Færslur: 2020 Desember

28.12.2020 11:18

Sau­tján saknað eftir að fiski­bátur sökk í Barents­hafi

 

Fiskibátur með nítján í áhöfn hefur sokkið á rússnesku hafsvæði í Barentshafi. Rússneska fréttaveitan Tass segir frá því að báturinn hafi sokkið nærri Novaya Zemlya í Arkhangelsk.

Tveimur skipverjum hefur verið bjargað en sautján er enn saknað. Um er að ræða bátinn Onega sem er með Murmansk sem heimahöfn.

Fimm skip hafa verið send á slysstaðinn og er skipverjanna leitað. Að sögn talsmanns rússneskra yfirvalda á báturinn að hafa sokkið vegna ísingar.

„Fimm skip hafa verið send á vettvang til að leita að mönnunum. Enn sem komið er hefur tveimur verið bjargað. Þeir voru í blautbúningum en ekki nálægt með hinum mönnunum,“ hefur Tass eftir heimildarmanni innan rússneska stjórnkerfisins.

visir.is Greinir frá 

                                     Onega.   photo Victor Morozov 

Name: ONEGAIMO: 7825590

Vessel Type - Generic: Fishing

Vessel Type - Detailed: Fishing Vessel

Status: Active

MMSI: 273445610

Call Sign: UASF

Flag: Russia [RU]

Gross Tonnage: 358

Summer DWT: 208 t

Length Overall x Breadth Extreme: 39.51 x 7.72 m

Year Built: 1979

Home Port: MURMANSK

28.12.2020 08:35

Varðskipið þór kallað út til aðstoðar

Varðskipið Þór lagði af stað úr Reykjavikurhöfn skömmu eftir miðnætti i nótt og var stefnan tekin á Suðvestur mið 

samkvæmt Marinetraffic.com er eitt flutningaskip þar á ferð fréttin verður uppfærð 

Varðskipið Þór er nú á leið í átt að flutningaskipinu Lagarfossi sem varð vélarvana um 230 sjómílur suðvestur af Garðskaga í gær.

Eimskip hafði samband við Landhelgisgæsluna um hádegisbil í gær og tilkynnti um bilunina og spurðist fyrir um hvort mögulegt væri að fá varðskipið Þór til að taka Lagarfoss í tog.

Áhöfnin á varðskipinu var kölluð út í gærkvöldi þegar ljóst var að viðgerð um borð í Lagarfossi hafði ekki borið árangur.

Varðskipið Þór lét úr höfn í Reykjavík á öðrum tímanum í nótt og búast má við að það verði komið að Lagarfossi að morgni þriðjudags.

Taug verður þá komið á milli skipanna og gera má ráð fyrir að drátturinn taki allt að tvo sólarhringa. Ætla má að að skipin verði komin til hafnar í Reykjavík á gamlársdag.

Segir i Skriflegu svari frá Ásgeiri Erlendssyni upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar 

                                                           2769  V/S Þór mynd þorgeir Baldursson 2020

 

28.12.2020 00:08

Skipverjar láta gott af sér leiða

Skipverjar láta gott af sér leiða

23.12.2020

Skipverjar á Björgu EA 7 skoruðu á áhafnir annarra skipa Samherja að styrkja Jólaaðstoðina í Eyjafir.

     Skipverjar á Björgu EA 7 skoruðu á áhafnir annarra skipa Samherja að styrkja Jólaaðstoðina í Eyjafirði mynd Samherji / þorgeir Baldursson

Skipverjar á skipum Samherja hafa gefið vel á aðra milljón króna til góðra málefna fyrir þessi jól. Stærstur hluti fjárhæðarinnar rann til Jólaaðstoðarinnar sem styrkir 300 einstaklinga og fjölskyldur á Eyjafjarðarsvæðinu.

