Færslur: 2016 Maí31.05.2016 11:57Arctic Circle jómfrúarferð i GrimseyArctic Circle, skip í eigu Ambassador hvalaskoðunar á Akureyri, fór í sína fyrstu ferð til Grímseyjar um helgina. Skipið er afar hraðskreitt og tekur siglingin frá Akureyri til Grímseyjar aðeins rúma tvo tíma. Er skemmst frá því að segja að ferðin tókst betur en nokkur hafði þorað að vona og voru farþegarnir, Karlakór Eyjafjarðar og gestir þeirra, bókstaflega í sjöunda himni þegar heim var komið. Kórinn hélt tónleika í félagsheimilinu Múla í Grímsey fyrir heimamenn og var gerður góður rómur að söng og karlmennsku kórsins. Hafnar verða reglulegar siglingar til Grímseyjar 1. júní. Siglt verður fjórum sinnum í viku. Framan af sumri verður siglt á kvöldin, lagt verður af stað frá Akureyri klukkan 18 og komið aftur upp úr miðnætti. Nánari upplýsingar má finna á vefnum Ambassador.is Myndir Þorgeir Baldursson Teksti Skúli Gautasson
Skrifað af Þorgeir 26.05.2016 17:002848 Ambassador
Skrifað af Þorgeir 25.05.2016 23:38Húnakallar i MessanumHérna má sjá aðal kallana sem að ditta að Húna 2 mikill og samhentur hópur
Skrifað af Þorgeir 25.05.2016 16:54Himnesk Saltfiskveisla á HauganesiÞað var mikið um að vera á Baccalá Bar á Hauganesi síðastliðinn föstudag, en þá var haldið séstakt ítalskt þemakvöld. Á boðsstólnum voru ítalskar kræsingar eldaðar úr saltfiski og sáu hvorki meira en fimm stórsöngvarar ásamt uppistandara um að halda uppi fjörinu fram eftir kvöldi. Veitingastaðurinn Baccalá Bar var opnaður 16. maí síðastliðinn og samkvæmt eiganda staðarins, Elvari Reykjalín, hafa margir lagt leið sína þangað til að sjá og upplifa staðinn. Fleiri ámóta viðburðir verða haldnir á næstu vikum og mánuðum að sögn Elvars með fleiri óvæntum uppákomum. Opið verður á Baccalá Bar frá kl. 11 til 17 alla daga í sumar, staðurinn er einnig opinn fram eftir kvöldi ef hópar panta þjónustu. www.ektafiskur.is Og hérna koma nokkrar myndir sem að voru teknar þetta kvöld Ljósmyndari Þorgeir Baldursson
Skrifað af Þorgeir 24.05.2016 20:23Hóp og neyðarstjórnun á AkureyriKláraði i dag 2 daga námskeið i Hóp og neyðarstjórnun sem að landsbjörg hélt og var það haldið á Veitingastaðnum Bryggjunni og verklegt um borð i eikarbátnum Húna 2 sem að liggur við Torfunes bryggju það voru þeir Hilmar Snorrasson Skólastjóri Slysavarnaskóla Sjómanna og Þráinn Skúlasson Aðstoðarskólastjóri sem að kenndu alls voru um 30 nemendur af norður og Austurlandi á námskeiðinu sem að tókst afar vel og kann ég skólastjórnendum bestu þakkir fyrir
Skrifað af Þorgeir 23.05.2016 00:21Danskir trollbátar i Norðursjó
Skrifað af Þorgeir 23.05.2016 00:18Hvalaskoðun á Eyjafirði
Skrifað af Þorgeir 19.05.2016 17:072881 Venus NS 150 i Ársskoðun á Akureyri i dag
Skrifað af Þorgeir 18.05.2016 23:07260 Garðar HvalaskoðunnarbáturUM KL 2230 i kvöld kom Hvalaskoðunnarbáturinn Garðar til hafnar á Akureyri og var erindið að setja bátinn i slipp og gera hann kláran fyrir komandi Hvalaskoðunnarvertið sem að nú fer i hönd alls er Norðursigling á Húasvik með tiu báta á sinum vegum og er langstæsta fyrirtæki i þessum flokki á landinu Þeir Hrólfur Þórarinn og Rúnar komu með bátinn og hérna koma nokkrar myndir frá þvi i kvöld
Skrifað af Þorgeir 18.05.2016 20:17Drekinn HaraldurNorska seglskipið Harald var i Reykjavik um daginn og tók ég þá meðfylgjandi myndir Þegar það kom til Reykjavikur helstu upplýsingar er þessar skipið er 34 metrar á lengd og 7 metrar á breidd Djúprista 2,5 metrar og mesti ganghraði 9.1sjómila einnig var með i för flutningaskipið Vikingfjord sem að er flutningaskip smiðað 1974 það er 43 metrar á lengd og 10 metrar á breidd Imo nr er 7382627
Skrifað af Þorgeir 17.05.2016 17:40Höfnin i Neskaupstað
Skrifað af Þorgeir 17.05.2016 16:322190 Eyborg ST 59 landar á Akureyri i morgunEyborg ST 59 kom til hafnar á Akureyri i gærkveldi eftir nokkar daga á veiðum og að sögn skipstjórans Ara Albertssonar var reytingsveiði á svæðinu fyrir Norðurlandi og mun betri en siðasta vor sem að var minni veiði ennfremur hefur rækjuveiðin verið að glæsast við Snæfellsnes að sögn kunnugra
Skrifað af Þorgeir 16.05.2016 21:16Súlurnar EA 300
Skrifað af Þorgeir 16.05.2016 15:00Uppgangur i Hvalaskoðun frá AkureyriÞað ætti að verða gaman fyrir ferðafólk sem að kemur til Akureyrar i sumar að geta farið i Hvalaskoðun þvi að hérna eru staðsett tvö fyrirtæki sem að bjóða uppá afþreyingu af þessum toga annasvegar Ambassador sem að gerir út bát með samnemdu nafni og þeir eru að koma með annan bát sem að verður gerður út i sama tilgangi og einnig reiknað með ferðum til Grimeyjar nú fljótlega og hinsvegar Eldingu sem að gerir út nokkra báta frá Reykjavik og tvo RIB báta hérna er ekki annað að sjá en að mikil Gróska sé i þessari tegund ferðaþjónustu að sögn forsvarmanna þeirra
Skrifað af Þorgeir
|
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 785 Gestir í dag: 79 Flettingar í gær: 1465 Gestir í gær: 61 Samtals flettingar: 888037 Samtals gestir: 45172 Tölur uppfærðar: 4.10.2024 11:24:44 |
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is