Færslur: 2011 Ágúst

30.08.2011 13:55

1395- i tveimur litum

                   1395- Kaldbakur EA1 i litum ÚA  mynd Þorgeir Baldursson 2011

                      1395-Kaldbakur EA 1 i litum Samherja mynd þorgeir Baldursson 2011
HVOR LITURINN FINNST YKKUR LESENDUM SIÐUNNAR FARA SKIPINU BETUR 

30.08.2011 00:10

155-Lundey NS 14 á landleið

                          155 Lundey NS 14  © mynd þorgeir Baldursson 
MYNDIN ER TEKIN I SIÐUSTU VIKU ÞEGAR LUNDEY SIGLDI FRAMHJÁ BEITIR NK 123 
Á MIÐUNUM FYRIR AUSTAN LAND

Mjög góð makrílveiði hefur verið í þessum mánuði og fyrir vikið hefur gengið hratt á makrílkvóta uppsjávarveiðiskipa HB Granda. Samkvæmt upplýsingum Vilhjálms Vilhjálmssonar, deildarstjóra uppsjávarveiðisviðs félagsins, eru nú aðeins óveidd um 2.000 tonn af kvótanum, að því er fram kemur í frétt á vef HB Granda

Að sögn Vilhjálms datt makrílveiðin niður í gær eftir mjög góðan gang í veiðunum allan ágústmánuð og hefur verið dauft yfir veiðum síðasta sólarhringinn. Mjög mörg skip hafa verið á takmörkuðu svæði út af Austfjörðum undanfarna daga, hvort tveggja uppsjávarveiðiskip og frystitogarar, og í morgun voru um 30 skip á veiðum á þessum slóðum.

,,Við eigum óveidd tæplega 2.000 tonn af makrílkvótanum en það er ekki ráðið hvert framhaldið verður. Nú er svigrúm til að geyma kvóta til næsta árs eða veiða 10% af aflaheimildum næsta árs og verði sú leið farin þá myndu um 1.500 tonn bætast við aflaheimildirnar í makríl á þessu ári," segir Vilhjálmur en að hans sögn er staðan allt önnur hvað varðar norsk-íslensku síldina. Óveidd eru rúmlega12.000 tonn af síldarkvótanum og vonir eru bundnar við að það aflamagn dugi til þess að halda vinnslunni á Vopnafirði gangandi fram í októbermánuð. Hafa ber í huga að jafnan er eitthvað um makríl í afla skipanna þegar þau eru að síldveiðum og því verða þau að eiga makrílkvóta til að tryggja að síldarkvótinn nýtist sem best.

Vinnslu úr Faxa RE, sem er á Vopnafirði, lýkur um miðnættið en Lundey NS er á landleið með blandaðan afla, um 135 tonn af síld, 105 tonn af makríl og 10 tonn af kolmunna eða samtals um 250 tonn. Ingunn AK er á miðunum og hefur veiðar í kvöld og er vonast til þess að skipið verði á Vopnafirði nk. miðvikudag, segir ennfremur á vef HB Granda.

28.08.2011 00:44

Akureyrarvaka 2011

             Heilgrillað naut á Akureyrarvöku  i gærdag © mynd Þorgeir Baldursson 2011

             Guðmundur Karl Tryggvasson veitingamaður á Bautanum © mynd þorgeir

Veðurbliðan hefur leikið við Akureyringa i gær og i dag sól og bliða eins og best verður á kosið 
og ekki annað að heyra á gestum og gangandi að norðlendingar geti verið sáttir með hátiðina 
en henni mun ljúka seinniparts sunnudags set hér inn 2 myndir og fleiri er i myndaalbúmi hérna efst
á siðunni góðar stundir

25.08.2011 23:43

Selma Dröfn Ba á leið úr landi


          2658-Selma Dröfn BA 21 © Mynd Guðmundur St Valdimarsson 2009

sá þennan bát á siglingu rétt fyrir vestan Færeyjar núna skömmu fyrir miðnættið spurning hvort að
einhver veit um það hvort að búið sé að selja hann úr landi eða hvaða ferðalag er á honum

24.08.2011 22:37

2730 Beitir NK 123 á Eyjafirði


                                    2730 Beitir NK 123 á siglingu á Eyjafirði 2010
Eitt glæsilegasta uppsjávarveiðiskip flotans á siglingu á Eyjafirði eftir að Sildarvinnslan i Neskaupsstað keypti skipið af Samherja árið 2010 skipið hét áður Margret EA 710 og var keypt frá Skotlandi og bar þar nafnið Serene

21.08.2011 23:31

Björgvin EA 311 á leið i slipp


                    1937-Björgvin EA 311 © Mynd þorgeir Baldursson 2011

                           Veiðarfærin hifð frá borði © mynd Þorgeir Baldursson

                  Þurfti öflugan krana i verkið © mynd þorgeir Baldursson 2011

          Þeir Bingó bræður Siggi og Binni fyldust með © Mynd þorgeir Baldursson 

                        Og svo fóru hlerarnir i land © mynd Þorgeir Baldursson 2011 
Björgvin EA 311 frystitogari samherja kom til hafnar á Akureyri i lok vikunnar eftir um 18 daga á veiðum skipið var með góðan afla og var uppistaðan Ufsi skipið fer nú i slipp og mun vera þar i um mánaðartima þar sem að gerð verða hefðbundin slippverkefni skiipverjar voru i óða önn að taka i land veiðarfæri og annan búnað sem að ekki er not fyrir meðan skipið er i slipp og fóru þar fremstir  flokki bingóbræður þeir Binni og Siggi 

