Færslur: 2009 Júlí31.07.2009 12:30Full City á strandstað i Noregi
Sjö menn eru enn um borð í olíuskipinu Full City sem strandaði fyrir utan Langesund í Þelamörk í Noregi í nótt. Í nótt var 16 af 23 manna áhöfn skipsins bjargað. Olía lekur úr skipinu og sjór inn í það. Á staðnum er 5-6 metra ölduhæð og vindur allt að 35 m/s, að sögn fréttavefjar Aftenposten. Skipið mun hafa orðið vélarvana og strandað í kjölfarið um hálftíma eftir miðnætti að norskum tíma. Haft er eftir Ola Vaage, yfirmanni björgunaraðgerða á staðnum, að þeim líði ekki vel yfir því að vita af sjö mönnum sem vildu vera áfram um borð í skipinu. Norska strandgæslan sendi tvö skip á strandstaðinn, einnig eru þar þrír dráttarbátar og björgunarþyrla til taks ef ástandið versnar. Mennirnir sem eru enn um borð eru allir við góða heilsu. Skipstjóri olíuskipsins segir að þeir séu um borð til að hindra olíuleka frá skipinu. Um borð voru 1.120 tonn af olíu. Eitthvað af olíu hefur þegar lekið úr skipinu. Yfirmaður björgunaraðgerða sagði að reynt væri að hindra að olían sem lekur úr skipinu breiðist út. Á staðnum er megn olíuþefur allt að kílómetra frá strandstaðnum. Full City er skráð í Panama og 167 metra langt. Öll áhöfnin er kínversk. Skrifað af Þorgeir 31.07.2009 08:29Af hvaða báti og hvar?Smá getraun Af hvaða báti er þetta stýrishús og hvar er það staðsett nú? © myndir Jóhann Þórlindsson 2009 Skrifað af Emil Páli 31.07.2009 00:20Frá AkranesiEftirfarandi myndir tók Þorgeir Baldursson á Akranesi í maí 2009 7392. Kári AK 24 2604. Keilir II AK 4 6976. Leifi AK 2 6627. Sæmi AK 13 6548. Þura AK 79 6617. Örnólfur AK 63 © myndir Þorgeir Baldursson í maí 2009 Skrifað af Emil Páli 30.07.2009 06:09Bátur brann í Grófinni2477. Vinur GK 96 eftir brunann í nótt © myndir Emil Páll í júlí 2009 Mikill eldur kom upp í sjö tonna Sóma 870 plastbáti, Vin GK 96, þar sem hann lá í smábátahöfninni í Grófinni í Keflavík um kl. 01:00 í nótt. Lögregla og slökkvilið frá Brunavörnum Suðurnesja voru kölluð til og gekk greiðlega að slökkva eldinn. Báturinn er mikið skemmdur ef ekki ónýtur eftir og er tjónið verulegt, eins og sést á myndunum sem fylgja hér með. Ekki er vitað um eldsupptök og er málið í rannsókn, samkvæmt tilkynningu lögreglunnar á Suðurnesjum. Skrifað af Emil Páli 30.07.2009 00:26FROSTI ÞH 229FROSTI ÞH 229 MYNDIR SIGURÐUR H DAVIÐSSON 2009 FRYSTITOGARINN FROSTI ÞH KOM INN TIL AKUREYRAR I DAG EFTIR STUTTAN TÚR AFLAVERÐMÆTIÐ UM 50 MILLJÓNIR ER SKIPI VAR AÐ KOMA HÉRNA INN VARÐ BILUN I STJÓRNBÚNAÐI FRÁ VÉLARRÚMI AÐ BRÚ OG ÞVI ÞURFTI AÐ KALLA TIL DRÁTTARBÁTA AKUREYRARHAFNAR TIL AÐ AÐSTOÐA SKIPIÐ AÐ LEGGJAST UPPAÐ EKKI ER VITAÐ Á ÞESSARI STUNDU HVERSU ALLVARLEG BILUNIN ER Skrifað af Þorgeir 30.07.2009 00:10Bátagrúskarar hittastÞessir þrír bátagrúskarar hittust á Sjóminjasafninu Víkinni í Reykjavík sl. miðvikudag f.v. Óskar Franz (franz.123.is), Markús Karl Valsson (krusi.123.is) og Emil Páll Jónsson (thorgeirbald.123.is) Skrifað af Emil Páli 30.07.2009 00:07Bergur VE 442677. Bergur VE 44 kom við í Njarðvík í vikunni til að taka ís © mynd Emil Páll í júlí 2009 Skrifað af Emil Páli 30.07.2009 00:03Haukaberg SH 201399. Haukaberg SH 20 í Hafnarfjarðarhöfn, sennilega nýkominn úr dokkinni © mynd Emil Páll í júli 2009 Skrifað af Emil Páli 30.07.2009 00:00Fróði II ÁR 382773. Fróði II ÁR 38 í Reykjavíkurslipp © mynd Emil Páll í júlí 2009 Skrifað af Emil Páli 29.07.2009 09:51Húni 2 á sildarævintýriðHÚNI 2 © MYND ÞORGEIR BALDURSSON 2009 © Háfurinn kominn mynd þorgeir baldursson 2009 eins og sjá má kom háfurinn til Akureyrar i morgun vestan að Drangsnesi og fóru nokkrir vaskir hollvinir Húna i leiðangur vestur i þeim erindagjörðum i gærdag að öllum likindum er háfurinn af Gylfa eða Garðari sem að voru gerðir út frá Akureyri á árum áður Frimann Hauksson netagerðarmeistari mun sjá um lagfæringar á honum