Færslur: 2014 Febrúar

25.02.2014 23:14

Varðskipið Þór kælir niður ylströnd Eyfirðinga

       Þór Kælir niður Ylsströndina i Eyjafirði i gær Mynd þorgeir 2014

 

25.02.2014 21:08

Birtingur NK 124 farinn til Loðnuveiða

                 Birtingur NK 124 © Mynd Þorgeir Baldursson 

Birtingur NK hélt til loðnuveiða í dag. Skipstjóri er Sigurbergur Hauksson.

Áhöfnin á Beiti NK nýtti Birting fyrr á loðnuvertíðinni um tíma en nú hefur hún flutt sig yfir á hinn nýja Beiti (áður Polar Amaroq).

Birtingur er því þriðja skip Síldarvinnslunnar við loðnuveiðar um þessar mundir en ástæðan fyrir nýtingu skipsins

er sú að langt virðist liðið á loðnuvertíðina og allt kapp er lagt á að ná loðnunni þannig að unnt sé að vinna hrognin og gera sem mest verðmæti úr aflanum.

segir á heimasiðu Svn 

25.02.2014 16:47

Nýr Börkur til Sildarvinnslunnar

           Malene S verður 2865-Börkur NK 122 Mynd þorgeir 2014 

            Eins og sjá má er skipið hið Glæsilegasta mynd þorgeir 2014

Síldarvinnslan hefur fest kaupa á norska uppsjávarveiðiskipinu Malene S en Börkur NK 122 gengur upp í kaupin.  Skiptin á skipunum munu fara fram miðvikudaginn 25.febrúar nk. og mun nýja skipið fá nafnið Börkur NK 122.

 

 


Malene S er glæsilegt skip, smíðað í Tyrklandi og var afhent hinum norsku eigendum í desembermánuði árið 2012.  Skipið er 3588 tonn að stærð, 80,30 metrar að lengd og 17 m á breidd.  Aðalvél þess er 4320 KW af gerðinni MAK, auk þess er skipið búið tveimur ljósavélum 1760 KW og 515 KW.  Skipið er búið svo kölluðum „Diesel Electric“-búnaði sem þýðir að hægt er að keyra skipið eingöngu með ljósavél og kúpla út aðalvélinni.

Skipið er búið öflugum hliðarskrúfum 960 KW og er vel búið til tog-  og nótaveiða.  Burðargeta skipsins er 2500 tonn, skipið er búið öflugum RSW kælibúnaði eða 2 milljón Kcal með ammoníak kælimiðli.   Ekkert fer á milli mála að hið nýja skip verður á meðal best búnu og glæsilegustu fiskiskipa íslenska flotans. 

Allur aðbúnaður áhafnar er eins og best verður á kosið, í áhöfn skipsins verða 7-8 menn á trollveiðum og 10-11 á nótaveiðum.

Börkur NK gengur upp í kaupin eins og fyrr greinir en Síldarvinnslan festi kaup á honum í febrúarmánuði árið 2012.  Börkur var byggður árið 2000 og er 2190 tonn af stærð.  Lengd skipsins 68,3 metrar og breidd 14 metrar.  Burðargeta Barkar er 1750 tonn, skipið hefur reynst afar vel í þau tæplega tvö ár sem það hefur verið í eigu Síldarvinnslunnar hf.

Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri segir eftirfarandi um skiptin:

„Á síðastliðnum  mánuðum erum við búnir að skipta út báðum uppsjávarskipum okkar Berki og Beiti.  Við vorum vissulega með góð skip en stærsti munurinn í þessum skiptum felst  í því að við erum að fá mun hagkvæmari skip hvað snertir olíunotkun og vonast ég til að sjá allt að þriðjungi minni olíunotkun á nýju skipunum.  Sem dæmi þá var gamli Beitir með 11 þúsund hestafla vél en sá nýi er búinn tveimur 3200 hestafla aðalvélum þar sem dugir að keyra á annarri.  Gamli Börkur var með 7500 hestafla aðalvél en nýi Börkur er með 5800 hestöfl, auk þess sem hann getur keyrt eingöngu á ljósavél sem er 2300 hestöfl.   Samantekið þýðir þetta að við þurfum að ræsa 5500 hestöfl til að færa skipin á milli staða í stað 18500 hestafla áður.

