02.08.2007 16:53ÁMINNING TIL ÖKUMANNA PASSA HRAÐANN HEIMILD AKUREYRI.NET MYND ÞORGEIR Aukin löggæsla um verslunarmannahelgina -Virkt umferðareftirlit um land allt
Embætti ríkislögreglustjóra hefur ákveðið að auka sérstaklega löggæslu um verslunarmannahelgina líkt og undanfarin ár. Sérstök áhersla verður lögð á að styrkja lögregluumdæmin við umferðareftirlit og fíkniefnalöggæslu. Á síðustu vikum hafa embætti ríkislögreglustjóra og lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu haft samstarf um skipulagt eftirlit með fíkniefnasölum með það að markmiði að draga úr framboði og sölu fíkniefna á þeim útisamkomum er haldnar verða um verslunarmannahelgina. Fíkniefnaeftirlitið vegna verslunarmannahelgarinnar hófst mánudaginn 23. júlí síðastliðinn. Síðan þá hefur verið leitað að fíkniefnum á 325 stöðum, í farangri, húsum og bílum. Þar af hafa fundist fíkniefni á 61 stað og hald langt á allar tegundir fíkniefna. Að auki hafa 30 ökumenn verið teknir undir áhrifum fíkniefna. Fyrir og um verslunarmannahelgina munu þrjú teymi rannsóknarlögreglumanna ásamt fíkniefnaleitarhundum frá lögreglu og tollstjóranum í Reykjavík verða á ferðinni þar sem fólk safnast saman. Teymin munu verða öllum lögregluliðum landsins til aðstoðar en lögð verður sérstök áhersla á eftirlit á þeim stöðum þar sem margir koma saman. Umferðareftirlit lögreglunnar verður aukið verulega um helgina. Lögreglubifreiðar eru búnar nýjum tækjabúnaði. Þar á meðal er stafrænn búnaður sem hljóð- og myndritar samtöl og samskipti lögreglumanna og ökumanna, búnaður er getur mælt hraða ökutækja óháð akstursstefnu lögreglubílsins ásamt fleiru. Jafnframt verður eftirlit á ómerktum bifreiðum lögreglu, úr sjálfvirkum hraðamyndavélum auk þess sem eftirlit með umferð verður úr þyrlu Landhelgisgæslunnar. Í ljósi þess að margir yfirgefa heimili sín um verslunarmannahelgi er ástæða til að minna almenning á að ganga tryggilega frá öllu áður en lagt er af stað auk þess sem æskilegt er að fá nágranna til að fylgjast með íbúðarhúsnæði sem stendur autt Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 4356 Gestir í dag: 17 Flettingar í gær: 4063 Gestir í gær: 33 Samtals flettingar: 1123482 Samtals gestir: 52258 Tölur uppfærðar: 18.1.2025 08:42:18 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is