Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Húnabjörg á Skagaströnd, sigldi til aðstoðar 46 tonna snurvoðabáts, rétt fyrir hádegi. Báturinn hafði fengið veiðarfærin í skrúfuna rétt við Kálfshamarsvita norðan við Skagaströnd, að því er kemur fram í fréttatilkynningu Landsbjargar.
Báturinn varð vélavana um 12 mílum úti fyrir Skagaströnd. Engin hætta var á ferð og verið er að draga bátinn í land.
Þetta er sjöundi björgunarleiðangur Húnabjargar frá því á Sjómannadaginn þann 3. júní að sögn Reynis Lýðssonar, formanns Björgunarfélagsins Strandar á Skagaströnd. Hann segir það heldur margar ferðir og telur ástæðuna vera hversu mikil umferð hefur verið af bátum sem sumir hafi verið óheppnirheimild mbl .is mynd þorgeir