Færslur: 2010 Febrúar

28.02.2010 19:40

Guðbjörg IS 46


                                     Guðbjörg IS 46 © Mynd Úlvar Hauksson

                                     Gnúpur GK 11©Mynd þorgeir Baldursson
Upphaflega Guðbjörg  IS og siðan Gnúpur GK hefur aðeins borið þessi tvö nöfn hvað ætli sé búið að fiska á þetta skip siðan það kom til landsins i tonnum talið

26.02.2010 19:57

Plastbátar á Eyjafirði


                          2710 Bliki EA 12 ©  Mynd Þorgeir Baldursson 2009

                                 2612 Friða EA 124 © Mynd Þorgeir Baldursson 2009

                              2577- Bjarmi EA 112 © Mynd þorgeir Baldursson 2009

                       2781- Ólafur HF 51 © Mynd þorgeir Baldursson 2009
Þessir plastbátar voru á siglingu fyrir utan höfnina á Dalvik i júni 2009 þegar ljósmyndari á leið hjá
og voru þeir ekki seinir að taka smá hring og hérna má sjá afraksturinn af þvi enda var veðrið einstaklega gott til myndatöku eins og sjá má

24.02.2010 22:07

Loðnufréttir úr Faxaflóa

                                      Dælt úr Nótinni ©Mynd Óskar P Friðriksson

                                      Álsey VE 2 ©Mynd Óskar P Friðriksson

                          Bjarni Ólafsson AK 70 dregur Nótina ©Mynd Óskar P Friðriksson

                       Finnur Friði verið að snurpa ©Mynd Óskar P Friðriksson

                        Allt að gerast i Faxaflóa© Mynd Óskar P Friðriksson

                  Guðmundur VE 29 kastaði við Eiðið ©Mynd Óskar P Friðriksson 2010
Nokkrar myndir sem að Óskar Pétur Friðriksson sendi siðunni til birtingar úr túrnum með
Sighvati Bjarnasyni VE og kann ég honum bestu þakkir fyrir afnotin
              ©  Munið Höfundarrétt Ljósmyndarans

Sighvatur Bjarnason VE kom inn með 1000 tonn af loðnu um miðnætti á mánudag. Jón Eyfjörð, skipstjóri sagði alfann hafa fengist eftir rúman dag á miðunum á Faxaflóa. Nú er veitt úr fremsta hluta göngunnar og loðna eftir allri Suðurströndinni.  "Þetta er fremsti hlutinn og von á miklu meira magni. Það mætti segja mér að þetta verði hefðbundið og mér sýnist þetta geta verið mikið magn," sagði Jón og var spurður hvort menn vonuðust ekki eftir frekari úthlutun.

"Ég er alltaf hissa hvað það er litlu úthlutað. Ég held að það geti ekki skaðað að taka 250 til 300 þúsund tonn og bæta bara við ef þannig stendur á, " sagði Jón sem hefur mikla reynslu af loðnuveiðum, fór fyrst á loðnuvertíð 1976 og hefur lengst af verið skipstjóri."
 
Er ekki verið að bíða eftir að hrognin nái ákveðnu þroskastigi, sér í lagi núna þegar kvótinn er svona lítill?
"Þetta gengur allt út á að ná sem mestum verðmætum og þá skiptir miklu að ná hrognunum. Í þessum túr var 50% hængur og það er verið að vinna hrogn en mér skilst að þau flokkist ekki undir að vera hágæðahrogn enn sem komið er, " sagði Jón en Helgi Valdimarsson sem er skipstjóri á móti Jóni fór út með Sighvat um leið og búið var að landa. "Kap fór austur fyrir Eyjar og mældi loðnu þar og síðan fór Sighvatur á eftir en þar um borð eru mælitæki sem hægt er að senda beint á Hafró og þeir geta svo unnuð úr mælingunum," sagði Jón.
 
