Færslur: 2010 Júlí

26.07.2010 13:32

Mærudagar 2010


                                        Húsavikurhöfn á Mærudagskvöldi 2010
Fleiri myndir i Myndaalbúmi

21.07.2010 00:17

Elsti vélbátur islands


                               Vigur Breiður Sjósettur © mynd Björn Baldursson 2010

                                          Kominn á flot © mynd Björn Baldursson

                                          Gestur Frá Vigur © mynd Björn Baldursson

                                   Vigur Breiður og Gestur frá Vigur ©Myndir Björn Baldursson

Sæll Þorgeir.

Sendi þér hérna myndir eins og ég lofaði. Áttæringurinn Vigur Breiður er semsagt að fara á flot eftir 10 ára notkunarleysi, hann var notaður síðast árið 2000. Breiður hefur verið í Vigur frá því að elstu menn muna og eru til heimildir um hann frá því 1829, og talið er að hann sé smíðaður fyrir 1800. Honum hefur alla tíð verið haldið vel við. Féð í Vigur var alltaf flutt upp á meginlandið á sumrin og var Breiður notaður til þess, og var hægt að flytja allt að 70-80 fjár á honum í einu.

Gestur frá Vigur, var smíðaður árið 1906 fyrir séra Sigurð Stefánsson bónda og prest í Vigur. Hann var notaður til fiskveiða og til aðdrátta fyrir Vigurbændur. Við fjárflutninga og annarskonar flutninga á Breið var það alltaf Gestur sem dró Breið. Árið 1988 fékk Byggðasafn Vestfjarða Gest að gjöf frá Baldri og Birni fyrrverandi Vigurbændum og árið 2003-2004 var hann endurbyggður. Gestur er elsti vélbátur sem varðveist hefur á Íslandi.

19.07.2010 01:52

Meira um Makrilveiðar


                   Þórður R Sigurðsson tók á móti endanum © mynd Óskar P Friðriksson 2010

                 Kampakátir áhafnarmeðlimir ásamt þórði © mynd Óskar P Friðriksson

            Krapaður Makrill um borð i Dala Rafni VE 508 Mynd Óskar P Friðriksson

        Kapmakátur með búbótina © mynd Óskar P Friðriksson

"Pólverjarnir" komu allir að landi í morgun með makríl, Dala Rafn var með 60 kör eftir fjögur hol. Menn eru ánægðir með árangurinn og líst vel á framhaldið. Þeir kæla fiskinn með krapi, þannig að hitastigið er undir frostmarki þegar makrílnum er landað. Dala Rafn landar sínum afla hjá Ísfélaginu.

Eins og sjá má á myndunum tók Þórður Rafn Sigurðsson útgerðarmaður á móti skipi sínu og fylgdist vel með þegar fyrsta karið kom upp á bryggju.
allar myndir og teksti Óskar Pétur Friðriksson www.eyjafrettir.is

19.07.2010 01:20

Makrilveiðar úr Eyjum


                                  Gert klárt á Makrilveiðar © mynd Óskar P Friðriksson 2010

                                Áhöfnin klár i slaginn © mynd Óskar P Friðriksson

                                Allt að verða klárt til brottfarar © mynd Óskar P Friðriksson

    Skipstjórinn á Vestmannaey VE 444© Mynd Óskar P Friðriksson

Nú snýst allt um makríl, "pólverjarnir" Vestmannaey, Bergey og Dala Rafn eru allir byrjaðir að veiða þennan fisk. Á þessum myndum eru skipverjar á Vestmannaey að gera sig klára.og hefur veiðin á
verið með besta móti það sem að af er sumri

09.07.2010 14:56

Ný Þórunn Sveinsdóttir Ve


                          Þórunn Sveinsdóttir Ve © Mynd Þórarinn S Guðbergsson

                                  Við bryggju i Skagen © mynd Þórarinn S Guðbergsson

                                      Grandaravindurnar © mynd Þórarin S Guðbergsson

                                Séð frameftir Trolldekkinu © mynd Þórarinn S Guðbergsson

                         Skutur Þórunnar Sveinsdóttur Ve © mynd Þórarinn S Guðbergsson 2010
Hin nýja Þórunn Sveinsdóttir sem að hefur verið i smiðum i Gdansk  Pólandi var dregin til Skagen i Danmörku nú nýverið skipið er smiðað fyrir útgerðarfyrirtækið Ós i Vestmannaeyjum og er
39.95 metrar á lengd og er 11.20 á breidd og mun verða afhennt i Nóvember

07.07.2010 10:29

Góður afli frystitogara Brims og Samherja


                             Björgvin EA 311 Mynd þorgeir Baldursson 2010
Björgvin EA 311 skip Samherja kom úr Barentshafi með góðan afla alls er aflinn um 735 tonn uppúr sjó aflaverðmætið um 200 milljónir túrinn mun vera um 34 dagar og er uppistaðan þorskur
Oddeyrin EA 210 kom einnig til hafnar i morgun  með góðan afla 205 tonn uppúr sjó uppistaðan  Grálúða aflaverðmæti um 130 milljónir túrinn tók 29 daga
Kleifaberg, frystitogari Brims hf., er á leiðinni heim úr Barentshafi eftir velheppnaðan túr. Að sögn eins skipverjans nam aflinn um 1.000 tonnum upp úr sjó, þar af voru um 700 tonn unnin í roðlaus og beinlaus flök. Taldi hann í samtali við Fiskifréttir nokkuð víst að aldrei áður hefði svo mikill afli farið í slíka vinnslu í íslenskum togara í einum túr.

Að minnsta kosti er víst að gríðarleg vinna liggur að baki slíkum afköstum. Aflaverðmæti úr túrnum er áætlað um 300 milljónir króna. Veiðarnar fóru fram í rússneskri lögsögu Barentshafs, austan við Gráa svæðið svokallaða.

Búist er við skipinu heim nú í vikulokin og hefur túrinn þá tekið rúma 28 daga, þar af tekur siglingin fram og til baka tæpa 10 daga í heild. Aflinn var nær eingöngu þorskur.

 Því má svo bæta við til gamans að áhöfnin á Kleifaberginu hefur lengi haldið úti hljómsveitinni Roðlaust og beinlaust og gert garðinn frægan bæði með tónleikahaldi og útgáfu geisladiska með tónlist sinni.



02.07.2010 20:11

Nýji Báturinn

http://www.strand-craft.com/
Hvernig list ykkur á nýja bátinn hann er 38 metrar með 14000 hestafla mótor
billinn er V 12 880 hestöfl
  • 1

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1652
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 3977
Gestir í gær: 101
Samtals flettingar: 904508
Samtals gestir: 45712
Tölur uppfærðar: 11.10.2024 06:43:16
www.mbl.is