Færslur: 2022 Nóvember

09.11.2022 17:22

VEGAGERÐIN ÓSKAR TILBOÐA Í REKSTUR HRÍSEYJARFERJUNNAR SÆVARS

                                        2378 Hriseyjarferjan Sævar mynd þorgeir Baldursson 2021

Af vef vikudags 

„Almenn sátt ríkir um núverandi áætlun og getur breyting á áætlun eða fækkun ferða haft veruleg áhrif á skilyrði til búsetu í Hrísey og á öryggi íbúanna,“ segir í bókun bæjarráðs Akureyrar. Þar er bæjarráð að taka undir með hverfisráði Hríseyjar varðandi nýtt útboð á rekstri Hríseyjarferjunnar Sævars en í því áskilur Vegagerðin sér rétt til að fjölga/fækka ferðum um plús mínus 20%  á samningstímanum sem er til ársins 2025.

Vegagerðin hefur óskað eftir tilboðum í rekstur Hríseyjarferju fyrir árin 2023 til 2025, sérleyfi fyrir Vegagerðina á ferjuleiðinni Hrísey – Árskógsandur – Hrísey. Innifalið í því er að annast fólks- og vöruflutninga til og frá Hrísey. Ferjan Sævar sem er í eigu Vegagerðarinnar verður notuð í verkefnið. Samningstími er þrjú ár með möguleika á framlengingu allt að 2 sinnum, 1 ár í senn. Skila á inn tilboðum fyrir kl. 14 þriðjudaginn 29. nóvember 2022.

Bæjarráð segir Hríseyjarferjuna þjóðveg eyjarskeggja og alla þeirra sem eyjuna heimsækja. Fer ráðið fram á að ferjuáætlun standi óbreytt og með möguleika á upphringiferðum líkt og verið hefur, „og að réttur Vegagerðarinnar til að fækka ferðum um allt að 20% á samningstíma verði tekinn úr útboðinu.“

Á fundi hverfisnefndar Hríseyjar var fjallað um þann rétt sem Vegagerðin áskildi sér í útboðinu um að fjölga/fækka ferðum um plús mínus 20% á samningstímanum. Einnig að stjórnvöldum væri heimilt að fækka eða fjölga ferðum eða segja upp einstaka leið með 6 mánaða fyrirvara. Í núverandi vetraráætlun er gert ráð fyrir 6 til 8 ferðum daglega en 8 til 10 ferðum yfir sumarið, samtal 2.840 ferðir.

Almenn sátt um núverandi áætlun

Segir hverfisráðið almenna sátt ríkja um núverandi áætlun ferjunnar og breyting á áætlun eða fækkun ferða geti haft verulega áhrif á skilyrði til búsetu í Hrísey. „Niðurfelling á ákveðnum ferðum getur haft þau áhrif að ómögulegt yrði fyrir íbúa að sækja atvinnu í landi ásamt takmörkun á möguleikum íbúa að stunda félagsstarf, íþróttastarf, sækja menningarviðburði,“ segir í bókun hverfisnefndar. „Ferjan er okkar þjóðvegur sem þarf að vera opinn með tíðum og öruggum ferjusiglingum. Við samþykkjum því ekki að í kjölfar þeirrar uppbyggingar sem átt hefur sér stað í Hrísey undanfarin ár verði ferðum ferjunnar fækkað.“

09.11.2022 07:19

Skúli St 75

                              2754 Skúli St 75 á makrilveiðum i Steingrimsfirði mynd þorgeir Baldursson 2016

08.11.2022 23:19

Kristján Þórarinsson Fagstjóri fiskimála hjá Brim.HF

Gengið hefur verið frá ráðningu Kristjáns Þórarinssonar í starf fagstjóra fiskimála hjá Brimi hf.

Kristján er stofnvistfræðingur og hefur áratugareynslu á sviði sjávarútvegs og á alþjóðavettvangi fiskimála. Með ráðningu Kristjáns er verið að styrkja þekkingu Brims á þessu sviði. Kristján mun koma að margþættum verkefnum sem félagið vinnur að á hverjum tíma, þar á meðal að meta stöðu hafrannsókna einstakra fiskistofna.

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims hf.:

"Það er ánægjulegt að fá Kristján í góðan hóp starfsmanna og ég býð hann velkominn til starfa. Kristján hefur starfað í sjávarútvegi síðastliðin þrjátíu ár og hefur mikla reynslu og þekkingu af samstarfi milli ólíkra aðila sem koma að umræðu bæði innanlands og erlendis um sjávarútvegsmál."

08.11.2022 20:09

Páll Pálsson is 102

                           2904 Páll Pálsson Is 102 mynd þorgeir Baldursson 2022

08.11.2022 07:55

Þórunn Sveinsdóttir Ve 401

                 2401 Þórunn Sveinsdóttir Ve 401 á toginu i Berufjarðarál i fyrradag Mynd þorgeir Baldursson 2022
  • 1

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1625
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 3977
Gestir í gær: 101
Samtals flettingar: 904481
Samtals gestir: 45712
Tölur uppfærðar: 11.10.2024 06:22:01
www.mbl.is