og er með aðstöðu i Nótastöðinni ODDA sem að verður honum innan handar með það sem vantar Hollvinum Húna II og velunnurum er boðið í siglingu með bátnum næsta sunnudag klukkan 09:00 frá Dalvík til Siglufjarðar. Þar munu verða tvær siglingar í samvinnu við Síldaminjasafnið og síðan verður sigling til baka eftir kvöldmat. Tilvalin skemmtiferð og að upplifa Síldarævintýrið. Ef pláss verður verða nokkrir farmiðar seldir. Fyrir þessa ferð bráðvantar Húnamenn síldarháf eins og notaður var til að háfa síld úr nótinni. Þátttöku ber að tilkynna til Steina Pje 699 1950 eða Inga P 862 1237 Skrifað af Þorgeir 29.07.2009 00:06Bátarnir í GrandavörVið Suðurströndina er skemmtilegt bátasafn, þar sem bátar liggja við bryggju í vör sem nefnist Grandavör. Málið er hinsvegar það að höfnin er á þurru landi og því bátarnir líka. Til að forvitnast um hvað hér væri á ferðinni birtum við upplýsingar af vefsíðu fyrirtækisins Grandavor.net, svo og myndir sem Jóhann Þórlindar tók fyrir okkur. Grandavör er staðsett á landnámsjörðinni Hallgeirsey í Austur - Landeyjum í Rangárþingi eystra. Sigursæll ehf rekur Grandavör sem er fyrst og fremst tjaldsvæði sem er opið á tímabilinu Júní - Sept. Svæðið býður upp á ýmiskonar afþreyingu m.a. fjöruferðir á sérstökum hertrukk. Grandavör er hægt að leiga til einkaafnota s.s. ættarmóta yfir helgi einnig er hægt að taka á móti hópum í fjöruferðir alla daga vikunnar. Grandavör var vígð við hátíðlega athöfn 24.júlí.2004 að viðstöddu margmenni á árlegu sumarvinnuhjúamannavinamóti í Púkapytti. "Fornar heimildir greina frá því að í Hallgeirsey hafi verið stunduð sjósókn af miklum krafti. Aldrei hvarflaði það að mönnum að það væri hægt að koma upp bryggju á þessum slóðum. En nú er öldin önnur og komin bryggja í Hallgeirsey. Grandavör heitir hún og er á þurru landi og stendur við Púkapytt, í gamla kartöflugarðinum." Í fyrstu voru tveir bátar við bryggju Auður HF 8 og Hlíf GK 250. Skrifað af Emil Páli 28.07.2009 12:08Einn gamall með strandveiðileyfiMeðal þeirra tæplegu 400 báta sem nú eru með Strandveiðileyfi er einn sem smíðaður var á Akureyri 1976 og hét fyrst Blíðfari ÓF 70, en heitir nú Seyla KE 12. 5713. Seyla KE 12 © mynd Emil Páll í júlí 2009 Skrifað af Emil Páli 28.07.2009 11:56Síðasta heimildin að hverfa5433 Sólartindur Rétt fyrir 1960 voru smíðaðir í Hafnarfirði nokkrir tæplega 5 tonna opnir bátar, sem voru vinningar í happdrætti og voru því kallaðir happadrættisbátarnir. Bátarnir báru í upphafi allir nöfn sem endaði á tindur s.s. Sólartindur, Heklutindur, Klukkutindur o.fl. Í dag eru þessir bátar flestir búnir að týna tölunni, en þó er vitað um einn sem bar einu sinni nafnið Sólartindur. Sést hann hér á myndunum eins og hann lítur út, en búið er að rífa hann mikið, setja á hann annað stýrishús og breyta á ýmsa vegu. Samt virðist flest benda til að hann týni einnig tölunni og þar með hverfur þessi heimild. © myndir Emil Páll í júlí 2009 Skrifað af Emil Páli 28.07.2009 00:21KópavogshöfnEftirfarandi myndir tók Þorgeir Baldursson í Kópavogshöfn í apríl sl. 6490. Katrín 7339. Laufey Jörgensdóttir VE 23 2532. Svana 6476. Svava Gísladóttir BA 220 6549. Sævaldur VE 360 © myndir Þorgeir Baldursson í Kópavogshöfn í apríl 2009 Skrifað af Emil Páli 27.07.2009 11:30Nóa smiði Gústi P5463- Gústi P Myndir Þorgeir Baldursson 2009 Gústi P smiðaður á Akureyri 1968 sennilega af Nóa skipasmið báturinn er með Ford Mearmad 65 hp vél ca 15 ára litið keyrð og er til sölu verð 120.000 með vél en án siglingatækja skelin af bátnum getur fengist gefins nánari uppl veitir IVAR i Gsm 6959312 Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 675 Gestir í dag: 75 Flettingar í gær: 3352 Gestir í gær: 77 Samtals flettingar: 910532 Samtals gestir: 45899 Tölur uppfærðar: 13.10.2024 15:36:46 |
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is