Flokkur: mannamyndir

22.11.2009 23:35

Sjómannadagur i denn


                                          Sandgerðishöfn i denn  ©mynd þorgeir Baldursson
 Hérna kemur mynd frá sjómanndegi i Sandgerði seint á siðustu öld þekkja menn nokkuð mannin
 Hann ku vera enn Búsettur á suðvestur horninu

23.10.2009 02:22

Trollið tekið i Brælu


                                   TROLLIÐ TEKIÐ I BRÆLU ©Mynd Þorgeir Baldursson
Það getur stundum verið ansi blautt að taka trollið sérstaklega ef að skipin er þung á bárunni
eins og þessi mynd ber með sér hérn standa þeir fv Óskar Valgarðsson og Stefán Geir Jónsson
en myndin er tekin um borð i Rauðanúp ÞH 160 seint á siðustu öld

25.01.2008 00:12

rækjuveiðar á flæmingjagrunni


Þeir voru vigalegir Óskar Valgarðsson og Stefán Geir Jónsson við trolltöku um borð i Rauðanúp ÞH 160 þegar skipið var á rækjuveiðum hér á árum áður og átti skipið til að taka góðar fyllur innásig að aftan en skipið hefur nú verið selt Nesfiski H/F i Garði og fór til Póllands i styttingu og lagfæringum á mannaibúðum skipið mun koma i staðinn fyrir Sóleyju Sigurjóns GK 200

26.12.2007 12:53

Árbakur Ea 308

Það kemur ýmislegt upp með toghlerunum myndin af þessum tveimur mönnum sem að voru að losa net sem að kom á hleranum  fv Emil Vilmundarsson og Jóhann Jóhannsson heldur i fætur Emils myndin er tekin um borð i Árbak Ea 308 sumarið 1994

06.12.2007 19:55

Kóngurinn i syngandi sveiflu


Hallbjörn Hjartarsson i kunnuglegri sveiflu á Brodway 1985 en það ár var Ágústa Björnsdóttir  frá Akureyri Islandsmeistari i Freestyle danskeppni

18.11.2007 17:58

Hilmar Snorrasson og Slysavarnaskóli Sjómanna viðurkenning

Slysavarnaskóli sjómanna:

Hilmar hlaut viðurkenningu í Dublin

Hilmar hlaut viðurkenningu í Dublin  
Angela Murphy og Denis O'Callaghan borgarstjóri í Dublin ásamt Hilmari við afhendinguna.

Föstudaginn 9. nóvember s.l. var Hilmari Snorrasyni skólastjóra Slysavarnaskóla sjómanna veitt viðurkenning í Dublin á Írlandi.  Um er að ræða Safety Award viðurkenningu sem Sea and Shore Safety Services í Dublin veitir árlega tveimur einstaklingum eða samtökum sem stuðlað hafa að auknu öryggi meðal sjófarenda.

 

Þessi viðurkenning var fyrst veitt árið 1991 en frá árinu 2004 hefur hún verið tileinkuð Capt. Philip Murphy sem var framkvæmdastjóri Sea and Shore til margra ára.  Hilmar hlaut viðurkenninguna fyrir störf sín sem skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna og sem formaður International Association for Safety and Survival Training sem eru alþjóðasamtök öryggis- og sjóbjörgunarskóla.

Hilmar hefur verið skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna frá árinu 1991 en Hilmar segir þetta ekki síður vera viðurkenningu til starfsmanna Slysavarnaskóla sjómanna fyrir þeirra frábæru störf enda sé öryggisfræðsla ekki eins manns verk.   Auk Hilmars fékk Michael Darby frá ESB Generating Station sömu viðurkenningu.  


