Færslur: 2010 Mars31.03.2010 19:03Kynning á starfsemi Samherja á GlerártorgiSett hefur verið upp kynning á starfsemi Samherja í máli og myndum á Glerártorgi á Akureyri. Sýningin er áhugaverð fyrir Eyfirðinga sem og aðra gesti þar sem hún lýsir bæði starfseminni innan lands og utan og einnig áhrifum starfseminnar á samfélagið t.d. hér við Eyjafjörð. Sýningin er opin til 19.apríl. Myndir frá sýningarsvæðinu i dag
Skrifað af Þorgeir 31.03.2010 12:11Góður gangur hjá Samherja2410- Vilhelm Þorsteinsson EA 11 ©Mynd Þorgeir Baldursson Vilhelm Þorsteinsson EA 11 á siglingu fyrir utan Grindavik með fullfermi af loðnu um 2800 tonn skipstjóri var Sturla Einarsson Núverandi skipst á Guðmundi VE 29 FréttirVelta Samherja 56 milljarðar króna á síðasta árimiðvikudagur 31.mar.10 09:39
Húsfyllir var á kynningarfundi Samherja á Hótel KEA. Samherji hf. er með starfsemi víða um heim og fer 70% af starfsemi fyrirtækisins fram erlendis og 30% hér á landi. Velta Samherja nam 56 milljörðum króna á síðasta ári, efnahagur fyrirtækisins er sterkur og það hefur verið rekið með hagnaði frá upphafi. Samherji gerir út 28 skip, rekur 6 landvinnslur og 5 eldisstöðvar. Skip fyrirtækisins veiða samtals um 400 þúsund tonn af fiski.
Þetta var á meðal þess sem fram kom í máli Þorsteins Más Baldvinssonar forstjóra Samherja, á fundi sem haldinn var á Akureyri fyrir helgi. Þar gerði hann m.a. grein fyrir rekstri fyrirtækisins og hvaða áhrif það hefði á samfélagið hér á Eyjafjarðarsvæðinu. Starfsmenn Samherja á Íslandi eru 600 og eru 70% þeirra búsettir á Eyjafjarðarsvæðinu. Á skrifstofu Samherja á Akureyri starfa 35 manns og sagði Þorsteinn Már að helmingur þeirra starfa sé til komin vegna starfsemi fyrirtækisins erlendis. "Þá höfum við haft eina reglu frá því að við fórum að starfa erlendis, sem er sú að það eru Íslendingar sem stjórna öllum okkar fyrirtækjum og skipum erlendis." Til að sýna umfang Samherja hér svæðinu, nefndi Þorsteinn Már, að fyrirtækið hefði greitt 74 fyrirtækjum á Akureyri fyrir þjónustu í febrúar sl., samtals 133 milljónir króna. Þá greiddi Samherji 21 fyrirtæki á Dalvík samtals 24 milljónir króna í síðasta mánuði. Einnig greiddi fyrirtækið 282 milljónir króna í laun. Fyrirtækið keypti þjónustu á Akureyri á síðasta ári fyrir 1.340 milljónir króna af rúmlega 200 fyrirtækjum. Alls greiddi Samherji 5.000 milljónir króna á síðasta ári til starfsmanna, fyrirtækja og félaga í Eyjafirði. Þar af eru laun 3,2 milljarðar, kaup á vöru og þjónustu 1.730 milljónir og styrkir 70 milljónir króna. "Þannig að við, sem oftast er talað um sem þiggjendur, erum að koma með um 5.000 milljónir króna inn á