Í vikublaðinu Fréttum er fjallað um loðnutúr sem Óskar Pétur Friðriksson fór með Sighvati Bjarnasyni í byrjun vikunnar, bæði í máli og myndum.
             meira á www.eyjafrettir.is

23.02.2010 23:51

Stopp Augnablik


                          Siggi Daviðs og Sólbakur EA1 ©Mynd þorgeir Baldursson 2010
        
Það var völlur á  Sigga Daviðs www.123.is/siggi hann er nú farinn um borð i Björgvin EA 311 
og eru á veiðum norður i Barenthafi aflabrögð hafa verið með skásta móti að sögn viðmælenda eru 3-5skip á svæðinu og fiskurinn stór og góður
Sólbakur EA og Ostanger  EX (Háberg ) létu úr höfn á sama tima annar til veiða en
hinn i oliutöku i Krossanes Sólbakur kom inná mánudagsmorgun með þokkalegan afla
en Ostanger hélt til Noregs en þangað var skipið selt i siðustu viku

22.02.2010 01:43

Góður gangur i loðnu


                                 Fagraberg FD 1210 © Mynd Sturla Einarsson 2010
 Hérna má sjá Fagrabergið á sigligu á faxaflóa i gær á(konudaginn ) en skipið er Griðarlega öflugt
 og getur borið um 3200 tonn af bræðslufiski Guðmundur VE er á leið til Eyja með fullar frystilestar
 og um 1000 tonn i hrognatöku verður i fyrramáið  Álsey er á leiðinni á miðinn  i faxaflóa komin vestur fyrir Reykjanes og Hákon EA 148 og Aðalsteinn Jónsson SU 11 eru við Reykjanes á leiðinni vestur i faxa

21.02.2010 22:10

Norðborg KG 689 á veiðum


                           Norðborg KG-689 ©Mynd Sturla Einarsson 2010

                                  Birjað að Draga nótina ©Mynd Sturla Einarsson 2010

                                       Nótin Dregin i Fjallasjó © Mynd Sturla Einarsson  2010

                                     Gert Klárt fyrir Dælingu ©Mynd Sturla Einarsson

                                          Allt að gerast ©Mynd Sturla Einasson 2010
Þessar frábæru myndir af Norðborgu KG 689  með nótina á siðunni þegar skipið var á veiðum i Fjallasjó á þriðjudag  tók Sturla Einarsson skipstjóri á Guðmundi VE 29
og sendi mér til birtingar  hér siðunni  og kann ég honum bestu þakkir fyrir afnotin svo og öllum þeim sem að senda myndir til birtingar á heimsiðuna

20.02.2010 23:16

Loðnufréttir


                    Hákon EA 148 og Vilhelm Þorsteinsson EA 11 ©Mynd þorgeir Baldursson

Landað var í gær upp úr Aðalsteini Jónssyni rúmlega 550 tonnum af frosinni loðnu sem fryst var á rússneskan markað. Í dag verður landað ca 750 tonnum úr Hákoni á Norðfirði, hluti aflans var frystur á Japansmarkað og restin á Rússland.

Jón Kjartansson hélt áleiðis á loðnumiðin  og má búast við að hann verði á Eskifirði á Sunnudaginn með vonandi hrognafulla loðnu sem verður þá kreist og hrognin hreinsuð og síðan flutt til Norðfjarðar til frystingar.Álsey ve er á leiðinni til Eyja með um 900 tonn

20.02.2010 12:51

Þýsk Freygáta


                             Meckelnburg-Vorpommern ©Mynd Ragnar Pálsson
Þýska freygátan var á siglingu útaf Reykjanesi myndina tóku skipverjar á Verði ÞH og hérna á eftir koma helstu upplýsingar um skipið
Freigátan er sérstaklega smíðuð til kafbátahernaðar en einnig til loftvarna. Í áhöfn eru 199 manns en auk þess er 19 manna flugáhöfn. Freigátan var smiðuð í Bremen árið 1996 og er 6.275 tonn að stærð. Lengd skipsins er 140 metrar og breidd 16,7 metrar en það ristir 6,8 metra. Meckelnburg-Vorpommern gengur mest 29 hnúta.