 

25.02.2014 14:20

V/S Týr á leiðinni i flotkvina i gær

 

Nokkrar myndir af þvi þegar varðskipið Týr fór frá bryggju og  uppi kvina i gær 

 

25.02.2014 11:48

6347-Rósa i Brún ÞH 50 i leið i róður

Hann var vigalegur Aðalsteinn Tryggvason skipstjóri og eigandi Rósu i Brún ÞH 

þegar ég myndaði hann við Svalbarðseyrina i gær á leið i róður ekki fer sögum af aflabrögðum 

en ég heyrði að þau hefðu ekki verið neitt sérstök 

              Rósa i Brún ÞH 50 © Mynd þorgeir Baldursson 2014

         Talað i simann og Veifað um leið  ©mynd Þorgeir 2014

              Haldið til veiða á fullri ferð  ©  mynd þorgeir 2014

24.02.2014 22:22

Vs þór prufar Slökkvibúnað á Pollinum

                    Byssurnar Prufaðar  i dag meira siðar 

 

22.02.2014 11:54

Húnakaffi i morgun 22 feb 2014

                                              SIGGI OG OLLI 

                                         Frissi Reynir Gústi 

                                            Glaðir Húnagestir 

                                  Eirikur Björn Fjóla og Hjörleifur 

                                      Steini P og Bjarni Bjarna 

               Hjörleifur tekur við styrk Halla Björk Reynisdóttir 

                                  Fallegt fólk og allir glaðir

                        Húnasöngurinn tekinn  Gunni og Steini P

21.02.2014 15:24

Varðskipið Týr skiptir um lit

     Litabreytingar á V/s Týr á Akureyri © mynd þorgeir i dag 21/2 -2014

             Svona litur þetta út núna um kl 15 i dag © mynd þorgeir 2014

eins og kunnugt er i fjölmiðlum var Varðskipið Týr legður til Sýslumannsins 

á Svalbarða fyrr i þessum mánuði og mun skipið verða málað fyrir afhendingu 

hjá slippnum 

20.02.2014 17:33

Seigla smiðar tvo 30 tonna báta fyrir Stakkavik i Grindavik

         Sverrir Bergsson fyrir framan Nýjasta Bátinn frá Seiglu

          Engin smá smiði  enda 30 brt 

              Sama teikning og Saga K sem að er i útgerð i Noregi

                                Saga K kominn á flot á Akureyri 

Það er nóg að gera hjá bátasmiðjunni Seiglu á Akureyri um þessar mundir. Hæst ber hjá þeim smíði á tveimur krókabátum af stærstu gerð fyrir Stakkavík í Grindavík. Þá mun Seigla afhenda tvo báta til Noregs í febrúar og mars og þrjá báta innan lands á næstunni, einn til Frakklands og loks er nýbúið að afhenda bát til Færeyja.

Sverris Bergsson, framkvæmdastjóri Seiglu, er því bara nokkuð ánægður með gang mála hjá fyrirtækinu, en þar eru 30 manns við vinnu.
„Það er fínt að gera hjá okkur,“ segir Sverrir í samtali við kvotinn.is. „Við erum smíða tvö skip fyrir Stakkavík. Þau eru í nýja krókakerfið sem eru bátar undir 30 brúttótonn og allt að 15 metrar að lengd. Þetta eru stærstu 30 brúttótonna skipin sem framleidd verða. Þau eru byggð á skipi, sem við byggðum fyrir Íslendinga, sem eru í útgerð í Noregi, sem heitir Esköy og báturinn Saga K. Þetta er sami skrokkur en útfærður að íslenskum aðstæðum. Það má eiginlega segja að þetta séu verksmiðjur með gríðarlega góða aðstöðu fyrir áhöfnina. Í bátnum verða fjórir tveggja manna klefar, borðsalur og setustofa, fullkomið og gott eldhús. Það er mikið lagt upp úr góðri aðstöðu fyrir áhöfnina. Báturinn verður með beitningarvél frá Mustad og vel tækjum búinn og mikið pláss á dekki. Að sjálfsögðu verður lestin gríðarlega stór, tekur 48 kör eða um 24 tonn. Staðan á smíðinni er góð. Skrokkurinn af öðrum bátnum er þegar uppsteyptur og búið að leggja kjöl að hinum. Það er svo stefnt að því fyrri báturinn verði til sýnis á Íslensku sjávarútvegssýningunni í Kópavogi í haust,“ segir Sverrir.
Bátar af þessari stærð með öllum búnaði, beitningarvél og öllum tækjum í brú kosta í kringum 200 milljónir króna að hans sögn.
„Svo eru að fara tvö skip frá okkur til Noregs á næstu mánuðum, við erum að vinna í bát núna, sem fer á Borgarfjörð eystri og öðrum sem fer á Flateyri. Þetta eru svokallaðir e-bátar sem eru þriggja metra breiðir. Annar er 11 metra langur og hinn 11,4. Við erum að smíða 10 metra langan bát fyrir Frakka og að vinna í bát fyrir sjóstangaveiði sem er fyrir félag á Akranesi og þess má svo geta að við afhentum nú í janúar þjónustubát fyrir fiskeldi fyrir Færeyinga. Það er því bara bjart yfir okkur,“ segir Sverrir Bergsson.
Á meðfylgjandi mynd er Sverrir Bergsson fyrir framan fyrri Stakkavíkurbátinn. Eins og sjá má er hann í stærra lagi. Ljósmyndir Þorgeir Baldursson.

