Færslur: 2008 Maí

31.05.2008 19:39

Sjóarinn síkáti

Eina virkilega sjómannahátíðin sem haldin er á Suðurnesjum er hin þekkta Grindvíska hátíð er nefndist Sjóarinn síkáti. Af því tilefni birtum við nú skipasyrpu sem tekin var nú síðdegis í Grindavík.

                          1076. Jóhanna Gísladóttir ÍS 7 © Emil Páll

                                    1006. Tómas Þorvaldsson GK 10 © Emil Páll

                            2740.  Vörður EA 748 o.fl. bátar © Emil Páll

                           1972. Hrafn Sveinbjarnarson GK 255 © Emil Páll

                                      1579. Gnúpur GK 11 © Emil Páll

                            Úr smábátahöfninni í Grindavík © Emil Páll

31.05.2008 14:34

Remöy M-305-HÖ

Hér birtum við mynd sem Þorgeir Baldursson tók af norska toganaum Remöy M-306-HÖ frá Aalasund er hann kom til Akureyrar árið 2005.
Eigandi er Remöy Havfiske A/S Fosnavag..
Skipið er smíðað 2001 hjá Myklebust Mek. Verksted A/S í Gursken í Noregi, skrokkur skipsins er smíðaður hjá Sentierul Naval Breila SA í Rúmeníu.2598 t. Þessar upplýsingar eru frá Óskari Franz sem er sá bátagrúskari sem er einna öflugasti að komast yfir upplýsingar erlendis frá.

                                Remöy í Akureyrarhöfn © Mynd Þorgeir Baldursson 2005

31.05.2008 08:56

Aðalsteinn Jónsson SU 11


                               ©  Mynd  þorgeir baldursson 2006
Aðalsteinn Jónsson SU 11 í svartolíubreytingar

Aðalsteinn Jónsson SU 11 sigldi í þar siðustu viku til Færeyja þar sem unnið verður að því útbúa skipið til að geta brennt svartolíu í stað skipagasolíu. Fyrirhugað er að breytingarnar taki um einn mánuð og verður skipið klárt á síldveiðar í lok júní. Umtalsverð hagræðing felst í breytingunum enda hefur hækkandi olíuverð um þessar mundir mikil áhrif á afkomu skipsins. Eftir breytingarnar eru bæði skip Eskju, Jón Kjartansson SU 111 og Aðalsteinn Jónsson SU 11 útbúin til að geta brennt svartolíu og er það töluverð hagræðing fyrir félagið því veiðar í flottroll krefjast mikillar olíueyðslu

30.05.2008 22:03

Sjómannadagurinn 2008

Fréttir

Hátíðahöld á Torfunefsbryggju á sjómannadaginn

föstudagur 30.maí.08 13:16
Báturinn Húni II verður  í stóru hlutverki á sunnudagin. Mynd: Þorgeir Baldursson.
Báturinn Húni II verður í stóru hlutverki á sunnudagin. Mynd: Þorgeir Baldursson.
Sjómannafélag Eyjafjarðar og Hollvinir Húna II. bjóða til hátíðahalda á Torfunefsbryggju á sjómannadaginn, sunnudaginn 1. Júni . Þá verða sjómannamessur í kirkjum Akureyrar og blómsveigur lagður að minnismerki um týnda og drukknaða sjómenn.

Annars lítur dagskrá sjómannadagsins svona út:

Kl: 08:00 fánar dregnir að hún. Bæjarbúar hvattir til að flagga.

Kl: 11:00 sjómannamessur í Akureyrar- og Glerárkirkju.

Kl: 12:15 blómsveigur lagður að minnismerki um týnda og drukknaða sjómenn við Glerárkirkju.

Kl: 13:00 Húni II. og Haffari leggja frá Torfunefsbryggju og sigla að Sandgerðisbót.

Þar safnast sem flestir bátar saman, skorað er á alla smábátaeigendur að sigla með í hópsiglingu inn á Torfunef. Sjómenn, takið fjölskylduna með og flaggið á bátunum.

Kl: 13:30 byrjar Lúðrasveit Akureyrar að spila á Torfunefsbryggju.

