Færslur: 2009 Mars

31.03.2009 23:14

Narfi VE 108 / Stígandi VE 77


                                     795. Narfi VE 108 © mynd Tryggvi Sigurðsson

                               795. Stígandi VE 77 © mynd Snorri Snorrason

31.03.2009 23:07

Sigurfari VE 138


                        746. Sigurfari VE 138 © mynd úr safni Tryggva Sigurðssonar

                               746. Sigurfari VE 138 © mynd Snorri Snorrason

31.03.2009 22:20

Sá minnsti - stækkaður


            Sá minnsti (Hólmaborg) í höfn á Akranesi í nóv. 2008 © símamynd Gunnar Th.

9.nóv. á síðasta hausti birtum við þessa mynd af þessum litla gula báti, sem Gunnar Th. sá á Akranesi og töldum hann vera þann minnsta sem til væri. Síðan höfum við ekkert frétt meira um þann bát þar til fyrir nokkrum dögum að við fengum sendingu sem innihélt eftirfarandi bréf og myndir sem við birtum nú.

Sæll þorgeir.
Mér var bent á að báturinn minn væri á síðunni þinni í haust og hafði ég gaman af að sjá hann þar. Það er rétt að þetta er terrih 385 sem er 3 metrar og 85 cm og 1,4m á breidd það var einnig rétt getið að hann heitir Hólmaborg. Ég var alltaf í vandræðum með stöðugleikann á þessum bát og reyndi ég margt til að fá hann stöðugann án árangurs svo skömmu eftir að myndin var tekin í haust tók ég bátinn upp og breitti honum aðeins fyrst og fremst til að fá hann stöðugan, en sá mér leik á borði og lengdi hann um 115cm í leiðinni,svo nú er hann orðinn 187 cm breidd og 5m á lengd, nú loksins er hann stöðugur sem klettur.
Ég sendi þér hér myndir af honum því ég sé að þið hafið gaman af uppátækjum mínum,eins og ég sjálfur ;o)
Kveðja Hinrik Gíslason skipstjóri á Hólmaborginni, Akranesi.


                           Hólmaborgin, sá minnsti eftir stækkun og breitingar

         Já það eru miklar breitingar á bátnum frá því í haust © myndir Hinrik Gíslason

31.03.2009 21:57

Netarall 2009


                         1424 Þorleifur EA 88 ©Mynd þorgeir Baldursson 2008 
Árlegt netarall Hafrannsóknastofnunarinnar hófst 28. mars s.l. Sjö bátar taka þátt í netarallinu. Saxhamar SH í Breiðafirði, Þórsnes II SH í Faxaflóa, Kristbjörg HF á svæðinu frá Reykjanesi að Þrídröngum, Glófaxi VE frá Þrídröngum að Skeiðarárdjúpi og Hvanney SF frá Meðallandsbugt að Hvítingum, Þorleifur EA á svæðinu frá Húnaflóa að Eyjafirði og Sædís ÍS í Ísafjarðardjúpi.

Þórsnes II SH fer síðan eftir páska á svæðið frá Eyjafirði að Langanesi. Um 45-50 trossur eru að meðaltali lagðar á svæðunum, misjafnt eftir stærð þeirra og er þeim dreift innan svæða á helstu hrygningarslóðir þorsks.

Á vef Hafrannsóknastofnunar segir að markmið verkefnisins sé að safna upplýsingum um lengdar-/þyngdasamsetningu, kynþroska, og vöxt eftir aldri á helstu hrygningarsvæðum þorsks. Einnig að meta árlega magn kynþroska þorsks sem fæst í þorskanet á hrygningarstöðvum og meta breytingar í gengd hrygningarþorsks á mismunandi svæðum Hemild hafro.is

31.03.2009 20:10

Fengur HF 89 ex Tenor

Samkvæmt skrá Siglingamálastofnunar hefur togarinn Tenor sem legið hefur við festar á Akureyri í nokkur ár, verið skráður fyrir einhverjum misserum með íslenskt nafn, þó það hafi ekki verið málað á hann. Heitir togarinn nú því Fengur HF 89 og er skráður í eigu Faenus ehf. Hafnarfirði.


                         2719. Fengur HF 89 ex Tenor © mynd Þorgeir Baldursson 2005

31.03.2009 13:39

Eldsneytisgeymsla fyrir heimsmarkaðinn

Þegar olíuskipið Citron losaði í Helguvík á dögunum, var fullyrt á einni af skipasíðunum að það væri að losa þotueldsneyti fyrir Keflavíkurflugvöll. Nú hefur komið í ljós að svo var ekki, eins og sést á meðfylgjandi frétt sem birtist á heimasíðu Faxaflóahafna 25. mars sl.
 
Olíuskip í Hvalfirði

Atlantic Hope við bryggju í Hvalfirði

Undanfarið hafa olíubirgðastöðvarnar í Hvalfirði og Helguvík verið notaðar til að geyma eldsneyti sem verið er að versla með á heimsmarkaðnum.

