Flokkur: skipamyndir

18.02.2011 19:08

Nýr Bátur i flota Isfirðinga

Unnar ÍS 300 er væntanlegur til hafnar á Ísafirði í næstu viku. Ljósm: © Þorgeir Baldursson.
Unnar ÍS 300 er væntanlegur til hafnar á Ísafirði í næstu viku. Ljósm: © Þorgeir Baldursson.

bb.is | 18.02.2011 | 11:21Unnar ÍS bætist í flota Ísfirðinga

Útgerðarfélagið Kúvík ehf., hefur fest kaup á bátnum Unnari ÍS 300 og er hann væntanlegur til heimahafnar á Ísafirði í næstu viku. "Báturinn hefur verið í slipp á Akureyri þar sem hann var minnkaður," segir Ægir Fannar Thoroddsen, annar eigenda Kúvíkur, en með honum í félagi er Jón Halldór Pálmason. Báturinn er nefndir eftir bróður Jóns Halldórs, Unnari Rafni Jóhannssyni, sem fórst með bátnum Björgu Hauks ÍS út af Deild í Ísafjarðardjúpi 13. mars 2007. "Ástæðan fyrir því að við erum að minnka bátinn er sú að við ætlum að stunda á honum grásleppuveiðar, en til þess að hann fái leyfi til slíkra veiða, þurfti að minnka hann úr 19 tonnum í 15 tonn."

Fyrir á útgerðin bátinn Agnesi Guðríði ÍS, sem einnig hefur verið gerð út á grásleppu. "Þegar líða fer að vori förum við með báða bátana á Norðurfjörð og þaðan ætlum við að gera þá út á grásleppu. Við getum tvöfaldað veiðitímabillið með því að halda áfram á Unnari þegar veiðidagarnir á Agnesi eru búnir," segir Ægir sem reiknar með að vera á grásleppuveiðum út júní. Spurður hvort nota eigi bátinn í annan veiðiskap segir Ægir það vel koma til greina. "Við ætlum að skoða skötuselsveiðar næsta haust en kvótinn í skötusel jókst nokkuð á þessu fiskveiðiári. Þá er báturinn fullbúinn á snurvoð og ef eitthvað fer að rofa til á leigumarkaðnum er möguleiki á að við reynum fyrir okkur með snurvoðina," segir Ægir.

13.12.2010 20:37

Björgúlfur EA 312 aflaveðmætismet

                             Björgúlfur EA 312 Mynd þorgeir Baldursson 2010

Björgúlfur EA 312 kom til heimahafnar á Dalvík í dag með fullfermi eða 115 tonn af fiski.  Uppistaðan er þorskur sem fer beint til vinnslu í frystihúsinu á Dalvík. Aflaverðmæti í túrnum eru rúmar 25 milljónir króna.  Með þessari löndun hefur Björgúlfur veitt fyrir yfir 1000 milljónir króna á árinu og er það í fyrsta skipti sem skipið veiðir fyrir meira en milljarð á einu ári. Í tilefni af þessum tímamótum var áhöfninni færð  rjómaterta við heimkomuna.

Björgúlfur hefur alla tíð aflað fyrir fiskvinnsluna á Dalvík frá því að hann kom nýr árið 1977.  "Árangurinn  í ár er glæsilegur ekki síst í ljósi þess að skipið var stopp í 5 vikur í sumar.  Á síðasta ári var aflaverðmæti skipins 970 milljónir en það eru líklega 3 landanir eftir á árinu svo skipið fer vel yfir milljarðinn í ár.  Þrátt fyrir mikinn afla hefur áhöfnin lagt sig fram um að skila úrvalshráefni fyrir vinnslu félagsins, en gæði og sölumöguleikar stýra alfarið veiðum skipsins á hverjum tíma",  segir Kristján Vilhelmsson framkvæmdastjóri útgerðar Samherja hf.

Heimild www.samherji.is 

05.06.2010 09:22

Beitir Nk 123


                                        Beitir NK123 © Mynd þorgeir Baldursson 2010

                           Beitir NK 123 á heimleið © Mynd þorgeir Baldursson 2010
Hið nýja skip sildarvinnslunnar i Neskaupsstað Beitir NK 123 hélt af stað frá Akureyri um kl 17 i gærdag áleiðis til heimahafnar i Neskaupstað skipið hét áður Margret EA 710 skipið er væntanlegt
þangað um hádegisbil og mun verða til sýnis eftir kl 13-15 i dag og i boði verða léttar veitingar 
skipstjóri er Sturla Þórðarsson sem að var áður með Börk Nk 122  

