Flokkur: Gráslebbu myndir

28.03.2011 20:10

Aukning aflaheimilda er hraðvirkasta hagvaxtartækið sem landsmenn hafa í höndunum


          Stefán Guðmundsson © mynd þorgeir Baldursson 2010
Hérna heldur Stefán Guðmundsson skipstjóri á Aron ÞH 105 á vænum þorski Ca 25 kiló

Sigmundur Ernir Rúnarsson þingmaður Samfylkingarinnar segir að líklega sé meirihluti fyrir því á Alþingi að bæta við aflaheimildum í nokkrum helstu botnfisktegundunum, einkanlega þó þorski. Hann sé enda farinn að vaxa úr sér svo horfir til vandræða í fiskverkun víða um land.
 

Þetta kemur fram pistli Sigmundar á vefsíðu sinni og þar segir ennfremur: "Ég hef talað fyrir því að auka aflaheimildir við þær aðstæður sem nú ríkja í hafi og efnahag. Sjómenn og fiskverkendur, sem ég er í ágætu samtali við, eru einhuga um að aldrei hafi fiskgengd verið jafn mikil það sem af er þessari öld - og pundið aldrei verið þyngra. Við þessar aðstæður er ekki ónýtt að spyta sosum eins og 20 milljörðum inn í hagkerfið með yfir 20 þúsund tonna aukningu heimilda - og binda þau jafnvel við landvinnslu sem skilaði yfir 1000 störfum á stundinni. Aukning aflaheimilda er hraðvirkasta hagvaxtartækið sem landsmenn hafa í höndunum. Og þörfin er skýr; aukinn hagvöxtur eða aukinn niðurskurður. Við eigum að taka tillit til reynslu og vísinda í auðlindamálum okkar. 25 þúsund tonna aukning aflaheimilda, jafnvel næstu 3 árin, eru innan áhættumarka - og viðheldur vexti stofnsins. Ég hyggst spyrja hæstvirtan sjávarútvegsráðherra á Alþingi í dag hvað tefji för í þessu efni," segir Sigmundur.  



  • 1

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 749
Gestir í dag: 73
Flettingar í gær: 1465
Gestir í gær: 61
Samtals flettingar: 888001
Samtals gestir: 45166
Tölur uppfærðar: 4.10.2024 10:36:05
www.mbl.is