Flokkur: Loðnuveiðar

22.08.2012 22:18

Aflaskipið Sigurður ve 15

                      Sigurður Ve 15 á loðnumiðunum i mars sl © mynd þorgeir Baldursson 2012

19.11.2010 20:44

Heimilt að veiða 200 þúsund tonn af loðnu í íslenskri lögsögu


                  Hafransóknarskipin i höfn i Reykjavik © mynd Þorgeir Baldursson
Hafrannsókanrskipið Árni Friðriksson RE  og Bjarni Sæmundsson RE við bryggju i Reykjavik fyrir viku siðan i bakgrunni má sjá Tónlistarhúsið Hörpu
Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur í dag gefið út reglugerðir um loðnuveiðar. Samkvæmt þeim er heimilt að veiða 200 þúsund tonn af loðnu í íslenskri fiskveiðilögsögu á tímabilinu frá 23. nóvember 2010 til og með 30. apríl 2011. Heildaraflamark í loðnu byggir á ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar. Stofnunin framkvæmdi haustmælingu á loðnu á tímabilinu frá 24. september til 8. nóvember á rannsóknarskipunum Árna Friðrikssyni og Bjarna Sæmundssyni.

 Loðnumælingarnar fóru fram fyrr og náðu yfir lengri tíma en á undanförnum árum þegar þær voru gerðar á tímabilinu frá því um miðjan nóvember og fram í desember. Þetta leiddi aftur á móti til þess að unnt var að fara miklu víðar en undanfarin ár þar sem enginn lagnaðarís var til trafala líkt og oft hefur verið í nóvember og desember. Því telur Hafrannsóknastofnunin að mælingar á stærð stofnsins nú séu að líkum marktækari en mælingar undanfarinna ára. Af þessum 200 þúsund tonnum fara um 139 þúsund tonn til íslenskra loðnuveiðiskipa sem hafa aflamark í loðnu en rúmlega 60 þúsund tonn fara til erlendra skipa samkvæmt milliríkjasamningum. Rétt er að vekja athygli á að niðurstöður haustmælinga Hafrannsóknarstofnunar gefa ekki tilefni til að ætla að veiðiheimildir vegna loðnu verði auknar á tímabilinu. Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra leggur áherslu á að veiðum og fullvinnslu þessa afla verði hagað með þeim hætti, að sem mestur þjóðhagslegur ábati skapist af þessari auðlind og loðnuafli nýtist sem best til manneldis. Ríkar skyldur hvíla á útgerðum loðnuskipa að koma til móts við væntingar markaðarins um loðnuhrogn og vandaða meðferð hráefnis.Heimild . www.vikudagur.is



08.03.2010 01:30

Súlan EA 300


                         Haukur Konnráðsson á Brúarvængnum © mynd Úlfar Hauksson

                         Súlan EA 300 kemur i Krossanes © Mynd Úlfar Hauksson

                        Súlan EA á Bakkaflóa i Gærmorgun © Mynd þorgeir Baldursson 2010

 Bjarni Bjarnasson skipstjóri ©Mynd þorgeir Baldursson
Nokkrar myndir af Súlunni EA fyrir og eftir breytingu en skipið er nú i höfn á Akureyri
þar sem að það verður málað og snurfunsað i slippnum ásamt hefbundnum viðhalds
verkefnum sem að tilheyra slipptökum

07.03.2010 13:51

Vikingur AK 100


                       Vikingur AK 100 á Bakkaflóa i morgun ©Mynd þorgeir Baldursson 2010

                    Vikingur AK við Langanesfontinn i morgun © mynd þorgeir Baldursson
Það er alltaf gaman að mæta skipum sem þessum á sjó og fylgir þvi ákveðin virðing að mynda
þau svo að vel sé þarna var sá gamli á milli 14 og 15 milna ferð og var ekkert verið að slá af þótt að
einhver fyrirstæða væri enda skrokkurinn rennilegur úr þýsku Kafbátasráli

15.02.2010 23:03

Antares VE 18


                  Antares  VE 18 Kemur I Krossanes ©Mynd Þorgeir Baldursson


      Grimur Jón Grimsson skipst ©Mynd þorgeir baldursson

Antares var að koma með loðnufarm i krossanes og þá voru þessar myndir teknar og skipð var selt erlendis og skipstjórinn farinn i land hvað er vitað um afdrif skipsins held að skipstjórinn sé að vinna i Húsasmiðjunni i Hafnarfirði

