18.07.2007 14:43

Bæjarstjórn Akureyrar ályktar um kvótamál

Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti samhljóða á fundi sínum í gær ályktun vegna skerðingar á aflaheimildum.

?Bæjarstjórn Akureyrar lýsir yfir þungum áhyggjum af væntanlegum niðurskurði í aflaheimildum á þorski og þeim afleiðingum sem sá samdráttur mun hafa á atvinnulíf í Eyjafirði og á Norðurlandi öllu. Bæjarstjórn hvetur því ríkisstjórn Íslands til að ráðast nú þegar í margháttaðar aðgerðir í Eyjafirði sem munu bæta innviði og hafa jákvæð áhrif á efnahagslíf landshlutans.

Greinargerð
Óumdeilt er að ákvörðun sjávarútvegsráðherra mun hafa afgerandi áhrif á útgerðir, fiskvinnslu og afleidda þjónustu í Eyjafirði og þar með launþega og sveitarfélög.

Ljóst er að niðurskurðurinn mun hafa mikil áhrif í Eyjafirði því gert er ráð fyrir að heildarafli þorsks muni dragast saman um 8000 tonn á svæðinu. Þegar litið er á tölur fyrir Norðurland eystra kemur fram að sá landshluti er með hæstu aflahlutdeildina í þorski eða um 22,5% og um 74% af afla skipa svæðisins er landað í heimahöfn. Á Norðurlandi eystra er líka mikil landvinnsla á þorski en um 35 þúsund tonn voru unnin hér á síðasta ári.

Bæjarstjórn Akureyrar óskar því tafarlaust eftir viðræðum við ríkisstjórnina um atvinnumál Eyjafjarðarsvæðisins."Heimild mbl.is

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 526
Gestir í dag: 38
Flettingar í gær: 1455
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 991947
Samtals gestir: 48545
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:27:28
www.mbl.is