýti fiskimið, bæði djúpt og grunnt, um allt land. Bæjarráð ákvað að framsenda umsögn Útvegsmannafélagsins til sjávarútvegsráðuneytisins og Íbúasamtaka Önundarfjarðar. Skrifað af Þorgeir 31.07.2007 02:14á bryggunni i dennþað var oft gaman á bryggunni i denn þegar allt var fullt af rækju bátum og menn voru ýmist að landa úr bátunum fara á sjó eða með trollin uppi á bryggju og oftar en ekki með allt i henglum Skrifað af Þorgeir 30.07.2007 15:55Uppsetning á STK kerfiÞað var mikið um að vera á flateyri i siðustu viku þegar starfsmenn Pólsins á isafirði voru að setja upp svokallað STK kerfi sem að er sjálvirkt tilkynningaskyldu kerfi og er nú búið að setja það i alla Bobbybáta hvildarkletts á Flateyri Skrifað af Þorgeir 29.07.2007 14:49GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR IS 267Það er gaman að koma á byggðasafnið á Isafirði og mart að sjá það sem að vakti sérstaka áhuga minn voru bátalikön af vestfirskum bátum sem að eru lista vel gerð og læt hér fyrstu myndina birtast og er hún af Guðrúnu Jónsdóttur is 267 og væntanlega munu fleiri fylgja i kjölfarið Skrifað af Þorgeir 27.07.2007 01:28HÓPSIGLING Á POLLINUMMyndir úr hópsiglingu á eyjafirðinum þar sem að eikarbáturinn HÚNI lék stórt hlutverk fleiri myndir i myndaalbúmi Skrifað af Þorgeir 27.07.2007 00:43þerney re 101F/T ÞERNEY RE 101 kom til hafnar á Isafirði i gær með slasaðan sjómann sem að var talið að væri öklabrotinn hann var færður undir læknishendur ,og var myndin tekin þegar skipið kom til hafnar i morgnunsárið Skrifað af Þorgeir 22.07.2007 22:35ARON ÞH 105Aron þh 105 er næsti bátur i myndasyrpunni um gamla trébáta hver er saga hans,og hvað voru margir smiðaðir fyrir islendinga á þessum árum frá 1950- 1965 og er eitthvað vitað um afdrif þeirra sem að eru ekki á skipaskrá Skrifað af Þorgeir 22.07.2007 21:12Sæfaxi Ve 30Hérna kemur myndin af Sæfaxa VE 30 og er þessi mynd sennilegasta sú siðasta sem að ég tók af honum undir þessum merkjum en vonandi varpar þetta einhverju ljósi á þessar vangaveltur þeirra sem til þekkja Skrifað af Þorgeir 19.07.2007 23:42Norðmenn úthluta karfakvóta i sildarsmugunniSjö norskir togarar hafa fengið leyfi til að veiða karfa í Síldarsmugunni í haust. Norðmenn vonast til að geta látið að sér kveða í þessum veiðum í ár að því er fram kemur á www.fiskebat.noVeiðar á karfa á alþjóðlega hafsvæðinu, sem Norðmenn kalla Norska hafið, hafa verið stundaðar í nokkur ár. Íslensk skip hafa tekið þátt í þessum veiðum að einhverju marki. Nýlegar rannsóknir benda til þess að erfðafræðilegur skyldleiki sé á milli karfans í Síldarsmugunni og úthafskarfans í efri lögum sjávar. Jafnframt er skyldleiki á milli þessa karfa og karfa í Barentshafi. Norðmenn hafa mótmælt karfaveiðum á þessu svæði og Alþjóðahafrannsóknaráðið hefur lagt til að engar veiðar verði stundaðar þarna í ár. Á aukafundi NEAFC í sumar var hins vegar áveðið að leyfa veiðar á 15.500 tonnum af karfa í Síldarsmugunni. Veiðarnar mega hefjast 1. september og standa til 15. nóvember. Um olympiskar veiðar verður að ræða.Þau sjö norsku skip, sem fá leyfi til veiðanna, eru skip sem annaðhvort hafa veiðireynslu á Irmingerhafi eða á alþjóðlegu hafsvæði í fyrra.