13.02.2010 10:20

Norðborg KG 689 I Eyjum


                                  Norðborg KG 689 ©Mynd Óskar P Friðriksson

                                    Við Bryggju i Eyjum ©mynd Óskar P Friðriksson

                                           Nótin tekin ©mynd Óskar P Friðriksson

                                        Nótin tekin um borð ©mynd Óskar P Friðriksson

                             Horft frammeftir dekkinu ©mynd Óskar P Friðriksson

                                   18 metra Breiður ©mynd Óskar P Friðriksson

                                       Nótinn sett i Kassan ©mynd Óskar P Friðriksson

                                          Vinnslan ©mynd Óskar P Friðriksson

                                           Lestin ©mynd Óskar P Friðriksson

                                        Gúanó ©Mynd Óskar P Friðriksson

                                           Brúin ©Mynd Óskar P Friðriksson

                                            Borðsalurinn ©mynd Óskar P Friðriksson

                                          Setustofan ©mynd Óskar P Friðriksson
Óskar Pétur Friðriksson Ljósmyndari Eyjafrétta sendi mér nokkar myndir frá komu skipsins
til Eyja og hérna biritast þær BESTU ÞAKKIR Óskar fyrir afnotin


Stórt og mikið uppsjávarskip frá Færeyjum kom við í Eyjum í nótt, Norðborg að nafni.  Skipið var að taka nót um borð en nokkrir Eyjamenn notuðu tækifærið, fóru á fætur klukkan þrjú í nótt og fengu að fara í skoðunarferð um skipið undir leiðsögn skipstjóra þess, Jóns Rassmundsen.  Meðal þeirra var Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari en eftir skamma stund verða settar fleiri myndir hér inn frá ferðinni.

Ekkert skip er jafn stórt og Norðborg og má gera ráð fyrir því að ekki hafi stærra fiskveiðiskip lagt að bryggju í Eyjum.  Eins og áður sagði er skipið gríðarstórt, 83 metrar að lengd og 18,3 metrar á breidd.  Til samanburðar má geta þess að Herjólfur er 70,5 metra langur og 16 metra breiður.  Um borð í Norðborg er pláss fyrir 1350 tonn af frystivöru og kælitankar skipsins bera 1100 tonn.  Um borð er mjölbræðsla og er hægt að geyma 350 tonn af mjöli í skipinu.  29 eru í áhöfn Norðborgar og um borð eru þrír lyftarar en skipið er svo til nýtt, var tilbúið í maí 2009.  Þannig að það má með sanni segja að Norðborg sé ekkert minna en fljótandi fiskvinnsla.
 
 
Heimld www.eyjafrettir.is




28.12.2008 13:32

Óþekktur Togari

Togari
                                  © Mynd Þorgeir Baldursson
                                  Hvaða togari er þetta

27.12.2008 23:34

Nýsmiði sjósett i slippstöðinni


        Nýsmiði sjósett IS 177  © Mynd úr safni Gunnars Nielssonar
                         hvaða skip er þetta og hvar er það niðurkomið

16.03.2008 22:29

Venus HF 519 Mettúr úr Barentshafinu


                             ©    myndir  þorgeir baldursson
Venus  HF-519, við bryggju í Reykjavík núna seinnipartinn. Hann var að koma úr Barrentshafinu með túr upp á 250 miljónir eftir 40 daga að veiðum, afli upp úr sjó er 950 tonn þorskur. Hásetahluturinn er 2,5 miljónir og er þetta mesta hlutur sem fengist hefur út úr einum túr.
Skipstjóri á Venus er Guðmundur Jónsson 

15.03.2008 19:26

2262 Sóley Sigurjóns GK 200


                                                           © Mynd þorbjörn Ásgeirsson
                 Hin nýja Sóley Sigurjóns GK 200 ex(Sólbakur EA 7 ) við bryggju i Póllandi en miklar endurbætur hafa verið gerðar á skipinu fyrst skal telja að skipið hefur verið stytt til að koma þvi upp að 4 milum  einnig  voru mannaibúðir borðsalur eldhús og millidekk endurnýjað ásamt ýmssum öðrum smáverkum  sem að yfirleitt fylgja slikum endurbótum

13.03.2008 10:36

Andey IS 440 Seld til Færeyja


                ©    myndir þorgeir baldursson 2004/2008
Andey i slippnuum i morgun þar sem verið var að botnhreinsa skipið

Andey ÍS 440 seld til Færeyja Andey ÍS lét úr höfn á Ísafirði í fyrradag og hélt til Akureyrar þar fer í slipp. Búið er að skrifa undir sölusamning við færeyska útgerð um kaup á Andeynni af Hraðfrystihúsinu - Gunnvöru. Sverrir Pétursson, útgerðarstjóri HG, segir að fyrirvarar séu á samningnum um ásigkomulag skipsins eins og venja er í skipasölum. Sverrir segir að það væri óvænt ef salan gengi til baka en ástand skipsins verður metið í slippnum á Akureyri. Skipið hefur legið bundið við bryggju frá því að HG hætti rækjuútgerð.Heimild BB.IS  

