Færslur: 2011 Apríl

30.04.2011 09:01

Aflaverðmætismet á Makrilveiðum i Noregi


                     IdseJr ©Mynd af Ais ljósmyndari óþekkturi Óþekktur

                        IdseJr ©Mynd af Ais ljósmyndari óþekktur

Smábátur í Noregi skilaði ævintýralegu aflaverðmæti þegar hann landaði í vikunni fyrsta makrílnum sem veiddist í nót á árinu. Aflaverðmætið var 3,4 milljónir íslenskar eftir daginn.

Báturinn veiddi fimm tonn af makríl sem fékkst nánar tiltekið í Gandsfirði í Norður-Noregi. Meðaltalsþyngdin á makrílnum var um 450 grömm og seldist hann fyrir 33,33 krónur norskar á kílóið, eða 705 krónur íslenskar. Þetta er lítill trébátur sem heitir Idse Jr, smíðaður árið 1960, og er ekki nema rétt rúmir 12 metrar að lengd. Aflinn var tekinn í einu kasti sem skilaði alls 160 þúsund krónum norskum í aflaverðmæti (3,4 milljónum ISK). Verður það að teljast gott fyrir gamlan trébát.

Skipstjóri bátsins segir að þetta sé hæsta verð sem hann hafi nokkru sinni fengið fyrir makrílinn þótt þetta sé ekki í fyrsta sinn sem verðið fari yfir 30 krónur norskar á kíló. Hann bætir því við að nú verði allt kapp lagt á að veiða makrílinn áður en hann lækkar í verði.

 Heimild: www.kystmagasinet.no

Heimild Fiskifrettir /Kjartan Stefánsson

29.04.2011 10:08

Netamaður Islands

             Brynjar Arnarsson á Flæmska Hattinum
Hann var allsvakalega vigalegur Netamaður Islands Binni Arnars um borð i Eyborgu EA 59 á hattinum i denn en eins og alþjóð veit er hann skipverji á Björgvin EA 311 
ásamt Sigurði Daviðssyni og eru þeir i hópi öflugustu Bingóspilara landsins

28.04.2011 23:42

Gissur Hviti SF 55

 Gerður út frá Canada á Grálúðuveiðar og að hluta til i eigu Islendinga kanski kemur hér einhver inn sem að veit meira um það mál                                    
                                   mynd af Marine traffic © Wespretty                                         Gissur Hviti sf 55 ©mynd Tryggvi Sigurðsson

28.04.2011 17:29

Sildveiðar i Grundarfirði mikil sýking


                                     Jóna Eðvalds SF 200 © Mynd þorgeir Baldursson
 
                       Gott Kast Á siðunni © mynd Svafar Gestsson

Um 70-80% sýking mældist í síld í Grundarfirði í síðustu viku

Verða veiðar á sýktri

síld leyfðar í vor?

Töluvert fannst af sýktri síld í Grundarfirði í síðustu viku. Hafrannsóknastofnun hefur fengið nótaskip til frekari rannsókna. Ef síldin reynist jafnsýkt og talið er og ef hún heldur sig áfram í Grundarfirði er hugsanlegt að leyfðar verði veiðar á síld í firðinum í vor.

Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri nytjastofnasviðs Hafrannsóknastofnunar, sagði í samtali við Fiskifréttir að þeir hefðu fengið ábendingar um að þó nokkuð af síld væri enn í Grundarfirði. Síldin væri ekki öll farin út úr firðinum í ætisleit eins og búast mætti við á þessum árstíma.

Hafrannsóknastofnunin sendi því Dröfnina í síðustu viku til að mæla og kanna ástand síldarinnar í Grundarfirði. Töluvert fannst af síld, eða ríflega 30 þúsund tonn sem var mjög illa sýkt. Tekin voru fjögur sýni sem sýndu um 70-80% sýkingu. ,,Til að fylgjast með sýkingunni og fá staðfestingu á því hvort ástandið sé jafnslæmt og sýni sem við náðum gefa til kynna höfum við fengið nótaskipið Jónu Eðvalds SF til að fara með okkur í rannsóknarleiðangur," sagði Þorsteinn. Rætt var við hann um miðjan dag í gær en gert var ráð fyrir að Jóna Eðvalds færi út frá Hornafirði á flóðinu þá um kvöldið.

Þorsteinn sagði að nauðsynlegt væri að taka 3-5 köst með nótinni allt eftir því hvernig síldin lægi í firðinum. Best væri að taka sæmilega stór köst til að ná marktækum sýnum. Ljóst væri því að veiða þyrfti nokkur hundruð tonn til að ljúka sýnatöku.

