Færslur: 2009 September01.10.2009 00:00Með Hafnarröst í GhanaPokinn flýtur upp Christjan and Mike Chuttelfisk Christjan með Gray Snapper Christjan © myndir Svafar Gestsson Skrifað af Emil Páli 30.09.2009 21:06Auðbjörg HU 6 fargað656. Auðbjörg HU 6 í slippnum á Skagaströnd á síðasta ári Nú í vikunni hefur fyrirtækið Hringrás séð um að farga Auðbjörgu HU 6 sem staðið hefur uppi í fjölda ára í slippnum á Skagaströnd. Bátnum var velt út úr slippnum og síðan kurlaður niður. Bátur þessi var smíðaður hjá Slippstöðinni hf. á Akureyri 1960 og var fyrsti frambyggði þilfarstrébáturinn sem þar var smíðaður. Sem Hinrik ÍS 26 var hann fyrsti rækjubáturinn sem gerður var út á rækjuveiðar í Faxaflóa. Var það árið1970 og var rækja unnin hjá Jökli hf. í Keflavík. Báturinn hefur borið eftirfarandi nöfn: Björgvin EA 75, Leifur, Bryndís GK 17, Hinrik ÍS 26, Hinrik HU 8 og Auðbjörg HU 6. 656. Auðbjörg HU 6, í slippnum á Skagaströnd © myndir Árni Geir 2008 Varðveita átti bátinn Fyrir tæpu ári var stofnað óformlegt félag Akureyri til að reyna að bjarga bátnum frá eyðileggingu en allt strandaði það á peningaleysi. Stofndag félagsins sem hugðist bjarga Auðbjörgu HU var 1. janúar 2008, sem jafnframt var afmælisdagur þess er sá um skíði bátsins.
Skrifað af Emil Páli 30.09.2009 15:53Þórir og SkinneyÞórir SF 77 og Skinney SF 20 á Hornarfirði © mynd Svafar Gestsson 2009 Skrifað af Emil Páli 30.09.2009 15:48Hafnsögubátar AkureyrarhafnarHafnsögubátar Akureyrarhafnar © mynd Þorgeir Baldursson í sept. 2009 Skrifað af Emil Páli 30.09.2009 07:32Aggi SI seldur til Dalvíkur6632. Aggi SI 8 nýkeyptur til Dalvíkur frá Siglufirði © mynd Þorgeir Baldursson í sept. 2009 Skrifað af Emil Páli 30.09.2009 00:07JólakúlurJÓLAKÚLUR í gærmorgun (þriðjudag) © mynd Þorgeir Baldursson, Akureyri í sept. 2009 Skrifað af Emil Páli 30.09.2009 00:00Sjóli1365. Sjóli, í Marokkó 1365. Sjóli, í Las Palmas 1365. Sjóli, í Las Palmas © myndir Svafar Gestsson Skrifað af Emil Páli 29.09.2009 17:39Jóhanna Gísladóttir ÍS 7 og Þinganes SF 25 á veiðum
Skrifað af Emil Páli 29.09.2009 10:21Samnorræn æfingHér sjáum við TF-SIF koma til Akureyrar nú síðdegis og flýgur hún yfir varðskipin þrjú, en um borð í flugvélinni voru dómsmálaráðherra og æðstu yfirmenn Landshelgisgæslunnar, en nú um kl. 18 þegar þetta var sett inn voru fulltrúar allra þjóðanna komnir á fund á Akureyri, þar sem málin sem til umræðu eru, eru rædd © mynd Þorgeir Baldursson í sept. 2009 (síðdegis í dag) Varðskipið Týr æðir inn Eyjafjörðinn eftir hádegi í dag Týr á siglingu á Eyjafirði í dag Öll skipin þrjú á Akureyri í dag, eins og sést er mikill stærðarmunur á þeim Andernes og Týr Rössum snúið saman laust eftir hádegi í dag © myndir Þorgeir Baldursson í sept. 2009 Nú í vikunni hefst samnorræn æfing á Norður-Atlandshafi, þar sem taka þátt íslensk, norsk og dönsk varðskip. Af því tilefni komu í gær til Akureyrar