Áhafnir skipa Samherja hafa mörg undanfarin ár tekið sig saman og látið fjármuni af hendi rakna til góðra málefna. Hafa mörgum góðgerðarfélögum því verið færðar myndarlegar peningagjafir á síðustu árum. Að þessu sinni var það áhöfnin á Björgu EA 7 sem átti frumkvæðið að því að hvetja aðrar áhafnir til að styrkja góð málefni fyrir jólin.

„Margir skipverjanna á Björgu voru áður á Oddeyrinni og við höfum reglulega gefið fé í góð málefni fyrir hátíðarnar. Það kom hugmynd frá einum skipverja hvort það væri áhugi fyrir því að styrkja ákveðið verkefni. Í kjölfarið skoruðum við á áhafnir annarra skipa hjá Samherja. Það var bara gert í gegnum tölvupóst og það var alls staðar vel tekið í þessa hugmynd,” segir Árni Rúnar Jóhannesson, stýrimaður á Björgu EA 7.


„Samstaða áhafna á skipum Samherja er mikil og menn eru mjög samstíga þrátt fyrir að vera ekki saman á skipi enda þekkjast flestir í þessum áhöfnum og hafa verið saman á sjó í gegnum tíðina. Ég held að ég geti talað fyrir okkur alla þegar ég segi að það er okkur sönn ánægja að geta látið gott af okkur leiða og með þessu sannast að margt smátt gerir eitt stórt. Enda hafa áhafnir skipa Samherja verið duglegar að styrkja góð málefni þótt oftast hafi það farið hljótt. Við höfum auðvitað skynjað mikið þakklæti frá þeim sem hafa tekið við styrkjunum en ánægjan er síst minni okkar megin,“ segir Árni Rúnar Jóhannesson.Um er að ræða áhafnir á Björgu EA 7, Björgúlfi EA 312, Björgvini EA 311, Kaldbak EA 1, Harðbak EA 3 og Margréti EA 710. Skipverjar á þessum skipum gáfu samtals 1,6 milljónir króna að þessu sinni. Stærstur hluti fjárhæðarinnar fór til „Jólaaðstoðarinnar 2020“ í Eyjafirði. Um er að ræða samstarfsverkefni Mæðrastyrksnefndar Akureyrar, Hjálparstarfs kirkjunnar, Rauða krossins og Hjálpræðishersins. Jólaaðstoðin styrkir ár hvert um 300 einstaklinga og fjölskyldur á Eyjarfjarðarsvæðinu fyrir jólin. Önnur góð málefni nutu líka góðs af gjafmildi skipverjanna en þar má meðal annars nefna björgunarsveitina Ísólf á Seyðisfirði.

27.12.2020 23:33

Haldið til veiða eftir jólafri

Skömmu eftir miðnætti á Annan i Jólum  héldu skip Samherja H/F til veiða eftir jólastopp 

                                                 2894 Björg EA 7 mynd þorgeir Baldursson 27 des 2020

26.12.2020 23:17

Að kveldi annasdags Jóla 2020

                                108 Húni 11 EA  740 Mynd 26 des 2020 mynd þorgeir Baldursson 
 

26.12.2020 23:09

Leituðu kajakræðara, sáu einungis hvali

 

             Hvalir á Pollinum á Akureyri  mynd þorgeir Baldursson 

Leitað var á þriðju klukkustund upp úr hádegi í dag að kajakræðara sem talinn var hafa lent í vandræðum í sjónum á milli Akureyrar og Svalbarðsstrandar, en enginn fannst. Álitið er að um missýn hafi verið að ræða, mögulega að hvalur hafi verið við yfirborð sjávar því leitarmenn sáu töluvert af hval.

Mikill fjöldi leitarmanna var ræstur út og aðgerðarstjórn virkjuð. Um var að ræða „fullt útkall“ eins og varðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra orðaði það. Félagar í björgunarsveitinni Súlum leituðu á báti, sömuleiðis slökkviliðsmenn og starfsmenn Akureyrarhafnar á hafnsögubátum. Þá notaði lögreglan dróna sem tók bæði hitamyndir og kvikmynd. Björgunarsveitarmenn frá Siglufirði, Dalvík, Grenivík og Svalbarðsströnd voru líka kallaðir út en eftir að leit hafði staðið yfir í rúma tvo tíma og ekkert sést nema töluvert af hval að leik eða hangandi upp við yfirborðið, þótti einsýnt hvers kyns var. Hvalur sást bæði á Pollinum og utar, en tilkynnt var að meintur kajakræðari hefði verið í sjónum austur af Slippnum, nálægt Svalbarðsströnd. 