Eyjafjarðarsvæðið. Fyrirtækið Samherji er því að skapa ýmislegt hér á þessu svæði," sagði Þorsteinn Már. Hann sagði að Samherji hefði lagt sitt af mörkum til að draga verkefni inn á svæðið í gegnum árin. Fyrirtækið hefur komið að endurskipulagningu og endurreisn fyrirtækja og nefndi sem dæmi Kælismiðjuna Frost og Slippinn Akureyri en Samherji er hluthafi í báðum fyrirtækjunum. Þorsteinn Már sagði að sjávarútvegur við Eyjafjörð væri þýðingarmikil grein og hefði einnig áhrif á aðrar starfsgreinar. Hann sagði að tilfærsla aflaheimilda hefði áhrif á starfsemina í Eyjafirði. Nauðsynlegt væri að búa við stöðugleika, svo hægt væri að ráðast í fjárfestingar, auk þess sem þjóna þyrfti viðskiptavinum með afhendingaröryggi. "Það eru erfiðir tímar á Íslandi í dag og mikið gengur á. Það er von mín að það sem okkur hefur tekist að byggja upp á Dalvík, með stöðugleika í hráefnisöflun í áratug, verði ekki öllu kastað burt með illa ígrunduðum breytingum á rekstrarumhverfi sjávarútvegsins í landinu. Það er allt of mikið í húfi til þess að við getum leyft okkur slíkt verklag. Sjávarútvegur og fiskvinnsla munu eiga stóran þátt í að skapa okkur gjaldeyri í framtíðinni og vinna þannig þjóðina út úr þeim ólgusjó sem hún siglir í um þessar mundir. Mikilvægasta verkefni Íslendinga næstu mánuði er fyrst og fremst að vinna áfram saman af krafti, dugnaði og þrautseigju," sagði Þorsteinn Már. Skrifað af Þorgeir 30.03.2010 10:27Nýr skipstjóri á Gandi Ve 171Kristján Einar Gislasson Skipst ©Mynd þorgeir Baldursson 2009 Gandi Ve 171 © Mynd Tryggvi Sigurðsson 2010 Vinnslustöð Vestmannaeyja hefur ráðið skipstjóran Kristján Einar Gislasson skipstjóra á Mars RE 205 sem skipstjóara á Gandi Ve 171 sem að félagið keypti i siðasta mánuði en Mars RE hefur mú verið lagt aðminstakosti framyfir páska mun þá fara einn túr og siðan verður skipinu lagt timabundið i óákveðin tima Skrifað af Þorgeir 29.03.2010 02:24Tróndur i Götu FD 175Tróndur i Götu FD 175 i Tóftum mynd Jón Pálmi Pétursson Við Bryggju i Færeyjum mynd Jón Pálmi Pétursson Horft fram á Bakkann © mynd Jón Pálmi Pétursson Flottrollstrommurnar ©Mynd Jón Pálmi Pétursson Afturskipið ©Mynd Jón Pálmi Pétursson Brúinn © Mynd Jón Pálmi Pétursson Þessar myndir af Þrándi i Götu sendi mér Jón Pálmi Pétursson sem að er búsettur i tóftum i færeyjum i um 20 ár og kann ég honum bestu þakkir fyrir afnotin Helstu mál skipsins eru eftirfarandi lengd 81,60 M. og breidd 16.62 M. og það mælist 3527 TONN i þvi er aðalvél Wartsila 12V 32. 8046 Ha eigandi skipsins er P/F Hvamm í Götu í Færeyjum En stálvinna skipsins fór fram í Póllandi fyrir
Karstensens Skibsværft A/S. í Skagen í Danmörku.
