19.07.2007 23:42

Norðmenn úthluta karfakvóta i sildarsmugunni

Sjö norskir togarar hafa fengið leyfi til að veiða karfa í Síldarsmugunni í haust. Norðmenn vonast til að geta látið að sér kveða í þessum veiðum í ár að því er fram kemur á www.fiskebat.noVeiðar á karfa á alþjóðlega hafsvæðinu, sem Norðmenn kalla Norska hafið, hafa verið stundaðar í nokkur ár. Íslensk skip hafa tekið þátt í þessum veiðum að einhverju marki. Nýlegar rannsóknir benda til þess að erfðafræðilegur skyldleiki sé á milli karfans í Síldarsmugunni og úthafskarfans í efri lögum sjávar. Jafnframt er skyldleiki á milli þessa karfa og karfa í Barentshafi. Norðmenn hafa mótmælt karfaveiðum á þessu svæði og Alþjóðahafrannsóknaráðið hefur lagt til að engar veiðar verði stundaðar þarna í ár. Á aukafundi NEAFC í sumar var hins vegar áveðið að leyfa veiðar á 15.500 tonnum af karfa í Síldarsmugunni. Veiðarnar mega hefjast 1. september og standa til 15. nóvember. Um olympiskar veiðar verður að ræða.Þau sjö norsku skip, sem fá leyfi til veiðanna, eru skip sem annaðhvort hafa veiðireynslu á Irmingerhafi eða á alþjóðlegu hafsvæði í fyrra.

 

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1318
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1120444
Samtals gestir: 52254
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23
www.mbl.is