Varðstjóri hjá lögreglunni sagði að í raun hefði útkallið verið góð æfing og leitin afar nákvæm. Aðgerðir stóðu alls í þrjár klukkustundir og var hann einkar ánægður með „æfinguna“ því allir hefðu brugðist fljótt við og allt gengið vel.

Akureyri.net Greinir frá þessu i dag 

21.12.2020 04:53

Slippurinn Akureyri

                         Slippurinn á Akureyri mynd þorgeir Baldursson 

19.12.2020 20:10

Hættusvæðið á Eskifirði

      Hættusvæðið á Eskifirði Jón Kjartansson Su og Aðalsteinn jónsson Su við bryggju mynd þorgeir 

18.12.2020 00:10

Seyðisfjörður

                                     Smábátahöfnin á Seyðisfirði mynd Þorgeir Baldursson 2019

      Aðstaða fyrir ferjuna Norrænu og leiðin að frystihúsinu mynd þorgeir Baldursson 2019

16.12.2020 02:11

Sólberg ÓF 1

    2917 Sólberg ÓF 1 í brælu á austfjarðamiðum fyrir skömmu mynd þorgeir Baldursson 2020

14.12.2020 22:38

Risalöndun hjá Björg EA.7

 

                                      2894 Björg EA 7 Mynd Þorgeir Baldursson  2 des 2020

Ekki beint hægt að segja að desember mánuður hafi byrjað neitt sérstaklega vel

því snarvitlaust veður var í byrjun desember og t.d tók Samherji þá ákvörðun um að sigla

öllum togarflotanum sínum í höfn og láta togaranna bíða í landi á meðan að mesta óveðrið gekk yfir.

Togarnir fóru síðan að tínast út þegar veður fór að skána  og veiðin hjá þeim var mjög góð

Togarinn Björg EA lenti heldur betur í Mokveiði en togarinn var við veiðar  við norðurlandið og kom til Dalvíkur 

með sína stærstu löndun sína frá þvi að togarinn kom til íslands og hóf veiðar

Björg EA landaði nefnilega 250,3 tonnum af fiski eftir 6 daga túr höfn í höfn og það gerir um 42 tonn á dag

af þessum afla þá voru 191 tonn af þorski og 34 tonn af ýsu

aflafrettir.is

                                                   Áhöfnin á Björgu EA 7 Mynd þorgeir Baldursson 3 des 2020

14.12.2020 22:20

Samherjaskip á Pollinum

                                                   Samherjaskip á Pollinum mynd Skapti Hallgrimsson 

14.12.2020 21:28

Halldór Nellett lýkur glæsilegum ferli

Halldór Nellett lýkur glæsilegum ferli

9. desember 2020 kl. 15:41

 

     Halldór Nellett Skipherra á Þór gengur frá Borði mynd Landhelgisgæslan 

  Halldór Nellett Skipherra mynd Jón Páll Ásgeirsson

Halldór var heiðraður af samstarfsfélögum við komuna til Reykjavíkur.

Halldór Nellett, skipherra á varðskipinu Þór, lauk tæplega hálfrar aldar ferli hjá Landhelgisgæslunni þegar varðskipið kom til hafnar í Reykjavík í morgun.