En stöðin í Skagen er afhendingaraðili
skipsins. Skrifað af Þorgeir 29.03.2010 01:07Netabætning i dennNetabætning um borð i Sólbak EA 305 © mynd Gauti Hauksson Þeir voru allvigalegir Þeir Haukur Hauksson og Hilmar Sæmundsson skipverjar á Sólbak EA 305 við bætningu á trollinu en manninn aftan við þekki ég ekki Sólbakur hét eitt sinn C.S.Forester og var Breskur lanhelgisbrjótur undir stjórn Taylors Skrifað af Þorgeir 28.03.2010 11:53Lágey þH 265 eftir strandiðLágey þH 265 kominn á þurrt © Mynd Svafar Gestsson Skrúfan og stýrið © mynd Svafar Gestsson Stýrið og skrúfan Kengbogin © Mynd Svafar Gestsson Hliðarskrúfan © mynd Svafar Gestsson Talsvert sér á botninum © Mynd Svafar Gestsson Lágey ÞH 265 Biður viðgerðar ©mynd Svafar Gestsson 2010 Nokkrar myndir af björgun Lágeyjar i gær Svafar bestu þakkir Fyrir myndasendinguna Skrifað af Þorgeir 28.03.2010 01:09264- Þórður Jónasson EA 350264- Þórður Jónasson EA 350 © Mynd Þorgeir Baldursson Hérna má sjá Þórð Jónasson EA 350 á siglingu á Eyjafirði nýkominn úr slipp Skipstjórinn Hörður Björnsson tók þá hring fyrir ljósmyndarann skipið heitir i dag Gullhólmi SH 201 og er gert út frá Stykkishólmi skipið er smiðað i Stord Skipssmiðastöðinni i Noregi 1964 og bar fyrstu árin RE 350 árið 1973 var skipið lengt og brúin hækkuð og 1978 var byggt yfir skipið og enn 1986 var skipið lengt aftur og þá er þessum breytingum loksins lokið eftir að Agustsson Ehf kaupir skipið var það sett á linuveiðar og siðan á rækju og hefur útgerð skipsins verið farsæl eftir þvi sem að best verður komist Skrifað af Þorgeir 27.03.2010 07:161395-Kaldbakur EA 3011395- Kaldbakur EA 301 © mynd Þorgeir Baldursson 1994 Hérna má sjá Kaldbak EA 301 Nú Sólbakur EA 1undir skipstjórn Sveins Hjálmarssonar en hann var skipst á Kaldbak i 22 ár skipið hefur tekið svolitlum breytingum frá upphaflegri teikningu ma voru siðurnarhækkaðar upp byggt yfir lunningar settur Andveltigeymir fyrir framan brú en á móti hefur gálgi ofan á brú verið fjarlægður skipið hefur reynst eigendum sinum vel i þau 37 ár sem að það hefur verið i útgerðog verið með aflahæðstu skipum flotans mörg undan farin ár Skrifað af Þorgeir 25.03.2010 20:10Tvö skip sömu útgerðarBjörg Jónsdóttir ÞH 321 ©Mynd þorgeir Baldursson 973- Galti ÞH 320 © Mynd Þorgeir Baldursson Hérna má sjá tvö skip sömu útgerðar hver er saga þeirra og hvað varð um þau Skrifað af Þorgeir 25.03.2010 08:15Eyborgin EA 59 á HólmavikEyborg EA 59 © Jón Halldórsson Kemur i Höfn á Hólmavik seinnipartinn i gær © Mynd Jón Halldórsson komið til Hafnar © mynd Jón Halldórsson Við Bryggju á Hólmavik ©Mynd Jón Halldórsson 2010 Þessar myndir tók Jón Halldórsson á Hólmavik og sendi mér til birtingar þegar Eyborg EA 59 kom þangað i gær til Löndunnar en skipið var með um 100 tonn af iðnaðarrækju sem að verður unnin hjá rækjuvinnslu Hólmadrangs skipstjóri Eyborgar er Magnús Kristinn Ásmundsson yfirvélstjóri Sigurður ketill Skúlasson Yfirstýrimaður Ari Albertsson skipið hélt svo strax til veiða að lokinni löndun Skrifað af Þorgeir 23.03.2010 19:401937- Björgvin EA 3111937-Björgvin EA 311 © Mynd þorgeir Baldursson 2010 Springurinn settur fastur ©Mynd Þorgeir Baldursson Það var annsi kuldalegt á bryggjunni i dag ©mynd þorgeir Baldursson Björgvin EA 311 kom til hafnar á Akureyri i dag en hann var að koma úr norsku lögsögunni aflinn þar var með besta móti skipið var með um 600 tonn og voru um 500 tonn þorskur úr þeirri norsku en restin var tekin á heimamiðum djúpt austur af landinu aflaverðmætið er um 175 milljónir og túrinn tók 32 daga höfn i höfn Skrifað af Þorgeir 22.03.2010 20:19Gamlir Siðutogarajaxlar