Húni II. Haffari og allir bátarnir leggjast að Torfunefsbryggju.

Kl: 14:00 helgistund undir stjórn Arnaldar Bárðarsonar, og kór Glerárkirkju.

Kl: 14:45 tekur Örn Árnason við stjórn skemmtunarinnar.

Þar verður m.a.:

Örn og Óskar Pétursson skemmta.

Karlakór Akureyrar-Geysir.

Þorvaldur Halldórsson og Helena Eyjólfsdóttir

syngja sjómannalög.

Þyrla Landhelgisgæslunnar sýnir björgun úr sjó.

Danshópurinn Vefarinn sýnir þjóðdansa.

Sjómenn fara í koddaslag.

Arngrímur Jóhannsson flugmaður lendir sjóflugvél.

Kaffi og kleinur fyrir fullorðna.

Svali og pizza fyrir börnin.

Börn fá að fara á báta undir stjórn

Siglingaklúbbsins Nökkva.

Kl: 17:15 Húni siglir með sjómenn og fjölskyldur þeirra, rúmlega klst.

Borð og bekkir verða á bryggjunni en fólk er hvatt til þess að taka

með sér létta garðstóla.

 Heimild. www.vikudagur.is

30.05.2008 10:10

Njáll RE 275


                               1575. Njáll RE 275 © Emil Páll 2008

 

30.05.2008 00:02

Andrea


                               2738. Andrea © Mynd Þorgeir Baldursson 2008

 

29.05.2008 09:02

Ársæll Sigurðsson HF 80

Hér kemur einn Bátalónsbátur sem byggður var úr stáli 1987 og var síðan lengdur 1995. Frá upphafi hefur hann borið eftirfarandi nöfn:  Bjarni KE 23, Bjarni BA 65, Askur GK 65, Már GK 265 og núverandi nafn Ársæll Sigurðsson HF 80.                           1873. Ársæll Sigurðsson HF 80 © mynd Þorgeir Baldursson 2008

29.05.2008 00:01

Frá Eskifirði


                                           © Mynd Þorgeir Baldursson 2008

 

28.05.2008 09:14

Vinur GK 96


                                  2477. Vinur GK 96 © Emil Páll  2008

28.05.2008 00:03

Gullver NS 12


                           1661. Gullver NS 12 © Mynd Þorgeir Baldursson 2008.

 

27.05.2008 20:42

Gullfoss við Surtsey

Hér sjáum við farþegaskipið Gullfoss á siglingu við upphaf eldgossins í Surtsey 1963. Myndin er úr safni Emils Páls, en ekki er vitað hver ljósmyndarinn er og því væru upplýsingar um hann velþegnar.

                                       70. Gullfoss © Ljósm. ókunnur.

27.05.2008 06:53

Sigrún RE 303


                            1642. Sigrún RE 303 © Mynd Þorgeir Baldursson 2008

27.05.2008 00:01

Ljósafell SU 70

Óðinn Magnason sendi þessar myndir sem sýna Ljósafell SU 70 fyrir og eftir síðustu klössun. Kunnum við honum bestu þakkir fyrir myndaafnotin.

                  1277. Ljósafell SU 70 © Óðinn Magnason www.123.is/sumarlina

26.05.2008 17:30

Lundey NS 14


                                         © Gunnar Finnur www.123.is/gunnarfinnur
hérna kermur mynd sem að Gunnar Finnur Gunnarsson skipverji á Guðmundi i Nesi sendi mér og sýnir Lundey NS 14 á siglingu

26.05.2008 16:54

Icelandic Harrester


                                             © myndir Július Kristjánsson 2008
Getur veriið að einhverjir kannist við þennan bát ég held að myndin sé tekin á Nýfundnalandi það var Július kristjánsson sem að sendi mér þessar myndir og kann ég honum bestu þakkir fyrir afnotin

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 22
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 1144
Gestir í gær: 218
Samtals flettingar: 648788
Samtals gestir: 30605
Tölur uppfærðar: 23.5.2024 00:57:30
www.mbl.is