Halldór var heiðraður af samstarfsfélögum við komuna til Reykjavíkur en áhafnir beggja varðskipa, Þórs og Týs, stóðu heiðursvörð þegar skipið sigldi til hafnar. Að auki fylgdi TF-GRO, þyrla Landhelgisgæslunnar, Halldóri síðasta spölinn til Reykjavíkur sem og hafnsögubátur Faxaflóahafna. Þá stóðu nokkrir starfsmenn Landhelgisgæslunnar einnig heiðursvörð á bryggjunni þegar Halldór steig frá borði og þremur púðurskotum var skotið úr fallbyssu honum til heiðurs. Georg Kr. Lárusson tók á móti honum við komuna og þakkaði honum fyrir óeigingjarn starf í þágu lands og þjóðar.

Frá þessum tímamótum er sagt á heimasíðu Landhelgisgæslunnar.

Þar segir að ferill Halldórs hjá Landhelgisgæslu Íslands er bæði farsæll og viðburðaríkur. Hann einkennist af fórnfýsi, útsjónarsemi og ástríðu fyrir björgunarstörfum. Halldór var einungis 16 ára þegar hann var ráðinn messagutti um borð í varðskipinu Ægi árið 1972. Sex árum síðar útskrifaðist hann úr farmannadeild Stýrimannaskólans í Reykjavík og lauk varðskipadeild sama skóla í kjölfarið. Halldór hefur gegn störfum sem skipstjórnarmaður á varðskipum og loftförum Landhelgisgæslu Íslands í fjölda ára. Hann hefur siglt sem skipherra frá árinu 1992 og hefur verið fastráðinn sem slíkur frá árinu 1996. Hann tók þátt í tveimur þorskastríðum og var jafnframt í áhöfn varðskipsins Ægis sem kallað var út þegar gos hófst á Heimaey 23. janúar 1973. Hann hefur gegnt fjölda starfa innan Landhelgisgæslunnar, meðal annars sem yfirmaður aðgerða og var staðgengill forstjóra í kringum aldamótin. Þá tók hann virkan þátt í uppbyggingu þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar á níunda áratug síðustu aldar og starfaði bæði sem spilmaður og sigmaður um borð í björgunarþyrlunni TF-SIF. Halldór reyndi jafnframt fyrir sér í millilandasiglingum en kom fljótt aftur til Landhelgisgæslunnar þar sem hann hefur lagt lóð sitt á vogarskálarnar í leitar- og björgunarmálum í þágu íslensku þjóðarinnar.

13.12.2020 06:31

Hoffell Su 80 með kolmunna

       2885 Hoffell Su 80 með fullfermi af kolmunnaveiða mynd Óðinn Magnasson 2020

02.12.2020 23:15

Öll skip Samherja í land vegna veðurs

                          Kaldbakur EA 1 Leggst á Bryggju á Akureyri i morgun mynd þorgeir Baldursson 

 

Öll skip Samherja eru komin til hafnar. Ákveðið var að þau myndu „flýja veðrið“ eins og Kristján Vilhelmsson, framkvæmdastjóri útgerðarsviðs fyrirtækisins, orðaði það í samtali við Akureyri.net í dag.

Fjögur skipanna eru við bryggju á Akureyri, Björgúlfur, Björgvin, Kaldbakur og Björg, en Harðbakur er á Dalvík.

Björgúlfur átti að leggjast að bryggju á Dalvík í morgun að sögn Kristjáns, en varð að hætta við vegna þess hve hvasst var orðið og vont í sjóinn, og sigla til Akureyrar.

Kristján segir mjög óalgengt að skip komi í land vegna veðurs, en ekki hafi annað þótt hægt að þessu sinni.

Spáð er vitlausu veðri á miðunum næsta sólarhringinn. „Við stefnum að því að flestir fari út á ný seint annað kvöld,“ sagði Kristján. Skipin höfðu öll verið að veiðum norður eða norðvestur af landinu.

                  1937 Björgvin EA 311 og 2955 Seifur við Oddeyrarbryggju i morgun mynd þorgeir Baldursson 
  • 1

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1652
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 3977
Gestir í gær: 101
Samtals flettingar: 904508
Samtals gestir: 45712
Tölur uppfærðar: 11.10.2024 06:43:16
www.mbl.is