25.05.2007 12:59

Noregsmet i Sandsilaveiði

Norski togarinn Torbas fékk 500 tonn af sandsíli í einu holi nú í vikunni sem er norskt met, en mest hafði norskt skip áður fengið 380 tonn í holi. Aflinn fékkst á Vestbanken sem er í átta tíma siglingu frá Egersund.

Torbas var áður kominn með 580 tonn í lestarnar þannig að aflinn í túrnum var næstum 1.100 tonn af 1.760 tonna árskvóta skipsins. Sandsílaveiðar Norðmanna eru nýlega hafnar en þeir mega veiða um rúmlega 50.000 tonn. Skipstjórinn á Torbas fullyrðir í samtali við norska sjávarútvegsblaðið Fiskaren að miklu meira sé af sandsíli í sjónum en fiskifræðingar vilji vera láta.

Heildarkvótinn á sandsíli í Norðursjó var nýlega ákveðinn 170.000 tonn eftir að tilraunaveiðar höfðu farið fram sem gáfu tóninn um heildarkvóta ársins, samkvæmt ráðleggingum fiskifræðinga. Veiðar ESB-þjóðanna hafa verið stöðvaðar þar sem hlutdeild þeirra í kvótanum er þegar veidd. Danir eru stærsta þjóðin í sandsílaveiðunum og eru þeir ósáttir við stöðvun veiðanna Heimild Skip.is Mynd þorgeir Baldursson 2005

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1318
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1120444
Samtals gestir: 52254
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23
www.mbl.is