Oddeyrin EA kom til hafnar í Hafnarfirði með mettúr. Veiðiferðin hófst þegar farið var út frá Hafnarfirði þann 24. mars og fiskaðist mjög vel í upphafi og var búið að fylla lestar skipsins þann 10. apríl þegar farið var í land til að landa hluta aflans svo hægt væri að klára veiðiferðina. Í dag 24. apríl kom Oddeyrin svo í land með fullfermi öðru sinni á einum mánuði. Aflaverðmæti eftir veiðiferð sem stóð yfir í einn mánuð frá þeim tíma sem farið var frá höfn og komið til hafnar aftur er um 100 milljónir. Er þetta önnur veiðiferð skipsins síðan skipið hóf veiðar fyrir Samherja á Akureyri. Skipstjóri í veiðiferðinni var Guðmundur Freyr Guðmundsson. © www.123.is/jobbigummi