20.02.2010 00:45

Östanger H-148-AV Bergen

©
                         Östanger H-148-AV Bergen ©Mynd Þorgeir Baldursson 2010

         Ivar Taranger skipst Ostenger ©mynd þorgeir Baldursson

         Anders Taranger skipst © mynd þorgeir Baldursson 2010
Samherji H/F afhenti i gær um kl 16 nýjum kaupendum Háberg EA 299 skipið hefur nú þegar fengið nýtt nafn Ostanger H-148-AV og skráð i Bergen tveir bræður munu skipta með sér skipstjórn
þeir Anders og Ivar Taranger og mun skipið fara á loðnuveiðar með flottroll i áhöfn verða 6-8 menn
skipið lét úr höfn á Akureyri um kl 18 i gærkveldi og var áætlaður komutimi til Bergen á mánudag

19.02.2010 14:27

Isfélag Vestmanneyja Loðnufréttir


                       Júpiter ÞH 363 kemur fyrir klettsnefið ©Mynd Óskar P Friðriksson

                                 Júpiter á Klettsvikinni ©Mynd Óskar P Friðriksson

                                       I innsiglingunni ©Mynd Óskar P Friðriksson

                         Kominn til Eyja © Mynd Óskar P Friðriksson

                                  Klárir i löndun © Mynd Óskar P Friðriksson

        Löndun að hefjast i morgun © Myndir Óskar P Friðriksson

               Elvar Sturlusson kampakátur i hrognafrystingu ©mynd þorgeir Baldursson 2005
Þessa stundina er rifandi gangur i loðnuveiðum Álsey ve landaði i gær 870 tonnum af loðnu og
90 tonnum i hrognavinnslu  Júpiter ÞH 363 kom inn til Eyja  i morgun með milli 800- 900 tonn
af kældri loðnu Góður gangur er hjá fyrstiskipinu Guðmundi VE 29

við erum enn á fullu að frysta fyrir Rússlandsmarkað, og gengur það mjög vel 145-150 tonn á sólarhring.

Fyrsti loðnufarmurinn til hrognakreistingar kom til Eyja með Álsey í gær  (fyrsta ferska loðnan til Eyja þessa vertíðina)

hrognanýting var allt í lagi eða um 10%,   ca 90tn af hrognum fengust úr ca 1000tn, en hrognin eru ekki orðin nógu þroskuð fyrir Japansmarkað ennþá og eru fryst sem svo kölluð iðnaðarhrogn fyrir A-Evrópu, en hrognin þroskast fljótt og verða fljótlega komin í nægjanlegan þroska fyrir Japanann.

Við köstuðum í gærkvöldi  (fimmtudagskvöld) hér á Faxaflóa, var það skínandi síli, en þó svolítið blönduð í þroska, en við mældum þó hrognaprósentuna u.þ.b. 24%.

Við komum út í þennan túr á þriðjudag og fengum þá gott kast í Fjallasjónum, og reiknum með að ljúka frystingu á sunnudagskvöld, þ.e. um 43.000ks eða um 820tn

Á morgun laugardag reikna ég með að við förum að flokka hrygnuna frá til kreistingar og komum til með að vera með góðan skammt til hrognatöku (ásamt frystum afurðum).

.

 

17.02.2010 18:43

Aflaskipið Björgvin EA 311


                              Björgvin EA 311 ©Mynd þorgeir Baldursson 2010

                                       Kampakátir eftir Góða törn ©Mynd þorgeir Baldursson 2010

                 Sameinuð ©Mynd Þorgeir Baldursson 2010

    
                         Siggi Daviðs tekur afturbandið ©mynd þorgeir Baldursson 2010

Björgvin EA 311 togari samherja kom til hafnar á Akureyri um kl 18 i dag úr norsku lögsögunni afli
skipsins var að mestu leiti þorskur aflaverðmæti um 180 milljónir og afli uppúr sjó 590 tonn alls tók túrinn 22 daga höfn i höfn og mun skipið halda aftur norður i höf i næstu viku  


17.02.2010 15:06

Dótturfélög Samherja kaupa og selja


                             Fridborg FD 242 © Mynd www.sjoborg.fo
Onward Fishing Company, dótturfélag Samherja í Bretlandi, hefur fest kaup á rækjutogaranum Fríðborg frá Færeyjum.  Skipið er systurskip Polonus, sem er í eigu dótturfélags Samherja í Póllandi. Skipið er ísstyrkt og sérútbúið til rækjuveiða.