21.08.2011 10:18

Árgangur 1951 um borð i Húna 2

                           Húni 2 á siglingu © mynd Þorgeir Baldursson 2011 
Árgangur 1951 hittist á Torfunesbryggju um hádegisbilið i gær og fór i stutta siglingu um Eyjafjörð
undir leiðsögn Smára Jónatanssonar um borð voru 65 mans og um kvöldið var samkoma i Sjallanum þar sem að hinir einu sönnu Bravó Bitlar spiluðu undir á dansleik fram á rauðanótt

20.08.2011 20:14

Makrilveiðar á Pollinum

                        Makrilveiðar á Pollinum Akureyri © mynd þorgeir Baldursson 2011

        Krakkar á makrilveiðum á pollinum © mynd Þorgeir Baldursson
Það var hamagangur  hjá krökkunum i dag þar sem að þau voru að leika sér á fleka sem að lá við Torfunesbryggju meðal annas vou þau búinn að veiða sér makril i soðið sem að þau voru kampa kát með enda veðrið með afbriðum gott hér i dag  norðan heiða

19.08.2011 17:18

Skemmtiferðarskip á Akureyri i

                              Ocean Princess © mynd þorgeir Baldursson 2011

                        Ocean Princess heldur til hafs © mynd þorgeir Baldursson 2011 
Enn eitt skemmtiferðaskipið hafði viðkomu á Akureyri i dag það hét Ocean Princess með skipinu voru tæplega 700 farþegar sem að venju fóru i skoðunnarferðir i nágrenni  Akureyrar ma að Goðafossi Mývatni og svo sáust farþegarnir röltandi um bæinn að skoða það markverðasta sem 
bærinn hafði uppá að meira á www.wisitakureyri.is

19.08.2011 07:41

Fá afhennta Gullplötu i dag

                             Trió Gylfa Ægissonar Mynd þorgeir Baldursson 2011
Tríó Gylfa Ægissonar, Rúnars Þórs og Megasar fær afhenta gullplötu í kvöld til marks um sölu á 5000 eintökum af plötu þeirra félaga. "Þetta er bara mjög fínt," sagði Ísfirðingurinn Rúnar Þór Pétursson er blaðamaður innti hann eftir viðbrögðum. "Það er auðvitað mjög flott að vera búnir að selja svona mikið af þessari plötu." Í kvöld mun tríóið einnig gefa út DVD disk með upptöku af tónleikum í Austurbæjarbíói í fyrra. Af því tilefni verður útgáfupartý að Grensásvegi 5 milli klukkan 20 og 22 í kvöld. 

Bandið er hvergi nærri hætt en það er nýkomið úr hljóðveri þar sem sungið var inn á nýja plötu. Hún var tekin upp í Geimsteini í Keflavík þar sem sonur Rúnars Júl sá um upptökur og útsetningar. Heimild www.bb.is

17.08.2011 21:55

Nýjasti Strandveiðibátur Dalvikinga

              Nýjasti strandveiðibátur Dalvikinga © mynd Haukur Sigtryggur 2011

                          Vinnsludekkið á Geysir © mynd Haukur Sigtryggur 2011
Hann sómir sér vel i Dalvikurhöfn þessi nýjasti strandveiðibátur i flota heimamanna en sem kunnugt er hefur hann legið á Siglufirði um hrið vegna fjárskorts en áætlanir eru uppi að gera hann kláran fyrir næsta strandveiðitimabil hvað svo sem verður

17.08.2011 13:23

Millilöndun úr Kristrúnu RE 177




                          2774-Kristrún RE 177 © mynd Þorgeir Baldursson 2011

                       Löndun úr Kristrúnu RE 177 Mynd Þorgeir Baldursson 2011
Linubáturinn Kristrún RE kom til Akureyrar i morgun til millilöndunnar en skipið var með um 200 tonn af Grálúðu  eftir um 25 daga túr en það mun vera fullfermi skipið er i eigu Fiskkaupa i Reykjavik og Skipstjóri er Helgi Torfasson efstu myndina tóku skipverjar á Kristrúnu og sendu mér eftir að skipið var komið að bryggju i morgun

16.08.2011 23:27

Spáðu i mig þá mun ég spá i þig

           Flottir Félagarnir Helgi og Sævar  með einkanúmerin © mynd þorgeir Baldursson 2011

                               Taka sig vel út © mynd þorgeir Baldursson 2011

Þeir voru flottir skipsfélagarnir Helgi Skagfjörð og Sævar Sigmars með þessi flottu einkanúmer á bilunum sinum i dag þegar ég rakst á þá enda glæsivagnar hér á ferð


16.08.2011 12:58

2403-Hvanney SF 51


                         2403 -Hvanney SF 51 © mynd þorgeir Baldursson 2011

                                 Á Uppleið © mynd þorgeir Baldursson 2011

                                 Kominn á þurrt © mynd þorgeir Baldursson 2011

                         i slippnum á Akureyri © mynd þorgeir Baldursson 2011
Hvanney SF 51 sem að er i eigu Skinneyjar / Þinganes á Hornafirði kom til Akureyrar i gærmorgun til viðgerða i Slippnum þar verður skipið málað og sennilega Öxuldregið ásamt hefbundnum slippverkum skipið hét áður Happasæll KE 94 og var smiðaður i Kina árið 2001

14.08.2011 14:26

1395- Landar á Akureyri

                                Löndun úr Kaldbak EA 1 © Mynd þorgeir Baldursson 2007

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1859
Gestir í dag: 44
Flettingar í gær: 3977
Gestir í gær: 101
Samtals flettingar: 904715
Samtals gestir: 45722
Tölur uppfærðar: 11.10.2024 07:25:18
www.mbl.is