Færslur: 2007 Október31.10.2007 21:58Óli Á Stað Gk 4 (Óli Tað)Hérna kemur myndin af Óla á Stað Gk 4 þegar hann var að draga netin á veiðislóð fyrir suðausturlandi árið 2000 þegar ég var skipverji á Hafnarröst Ár 250 Skrifað af Þorgeir 31.10.2007 18:17Norðurljós is 3Línuveiðin svipur hjá sjón í Ísafjarðardjúpi eftir tilraunaveiðar ÖrfiriseyjarEins og kunnugt er fékk eitt stærsta fiskiskip landsins, Örfirisey RE, leyfi fyrir stuttu til að skarka inn allt Ísafjarðardjúp í nafni tilrauna með nýjan botntrollsbúnað. Skipið var í rúma þrjá sólarhringa við þessar rannsóknir, en einu rökin sem heyrst hafa fyrir því að láta þær fara fram í Djúpinu voru og eru þau að svo stutt hafi verið á netaverkstæðið í landi. Til fróðleiks er ekki úr vegi að geta þess að 1000 tonna togarar eru allir með netaverkstæði um borð, þannig að þessi rök eiga betur við sem gamanmál á þorrablóti en annarsstaðar. Smábátaeigendur við Ísafjarðardjúp fengu ekkert af þessu að vita fyrr en þeir sáu Örfiriseyna komna lengst inní Djúp og langt frá netaverkstæðinu. Þetta eru þó þeirra heimamið, en það veldur greinilega engum svefntruflunum á Hafrannsóknastofnun. Áður en þessar tilraunaveiðar hófust voru smábátaeigendur að leggja línu í Djúpinu og það er athyglisvert að sjá hvernig veiðarnar gengu fyrir og eftir tilraunaveiðarnar. Hér eru aflatölur af Norðurljósi, ÍS 3, en báturinn var að línuveiðum í Ísafjarðardjúpi á þessu tímabili. Dagsetningarnar eiga við löndunardag: 4. okt. 28 balar, afli 2656 kg - 94,86 kg á bala Lögnin sem dregin var 13. október að morgni var lögð kvöldið áður, en tilraunaveiðar Örfiriseyjar hófust sama kvöld, á öðrum stað í Djúpinu og stóðu til 15. október þegar þeim var fram haldið á Hornbanka, en eins og kunnugt er, er mjög gott netaverkstæði þar á miðunum. Norðurljósið lagði aftur tveimur dögum síðar: 17. okt. 30 balar, afli 1539 kg - 51,30 kg á bala Varla þarf að taka fram að smábátaeigendum er lítt skemmt, aflasamdrátturinn er yfir 40%. Það var Hafrannsóknastofnun sem sóttist eftir því að Örfiriseyjan fengi að skarka í Ísafjarðardjúpi við þessar bráðnauðsynlegu rannsóknir. Það er því kaldhæðnislegt að sjá eftirfarandi standa á heimasíðu stofnunarinnar að nýlokinni ?haustkönnun Hafrannsóknastofnunarinnar á rækjumiðunum á Vestfjörðum":
Norðurljós ÍS 3 Skrifað af Þorgeir 31.10.2007 11:28Frosti Þh 229
Skrifað af Þorgeir 30.10.2007 22:11Hvalur á halamiðumÞað var talsvert af hval i vor á vestfjarðamiðum og var þessi mynd tekin þá Skrifað af Þorgeir 30.10.2007 11:18Samherji hf
Skrifað af Þorgeir 30.10.2007 10:48Hringur Gk 18Hringur Gk 18 ssnr 1202 á sildveiðum fyrir austan land 1983 ber i dag nafnið Grundfirðingur Sh 24 og er gerður út frá Grundarfirðiá linu með beitningarvél Skrifað af Þorgeir 29.10.2007 22:45Blandaður afliKaldbakur Ea 1 kom inn til löndunnar i dag með góðan afla sem að var að megninu til ufsi ásamt öðrum tegundum Skrifað af Þorgeir 29.10.2007 21:33Júpiter Þh með mestan makril kvóta
Skrifað af Þorgeir 16.10.2007 17:40SÚLAN EA 300I dag um kl 16 hélt Súlan Ea 300 frá Akureyri áleiðis á sildarmiðin skipst er Bjarni Bjarnasson Skrifað af Þorgeir 16.10.2007 14:08Sólbakur Ea 307Sólbakur Ea 307 kemur til hafnar á Akureyri skipið var smiðað i Japan 1973 og er að ég held 1 af 10 Arnar HU 1, Brettingur NS ,BJARTUR NK, Hoffell su ,Ljósafell su, Vestmannaey VE, Rauðinúpur ÞH , Páll Pálsson is ,og hver var sá 10 Skrifað af Þorgeir 15.10.2007 01:48Sólfell EA 640þetta er sennilega siðasta vertiðin sem að skipið var gert út undir islenskum fána og vita menn eitthvað um afdrif þess Skrifað af Þorgeir 08.10.2007 12:35Þórunn Sveinsdóttir Ve 401Sigurjón Óskarsson sá mikli aflaskipstjóri tók lika þátt i sildveiðum inni á fjörðunum fyrir austan og hérna er Þórunn Sveinsdóttir Ve 401 með gott kast á siðunni myndi er tekin inni á Berufirði Skrifað af Þorgeir 08.10.2007 08:14Haukafell Sf 111Haukafell Sf 111 kemur til hafnar á Seyðisfirði með 80 tonn af sild haustið 1983 Skrifað af Þorgeir 08.10.2007 00:09Haustmynd úr EyjafirðiÞað var fallegt veðrið i dag þegar Kaldbakur Ea 1 tók stefnuna inn eyjafjörðinn og hérna sér i Hauganes Skrifað af Þorgeir
|
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 837 Gestir í dag: 53 Flettingar í gær: 1587 Gestir í gær: 63 Samtals flettingar: 915262 Samtals gestir: 46151 Tölur uppfærðar: 16.10.2024 10:30:23 |
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is