Í nóvemberlok kom skip með 50.000 m3 af bensíni í olíustöðina á Miðsandi, þann farm tók annað skip um miðjan febrúar og flutti til Singapore. Í stöðina kom svo 50.000 m3 gasolíufarmur frá USA í byrjun mars.

Álíka farmur kom í Helguvík 17. mars og nú er verið að dæla í land sama magni úr skipinu Atlantic Hope í gömlu NATO stöðina í Hvalfirði.  HEIMILD Faxaflóahafnir.

31.03.2009 08:35

Rétt svar: Skúli fógeti ÍS 429

Mikið urðum við hissa á að enginn, ekki einu sinni vestfirðingarnir Ingólfur Þorleifsson og Gunnar Th. skyldu fatta hver báturinn væri. Hér er á ferðinni merkilegur þessi bátur fyrir aldurssakir. Var til frá 1916 til 1994 og hélt oftast sama nafninu Skúli fógeti ÍS 429. Báturinn var lengst af opinn en 1983 var hann dekkaður. Sá sem sendi okkur myndina Guðmundur Falk er sonur eins af eigendum bátsins, Jóhannesar Bjarnasonar og meðan hann átti bátinn  var hann einn af aflahærri smokkfiskveiðibátum fyrir vestan en þá var smokkurinn veiddur inn á Jökulfjörðum. Gerði Jóhannes bátinn út frá Ísafirði, en síðan var hann gerður út víðar um Vestfirðina. Þessa sögu hefur Guðmundur um útgerð föður síns á bátnum: Hann var upprunalega Byggður 1916 og pabbi missti hann er hann fauk þvert yfir pollinn á ísafirði og lenti upp í grjótgarðinum sem ver flugbrautina en hann seldi hann eftir það en báturinn var alla tíð Happafleyta og sagði gamli mér sögu er þeir heldu sjó með hann fullan af smokki í aftakaveðri en þeir fengu á sig brot í Jökulfjarðakjaftinum og skolaði allan smokk af dekkinu ásamt brúsum ofl og rak bjarghringur merktur bátnum inn í krók á Skutulsfirði og fannst þar og voru þeir taldir af en þegar hægði fór sá gamli á súrrandi lensi heim og lagði bátnum við ból neðan þar sem gömlu hjónin bjuggu þá og átti að landa því sem um borð var daginn eftir í birtingu en þegar gamli var að labba upp malirnar heim á brunngötuna í myrkrinu mætti hann manni og gekk sú saga daginn eftir að svipur pabba hefði sést á mölunum neðan tangans ha ha ha svona voru fréttirnar í þá daga. Endalok bátsins urðu þau að hann var brenndur 1994.


                           1656. Skúli fógeti ÍS 429 © mynd úr safni Guðmundar Falk

30.03.2009 21:54

Húnbogi Valsson

Til fróðleiks og skemmtunar fyrir okkur hér á síðunni, hefur af og til borið á því að íslendingar erlendis sendi okkur myndir frá ákveðnum svæðum og hefur þeim verið vel tekið hér á síðunni. Nú var að berast skemmtilegur pakki frá Grænlandi sem sýnir þarlensk skip, þá sjást skip frá Noregi, Færeyjum og víðar. Mest eru þetta veiðiskip, en þó litlar skútur, varðskip, hafrannsóknarskip, skemmtiferðarskip o.fl. Sá sem á heiðurinn af þessum myndum er Húnbogi Valsson og senda síðueigandi og síðuritari honum kærar þakkir fyrir þessar skemmtilegu myndir sem munu koma inn smátt og smátt á næstu vikum.


                                      Húnbogi Valsson

30.03.2009 21:38

Hraðbátur eða Kafbátur


              Gauti Möller  ©Myndir Magnús Mikaelsson
Hérna má sjá einn léttgeggaðan hraðbáta eiganda þar sem að hann kemur siglandi á eftir
Hriseyjar ferjunni Sævari og var mikið i mun að vera á undan ferjunni til lands Magnús Mikaelsson sem að var farþegi um borð náði þessum frábæru myndum af Gauta og bátnum

29.03.2009 23:23

Gissur hvíti SF 55


                       1626. Gissur hvíti SF 55 © mynd Tryggvi Sigurðsson

29.03.2009 23:19

Guðrún GK 37


                        243. Guðrún GK 37 © mynd Snorri Snorrason

29.03.2009 23:16

Gunnjón GK 506


                            1625. Gunnjón GK 506 © mynd Tryggvi Sigurðsson

29.03.2009 23:11

Hafnarröst ÁR 250


                         249. Hafnarröst ÁR 250 © mynd Tryggvi Sigurðsson

29.03.2009 23:06

Hamravík KE 75


                                 82. Hamravík KE 75 © mynd Snorri Snorrason

29.03.2009 22:02

Heimaey VE 1


                         1035.  Heimaey VE 1 © mynd Tryggvi Sigurðsson

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 151
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 1144
Gestir í gær: 218
Samtals flettingar: 648917
Samtals gestir: 30611
Tölur uppfærðar: 23.5.2024 02:23:10
www.mbl.is