31.07.2007 16:26Dragnóta veiðar i ÖnundarfirðiStjórn Útvegsmannafélags Vestfjarða mótmælir harðlega hugmyndum um lokun á snurvoðaveiðum í Önundarfirði. Stjórn Íbúasamtaka Önundarfjarðar hefur farið þess á leit við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að könnuð verði staða snurvoðaveiða í Önundarfirði. Ástæðan er sú að á Flateyri og Suðureyri er hafinn atvinnurekstur sem byggist á að nýta firðina til veiða með sjóstöng. Greint er frá þessu á bb.is.
Útvegsmannafélaginu var sent erindið til umsagnar. Í umsögninni segir að snurvoðaveiðar hafi verið stundaðar um árabil Önundarfirði og eru fiskimiðin þar mikilvæg þeim bátum sem þær stunda. Félagið mælist ekki til að sjóstangaveiði verði bönnuð þrátt fyrir að fjörðurinn sé hefðbundin veiðislóð snurvoðabáta og segir að sjóstangamenn eigi sinn rétt eins og aðrir. Enn fremur segir: ?Afar óeðlilegt hlýtur að teljast að stofnendur nýs atvinnurekstrar, eins og hér á við um þá sem hyggjast selja aðgang að veiðum með sjóstöng, skuli gera kröfu til þess að hefðbundin atvinnustarfsemi á sama svæði víki burt. Þar að auki skal bent á að ekki hefur komið til árekstra milli veiðimanna á þessu svæði og engin ástæða er til að hafa áhyggjur vegna snurvoðaveiða á svæðinu, enda snurvoðin afar vistvænt veiðarfæri.? Í umsögn félagsins er bent á að rekstur hagkvæms sjávarútvegs á Íslandsmiðum byggist á því að unnt sé að nýta mismunandi tegundir og veiðislóðir á mismunandi árstímum. Ef aðliggjandi veiðisvæði yrðu aðeins nýtt af heimamönnum myndi grafa undan rekstrargrundvelli um allt land. Bendir félagið þar á að fiskiskip frá Vestfjörðum nýti fiskimið, bæði djúpt og grunnt, um allt land. Bæjarráð ákvað að framsenda umsögn Útvegsmannafélagsins til sjávarútvegsráðuneytisins og Íbúasamtaka Önundarfjarðar. Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 1318 Gestir í dag: 13 Flettingar í gær: 4063 Gestir í gær: 33 Samtals flettingar: 1120444 Samtals gestir: 52254 Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is