Skrifað af Þorgeir 18.03.2010 22:35Tjaldur SH 270 ný vinnslulinaTjaldur SH 270 ©Mynd þorgeir Baldursson Aðgerðar aðstaðan um borð i Tjaldi © mynd Fiskifréttir Nýtt vinnslukerfi um borð í Tjaldi SH
Snigiltankar tryggja rétta og jafna meðhöndlun
Nýtt vinnslukerfi var sett upp í beitningarvélabátnum Tjaldi SH milli jóla og nýárs. Kerfið kemur frá 3X Technology. Búnaðurinn er hannaður fyrir vinnslu á línuveiddum fiski og tryggir að allur fiskur fái rétta og jafna meðhöndlun í gegnum vinnslukerfið. Snigiltankar sjá um að það hráefni sem fer fyrst inn í þá er það sem kemur fyrst út úr þeim. Hámarksafköst kerfisins eru 1.500 kg á klst. Blóðgunarkar og kælikar hafa bæði stjórnskáp þar sem hægt er að festa inni tiltekna blóðgunar- og kælitíma (snúningshraði snigla). Kæling alla leið Mögulegt er að safna allt að 3.500 kg af fiski í kælikarið ef þannig stendur á. Með þessu er tryggt að fiskurinn kælist um leið og búið er að slægja hann og hefur það afgerandi áhrif á endanleg gæði. Kælikarið er tengt við krapaískerfi sem er um borð. Kælitanknum er stýrt með hitamælingum sem ráða innflæði kælimiðils. Í kerfinu eru færibönd og með þeim stjórnskápur. Einnig er þrískipt meðaflakar og aðstaða til slægingar á þremur stórum slægingarborðum. Snigilkör eru rafdrifin og eru ræst frá einum stað í skipinu. Blæfallegri fiskur ,,Vinnslulínan sem fyrir var í skipinu var barn síns tíma og fullnægði ekki kröfum okkar í dag. Það var því kominn tími á endurbætur," sagði Hjálmar Kristjánsson framkvæmdastjóri KG fiskverkunar ehf. sem gerir Tjald SH út, í samtali við Fiskifréttir. ,,Mér leist sérstaklega vel á hugmyndina að snigilkarinu. Sá fiskur sem fer fyrstur inn kemur fyrstur út. Með því er hægt stjórna hraða fisksins í gegnum kerfið og kælingu hans mjög nákvæmlega," sagði Hjálmar. Hann bætti því við að vinnuaðstaðan um borð hefði einnig batnað til mikilla muna. ,,Vinnslukerfið hefur verið í notkun í nokkrar vikur og reynslan af því er mjög góð. Við sjáum mun á því að fiskurinn er blæfallegri og við ráðum betur við að stýra hitastiginu í honum," sagði HjálmarHeimild Fiskifréttir Kjartan Skrifað af Þorgeir 18.03.2010 17:04Eyborg EA 59Eyborg EA 59 kom til hafnar á Akureyri i morgun úr fyrstu veðiferð eftir að skipið kom til landsins eftir að hafa verið á veiðum erlendis um tima skipið var með rúm eitthundrað tonn af iðnaðarrækju sem að verður landað á Hólmavik i birjun næstu viku alls tók veiðiferðin 25 daga höfn i höfn aflabrögð hafa farið batnandi með hækkandi sól og hlýnandi veðri Skrifað af Þorgeir 14.03.2010 00:08Rækjuveiðar i Denn Stakfell ÞH og Múlaberg ÓF © mynd Gauti Hauksson Skrifað af Þorgeir
|
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 670 Gestir í dag: 53 Flettingar í gær: 1587 Gestir í gær: 63 Samtals flettingar: 915095 Samtals gestir: 46151 Tölur uppfærðar: 16.10.2024 08:43:46 |
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is