Þorsteinn var spurður hvort ekki væri réttlætanlegt að leyfa veiðar á síldinni til bræðslu ef sýkingin væri 70-80% þar sem hún dræpist hvort sem er. ,,Við erum að skoða þann möguleika hvort lagt verður til að veiða síldina en áður teljum við mikilvægt að fá betri og áreiðanlegri upplýsingar. Þá er heldur ekki gefið að síldin sé enn í Grundarfirði. Vegna páskanna hefur það tafist að fá nótaskip til rannsókna. Það verður að koma í ljós þegar athugunum okkar lýkur um helgina hvort unnt sé mæla með því að veiða þessa síld úr Grundarfirði," sagði Þorsteinn. Heimild Fiskifréttir

 

27.04.2011 08:15

Baldvin NC 100 Landar á Dalvik

                                   Baldvin NC 100  © Mynd þorgeir Baldursson 2011


                              Komið að Bryggju á Dalvik © mynd þorgeir Baldursson 2011

                               Aflinn þorskur úr Barentshafi © mynd þorgeir Baldursson 2011

                             Ásamt Ýsu af sama svæði mynd þorgeir Baldursson 2011

           Löndun i Gærkveldi © mynd þorgeir Baldursson 2011

                Löndun hafin © mynd þorgeir Baldursson 2011

                 Sigurður Kristjánsson Skipstjóri Baldvin NC © Mynd þorgeir Baldursson 2011

            Björgúlfur EA 312 og Baldvin NC viðbryggju á Dalvik © mynd þorgeir Baldursson 2011

Þýski togarinn Baldvin NC 100 kom til hafnar á Dalvik i gærkveldi úr sinum, öðrum túr i Norsku lögsögunni og var afli skipsins um 195 tonn uppistaðan þorskur veiðiferðin tók um tiu daga höfn i höfn aflinn fer til vinnslu i frystihús Samherja  á Dalvik  en alls er skipið búið að landa hátt á fjórða hundrað tonnum af isfiski i þessum tveimur túrum
skipstjórinn Sigurður Kristjánsson var að vonum ánægður með góðan túr þegar ég hitti hann i gærkveldi um borð i skipinu

25.04.2011 22:05

Ocean Explorer ex(Pólar Siglir)


Alasund Shipbrokers Ltd. hefur selt Ocean Explorer ex Polar Siglir ex Siglir til Austur-Rússlands.

Skipið lét úr höfn s.l. fimmtudag frá Durban S-Afriku áleiðis til Busan S-Kóreu, áætlaður komutími er 17 maí n.k.    2011

                                 myndir Þórarinn S Guðbergsson www.Alasund.is

                                Ocean Explorer ©Mynd Þórarinn S Guðbergsson 2011

24.04.2011 01:11

Bættar samgöngur stæðsta Hagsmunamálið


                           Ágúst Torfi Hauksson © mynd Þorgeir Baldursson 2010
Ágúst Torfi Hauksson framkvæmdastjóri landvinnslu Brims fjallaði og galla og kosti þess að vera með starfsemina á Akureyri, á fundi um samgöngubætur og samfélagsleg áhrif þeirra sem haldinn var í Hofi. Hann nefndi sem helstu gallana, fjarlægð frá útskipunarhöfnum og flugvelli. Fyrirtækið er að framleiða vöru með skamman líftíma og þurfi að keppa við framleiðendur sem eru nær markaði.
 

Einnig þarf að Brim að standa straum af kostnaði við forflutninga á vörum innanlands fyrir útflutning. Fyrirtækið er að flytja 12-13.000 tonn af massa innanlands á ári og af því eru afurðir frá Akureyri um 9.000 tonn. Verulegt magn er flutt í Lauga í Reykjadal, þar sem Brim er með þurrkun, einnig er verulegt magn flutt austur á firði til útflutnings. Mest er þó flutt suður, til Reykjavíkur til útskipunar, eða áfram til Keflavíkur í flug.

Brim fær um 150 heilgámaeiningar á ári norður með ýmsum aðföngum. Þá hafa breytingar í umhverfi sjávarútvegs orðið til þess að fyrirtækið er að flytja að hráefni landleiðina og á síðasta ári var um að ræða flutning á 4.000 tonnum til Akureyrar. Það jafngildir um einum fullum 40 feta gámi hvern virkan dag árið um kring, að sögn Ágústar Torfa. Brim er að flytja um 7.000 tonn  um Víkurskarð á ári og um 5.500 tonn um Húnavatnssýslur á ári. Fyrirtækið greiðir um 80-100 milljónir króna á ári í flutning innanlands. Áætlað er að kostnaður við innanlandsflutninga myndi lækka um 1,5% með tilkomu Vaðlaheiðarganga og annað eins með Húnavallaleið. Ef í boði væri flug frá Akureyri og útflutningshöfn á svæðinu væri hægt að lækka kostnað við forflutninga innanlands um 35%.