14.02.2010 15:49

Góður Gangur i loðnuveiðum


                                          Erika GR-18-119 ©mynd svafar Gestsson 2010

                         Vilhelm þorsteinsson EA 11© mynd Svafar Gestsson 2010

Góður gangur hefur verið i loðnuveiði siðasta sólahringinn og hafa skipin verið að fylla sig i þremur  til 5 köstum Jóna Eðvalds er að koma til hafnar á Hornafirðið i dag  Við tókum skammtinn okkar 700 tonn í 3 köstum vestan við Reykjanes í gær. Gáfum þeim á Eriku 40-50 tonn og Vilhelm Þorsteins 100 tonn.

 

13.02.2010 16:04

Loðnufréttir


                                    Guðmundur VE 29 ©Mynd Áhöfn

               Eddi Grétars  og Konstantín koma loðnunni í tækin ©Mynd Áhöfn 
     
           Peskallinn kemur frosnum blokkum á færibandið áleiðis í pökkun ©mynd Áhöfn

              Guðmundur VE við Bryggju i Eyjum ©Mynd Óskar P Friðriksson
.

Guðmundur VE 29 mun landa i Eyjum i kvöld eða i fyrramálið aflinn er mjög góður  eða á
niunda hundrað tonn sem að er fullfermi af frosinni loðnu einnig mun vera von á Vilhelm Þorsteinssyni inn til löndunnar annaðhvort i Helguvik eða Hafnarfjörð hann mun vera með fullfermi af frostnu  Norðborgin KG 689sem að fjallað er um hérna að ofan eu nú fyrir utan helguvik og spurning
hvað hún gerir

10.02.2010 10:59

Loðnuveiðar 2010


                                    Bjarni Ólafsson AK 70 ©Mynd Svafar Gestsson

                                          Börkur NK 122 ©Mynd Svafar Gestsson

                                       Súlan EA 300 ©Mynd Svafar Gestsson

                           Á Dekkinu á Jónu Eðvalds SF 200 ©Mynd Svafar Gestsson

                       Matti kokkur og Óli löndunnarstjóri ©mynd Svafar Gestsson
Hérna koma nokkrar myndir af loðnuveiðum 2010 þar sem að skipin voru stödd útaf Þorlákshöfn seinnipartinni gær myndirnar tók  Svafar Gestsson vélstjóri á Jónu Eðvalds SF 200 og kann ég
honum bestu þakkir fyrir myndaafnotin

08.02.2010 21:54

Vilhelm með fullfermi af frostnu


       Guðmundur Jónsson skipstjóri ©mynd þorgeir Baldursson

              Vilhelm Þorsteinsson EA 11 ©mynd þorgeir Baldursson
Fjölveiðskip Samherja H/F Vilhelm Þorsteinsson EA 11 er nú á leið til Norðfjarðar með
góðan afla 540-570 tonn af frosinni loðnu hrognainnihald er um 19% auk vilhelms er
Súlan EA 300 að landa um 600 tonnum á Norðfirði aflabrög hafa verið með besta
móti eftir að hún fór að gefa sig og vonandi sér nú sjávarútvegsráðherra að sér og
gefur út allmennilegan kvóta svo að eitthvað fari nú að koma i kassann

20.01.2010 12:29

Loðnuleit Súlunnar EA 300


                               1060-Súlan EA 300 ©MYND ÞORGEIR BALDURSSON
Nótaskipið Súlan EA kom til Akureyrar i Nótt eftir loðnuleit litið fannst svo að ekki þykir ráðlegt að gefa út kvóta strax Súlan mun halda aftur til loðnuleitar nk föstudag 22 og þá verður stefnantekin á veiðisvæðið útifyrir  vestfjörðum og vesturlandi skipstjóri er  Hjörvar Hjálmarsson
  • 1

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 649
Gestir í dag: 53
Flettingar í gær: 1587
Gestir í gær: 63
Samtals flettingar: 915074
Samtals gestir: 46151
Tölur uppfærðar: 16.10.2024 08:22:34
www.mbl.is