13.03.2008 00:36

Snorri Sturlusson VE 28


                   ©   Mynd Þorgeir Baldursson 2007

F/T Snorri Sturlusson  VE 28 hefur verið seldur frá Isfélagi Vestmanneyja til kaupanda i Rússlandi og er stemmt að afhendingu skipsins um miðjan mai næstkomandi

19.02.2008 07:38

Seiglubátar sigla til Noregs

Eftir Hjört Gíslason Myndir þorgeir Baldursson 19. febrúar 2008 07:56:57  © fleiri myndir i myndaalbúmi i dag

hjgi@mbl.is ?ÞETTA eru alveg hörkubátar og þola bræluna vel. Það er frekar að mannskapurinn þoli hana illa. Okkur varð að minnsta kosti ekki svefnsamt í látunum milli Raufarhafnar og Færeyja. Ég held maður reyni þetta ekki aftur í febrúar,? sagði Páll Steingrímsson, skipstjóri í samtali við Verið í gær.

Páll var þá nýlega farinn frá Færeyjum, en hann er með annan af tveimur smábátum, 15 tonna, frá Seiglu á Akureyri, sem verið er að ferja til kaupenda í Norður-Noregi.

Þeir fóru frá Raufarhöfn áleiðis til Færeyja á fimmtudagsnóttina og hrepptu hið versta veður. En hvernig gekk?

Þetta eru hörkubátar

?Þetta gekk, við vorum 28 tíma á leiðinni. Við fengum þvílíka brælu á okkur að það var alveg hrikalegt. Þetta eru hörkubátar og maður hefði varla trúað því að hægt væri að bjóða þeim veður og sjó eins og var á leiðinni til Færeyja. Þeir fóru aldrei undir 10 mílna ferð. Við hefðum átt að vera 19 til 20 tíma á leiðinni í þokkalegu veðri. Bátarnir þoldu þetta vel en mannskapurinn var orðinn anzi lemstraður því það var enginn svefnfriður á leiðinni.

Við þurftum svo að bíða af okkur haugabrælu í Færeyjum en núna á mánudag er veðrið fínt og við erum að keyra á þetta 17 til 18 mílum. Við gerum ráð fyrir að vera í Álasundi á þriðjudagsmorgun og þaðan verður svo haldið norður með Noregi til Vannvåg í Lófóten, en þaðan verða bátarnir gerðir út. Alls er siglingaleiðin um 1.000 mílur.?

En er ekki óvarlegt að sigla svona litlum bátum yfir Atlantshafið að vetri til?

?Ég held ég myndi ekki gera þetta aftur á þessum árstíma. Við erum reyndar í mjög góðu sambandi við Nesradíó, sem hringir í okkur tvisvar á dag. Þeir vita alveg af öllu okkar ferðalagi og láta okkur vita um leið og veðrabreytingar eru í vændum. Þeir náðu til dæmis að vara okkur við storminum sem gekk yfir Færeyjar um helgina, svo að við biðum það veður af okkur.

Maður er búinn að prófa þetta. Þegar maður er vanur að vera á 3.000 til 8.000 tonna skipum eru viðbrigðin mikil. Það er öðruvísi að fara á 15 tonna bát yfir hafið. Það er mikill munur,? sagði Páll Steingrímsson.

18.02.2008 01:02

Það Gefur Á Bátinn


              ©    Myndir Þorgeir Baldursson  2008 ®

Hafnsögubáturinn Sleipnir i eigu Hafnarsamlags Norðurlands  var sendur út til þess að draga togarann Gullver NS12  til hafnar eftir að bilunnar var vart i vélbúnaði skipsins en það hafði verið i slipp á Akureyri og var nýfarið frá bryggju þegar bilunarinnar varð vart

18.02.2008 00:28

Sandafell SU 210


       ©    MYND ÞORGEIR BALDURSSON          ®  
Sandafell SU 210 á rækjuveiðum útifyrir norðurlandi báturinn heitir i dag Siggi Þorsteins is 123 og liggur við bryggju á Akureyri og biður örlaga sinna hver er saga hans

12.02.2008 00:33

Bræluskitur


Það er búinn að vera heldur erfitt að stunda sjómennsku þessa dagana vegna djúpra lægða, sem  að koma  eins og af færibandi uppað landinu hérna er Oddeyrin EA 210 að toga  við hlið Kaldbaks EA 1 á veiðislóð fyrir austan land siðastliðin laugardag

03.02.2008 21:32

1202 Grundfirðingur SH 24


Grundfirðingur SH 24 SSNR 1202 á siglingu útaf snæfellsnesi haustið 2006 hann hefur tekið talsverðum breytingum frá upprunalegri smiði og er hann nú gerður út á linu og net skipstjóri er Kjartan Valdimarsson  hverju geta menn bætt við þessar upplýsingar

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1711
Gestir í dag: 35
Flettingar í gær: 3977
Gestir í gær: 101
Samtals flettingar: 904567
Samtals gestir: 45713
Tölur uppfærðar: 11.10.2024 07:04:18
www.mbl.is