www.kvotinn.is

20.02.2014 10:47

Börkur Nk leitar loðnu á Skjálfandaflóa i morgun

                  Börkur NK 122 Leitar loðnu á Skjálfandaflóa 

Uppsjávarveiðiskip Sildarvinnslunnar Börkur NK 122 er nú að koma á skjálfandaflóa

er þar eru fyrir tvö  Norsk loðnuskip Kvannoy og Rodholmen sem að hafa eitthvað verið að kroppa 

og mun það skýrast væntanlega fljótlega hvort að eitthvað magn  er þarna á ferðinni 

eða hvort að veiðum Norðmanna hér við land á þessari vertið sé lokið

 

19.02.2014 17:49

Öllu starfsfólki útgerðarinnar Hvamms sagt upp

             Siggi Gisla EA  255 mynd Þorgeir Baldursson

 

Útgerðarfélagið Hvammur í Hrísey hefur ákveðið að segja upp öllu starfsfólki sínu í landi frá og með næstu mánaðarmótum. Við fyrirtækið starfa 13 í vinnslu og tveir sjómenn. Uppsagnirnar gilda frá og með 1. júní

Hvammur er risastór vinnuveitand ef hann er settur í samhengi við íbúafjöldann sem býr í Hrísey. 13 starfsmenn eru 7.5% íbúa Hríseyjar. Til að setja þetta í samhengi þá er þetta líkt og að 1.350 starfsmenn á Akureyri myndu missa vinnuna á einu bretti, eða um 15.000 íbúar höfuðborgarsvæðsins.

Þetta er því mikil blóðtaka fyrir atvinnulíf í eynni. Jóhann Pétur Jóhannsson, einn eigandi Hvamms sagði við akv.is að ekki sé verið að leysa fyrirtækið upp. „Það er bara ekki hægt að reka fyrirtækið við óbreyttar aðstæður. Ástæðurnar eru margar og mismunandi. Við erum bara komin á þann stað að reksturinn stendur ekki undir sér“.

Við vorum nú bara að tilkynna starfsfólki þetta í morgun, þessar uppsagnir taka gildi 1. júní, kannski breytist eitthvað í millitíðinni. Við höfum verið að leita lausna undanfarið“ Segir Pétur Jóhann í samtali við akv.is

18.02.2014 20:29

2197-Örvar SK 2 kominn til Kirkines

                              Örvar i Vari við Hrisey i nóvember 

                                          Blængur Nk 117  

                  Kominn að bryggju © mynd Kjartan Ómarsson 2014

        skipinu skilað til nýrra eigenda © mynd Kjartan Ómarsson 

   Togarinn Örvar við bryggju i Kirkines © mynd Kjartan Ómarsson 2014

Eins og fram hefur komið i fréttum var frystitogarinn Örvar SK 2 i eigu Fisk Seafood

nýlega seldur til Rússlands skipið hét upphaflega Blængur Nk 117 og var i eigu 

Sildarvinnslunnar i Neskaupsstað skipið mun halda núverandi nafni hjá 

nýjum eigendum en ekki veit ég hvaða númer hann kemur til með að fá

Myndirnar af skipinu við bryggju i Kirines tók Kjartan Ómarssson 

og kann ég honum bestu þakkir fyrir afnotin 

 

17.02.2014 18:19

Mikið af loðnu að sjá við Grindavik

                  Aðalsteinn Jónsson su 11 með siðasta kastið 

 

„Það er mikið að sjá. Helvítis voðalegur bingur hérna við Grindavíkina. Svo heyrðum við í rannsóknaskipinu í morgun og þeir sögðu að það væri mikið norðvestur úr Vestmannaeyjum. Við erum að klára túr, að taka inn dæluna og leggja af stað heim og frystum á leiðinni heim. Við erum að frysta um 130 tonn á sólarhring og erum að fylla skipið, erum með um 630 tonn af frosnum afurðum og eigum löndum heima á Eskifirði á miðvikudagsmorgun,“ sagði Þorsteinn Kristjánsson, útgerðarmaður og skipstjóri á Aðalsteini Jónssyni í samtali við kvotinn.is nú í hádeginu.