Hvitabjorn frá Danmörku og Andernes frá Noregi og tók Þorgeir Baldursson þessa syrpu af því tilefni. Reiknað er með að skipin verði á Akureyri eitthvað fram eftir vikunni. Í dag bættist síðan íslenska varðskipið Týr í hópinn. Lóðsinn um borð Hvitabjorn og Sleipnir Á Eyjafirði Andernes og Hvitabjorn með Kaldbak í bakgrunni Tekið á móti springnum Andernes Hvitabjorn Hvitabjorn og Andernes Andernes og Hvitabjorn við bryggju á Akureyri í gær © myndir Þorgeir Baldursson í sept. 2009 Skrifað af Emil Páli 28.09.2009 17:19Gullborg VE 38490. Gullborg VE 38 © mynd Emil Páll 1972. 490. Gullborg VE 38 © mynd Þorgeir Baldursson Smíðaður hjá Nyborg Skipswærft í Nyborg í Danmörku 1946. Báturinn var sögufrægt skip til margra ára undir skipstjórn Benónýs Friðrikssonar, Binna í Gröf. Báturinn var endurbyggður hjá Bátalóni hf. í Hafnarfirði 1967. Til stóð að varðveita bátinn í Vestmannaeyjum en hætt var við það og fór hann aftur í útgerð sem stóð þó ekki nema eina vetrarvertíð og frá 2002 hefur hann verið í Reykjavík, fyrst við bryggju eða þar til hann sökk þar þá var hann tekinn upp í slipp þar sem hann er raunar ennþá. Á tímabili stóð til að gera hann að safngripi í Njarðvík, en það dagaði uppi. Nöfn: Erna Durnhuus (frá Færeyjum), Gullborg RE 38, Gullborg VE 38, Gullborg SH 338 og Gullborg II SH 338 Skrifað af Emil Páli 28.09.2009 17:09Vonin KE 2221. Vonin KE 2 © myndir Emil Páll Smíðanr. 587 hjá N.V. Scheepsbouwerft, De Hoop í Hardiuxveld í Hollandi 1960. Lengdur og yfirbyggður í Danmörku 1982. Fór til Afríku undir íslenskum fána 8. mars 1996 og fór ári síðar undir erlendan fána en í eigu íslendings búsettum í Chana. Nöfn: Pálína SK 2, Vonin KE 2, Vonin ÍS 82, Sæfell ÍS 820, Sæfell GK 820, aftur Sæfell ÍS 820, Sæfell ÍS 99 og enn á ný Sæfell ÍS 820, Jón á Hofi (frá Afríku), Streymur, aftur Jón á Hofi, Rose mary og Surprise. Skrifað af Emil Páli 28.09.2009 13:43Jón Gunnlaugs GK 444 / Hafnarberg RE 404 / Dúa RE 400617. Jón Gunnlaugs GK 444 © mynd úr safni Emils Páls 617. Hafnarberg RE 404 © mynd Markús Karl Valsson 617. Dúa RE 400 (sá nær) kemur með 619. Fanney HU 83 til Njarðvíkur © mynd Emil Páll 2009 Smíðaður hjá H. Siegfried Eckernförge í Eskerförd í Þýskalandi 1959. Afskráður sem fiskiskip 2006 og skráð sem skemmtiskip fyrir þann tíma. Í ágúst 2008 var sett á hann nafnið Póseidon sem leikara nafn í kvikmyndatökum og fóru þær fram m.a. við bryggjuna í Garði þann 10. ágúst 2008. Var síðan gerður út á lúðuveiðar í sumar. Nöfn: Jón Gunnlaugs GK 444, Hafnarberg RE 404, Jói á Nesi SH 359, Jói gasalegi SH 359, Dúa SH 359 og Dúa RE 400. Skrifað af Emil Páli |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 1711 Gestir í dag: 35 Flettingar í gær: 3977 Gestir í gær: 101 Samtals flettingar: 904567 Samtals gestir: 45713 Tölur uppfærðar: 11.10.2024 07:04:18 |
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is