Skrifað af Þorgeir 19.07.2007 23:23Eyrún EX (FROSTI ÞH )þetta er siðasta myndin sem að ég tók af Eyrúnu og var hún tekin þegar norðmennirnir voru búnir að kaupa hana og voru að snurfunsa hana fyrir siglinguna til Noregs Skrifað af Þorgeir 19.07.2007 12:30Niels Jónsson Ea 106HÉRNA KEMUR EINN TRÉBÁTURINN I VIÐBÓT HVAÐ VORU MARGIR SMIÐAÐIR AF ÞESSAR STÆRÐ OG HVAR VORU ÞEIR SMIÐAÐIR VÆRI GAMAN EF AÐ EINHVER VISSI HVER VÆRI YFIRSMIÐUR OG SVO VÆRI GOTT AÐ FYLGDI MEÐ UPPLÝSINGAR UM ÞÁ SEM AÐ ENN ERU I DRIFT Skrifað af Þorgeir 19.07.2007 08:54haförn ár 115Hvað er vitað um þennan bát myndin tekin i þorlákshöfn á siðustu öld Skrifað af Þorgeir 19.07.2007 02:48Gamlir bátar i Ólafsvikurhöfn 1989þessir bátar vou i höfn i ólafsvik á vetrarvertið 1989 hvaða bátar eru þetta og hvar voru þeir smiðaðir Skrifað af Þorgeir 18.07.2007 14:43Bæjarstjórn Akureyrar ályktar um kvótamálBæjarstjórn Akureyrar samþykkti samhljóða á fundi sínum í gær ályktun vegna skerðingar á aflaheimildum. ?Bæjarstjórn Akureyrar lýsir yfir þungum áhyggjum af væntanlegum niðurskurði í aflaheimildum á þorski og þeim afleiðingum sem sá samdráttur mun hafa á atvinnulíf í Eyjafirði og á Norðurlandi öllu. Bæjarstjórn hvetur því ríkisstjórn Íslands til að ráðast nú þegar í margháttaðar aðgerðir í Eyjafirði sem munu bæta innviði og hafa jákvæð áhrif á efnahagslíf landshlutans. Greinargerð Ljóst er að niðurskurðurinn mun hafa mikil áhrif í Eyjafirði því gert er ráð fyrir að heildarafli þorsks muni dragast saman um 8000 tonn á svæðinu. Þegar litið er á tölur fyrir Norðurland eystra kemur fram að sá landshluti er með hæstu aflahlutdeildina í þorski eða um 22,5% og um 74% af afla skipa svæðisins er landað í heimahöfn. Á Norðurlandi eystra er líka mikil landvinnsla á þorski en um 35 þúsund tonn voru unnin hér á síðasta ári. Bæjarstjórn Akureyrar óskar því tafarlaust eftir viðræðum við ríkisstjórnina um atvinnumál Eyjafjarðarsvæðisins."Heimild mbl.is Skrifað af Þorgeir 17.07.2007 18:18Nýr hvalaskoðunnar bátur til HúsavikurHvalaskoðunnar fyrirtækið GENTLE GIANTS hefur fengið nýjan bát sem að var gefið nafnið SYLVIA i höfuð dóttur Stefáns Guðmundssonar aðaleiganda fyrirtækisins og sést hann koma til hafnar á húsavik i morgun Skrifað af Þorgeir
|
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 749 Gestir í dag: 73 Flettingar í gær: 1465 Gestir í gær: 61 Samtals flettingar: 888001 Samtals gestir: 45166 Tölur uppfærðar: 4.10.2024 10:36:05 |
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is