Haraldur Grétarsson framkvæmdastjóri Onward Fishing Company segir það mjög ánægjulegt að taka við nýju skipi nú. Það hafi alltaf legið fyrir að fjárfest yrði í nýju skipi í stað eldra skips Normu Mary, sem var úrelt. Hann segir aðstandendur OFC vera mjög ánægða með að hafa fundið þetta skip, sem passar vel við þær veiðiheimildir og rúmmál sem Onward  hefur til ráðstöfunar. Ekki hefur verið valið nýtt nafn á skipið.
Áætlað er  að Onward taki við skipinu í lok mars og að það verði gert út á rækju- og bolfiskveiðar.  
Navn: Fríðborg, 2006
Fyrrverandi nøvn: Ocean Castle, 1989( FD 242-Skáli ); Napoléon
Heimstaður: Leirvík
Skipaslag: Rækjutrolari
Manningatal: 18
Imo-Nummar: 8704808
Tel:
MMSI: 231 065 000
Smíðistaður: Skála Skipasmiðja
Smíðiár: 1989
Tilfar: Stál
Klassi: DNV 1A1, ICE-1C
LOA: 58,80 M
LPP : 54,24
Breidd: 13,00 M
Dýpd: 7,95 M
BT: 1833,00
NT: 555,00
Ravmagn: 3 x 440/220 V AC
Maskina: Wãrtsilã, 8s, 2t
Framleiðsluár: 1989
Maskinorka: 2990 kW / 4065 HK
Kalli bókstavar: OW 2424
Eigari: P/F Fríborg, 520 Leirvík, Tel 443347, Fax 443349, E-mail: sjoborg@post.olivant.fo
Útgerðarmaður: Tummas Justinussen

17.02.2010 00:14

Meiri Kolmunni til Eyja


                                Leinebjörn M-3-HO©Mynd Óskar P Friðriksson 2010

                                        I innsiglingunni ©Mynd Óskar P Friðriksson

                           Búinn að snúa ©Mynd Óskar P Friðriksson
Leinebjörn landaði um 1700 tonnum af kolmunna i Eyjum i gærdag og hélt svo á miðin norður af Færeyjum strax eftir löndun en skipin munu vera að fá þokkalegan afla þótt stundum sé lengi dregið

15.02.2010 23:03

Antares VE 18


                  Antares  VE 18 Kemur I Krossanes ©Mynd Þorgeir Baldursson


      Grimur Jón Grimsson skipst ©Mynd þorgeir baldursson

Antares var að koma með loðnufarm i krossanes og þá voru þessar myndir teknar og skipð var selt erlendis og skipstjórinn farinn i land hvað er vitað um afdrif skipsins held að skipstjórinn sé að vinna i Húsasmiðjunni i Hafnarfirði

15.02.2010 08:52

Kolmunnalöndun i Eyjum


                          Smaragd M-64-Ho ©Mynd Óskar P Friðriksson 2010

                                Smaragd  i Innsiglingunni mynd Óskar P Friðriksson

                                 Við Heimaklett ©Mynd Óskar P Friðriksson

                                     Við Bryggju i Eyjum  ©Mynd Óskar P Friðriksson 2010
Tvö kolmunnaskip hafa landað hjá bræðlu Isfélags Vestmanneyja siðastliðin sólahring
Kings Cross landaði 1747 tonnum og Smargad 1581 tonni og mun vera von á einu skipi til
viðbótar i nótt þetta er mikil búbót fyrir vinnsluna

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 823
Gestir í dag: 199
Flettingar í gær: 1485
Gestir í gær: 154
Samtals flettingar: 644455
Samtals gestir: 30263
Tölur uppfærðar: 20.5.2024 13:52:40
www.mbl.is