Ágúst Torfi sagði að helstu kostir þess að vera með reksturinn á Akureyri væri gott bakland, stórt samfélag að öll nauðsynleg þjónustua  sé til staðar. "Lang stærsti kosturinn og sem gerir það að verkum að fyrirtæki eins Brim skuli reka landvinnslu við botninn á lengsta firði á Íslandi, er að þegar bjallan hringir mæta 100 starfsmenn til vinnu. Starfsmenn sem kunna til verka og það skiptir öllu máli í rekstri eins og okkar."

Ágúst Torfi sagði að afhendingaröryggi skipti miklu máli fyrir landvinnsluna en að það hafi gerst að 100 manns hafi þurft að bíða eftir hráefni, m.a. vegna ófærðar á Víkurskarði. Hann sagði að stærsta hagsmunamálið fyrir aðila í rekstri á svæðinu séu bættar samgöngur. Fyrir Brim og önnur fyrirtæki í útflutningi, skipti þar útskipunarhafnir mestu, hvort sem um er að ræða strandsiglingar eða beinar millilandasiglingar.

Heimild vikudagur.is

22.04.2011 01:52

Grálúðuveiðar á torginu 2003


                 lifið um borð i Eldborgu RE 13

                  Tekið i kriulöpp

          Bjarni skipstjóri leysir saman

           Agnar véstjóri og Nonni Netamaður

         Pokinn inná dekki 7 tonn Grálúða
Smá sýnishorn af Grálúðuveiðum um borð i Eldborgu RE 13 á torginu sumarið 2003

21.04.2011 14:00

Newfoudland Otter


                          Newfoudland Otter © mynd Þorgeir Baldursson 1999
Kanadiskur Rækjutogari á veiðum á Flæmska Hattinum i lok siðustu aldar Hver er saga þessa skips

20.04.2011 14:30

2045 Guðmundur þór Su 121

                           2045 Guðmundur þór SU 121 © Mynd þorgeir Baldursson

19.04.2011 07:03

Aðal fundur Hollvinafélags Húna 2

                                              108 Húni 2 © Mynd þorgeir Baldursson 

Aðalfundur Hollvina Húna II verður haldinn um borð í bátnum fimmtudaginn 28. Apríl 2011 klukkan 20:00. Venjulega aðalfundarstörf.fjölmennum Stjórnin

18.04.2011 23:30

Samkoma Togarajaxla áAkureyri i sumar

                                © 2011
Jæja góðir Siðutogarajaxlar nú er Ræs i næsta hitting sem að verður i Sjallanum á Akureyri 

Þann 15-16 Júli i sumar siðast voru um 200 mans og hér að ofan má sjá dagskrána eins og hún 
litur út endilega að setja inn upplysingar og spurningar ef að einhverjar vakna varðandi þennan hitting með bestu kv þorgeir

16.04.2011 18:58

Baldvin NC 100 Landar á Dalvik


                      Baldvin NC 100 á siglingu á Eyjafirði © mynd þorgeir Baldursson

                           Baldvin NC 100 kemur til hafnar © mynd þorgeir Baldursson

        Sigurður Kristjánsson skipstjóri © mynd Þorgeir baldursson

                                 Gert klárt til að binda © mynd þorgeir Baldursson

                                     Dekkmenn Afturá © mynd þorgeir Baldursson

               Sett fast © mynd þorgeir Baldursson
Frystitogarinn Baldvin Nc 100  sem að er i eigu dótturfélags Samherja i þýskalandi DDFU kom nú laust fyrir kvöldmat til Dalvikur með um  140-150 tonna afla sem að fékkst á miðunum við Lófóten i Noregi uppistaðan er þorskur sem að fer til vinnslu hjá frystihúsi Samherja á Dalvik Skipstjóri er Sigurður Kristjánsson sem að lengi var með Blika EA Snæfell EA 310 mun vera á veiðum við Lófóten en ekki hefur fréttst af aflabrögðum hjá þeim

14.04.2011 08:43

5313 Freymundur ÓF 6

                                  5313 Freymundur ÓF 6 © Mynd Þorgeir Baldursson 2010
Ein elsta trilla landsins sem að einn er i fullri útgerð og er gerð út frá Ólafsfirði 
og er sami eigandi búinn að róa henni i um 5o ár hann heitir Július Magnússson báturinn er smiðaður á Akureyri 1954 úr furu og eik með 22 hö sabb 16 Kv vél 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 882
Gestir í dag: 201
Flettingar í gær: 1485
Gestir í gær: 154
Samtals flettingar: 644514
Samtals gestir: 30265
Tölur uppfærðar: 20.5.2024 15:01:38
www.mbl.is