Meðfylgjandi er mynd sem tekin var við afhendingu viðurkenningarinnar sem fór fram í hádegisverðarboði í Royal St. George Yacht Club í Dun Laoghaire í Dublin. Það var Angela Murphy, ekkja Philips Murphy, og Denis O'Callaghan borgarstjóri í Dublin sem afhentu hana. Hilmar er fyrir miðju á myndinni.

heimild eyjafréttir .is

04.11.2007 19:19

Nótin dregin um borð i Þórshamar Gk 75

  1. Þarna er myndin kominn af bátnum með þessari miklu brú skipstjóri var Jón Eyfjörð sem að nú er skipst á Sighvati Bjarnassyni Ve 81

01.11.2007 21:45

Grunnskólanemar I Brekkuskóla


Sjávarútvegsráðuneytið hefur staðið fyrir rekstri skólaskips vor og haust undanfarin ár fyrir nemendur 9. og 10. bekkja grunnskóla landsins og hafa Fiskifélag Íslands, sjávarútvegsráðuneytið og Hafrannsóknastofnunin séð um framkvæmdina.

Í dag 1. nóvember mun skipið hefja ferð sína með nemendur í grunnskólum höfuðborgarsvæðisins en ferðirnar munu standa yfir út nóvember.

Skólaskipið mun fara í um 40 ferðir með yfir 600 nemendur en það eru tvær námsferðir á hverjum degi. Líkt og áður er það Fiskifélag Íslands sem skipuleggur ferðir skólaskipsins og sér um samskiptin við skólana og sérfræðingar frá Hafrannsóknastofnuninni sjá um kennsluefnið og fræðsluna um borð.

 Í ferðunum fá nemendur að kynnast sjávarútveginum og vinnunni um borð í fiskiskipum. Líffræðingur frá Hafrannsóknastofnuninni verður með í för, fræðir þá um hinar ýmsu sjávarlífverur og kynnir starfsemi Hafrannsóknastofnunarinnar. Skipstjórinn kynnir fyrir nemendum stjórntæki skipsins, veiðarfæri og vinnslulínu. Siglt er úr höfn og trollinu kastað. Þegar búið er að toga fá nemendur að gera að aflanum undir handleiðslu áhafnarinnar og líffræðings.

 Óhætt er að segja að um sé að ræða metnaðarfulla dagskrá þar sem nemendur kynnast mörgum hliðum á þessari mikilvægu atvinnugrein okkar Íslendinga, segir í frétt frá Fiskifélagi Íslands.

07.10.2007 23:40

Karl E Óskarsson i brúnni á Arney Ke 50

Það var létt yfir okkar manni i brúnni á Arney Ke 50 og mikið að gera i simanum

25.09.2007 00:28

Stórbrytinn Helgi Pálmasson

Fyrir nokkrum árum vorum við Helgi Pálmasson samskipa um borð i Eyborgu Ea 59 á rækjuveiðum á flæmingjagrunni þar sem að Mr pálmasson var i essinu sinu að búa til mat

 

 

20.08.2007 16:07

Tásubað i bliðunni

ÞEIR VORU FLOTTIR STRÁKARNIR SEM AÐ LJÓSMYNDARI HITTI I MIÐBÆ AKUREYRAR Á DÖGUNUM OG VORU SNÖGGIR AÐ PÓSA OG FANNST EKKERT  TILTÖKU  MÁL  AÐ STÖKKVA ÚTI GOSBRUNNINN

03.06.2007 05:10

Sjómannadagurinn 2007

 Þeir voru flottir nýju einkennisbúningarnir hjá stýrimönnunum á ODDEYRINNI EA 210 en heljar mikil veisla var i sjallanum i gærkveldi og var saman komin góður hópur fólks sem að skemmti sér konunglega fram eftir nóttu

16.02.2007 22:50

Aðalskrifstofur Samherja H/F

Skrifstofuhald sameinað undir einu þaki                Samherji H/f hefur sameinað allt skrifstofuhald fyrirtækisins á Akureyri undir sama þaki að glerárgötu 30 og er skrifstofu aðstaðan með þvi glæsilegasta norðan heiða

  • 1

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1567
Gestir í dag: 157
Flettingar í gær: 7696
Gestir í gær: 1224
Samtals flettingar: 594002
Samtals gestir: 24726
Tölur uppfærðar: 18.4.2024 20:14:54
www.mbl.is