„Þessi loðna er nokkuð langt gengin, 22% hrognafylling í henni og 22% af henni eru orðin ofþroskuð sagði Japaninn sem er hérna með okkur, en við erum bæði að frysta á Japan og Rússland. Það ætti vera komið að hrognavinnslu í lok næstu viku ef þroskastigið eykst svona hratt,“ segir Þorsteinn
Þorsteinn hefur verið lengi við loðnuveiðar, árin orðin í kringum 40, en hvað segir hann um ganginn í veiðunum nú. „Ástandið er er frekar óvenjulegt. Loðnan kemur mjög einkennilega hérna inn. Það er eins og hún gangi bara hérna upp úr djúpunum. Það sem við erum að veiða núna hefur bara komið upp við Vestmannaeyjar við Háadýpið og hefur gengið mjög hratt hérna vestur eftir. Við byrjuðum við Þorlákshöfn í gærmorgun og nú erum við við Grindavík. Henni liggur greinilega á,“ sagði Þorsteinn.
Átta skip voru rétt utan við Grindavík nú og voru sum mjög grunnt. Til dæmis var Aðalsteinn grynnst kominn upp á 12 faðma dýpi. Af þessum skipum voru 3 færeyskt og 5 íslensk.
Samkvæmt upplýsingum á vef Fiskistofu hefur verið tilkynnt um tæplega 26.000 tonna afla. Kvótinn er um 85.000 tonn, en líklegast bætast heimildir Norðmanna við hann, en þær eru um 40.000 tonn. Hvort meiri heimildir verða svo gefnar út á eftir að koma í ljós, en rannsóknaskipið Árni Friðriksson er nú við mælingar á göngunni.
Nánast hver einasti sporður fer nú til frystingar, enda verð fyrir fiskimjöl og lýsi mjög lágt vegna mikils framboðs frá Suður-Ameríku. Verð fyrir frystar afurðir er þokkalegt og markaðir sömuleiðis. Ljóst er að hrognafrysting fyrir Japan getur haldið áfram út þessa viku og fram í næstu og þá tekur hrognatakan við og virðist verða nóg eftir af kvóta fyrir hana.
Aðalsteinn Jónsson SU var í hádeginu að ljúka við túr út af Grindavík og mun landa í heimahöfn á Eskifirði á miðvikudagsmorgun.

Heimild Kvótinn.is

Ljósmynd Þorgeir Baldursson.

17.02.2014 08:55

Selja tvö skip úr landi

                      Guðmundur Ve 29© mynd þorgeir Baldursson

                 Þorsteinn ÞH 360 ©mynd þorgeir Baldursson  2012

Ísfélag Vestmannaeyja hefur skrifað undir viljayfirlýsingu um sölu á fjölveiðiskipinu Þorsteini ÞH og uppsjávarfrystiskipinu Guðmundi VE úr landi.

Í fréttatilkynningu frá Ísfélaginu síðan í ágúst í fyrra kemur fram að fyrirtækið hafi gert samning um kaup á skipi sem er í smíðum í Celiktrans skipasmíðastöðinni í Istanbúl í Tyrklandi.

Skipið verður afhent tilbúið til veiða í byrjun næsta árs.

„Gera má ráð fyrir að hið nýja skip leysi tvö af eldri skipum félagsins af hólmi, með tilheyrandi lækkun olíu- og launakostnaðar,“ segir í tilkynningu frá félaginu í ágúst í fyrra.

„Fyrirhugað er að félag í eigu Royal Greenland A/S, Ísfélags Vestmannaeyja hf. og annarra aðila eignist og geri út skipin. Royal Greenland er elsta og þekktasta sjávarútvegsfyrirtæki Grænlands.

Skipin verða gerð út á Grænlandsmið eftir að þau hafa verið afhent nýjum eiganda síðar á árinu,“ segir í tilkynningu nú frá Ísfélagi Vestmannaeyja.

16.02.2014 21:59

Gullver NS á heimleið frá Akureyri

           1661-Gullver NS 12 á siglingu á Eyjafirðinum © mynd Þorgeir 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 50
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 1144
Gestir í gær: 218
Samtals flettingar: 648816
Samtals gestir: 30607
Tölur uppfærðar: 23.5.2024 01:19:12
www.mbl.is