23.05.2007 21:27

Rækjuveiðar v/island

 Birtir til í rækjuiðnaði á Ísafirði Gunnbjörn ÍS, áður Framnes, landaði í dag rúmum 30 tonnum af úthafsrækju, eftir 6 sólahringa á veiðum. Aflinn fer í vinnslu hjá Miðfelli á Ísafirði. Þetta er þriðja rækjulöndun Gunnbjarnar eftir að skipið hóf rækjuveiðar á ný í byrjun mánaðarins. Ferskri rækju hafði þá ekki verið landað á Ísafirði frá því Framnesinu lagt fyrir einu og hálfu ári. Jón Guðbjartsson, útgerðarmaður hjá Birni ehf. segir að um tilraun sé að ræða, það muni koma í ljós hvort áframhald verði á veiðunum, aflabrögð og afurðaverð ráði því. Ekki hefur verið bjart yfir rækjuútgerð og -iðnaði í mörg ár. Verð lág og aflabrögð léleg. Var það ástæðan fyrir því að Hraðfrystihúsið - Gunnvör sá sig knúið til að hættu veiðum og vinnslu á rækju. Skipstjóri í túrnum var Jón Steingrímsson og fékkst rækjan norður af Djúpinu og er þetta ágæt rækja. Tvö önnur skip frá Ísafirði eru á rækjuveiðum, Óli Hall HU og Strákur SK. Þau eru á veiðum vestur af landinu og landa á Snæfellsnesi og er aflanum keyrt til Ísafjarðar til vinnslu hjá Miðfelli.HEIMILD BB.IS

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1318
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1120444
Samtals gestir: 52254
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23
www.mbl.is